Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 30

Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 — Aðalbjörg Sigurðardóttir Framhald af bls. 17 átti einnig sæti í nefnd þeirri, er samdi núgilítandi fræðslulög. For- maður Bandalags kvenna í Reykjavík var hún i 23 ár sam- fleytt, varaformaður Kvenrétt- indafélags íslands og síðar heið- ursfélagi og einnig var hún í stjórn og varaformaður Kvenfé- lagasambands íslands. Hún var og í stjórn Barnavinafélagsins Sum- argjafar og heiðursfélagi þar. Varafulltrúi í bæjarstjórn Reykjavfkur var hún í tvö kjör- tímabil. Aðalbjörg skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit og flutti fjölda erinda, m.a. i útvarp um uppeldis- og skólamál, áfengismál, spirit- isma og guðspeki. Hún var gædd leiftrandi mælsku og hreif áheyrendur sína með eldmóði sínum og áhuga, voru ræður hennar þrungnar af - t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR H. JÓNSSON, Brjánsstöðum, Skeiðum lézt á Landakotsspítala 21 febrúar. Systkini hins látna. andríki, en hún kunni þó manna bezt að bregða fyrir sig góðlát- legri gamansemi. Jafnframt þorði hún hverju sinni að fylgja skoð- unum sínum eftir, — en hún var einnig kona, er gat lagað skoðanir sínar eftir breyttum tímum og viðhorfum. Eitt af hjartans málum Að;d- bjargar var kvennaheimilið Hall- veigarstaðir og var framlag henn- ar mikið þar eins og annars stað- ar, þar sem hún lagði hönd á plóginn. Á síðastliðnu bandalagsþingi var afhjúpuð að Hallveigarstöð- um brjóstmynd af Aðalbjörgu, i nærveru barna hennar, ættingja og annarra gesta. Styttuna af- hjúpaði dótturdóttir hennar frú Björg Rafnar, en styttuna gerði listamaðurinn Gestur Þorgríms- son. Bandalgið kveður nú sína látnu forvígiskonu og heiðursformann og þakkar hennar fórnfúsu störf og áratuga forystu. Þótt Aðalbjörg sé látin, mun minningin um hana lifa í verkum hennar og hugsjónum, er hún eft- irlætur komandi kynslóðum. Stjórnin. Útför JÓNS INDRIÐASONAR frá Patreksfirði, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26 febrúar n.k. kl. 1 3.30. Fyrir hönd vandamanna Marta Jónsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Austurgötu 32, Hafnarfirði, sem andaðist 18. febrúar verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði, þriðjudaginn 26. febrúar, kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsam- legast bent á minningarsjóð Guðrúnar Einarsdóttur. Minningarspjöldin fást hjá Gísla Sigurgeirssyni, Strandgötu 19 og verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36 Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og jarðarför eiginmanns míns. vinarhug við andlát og SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, frú Kúfhól. Fyrir hönd aðstandenda Guðríður Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU G. Þ. ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka Kvennadeild Slysavarnafélagsins, starfs- fólki á Hrafnistu og fyrrverandi samstarfsfólki hennar Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sig. Gunnar Sigurðsson, Birna Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Ófeigsson og barnabörn t Hjartanlegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS SNORRASONAR, Básenda 10. Inga Guðmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Snorri Gunnarsson, Ásthildur Tómasdóttir, Sverrir Gunnarsson, Sigríður Marteinsdóttir Svanhíldur Gunnarsdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Inga K. Gunnarsdóttir, John Henrikson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég þekki fólk, sem sækir kirkju á sunnudögum, en aðra daga gerir það hluti, sem eru augljóslega ókristilegir. Heyrir Guð bænir þess? BIBLlAN segir, að maðurinn liti á hið ytra, en Guð líti á hjartað. Með því að Guð einn getur séð og þekkt hjörtu mannanna, er hann einn þess umkominn að dæma í málum sem þessum. Samt er það svo, að ef hegðun fólksins á virkum dögum er augljóslega ókristileg, eins og þér segið, þá verður Guð ekki blekktur með neinum guðræknis- iðkunum á sunnudögum. Konungurinn í leikritinu Hamlet eftir Shake- speare þoldi sálarkvalir vegna morðsins á bróður sínum. Hann fer í kirkju til bæna. Hann gerir sér grein fyrir, að ósamræmi er á milli breytni hans og bæna, og því hrÆþar hann: „Orð mín fljúga upp. Hugsanir mínar eru enn niðri. Orð án hugsana komast aldrei til himins.“ Biblían segir: „Kröftug einlæg bæn réttláts manns megnar mikið.“ Samræmi í lífinu segir Biblían, að sé eitt skilyrðið fyrir því, að bænir okkar hafi áhrif. Ef við erum ósamkvæm sjálfum okkur eða óeinlæg, ná bænir okkar aldrei hásæti náðarinnar. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir er látin f hárri elli. Það eru þó ekki ýkja mörg ár síðan ég hitti hana síunga og eins og ég man hana bezt, með lifandi áhuga á málefnum þjóðar sinnar. Um langt árabil unnum við saman í félagasamtökum kvenna, hún í Bandalagi kvenna í Reykja- vik í yfir 20 ár, og ég i Hjúkrunar- félagi íslands. Hún skipaði einnig mikilvægan sess i Kvenréttinda- félagi Islands og i Kvenfélaga- sambandi íslands og sat i stjórn- um þeirra alltaf öðru hvoru. Hún var kennari að menntun og vaj oft skipuð sem fulltrúi kennai-a í nefndir og ráð. Á raunastundu var hún þeim hæfileikum gædd aðgeta gefið von og styrk. Af öllum góðúm eiginleikum Aðalbjargar Sigurðardóttur minnist ég ekki sízt, hve mikill mannasættir hún var. Hún þoldi ekki ófrið. Islenzkar konur eru ekki síður fylgnar sér í stjórnmálum en karl- menn. Á stórum kvennafundum lá stundum við, að upp úr syði hjá geðríkum konum. Þá brást það ekki, að Aðalbjörgu tókst að lægja öldurnar áður en til alvarlegra leiðinda kæmi. Henni var létt um mál og flutti alltaf mál sitt skýrt og sannfærandi án nokkurs málskrúðs. Nóbelsskáldið okkar lét svo um mælt í minningargrein um látinn vin sinn, að eiginkona hans hefði verið tignarkona, svo mikils virði hefði hún verið manni sínum. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir var einnig sannkölluð tignarkona. Ég bið henni blessunar og þakka henni samfylgdina. Sigríður Eiríksdóttir. Kveðja frá Kvenfélaga- sambandi íslands Við andlát Aðalbjargar Sigurð- ardóttur minnast margir með þökk ólíkra þátta úr hennar starf- sömu ævi. Hún kom við sögu flestra félagasamtaka sinnar tíð- ar, sem báru hag kvenna fyrir brjósti og svo var einnig um Kvenfélagasamband íslands Aðalbjörg átti lengi sæti i stjórn K.I. og var m.a. varafor- maður sambandsins, en hún vann einnig mikið starf í ýmsum nefnd- um sem fulltrúi þess eða fyrir þess tilmæli. Á landsþingi K.i. 1943 kom í ljós, að skipuð hafði verið nefnd til að endurskoða fræðslulögin, án þess að nokkur kona ætti þar sæti. Skoraði þingið á ráðherra að bæta úr því og varð það til þess, að Aðalbjörg var sett I nefndina, en hún vann, eins og kunnugt er, mikið starf ogstefnu- mótandi. Á sama landsþingi var Aðalbjörg kosin í nefnd til að semja álit um tilhögun hús- mæðraskólanna og gætti áhrifa t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug vegna fráfalls GESTS PÁLSSONAR, Skeggjagötu 23. Fyrir hönd aðstandenda. þeirrar nefndar mjög við laga- setningu um það mál. Því nefni ég þessar tvær nefnd- ir sem dæmi, að kennslumálin voru Aðalbjörgu hjartans mál, enda var hún reyndur kennari. Hún ferðaðist mikið á milli hér- aðssambanda K.I. og flutti erindi um skólamál og fylgdust konur betur með þeim málum en ella vegna hennar fræðslu. Aðalbjörg kom oftar en einu sinni fram erlendis fyrir hönd K.l. Norrænar konur minnast þess enn, er hún flutti erindi um vandamál ellinnar á þingi Norr- æna húsmæðrasambandsins í Vis- by árið 1960. Þótt erindið svo frá- bært, að sænska útvarpið óskaði þess, að hún flytti það fyrir al- þjóð. Þegar K.l ákvað að hefja útgáfu tímarits, var það Aðalbjörg, sem gerði grein fyrir því á landsþingi, hvert vera skyldi markmið og hlutverk þess rits og má því full- yrða, að skoðanir hennar réðu miklu hver starfsgrundvöllur Húsfreyjunni var ákvarðaður og enn er unnið í þeim sama anda eftir aldarfjórðung. I Húsfreyj- unni geymast margar snjallar og fróðlegar greinar eftir Aðal- björgu. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt af þeim verkefnum Kven félagasambands íslands, sem Að- albjörg starfaði að. Aðrir gera þeim væntanlega betri skil, sem persónuleg kynni höfðu af þeim. Þessi orð eru aðeins rituð til að bera fram þakkir sambandsins og þeirra fjölmörgu kvenna, sem nutu gáfna og starfsorku Aðal- bjargar Sigurðardóttur á vett- vangi þessara fjölmennu kvenna- samtaka. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Thorlacius. Allt í lagi í Kína? Peking, 22. febrúar— NTB. TALSMAÐUR kínverska utan- ríkisráðuneytisins bar í dag til baka fregnir um, að Kína væri í þann veginn að taka upp allmjög strangari utanríkisstefnu en verið hefur, vegna hinnar áköfu valdabaráttu, sem nú á sér stað í landinu. Talsmaðurinn vísaði einnig á bug staðhæfingum um, að erlendum diplómötum og blaðamönnum hefði verið meinað að fara til borga eins og Shanghai, Hangchow, Sian og Loyang. Talsmanninum virtist mikið í mun að draga úr mikilvægi t.d. árása í kínverskum fjölmiðlum á vestræna tónlist og kvikmynd ítalska leikstjórans Antonionis um Kína, og sagði, að þær hefðu engan veginn í för með sér slit á meiftiingarsambandinu við út- lönd, sem komið var á eftir menn- ingarbyltinguna. Endurskoðun hjúkrunarnáms Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að endur- skoða gildandi löggjöf um hjúkr- unarnám. I nefndinni eiga sæti: Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri Hjúkrunarskóla Islands, for- maður, Læknarnir Arinbjörn Kol- beinsson og Snorri Páll Snorrason, skipaðir samkvæmt tilnefningu læknadeildar háskólans, Elin Eggerz Stefánsson hjúkrunarkona, skipuð samkvæmt tilnefningu Hjúkrunarfélags íslands, Ingi- björg Magnúsdóttir deildarstjóri, skipuð samkvæmt tilnefningu heilbrigðismálaráðuneytisins, og Sigurður H. Jónsson hjúkrunar- nemi, skipaður samkvæmt til- nefningu Hjúkrunarfélags ís- lands. Starfsmaður nefndarinnar er Sigurhelga Pálsdóttir yfir- kennari. Þess er vænzt, að tillögur nefndarinnar berist ráðuneytinu svo snemma, að unnt verði að leggja frumvarp til laga um hjúkrunarnám fyrir næsta reglu- legt Alþingi. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, simi 1 6480 Benonýja Bjarnadóttir. t Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu, og minningu STEINUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Skáleyjum, virðingu, við andlát og útför hennar Þórhildur og Baldur Snæland, Maria Hafliðadóttir. Björn Jónsson, og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug eiginkonu minnar, móðir okkarog ömmu, við andlát og útför SVÖVU JÓNSDÓTTUR, Auðbrekku 23. Bjarni Þ. Bjarnason, Jón H. Bjarnason, Lárus Bjarnason, Bjarni Þ. Bjarnason jr., Svava Bjarnadóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Ágústa Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.