Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Stjörnuspá
| Jeaae Dison íyrir 197 4
NU þegar viS byrjum annað ár
átaka og óvissu, get ég ekki séð
fyrir, að Nixon forseti segi af
sér, eða verði að yfirgefa Hvfta
húsið eftir réttarhöld. Hann
mun standa af sér Watergate-
storminn til að fylgja eftir og
styrkja þann árangur, sem
náðst hefur í alþjóðasamskipt-
um. Ein afleiðingin verða
skammvinn veikindi forsetans
á árinu 1975. Þetta eru sálræn-
ar spár en ekki opinberanir.
Þetta getur breytzt.
Hugsanirnar, sem ég nem frá
forsetanum og þeim, sem vilja
draga hann fyrir rétt, eru
þessar: 1) Forsetinn hefurekki
I hyggju að segja af sér. 2) Ég
finn ekki nógu sterka strauma
frá andstæðingunum til að þeir
nægi til að forsetinn verði dreg-
inn fyrir rétt og sekur fundinn.
3) Forsetinn mun ekki leggja
fram allar segulbandsspólurnar
í nánustu framtíð og það mun
Sirica dómari heldur ekki gera,
af öryggisástæum. Spólurnar
verða allar afhentar þegar fram
líða stundir'og ég trúi því enn,
að það, sem á þeim er, munl
sanna sakleysi forsetans. Það
verður þó of seint til að stilla
storminn, sem nú er að mynd-
ast í þinginu.
Hámarkið í apríl
í apríl næstkomandi mun
ólga vegna Watergate ná há-
marki, einnig í þinginu, en eftir
það mun málið smám saman
fjara út. Þessum kafla Water-
gate verður lokið. Það góða,
sem leiðir af Watergate, eru
ýmsar endurbætur, sem ég
spáði árið 1968. Það verða end-
urbætur á fjárreiðum vegna
kosninga og ýmissa stjórnunar-
liða.
Ég er enn sannfærð um, að
Nixons verður minnzt sem
mikilhæfs forseta vegna þess
hve honum tókst að auka líkur
á heimsfriði með bættri sam-
búð við Sovétríkin og Austur-
lönd. Watergate er í nánum
tenglsum við utanríkisstefnu
Bandaríkjanna og þau tengsli
ná tvær eða þrjár ríkisstjórnir
aftur í tímann. Þetta mun koma
í ljós þegar sagnfræðingar
byrja að kafa í fjallháa skýrslu-
hlaða til að komast að rótum
málsins.
í lok þessarar aldar verður
Watergate eins og „sunnudags-
ferð út á land“ og annað og
miklu verra mál svipaðs eðlis
mun koma fram í dagsljósið. Að
því loknu munum við fara inn í
rólegra tímabil, sem stafar af
því, að ný halastjarna kemur
inn í gufuhvolf jarðar.
Hamfarastjarnan
Vísindamenn rannsaka
halastjörnuna Kohoutek og
læra nokkuð um feril þeirra.
Því miður minnkandi fjárfram-
lög til geimrannsókna, vegna
orkuskortsins, takmarka mjög
himintunglarannsóknir og vís-
indaþróunin mun nær stöðvast
seint á árinu 1975.
Rannsóknirnar munu hefjast
aftur undir 1980 og það verða
gerðar byltingarkenndar upp-
götvanir á sviði geimvísinsa.
Hafrannsóknir munu einnig
veita okkur miklar upplýsingar
um sköpun og samsetningu
jarðarinnar. Öll efnasambönd í
Kohoutek munu finnast á jörð-
inni.
Tvær nýjar halastjörnur
munu nálgast jörðu á þessari
öld, sú fyrri um 1985. Eftir
1990, kannski ekki fyrr en 1999,
kemur svo sú þriðja. Hún verð-
ur eins og tekin úr sköpunar-
sögunni, atburður, sem má bera
saman við syndaflóðið. Eg sé
í þessu upphafi erfiðieikatíma
og visst tímabil jarðfræðisög-
unnar verður endurtekið.
Arið 7000 f.Kr. fór jörðin í
gegnum halann á halastjörnu,
sem olli miklum flóðum og stór-
brotnum rafeina-hamförum.
Hvaða áhrif hefur nálægð stórr-
ar halastjörnu (ekki lítillar
eins og Kohoutek) á segulsvið
jarðar? Gæti hún valdið stöðu-
skiptingu heimskautanna? Já.
Vísindin munu sigra
En mannkynið mun lifa af
þessa halastjörnu hamfaranna.
Mannkynið mun þá beita til
hins ítrasta þekkingu, sem það
hefur öðlazt í aldanna rás. Stór-
felldar uppgötvanir læknavís-
indanna verða þá teknar til
lokaprófs. Til þess að viðhalda
lífi manna og annarra dýra á
jörðinni í eyðingunni, sem ham-
farastjarnan hefur í för með
sér, þarf alla þekkingu lækna-
vísindanna eins og hún verður
þá.
Margir sjúkdómar og meiðsii
verða framandi en þau verða
afleiðing elda og jarðskjálfta,
sem aftur verða afleiðing ein-
stæðra rafbylgna.
Þegar aðeins verða 25 ár eft-
ir, munu vísindamenn taka stór
skref í framfaraátt, á árinu
1974, án þess að gera sér grein
fyrir því að uppgötvanir þeirra
eiga eftir að bjarga mörgUm
mannslífum á jörðinni.
Stríð í austri
Það verða stríð í austri og
Miðausturlöndum og þetta
,,geymslys“ mun hafa mikil
áhrif á úrslit þeirra. Verður
það tilviljun? Heimspekingar
og hugmyndafræðingar verða
að svara fyrir sjálfa sig og við
fyrir okkur. Þessir atburðir
munu breyta sögu mannkynns-
ins og vera sönn Guðsverk.
Kohoutekog Haley-halastjarnan
munu varpa Ijósi á þá og bjóða
okkur að staðnæmast og hug-
leiða, eins og hljómar hrúts-
horna prestanna kalla menn til
bæna.
Ford varaforseti
Það er auðvitað möguleiki á,
að Gerald Ford verði forseti
1976. í millitíðinni mun hann
hins vegar ferðast til Moskvu
(1974) og þótt ekki nái fram að
ganga allt, sem hann óskar,
verður sú ferð persónulegur
sigur fyrir hann. Hann mun
ferðast mikið og eignast áhrifa-
mikla vini. Febrúar og nóvem-
ber á þessu ári verða honum
sérlega hagstæðir. Á þessum ár
um mun hann auka orðstír
sinn, sem mun opna honum leið
inn í keppni repúblikana um
útnefningu. Það verða þó erfið-
leikar á vegi hans, hann mun
eiga i málaferlum og andstæð-
ingar munu gera sitt bezta til að
rægja hann.
Tapar og græðir
Ford verður að vara sig sér-
staklega á tungumálaerfiðleik-
um á ferðalögum sínum í
febrúar. Það verður þá nokkur
ruglingur, sem slæmt kvef ger-
ir sizt auðveldari og það verður
reynt að falsa i þýðingu það,
sem hann hefur sagt. Ford þarf
að fá sér túlk, sem hann getur
treyst.
Hann verður fyrirtaks full-
trúi þjóðarinnar allt árið 1974
og gerir ýmsa hluti, sem enginn
varaforseti hefur áður gert. 1
júlí verður hann hylltur fyrir
diplimatiska hæfileika sína, en
hann verður þá um leið að gæta
sín á þvi, að orð hans verði ekki
rangtúlkuð i blöðunum. Ég sé
einnig fyrir, að það verða ein-
hver vandræði á skrifstofu
hans.
Um þetta leyti mun hann
einnig tapa nokkru fé, en eftir
1977 mun hann vinna upp aftur
allt það, sem hann tapaði á ár-
um sinum sem varaforseti.
Hann mun láta af störfum með
sæmd og tryggja sér þannig
sæti með frægum leiðtogum
Bandaríkjanna.
Henry Kissinger
Eitt af sönnum stórmennum
okkar tíma er Henry Kissinger
en það tók hann langan tíma að
öðlast þá viðurkenningu. Það
hefur frá upphafi verið hlut-
verk hans aðgegnaháu emb
ætti í rikisstjórninní. Frá því
að vera sáttasemjari í Kina,
Sovétríkjunum og Suðaustur-
Asíu mun hann halda til
frekari stórverka í þágu friðar-
ins í Miðausturlöndum. Hann
mun halda áfram að vera stórt
nafn í alþjóðastjórnmálum um
langt skeið.
Kryðjuverkamenn munu
gera fleiri morðáætlanir á
næstu árum og Henry Kissing-
er er ætlað að verða eitt fórnar-
dýranna. Hann verður að vera
mjög varkár á öllum ferðum
sínum erlendis, sérstaklega í
febrúar, þegar hættan verður
mest. Það þarf tæplega að vara
hann við. Hvað efnahag hans
snertir, sé ég fram á, að hann
verður milljónamæringur þeg-
ar fram líða tímar. En hann
verður að fara mjög varlega á
verðbréfamarkaðinum um mitt
ár 1977.
Hann mun kvænast aftur, en
hann má ekki flana í hjóna-
band. Löng trúlofun mun leiða
til þeirrar hamingjuríku sam-
búðar, sem hann hefur alltaf
þráð. Hann mun skrifa stór-
fenglega bók um líf sitt og sam-
tíð og verður talinn einn af
stórmennum aldar sinnar,
ásamt mönnum eins og Aden-
auer, Eisenhower, Roosevelt,
MacArthur og Winston Churc-
hill.
Leon Jaworski
Jaworski kemur nú fram eins
og stjarna en ég held ekki, að
velgengni hans verði langlíf.
Það verður lagt mjög hart að
honum að beita sér gegn forset-
anum þegar Watergate-bylgjan
nær hámarki í apríl. Það er í
þeim mánuði, sem ég finn
sterkasta strauma frá Nixon
forseta) hann mun standa af sér
bæði tilraunir til að draga hann
fyrir rétt og til að fá hann til að
segja af sér.
Viðbrögð við tilraunum til að
draga forsetann fyrir rétt verða
á þann veg, að þær fara út um
þúfur. Jaworski fær ekki frið
fyrir mönnum, sem vilja gefa
honum ráðleggingar um hvern-
ig hann eigi að fara að, en hann
mun sýna það, að hann fer sín-
ar eigin leiðir. Hann verður að
gæta vel persónulegs öryggis
sfns því það verður reynt að
ryðja honum úr vegi. Þegar
sjálfskipaðir ráðgjafar hans og
gagnrýnendur verða fyrir von-
brigðum, munu þeir snúast
gegn honum og veitast að hon-
um þar til hendur hans verða
nánast bundnar.
Leiður á Watergate
Síðar á árinu verður hann svo
leiður á Watergate, að hann vill
helzt þvo hendur sínar af öllu
saman. Hann mun þó halda
áfram þar til gagnrýnendur
hans gefa honum ekkert svig-
rúm lengur og þá mun hann
snúa sér að öðru. Ég finn á mér,
að hann mun ekki lengi gegna
embætti og hann mun ekki
ljúka verkinu. En áður en hann
dregur sig í hlé, mun hann risa
til hárra metorða og nafn hans
mun lifa í sögunni.
Þúsundum spurninga verður
ósvarað, þegar Watergate-.rann-
sóknarnefndin hefur lokið
störfum. Eins og ég hef áður
| sagt, eru varasamir menn á bak
við verstu hliðar þessa máls.
• Tveir þeirra standa enn Hvíta
húsinu nær og þeir eru enn
færir um frekari eyðileggingar-
starfsemi með því að „hag-
ræða“ upplýsingum og sönn-
unargögnum.
Fyrir níu árum, þegar ég
fyrst spáði um hljóðritunar-
hneykslið, sem varð að Water-
gate, fékk ég strauma, sem gáfu
mér til kynna þau viðkvæmu
mál, sem ríkisstjórnin og þessir
menn voru þá að fjalla um. Ég
finn ennþá þessa strauma. Ég
sé njósnahring starfandi í
Washington og þótt hann verði
að hafa hægar um sig á árinu
1974, getur hann áfram valdið
miklu tjóni.
Orkukreppan
í júní 1974 verður orkukrepp-
an orðin svo alvarleg, að við
munum í örvæntingu leita að
skjótum úrbótum. Ferðalög og
flutningar verða í algeru lág-
marki 1 apríl og feikileg eftir-
spurn verður eftir litlum bif-
reiðum, sérstaklega sparneytn-
um, innfluttum smábílum.
Það er þó engin skjót lausn til
og það þarf mikla breytingu á
hugarfari og áætlunum áður en
Bandarikin verða sjálfum sér
næg í orkuframleiðslu. Þegar
við snúum okkur að öðrum
orkulindum, mun hefjast „fall"
stóru oliufélaganna. Þau munu
þegar fram líða stundirgegna
hógværara og mikilvægara
hlutverki i bandarískum iðnaði.
Á næstu árum munu
Bandarikin eyða 20 milljörðum
dollara eða meira, til að hag-
nýta eigin orkulindir.
Ég hef verið að vara við orku-
skorti siðan 1965. Fyrr á þessu
ári varaði ég við því, að það
væri rangt að fresta lagningu
olíuleiðslunnar frá Alaska, þar
sem þegar er fyrir hendi verk-
fræðikunnátta, sem tryggir um-
hverfisvernd við lögn hennar.
Ég hef varað við því, að ef við
ekki lögum rokunotkun okkar
að orkulindunum, muni það
hafa efnahagslegt öngþveiti í
för með sér. Orkuskorturinn
mun hafa varanleg áhrif á lífs-
máta okkar.
Stórfelldar
breytingar
Ég sé fyrir nýjar lifsvenjur,
nýjar aðferðir og aðstæður til
vinnu og leiks og jafnvel matar-