Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 28

Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974 Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason RitaÓ er... Tilgangur lífsins... Margir spyrja: Hver er til- gangur lífsins? 1 ljósi.þeirrar staðreyndar, að Guð er skapari allra hluta, hlýtur tilgangur allrar tilverunnar að vera honum tengdur. Bihljan flytur okkur þá kenningu, að tilgangur mannlegs lífs á þessari jörð sé sá, að maðurinn lifi í sam- félagi við Guð. Til þess erum við sköpuð. Mannlegt líf getur aldrei náð tilgangi sínum eða eignazt raunverulega fyllingu fyrr en við eign- umst þetta samfélag við Guð, setn okkur er gefið fyrir trúna á Jesúm Krist. Ekkert annað, sem okkur þykir eftirsóknarvert í mannlífinu, — og það getur verið margt og gagnlegt, Guði sé lof, — getur komið í stað þessa eina, sem er æðsta mark og mið mannlegrar til- veru: Samfélagið við Guð. Þess vegna verður megin- spurning tilverunnar þessi: Átt þú þetta samfélag við Guð? Hefur líf þitt náð þess- um tilgangi sínum? Jónas Gíslason. Það, sem nefnt hefur verið Jesú-vakning eða Jesú-bylting, er fyrirbrigði, sem við íslend- ingar þekkjum lítið til. Hún á rætur í hippahreyfingunni og líkist henni mjög. I stuttu máli má segja, að báðar eigi það sam- eiginlegt, að fólk lifir saman í hópum — kommúnu —- skiptir öllu jafnt, en forðast að öðru leyti allar reglur. En tilgangur- inn er misjafn. Hippar eru aðal- lega að vekja athygli á, að hin efnislegu gæði séu aðeins eftir- sókn eftir vindi, en Jesúbylt- ingarfólk boðar auk þess trú á einn sannan Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Mest hefur þessi Jesú-vakning blómgazt i Bandaríkjunum og i minna mælí í Evrópu. Nokkrar fréttir hafa borizt af hreyfingu þessari hingað til lands, en eru fremur rýrar. En þessi umbrot hafa haft ýmislegt í för með sér og fjármálamenn notað tæki- færið til að hagnast á. Grein um þessi mál birtist fyrir nokkru í Stavanger aften- blad og hefur höfundur heimildir m.a. úr Der Spiegel: Á sama hátt og hipparnir hefur þessi Jesú-fagnandi æskulýður sína eigin lifnaðarháttu. Ekki sízt hafa þeir sina eigin hljóm- list, sem nálgast að vera eins og popp i dag. Það er þetta, sem skemmtanaiðnaðurinn hefur hagnýtt sér auk hins almenna áhuga fyrir persónunni Jesú. . . Auglýsingarnar leiftra, Messías hljóðnemans, kvik- myndanna og hljómplatnanna má finna aftan á peysum og jökkum. ,,Jesús er boðskapur- inn" eða „Jesús — ég elska hann" bregður fyrir á lærum, afturendum og brjóstum um heim allan. Myndir af Jesú sjást á stuttbuxum og bikini. í bandarísku sjónvarpi er auglýst armbandsúr með þess- um orðum: „Halló börn, ég er Jesús. Sjáið bara, hvað ég hef á handleggnum. Úr með krem- litaðri mynd af sjálfum mér á úrskífunni og rauðu hjarta." — Þannig er Jesú-iðnaðurinn kominn í fullan gang. Milljónir á milljónir ofan eru brúkaðar og höfðað er til trúarlegra strengja í hinum venjulega manni til að hrífa hann á ein- hvern hátt með í strauminn. Söngleikirnir „Superstar" og „Godspell" eru álitnir góðir og gildir sem sannar frásagnir eft- ír Bibliunni, en ef betur er að gáð sést, áð þeir eru að miklu leyti aðeins hugleiðingar höfundanna um Guð. Jesús Superstar sagði: „Veiztu ekki, að öllu er lokið? Það var gott meðan það var.“ Nei — sögunni um Jesúm er ekki lokið. Við heyrðum nýlega í sjónvarpinu ungan mann segja frá þvi, að Guð hefði hrifið hann burt frá ofdrykkju og eiturlyfjum. Enda sagði Jesús: „Eg er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir." Ofdrykkja er ekkert líf. í öllum þessum Jesú-iðnaði, sem hefur örlítið verið lýst hér, hafa menn algjörlega gleymt aðalatriðinu. Menn geta sungið um Jesúm, gert jafnvel vel orðaða texta um hann, en það verður þýðingarlaus söngur ef hugur fylgir ekki máli. Og í tónlistinni hefur verið einna auðveldast að hrífa menn með og framleiðendur græða á þvi að geta nefnt nafn Jesú. Jesú á sér marga áhangendur, en færri eru þeir, sem vilja fylgja honum eftir alla leið. En þrátt fyrir allt þetta, sem má setja út á þessa Jesúvakn- ingu, hefur hún þó margar og bjartar hliðar, sem vert er að benda á. Til eru fjölmargir, sem eiginlega steypa sér út i það að boða meðbræðrum sin- um Jesúm Krist og nota allar leiðir til að ná til þeirra. Það verður að nota tónlist fyrir þá, sem skilja lítið annað en það mál, sem hún getur tjáð. Því eru til i Bandaríkjunum margs konar sönghópar, sem oft eru skipaðir fyrrverandi eiturlyfja- neytendum, og þessir hópar A-Evrópa: Frjálsar fóstur- eyðingar hafa reynzt illa í NÖV. 1968 var haldin alþjóð leg ráðstefna um fóstureyðing- ar í Hot Springs í Virginiufylki. Meðal þátttakenda var próf. Mehlan frá háskólanum í Rostoek i Austur-Þýzkalandi. Hann gaf yfirlit um fram- kvæmd fóstureyðingalaga í Austur-Evrópu á árunum 1957—1966. Þar kom fram, að lögin í Sovétríkjunum hafa ver- ið frjálsleg, síðar ströng og loks- ins aftur frjálsleg. í bæjunum voru gerðar 3 fóstureyðingar á móti hverju einu barni, sem fæddist. Þrátt fyrir það er mæðrum ráðið frá fóstureyð- ingu við fyrstu þungun, því að það er talið læknisfræðilega óráðlegt og engin þjóðfélagsleg nauðsyn. Árið 1965 var ástandið orðið þannig i Rúmeníu, að fóstur- eyðingar voru 4 sinnum fleiri en fæðingar, en þá var lögunum breytt. Samkvæmt því voru fóstureyðingar „að ósk konu" aðeins leyfðar konum, sem eldri voru en 45 ára. Opinber- lega voru færðar þær ástæður fyrir lagabreytingunni að: a) löglegar fóstureyðingar hefðu haft alvarleg áhrif á heilsu og frjósemi kvenna, b) fjölskyldur hefðu mikia til- hneigingu til að leysast upp, c) siðferði þjóðarinnar, einkum æskunnar, hrakaði mjög. Hefði kona fengið fóstureyð- ingu oftar en einu sinni, reynd- ust tvöföld líkindi á því, að næsta þungun endaði skyndi lega með fyrirburðarfæðingu, andvana fæddu barni eða þá erfiðri fæðingu. I Tékkóslóvakíu hafá einnig verið strangar takmarkanir á fóstureyðingum við fyrstu þungun. Einnig er athyglisvert, að hvergi nema i Póllandi hefur tekizt að fá konur til að beita getnaðarvörnum frekar en að treysta fá fóstureyðingu, og þrátt fyrir það, að í sumum þessara landa séu engar tak- markanir á löglegum fóstureyð- ingum, leita ógiftar konur fremur til þeirra, er stunda ólöglegar aðgerðir. Á síðari árum hefur löggjöfin enn verið gerð strangari í sum- um Austur-Evrópulöndum eins og 1969 i Rúmeniu og 1973 í Búlgaríu og Tékkóslóvakíu. Ymsir þeir, sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum, hafa nefnt Austur-Evrópulöndin til eftirbreytni, en gleymt að geta hinnar neikvæðu reynslu þeirra. Það er óhugnanlegt, þegar fóstureyðingar eru orðn- ar 3—4 sinnum fleiri en fæð- ingar. Þannig verður þróunin greinilega ef málið er gefið al- gjörlega frjálst, a.m.k. i lönd- um, þar sem kristin trú er ekki grundvöllur að siðfræði al- mennings. Hver þorir að spá um, hvern- ig þróunin yrði hér á íslanddi við svipuð Iög? Og nú leiðist Paul Stookey ekki lengur að syngja. Hann syngur nú víða I Bandaríkj- unum um þann, sem gaf honum innihald í lífið, þann, sem gerði það gleði- ríkt fyrir hann. Það er söngur, sem hann vill að aðrir kynnist, boð- skapurinn um Jesúm Krist. reyna að ná til sinna fyrri félaga. Við munum á næstunni segja frá slíkum sönghópum. Hér verður endað með að rekja sögu manns eins, sem flestir kannast við, Paul Stookey, en hann söng þjóðlög og baráttusöngva í fjölmörg ár ásamt Peter og Mary. Þau Peter, Paul og Mary vöktu mikla athygli, er þau komu fyrst fram og ekki sizt fyrir það, að stíll þeirra var nýr, ein kvenrödd ásamt tveim karlaröddum og undirspil að- eins gítarar. Eftir nokkurra ára feril, þar sem þau höfðu skemmt milljón- um háskólastúdenta fór Paul allt í einu að athuga sinn gang. Hann var 23 ára þá, en fannst hann aðeins vera eins og 15—16 ára unglingur; hann hefði ekkert þroskazt. Þá fóru þau að reyna að gera textana innihaldsmeiri og tóku til við baráttu- og mótmæla- söngva gegn stríði. En það fannst Paul Stookey enn ekki nógu gott. Hann ræddi við vin sinn Bob Dylan um lífið og til- veruna: Hver er meiningin? Og Dylan svarar: Ja — hvað heldur þú? Hvað með austræna speki, — endurholdgun o.fl. o.fl. Dylan svarar: Ha — hvað heldur þú? Svo Paul Stookey fékk ekki spurningum sinum svarað þar. Eftir að einhver benti honum á Biblíuna, tók hann að leita svara við spurningum sfnum þar: „Ég vissi ekki, að Jesús hefði þessi áhrif. Ég hélt, að hann væri aðeins góð fyrirmynd, en ekki að hann gæti raunveru- lega verið sonur Guðs." Og nú leiðist Paul Stookey ekki lengur að syngja. Hann syngur nú vt'ða í Bandaríkjun- um um þann, sem gaf honum innihald i lífiö, þann sem gerði það gleðiríkt fyrir hann. Það er söngur, sem hann vill að aðrir kynnist, boðskapurinn um Jesúm Krist. Líf Taktu litið saklaust blóm í hönd þina. Sjáðu smágerða fegurð þess. Skoðaðu það. Lif. Horfðu á heiðan himininn. Sjáðu viðáttu hans. Lif. Horfðu á hafið. Lifið Blómið sýnir þér kærleika Guðs. Himinninn sýnir miskunn hans. Hafið mikilleik hans. Og geturðu efast um sköpunarmátt hans? Kemstu hjá þvi að beygja kné þin í lotningu fyrir skapara þinum? Halla Jónsdóttir. Halla Jónsdóttir er nemandi i 6. bekk Menntaskólans i Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.