Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
31
KERTALOG-
Höfundurinn, Jökull Jakobsson, og leik-
stjórinn, Stefán Baldursson.
„Það tók mig 10 daga að skrifa
þetta verk, en ég var búinn að ganga
lengi með hugmyndina. Ég lauk við
það rétt áður en fresturinn rann út
— 15. nóv. 1971 — svo að það er
orðið rúmlega tveggja ára. Þetta var
gjörólíkt minum vinnubrögðum —
venjulega skrifa ég allt i bútum." —
Jökull Jakobsson um Kertalog.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á
miðvikudaginn leikritið Kertalog eftir
Jökul Jakobsson, annað tveggja verð-
launaleikrita í leikritasamkeppni félags-
ins í tilefni af 75 ára afmæli þess í jan.
1972. Hitt verðlaunaleikritið, Pétur og
Rúna, eftir Birgi Sigurðsson, hefur
þegar verið sýnt i lðnó.
Frá þvi að Kertalog var skrifað, hafa
tvö önnur ný léikrit eftir Jökul verið
færð upp, Dóminó í Iðnó og Klukku-
strengir á Akureyri og i Þjóðleikhúsinu.
Jökull skrifaði Dómínó bæði á undan
og á eftir Kertalogi, en Klukkustrengir
er nýjasta leikrit hans, skrifað á Akur
eyri samkvæmt samningi við Leikfélag
Akureyrar, sem tók verkið síðan til
sýningar. Var Jökull beinlinis ráðinn til
þess starfa að skrifa leikrit fyrir félagið.
„Hvort það sé hægt að virkja mig
eins og fallvatn? Ja, ég hefði auðvit-
að ekki tekið ráðningunni nema af
þvi að ég var með hugmyndina að
leikritinu. — En þetta er iðnaður
líka, ekki tóm „inspírasjón". Ætli
þetta sé ekki 60% iðnaður. 20%
taugaveiklun og 5% inspírasjón. —
Vantar 1 5% upp á? Ja, þú verður að
bjarga því, ég er svo slæmur i reikn-
ingi." — Jökull.
Kertalog hefur nánast ekkert breytzt
síðan það var skrifað, aðeins ein og ein
setning, sem hefur verið hnikað til á
æfingum. Slikt hefur ekki gerzt áður
hjá Jökli — hann hefur breytt leikrit-
um sínum meira og minna á meðan
verið var að æfa þau í Dóminó t.d. var
helmingnum gjörbreytt.
5 V
Stefán hefur áður leikstýrt tveim-
ur verkum i Iðnó, Fótataki Ninu
Bjarkar Árnadóttur og Loka þó
Böðvars Guðmundssonar. j Lindar-
bæ og Liðna tið i Leikhúskjallaran-
um.
Þeir Jökull unnu saman við æfingar
Kertalogs framan af — og skiptu æf-
ingunum til helminga, því að Stefán
var enn að æfa Liðna tíð í Þjóðleikhús-
inu.
„Oll grunnvinna hetur verið unnin
í töluvert náinni samvinnu — en þó
hvorugur bundinn af hinum. Það er
einmitt mjög gott að hafa samvinnu
við þá vinnu." — Jökull.
Eitt af einkennum fyrri leikrita hans
hefur verið eintal leikaranna, er þeir
hafa talað framhjá hver öðrum — án
sambands hver við annan, að þvi er
virðist. Kertalog gerist að hluta á geð-
sjúkrahúsi. Eru persónur Jökuls alveg
orðnar einangaðar?
Óvenju mikið hefur borið á verkum
Jökuls í vetur. Sjónvarpið endursýndi
Frostrósir, Þjóðleikhúsið færði upp
Klukkustrengi, Almenna bókafélagið
gaf út Dómínó og leikritið var síðan
sent af Islands hálfu í samkeppnina um
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs,
i hljóðvarpinu var flutt framhaldssaga
eftir Jökul, Dyr standa opnar, og nú er
Leikfélag Reykjavíkur að hefja sýningar
á Kertalogi.
„Ætli þjóðin sé ekki orðin þreytt á
mér. Ef ég kæmist á loðnuskip,
myndi ég þiggja það . . . en það er
víst svo áskipað á bátana, að ég verð
að halda mig við mína iðju." —
Jökull.
Undanfarin þrjú ár hefur komið að
jafnaði eitt leikrit á ári frá Jökli — en
Leikmyndina gerði Jón Þórisson og
Sigurður Rúnar Jónsson samdi tónlist
við verkið. Með aðalhlutverkin fara
Anna Kristin Arngrímsdóttir og Árni
Blandon og með önnur veigamikil hlut-
verk fara Guðrún Stephensen, Karl
Guðmundsson og Pétur Einarsson.
Aðrir leikarar eru Brynja Benediktsdótt-
ir, Þorsteinn Gunnarsson, Steindór
Hjörleifsson og Guðrún Ásmundsdóttir
og nokkrir aukaleikarar. Árni Blandon
hefur ekki áður leikið fyrir Leikfélagið
og Brynja Benediktsdóttir ekki heldur
— en I menntaskóla steig hún þó á
sviðsfjalirnar I Iðnó
Og um hvað er Kertalog?
„Það er fyrst og fremst verið að
segja sögu tveggja krakka, sem hitt-
ast á hælinu — sérstakar aðstæður
hjá þeim og erfiðleika — og umburð-
arleysi samfélagsins gagnvart öllu
því, sem ekki passar í mynztrið." —
Stefán.
Anna Kristín.
„Þarna er verið að sýna, hvað
einstaklingurinn eigi erfitt uppdrátt-
ar í kerfinu, sem búið er að búa til
kringum hann — hvernig hlutir eins
og ást verða að uppfylla sérstakar
þjóðfélagslegar og félagslegar kröfur
til að þrifast — þetta er um einstakl-
inginn, sem fær aldrei að vera hann
sjálfur." — Jökull
samfelld atburðarás, og gerist á tæpu
ári.
„Þetta er íslenzkt umhverfi, I nú-
timanum. en þó ekkert séríslenzkt.
Yfirleitt hafa leikritin verið bundin
við heimili, fjölskyldudrama og
nokkrar kynslóðir. En þetta gerist
víðar — á geðsjúkrahúsi, í leiguher-
bergi úti i bæ og i Sædýrasafninu.
Áður hef ég alltaf haft eitt svið." —
Jökull.
Og nafnið — Kertalog?
leikmyndin stílfærð til að fá fram „Það er stundum kveikt á kerti."
andstæður." — Stefán Baldursson, —Jökull.
leikstjóri Kertalogs. —sh.
Árni Blandon og Anna Kristín Arngríms-
dóttir fara með aðalhlutverkin í Kertalogi.
„Nei, ekki held ég það — það er
ekki sú þróun." — Jökull
„Nei, það er ólíkt fyrri leikritum
hans að því leyti — öll samskipti
persónanna eru mjög raunsæisleg í
uppbyggingu. Aðallínan er mjög
raunsæisleg og það er leikstjórans
að reyna að ná fram sem eðlilegust-
um samskiptum. Þó er í hælissenun-
um möguleiki á fráviki og þar er
Á hælinu. (Ljósm. Mbl. 01. K. Mag.)
þar á undan var fjögurra ára hlé, frá
Sumrinu '37. Jökull er nú með eitt
leikrit i smiðum og hefur verið lengi
með það, alveg frá 1 965.
„Það er hálfgerð eilífðarmaskina
— ég hef ekki tölu á þvi, hvað ég
hef umskrifað það oft — og þó er
ekki kominn nema rúmlega einn
þáttur." — Jökull.
Kertalog var unnið á gjörólíkan hátt
öðrum leikritum Jökuls og bæði að
efni og formi er það ólikt þeim. Það er
margar stuttar svipmyndir, en samt
... ólíkt fyrri leikritum Jökuls