Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
27
æði okkar mun breytast. Kjöt-
vðrur almennt munu hafa
minna að segja en áður og mat-
væli, sem verða ræktuð með
kemiskum aðferðum verða si-
fellt stærri liður á matseðlum
okkar. Árið 1974 verður bænd-
um mjög gott og græna bylting-
in verður stórfengleg, þrátt fyr-
ir ýmsa örðugleika.
Ég sé fyrir uppvöxt útborga,
sem munu hafa eigin verk-
smiðjur og iðnað. „Smærri fjár-
festingarmenn" munu í aukn-
um mæli snúa baki við Wall
Street og snúa sér þess í stað að
sparistofnunum, en láta hinum
stóru eftir verðbréfin i Wall
Street. Ríkisstjórnin mun hafa
siaukið eftirlit með viðskiptum
og öðru, sem daglegu lifi til-
heyrir.
Rannsóknir á mannsheilan-
um munu svipta hulunni af
ýmsum Ieyndardómum hugans,
kraftaverkunum, sem felast í
starfsemi hans, og stórkostleg-
um möguleikum. Það verða
gerðar stórkostlegar uppgötv-
anir i sálarrannsóknum og
skyggni eða hugarflutningi
(ESP).
Samgöngur
Flutningar yfir langar vega-
lengdir verða að mestu f lofti og
ýmsar nýjar leiðir verða farnar
i fólksflutningum. Bandaríkin
munu læra að meta þær leiðir,
sem farnar eru í Evrópu og
Japan til að flytja fólk. Bifreið-
in verður áfram mikilvægasta
flutningatækið en stærð og út-
lit bifreiða framtíðarinnar
verður mjög breytt.
Olía verður ekki notuð til að
knýja farartæki framtíðarinnar
og Bandaríkin verða sjálfun sé
næg í olíuframleiðslu. Ég sé
fyrir það, sem ég get aðeins Iýst
sem „litlum, svörtum boxum.“
Ég kalla þau ,,orkuguðina“ og
þeir munu virkja nýja orku,
sem verður nægileg til að knýja
öll farartæki framtíðarinnar.
Dollarinn mun styrkjast geysi-
lega á alþjóðamarkaði þegar
greiðslujöfnuður okkar fer að
endurspegla sjálfstæði okkar í
olíumálum. Það mun svo
minnka verðbólguna.
Krabbamein
Á árinu 1978 mun heimurinn
heyra um stórkostlega uppgötv-
un i krabbameinsrannsóknum,
sem hefur verið þekkt, en ekki
viðurkennd í læknaheiminum,
siðan 1969. Læknavísindin
munu staðfesta, að búið sé að
finna leið til að lækna krabba-
mein eftir tíu ára tilraunir og
rannsóknir á þessari aðferð.
Samvinna bandariskra og
sovézkra visindamanna mun
reka endahnútinn á þessa
löngu leit.
Dagblöð og sjónvarp
Á nokkrum næstu áratugum
sé ég fyrir mikla erfiðleika
blaða og sjónvarps, bæði fjár-
hagslega og aðra. Auglýsingar
munu minnka og gera enn
meiri þá erfiðleika, sem þeg-
ar eru hafnir í sambandi við
útgáfu og fréttaflutning.
I hugleiðslum mínum sé ég
aftur og aftur stafina F.O.B og
ég held að þeir standi fyrir
flugfélög, olía og bifreiðar
(A.O.A á ensku) eða jafnvel
fyrir alla sjálfvirknina í efna-
hagslífi okkar. Auglýsingatekj-
ur frá þessum aðilum munu
minnka.
Dagblöð, tímarit og sjón-
varpsstöðvar ættu strax að fara
að leita að öðrum tekjulindum
svo að efnahagur þeirra veikist
ekki þegar mögru árin koma.
Þeir, sem finna sér nýjar tekju-
iindir, munu lifa af og blómstra
en stórfyrirtæki, sem skortir
slíka framsýni, munu líða undir
lok.
Ferðalög
1974 verður ekki bezta árið til
flugferða. 1 febrúar og apríl
verða slys, sem stafa af veðri,
misskynjun og of miklu trausti
á radar og öðrum rafeindatækj-
um.
Pearl Harbour
Ég spáði því, að Nixon forseti
yrði í aðstöðu til að leiðrétta
margar misgjörðir meðan hann
gegnir embætti. Eitt af því, sem
hann mun leiðrétta, er, hver
átti í rauninni sök á Pearl
Harbour, en það hefur enn ekki
verið að fullu upplýst. Husband
Kimmel flotaforingi og Walter
Short hershöfðingi, og aðrir,
sem voru viðriðnir þennan
harmleik, munu fáþá uppreisn
æru og þá upphefð, sem þeir
eiga svo skilið.
Leonid Brezhnev
Herra Brezhnev verður að
kljást við sitt eigið litla Water-
gate í Moskvu. Hann vill gæta
stillingar I stefnu sinni í heims-
málum og það er öfgamönnun-
um í Sovétrikjunum jafn óþol-
andi og Nixon er öfgamönnum i
Ameríku.
Það er stöðugt njósnað um
hann með alls konar
elektróniskum tækjum ög það
eru óvinir hans í stjórnmála-
ráðinu, sem standa fyrir því.
Það er mikil hætta á, að hann
verði ráðinn af dögum en hon-
um tekst þó að forðast það ef
hann verður mjög varkár. Hann
verður fórnardýr lágkúrulegra
svika undirmanna sinna á
árinu 1974, í kringum apríl.
En þótt ég sjái töluverðar
breytingar á ferli hans 1974, þá
sé ég, að hann mun standast allt
og vaxa við hverja raun. Hann
mun gera snöggar og áhrifa-
miklar breytingar á embætta-
skipunum ýmissa nánustu ráð-
gjafa sinna. Eftir áratug far-
sællar þjónustu við föðurland
sitt, munu aðrir taka við af hon-
um, sem munu reka harðari
stefnu.
Stefnubreytingar
í október eða nóvember 1974
mun Brezhnev gera breytingar
á ýmsum langtímaáætlunum
flokksins. Hans eigin áætlanir
munu heppnast stórkostlega
vel. Árið 1975 mun hann lenda í
miklum erfiðleikum vegna
dauða háttsetts embættismanns
en það mun leiða til þess, að
margir nýir menn komast i
valdastöður. Brezhnev mun þó
„lifa af“ og blómstra.
Honum mun takast svo vel
upp, að það verður reist minnis-
merki um hann í Moskvu
(bygging) en því miður er ekki
víst, að það standi lengi. Það
verður þó vinsælasti samastað-
urinn í Moskvu um tíma, þar
sem Brezhnev er mjög hlýr og
manneskjulegur og á greiða
leið að hjörtum Rússa.
Ég hef sérstakan áhuga á
honum vegna þess, að hann
virðist hafa mikinn áhuga á
huglægum fyrirbærum og hef-
ur orðið fyrir slíkri reynslu i
lífinu.
Deilur við Kína
Ég sé fyrir, að áhrif hans i
Sovétríkjunum og heiminum
munu endast fram til 1979 eða
1980 en þá lenda Sovétrikin í
nýjum landamæradeilum við
Kína og einn af skjólstæðirtgum
Brezhnevs snýst gegn honum.
Við þetta verða mikilvægar
breytingar á lífi hans. Ég sé, að
nafn hans verður ódauðlegt.
Á árinu 1974 mun Leonid
Brezhnev eiga alvarlegar við-
ræður við Gerald Ford. Ég sé
fyrir, að Ford mun fara í opin-
bera heimsókn til Sovét-
ríkjanna seint á árinu 1974, í
tilraun til að leysa orkuvanda-
málið, sem verður miklu alvar-
legra þá en nú. Olíusamningar
við Araba verða ræddir og einn-
ig landamæravandamál, strand-
línur og vatnsréttur, líklega við
Miðjarðarhaf, Akaba-flóa og
Suez-skurð.
Heath
forsætisráðherra
Orkuvandamálið verður
erfitt i Bretlandi 1974. Heath
forsætisráðherra verður áfram
við völd en það verður erfitt ár.
Erfiðleikar í verkalýðsmálum
og vegna atvinnuleysis verða
nógu slæmir en í kjölfar þeirra
munu fylgja ásakanir, sem eiga
ekki sinn lika, um spillingu í
flokki Heaths og í rikisstjórn-
inni. Hneykslismál mun koma
fram i dagsljósið, sem verður
þess valdandi, að stjórnin
verður nærra þvi felld með
vantrauststillögu. Þetta allt
mun gera honum erfitt fyrir í
orkumálasamningum við
Bandarikin og njósnamál
tveggja manneskja mun gera
þetta enn flóknara.
írland
írski harmleikurinn mun
halda áfram fram til ársins
1978. Á árinu 1976 verður for-
sætisráðherrann að vera sér-
lega varkrár því þá munu
öfgaöfl berjast hatrammlega
gegn lausn trúardeilunnar. Þar
að auki verða deilur um landa-
mæri, fiskveiðiréttindi og
England mun missa nokkurt
land og tapa listaverkafjár-
sjóði.
Enska pundið mun eiga sér-
lega erfitt uppdráttar 1975 og á
þvi verða gerðar einhverjar
breytingar í kjölfar hneykslis-
mála í ríkisstjórninni. Ég sé þó
fram á, að Heath mun bera sig-
urorð af öllum andstæðingum
sínum og mun ná góðum samn-
ingum um matvæli og orku við
Bandaríkin og Sovétríkin.
Stjórn Heaths verður við völd
framtil 1976 og forsætisráð-
herrann verður mjög heiðraður
og störf hans giftusamleg Eng-
landi og löndum Efnahags-
bandalags Evrópu.
Willy Brandt
Eg sé, að undir stjórn Willy
Brandts mun Þýzkaland loks
slíta sig frá fortiðinni og snúa
að þvi af öllu afli að verða leið-
andi afl í EBE, sem ég sé, að er
hin nýja Evrópa. Dagar
„Balkan-deilna“ eru taldir
ásamt dögum vafasamra banda-
laga, Efnahagsbandalagið er
hér til frambúðar.
Leiðin til sameinaðrar og
stöðugrar Evrópu verður erfið
en Willy Brandt verður leiðtogi
í þeirri ferð. Brandt mun eiga
mjög góð samskipti við Banda-
ríkin á árinu 1974 og það verð-
ur gerð einhver samræming í
stjórnmálum Evrópu 1975 og
1976. Á árinu 1975 munu
vinsældir Brandts minnka
nokkuð og hann verður í erfið-
leikum heimafyrir. Hann mun
þó hafa það af í kosningunum,
sem á eftir fylgja, og halda em-
bætti sínu enn um langt skeið.
Hann mun hljóta stórkostlega
viðurkenningu um mitt ár 1978.
David Eisenhower
David Eisenhower mun
hljóta mikinn frama og að end-
ingu komast í ríkisstjórn. Hann
er viðkvæmur ungur maður og
mun reyna að forðast sviðsljós-
ið í bili og það líður þvi nokkur
timi áður en hann hlýtur viður-
kenningu.
Á árinu 1974 mun hann fara
nokkuð einförum og leitast við
að sanna verðleika sína, til að
vinna bug á nokkurri minni-
máttarkennd, sem er eðlileg
þar sem hann er sonarsonur
hins mikla Dwight David Eisen-
hower, ei'ns af srórmennum
okkar tíma.
Þetta mun þó líða hjá David
mun sækjast mjög vel námið í
lögfræði og alþjóðastjórnmál-
um, sem mun búa hann undir
störf hans i ríkisstjórninni.
Gott minni hjálpar honum
mikið og hann mun óafvitandi
búa sig undir framtíðina með
ferðalögum erlendis. Þetta ár
verður erfitt fyrir hann og
Julie, þar sem starfsmaður,
sem þau treysta, mun svikja
þau og skrifa bók um einkamál
þeirra. Þessi einkamál þeirra
verða mikið til umræðu og
verða þeim leið, en þau munu
standast raunina með glæsi-
brag. ^
Elisabet Taylor
Eg finn til strauma, sem þýða
slys, í kringum Elisabet Taylor.
Ég hvet hana til að vera var-
kára á þessu ári, sérstaklega við
kvikmyndatökur. Hún verður
að komast í burt frá fólki, sem
stendur henni nær og fá tima
til að hugsa í einrúmi.
Eg finn fyrir fyrirhuguðu
ráni og fjárkúgun og ennfrem-
ur fyrir hugsanlegum svikum
vinar, sem mun skýra frá per-
sónulegum málum hennar. Hún
verður einnig að gæta vel
heilsu sinnar (lungnabólga) og
ástvina sinna .(skemmtiferðir
eru nauðsynlegar til að halda
hamingjunni). Hún verður
einnig að gæta sin á aðdráttar-
linsum, sem verða notaðar til að
taka myndir af henni úr fjar-
lægð, myndir, sem verða svo
notaðar til fjárkúgunar.
Á hinn bóginn mun Elísabet
verða fyrir miklu happi í júní
og í nóvember verður henni
mikill sómi sýndur. Þá mun
hún einnig gera samning um
stórkostlegustu mynd, sem hún
hefur fengið tækifæri til að
gera. Hún mun græða stórar-
fúlgur um 1978. Á því ári mun
hún finna, að vinsældir hennar
eru að dvína, en mun þá byrja á
nýrri mynd, sem verður betri
en allar aðrar, sem hún hefur
gert. Hún mun fá áhuga á
stjörnufræði og dulspeki og
verða mjög vel að sér.
Sidney Poitier
Eins og Elísabet Taylor á
hann beztu ár ævinnar eftir.
Snemma á árinu 1974 mun
hann gera nýjan samning, þrátt
fyrir deilur. Hann verður að
fara sérlega varlega í ástar-
ævintýri, sem gæti endað með
hörmungum og kostað hann
stórfé. Á árinu 1975 mun hann
vinna hinum megin við kvik-
myndavélina, sem leikstjóri eða
aðstoðarmaður hans, en honum
mun ekki líka það og snúa sér
aftur að leiknum.
Sidney mun vinna mikið að
góðgerðarstarfsemi þegar hann
nær hátindi frægðar sinnar ög
því mun fylgja mikil vellíðan.
Hann gerist einnig trúaður. Ég
ráðlegg honum að fara varlega í
fjárfestingarmálum. Hann gæti
tapað miklu fé og hótelum og
mótelum á árunum 1977 og
1978. Um svipað leyti mun
hann eyða töluverðum tima ut-
an Bandaríkjanna og þar vil ég
vara hann við hvers konar van-
hugsuðum félagstengslum.
Það verða miklar breytingar
á lífi hans 1977 og 1978 en hann
mun ná sér upp og verða sterk-
ari en nokkru sinni fyrr.
Herinn
Þótt Sovétrikin hafi farið
framúr Bandaríkjunum við
smíði sumra vopna, þá finn ég,
að breyting verður á þessu
1976, þegar Bandaríkin byrja
að þróa og framleiða vopn
framtíðarinnar, sem byggjast á
laser-geislum og geislabyssum.
Flugherinn og sjóherinn
munu koma sér upp litlum
hraðskreiðum vopnaflytjurum
til stuðnings fótgönguliðssveit-
um. Ný farartæki lofts og lagar
verða tekin í notkun á næsta
áratug og það verða notaðar
nýjar aðferðir við að knýja þau
áfram.
Á árinu 1974 sé ég, að and-
stæðingar okkar munu sækja
fram á þremur vígstöðvum. 1
Miðausturlöndum, Suðaustur-
Asíu og Suður-Ameríku. Arang-
urinn verður litill i Suður-
Ameríku, sæmilegur í Miðaust-
urlöndum og mjög góður í Suð-
austur-Asíu. Við munum litið
gera til að hindra þetta, ibúar
þessara svæða verða sjálfir að
sjá um að stöðva framsóknina.
Ég sé fyrir, að ástandið í Mið-
austurlöndum verður aðeins
skárra á næstunni, þangað til
1975 en þá finn ég fyrir hræði-
legu, heilögu stríði, sem mun
standa í áratug.
Ný framtíð
Japan og Evrópa munu eiga í
efnahagsörðugleikum á árinu
1974 en ég sé lagðan grundvöll
að stórkostlegri nýrri framtíð.
Orkuskorturinn mun neyða
okkur öll til að leggja niður
ýmsa slæma siði og hætta
bruðli, vernda dýrmætar auð-
lindir okkar, bjarga lífum á
þjóðvegunum og endurskoða
stöðu okkar í þjóðfélaginu.
Gömlu innborgirnar munu
öðlast nýtt líf. Trúin og fjöl-
skylduböndin munu öðlast nýtt
gildi. Ég sé áframhaldandi
verðbólgu og hægfara hnignun
efnahagskerfisins, þar til við
lögum okkur að nýjum orkulög-
málum. Ég sé ekki fram á neina
stórfellda kreppu i náinni
framtíð.