Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974
Norsk öryggismál
í alþjóðlegu
samhengi
Erindi Guttorms Hansens,
forseta norska stórþingsins
og formanns f Det Norske
Atlanterhavskomité, á ráð
stefnunni Island-Noregur,
samstarf um öryggis- og al-
þjóðamál, Reykjavík 2.
febrúar 1974.
Noregi er eins og öðrum smá-
þjóðum í veröldinni nauðsynlegt
að átta sig á þvi, að ver stöndum
nú á krossgötum eða timámótum í
alþjóðamálum. Þau nær 30ár,sem
liðin eru frá lokum síðari heims-
styrjaldaiinnar, má í stórum
dráttum líta á sem eftirstrfðsár.
Þær ríkjaheildir og þau vanda-
mál, sem þessi styrjöld hafði í för
með sér, hafa fram til síðustu
tveggja eðaþriggja ára mótað allt
ástand á alþjóðlegum vettvangi.
Noregur hefur eins og önnur
Evrópulönd búið við þetta ástand
og orðið að laga stefnu sina að því.
Pólitískt mat vort og athafnir
hafa takmarkazt af heimsástandi
eftirstríðsáranna.
Það, sem gerzt hefur á síðustu
árum, heimilar oss hins vegar að
fullyrða, að nú sé eftirstríðsárun-
um Iokið. Það, sem nú gerist á
alþjóðavettvangi, fer eftir öðrum
leiðum og er að sækja í mynztur,
sem er talsvert annað en það, sem
vér þekkjum frá öllum eftirstríðs-
aðrunum. Það, sem vér nú köllum
hjöðnun í samskiptum risaveld-
anna, er staðreynd, þrátt fyrir
hættustundirnar, sem vér lifðum
í tengslum við síðustu styrjöld
fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi
átök draga á margan hátt fram,
hversu langt hjöðnunin milli risa-
veldanna er komin og ýmsar af-
leiðingar þessarar hjöðnunar-
stefnu fyrir önnur lönd. Vafalítið
eykur hið nýja ástand lífsöryggi
vort, en á sama tíma verður erfið-
ara fyrir oss að fylgjast með og
túlka eínstök atvik og atburði.
Þróun slðustu mánaða veitírþess-
ari fullyrðingu minni einnig hald-
betri forsendur. Það er ekki unnt
að skilgreina og fastmóta hlut-
verk eigin lands hvorki í veröld-
inni allri né Evrópu, án þess að
líta bæði til hjöðnunarþróunar-
innar milli risaveldanna tveggja
og þeirrar auknu alþjóðahyggju
bundin við einstök lönd né póli-
tísk landamæri og er á góðri leið
með að skapa allt annað mynztur í
alheimsviðskiptum og fram-
leiðslu, og hún hefur áhrif á alla
þróun alþjóðamála. Til marks um
þessa þróun er nög að nefna það,
sem gerðist 1972 og 1973, sam-
skipti risaveldanna tveggja gjör-
breyttust og þriðja stórveldið i
heiminum, Kina, varð beinn þátt-
takandi í alþjóðastjórnmálum. Og
hér er það raunar fyrst og fremst
sambandið milli Bandaríkjanna
og Kína og millí Kína og Japan,
sem sýnir okkur nýjungarnar. Ég
er einnig þeirrar skoðunar, að á
þessu ári muni löndin á svæðinu
frá Pakistan til Indókína láta til
sín taka.
Eftir Guttorm Hansen
Hlutverk smáríkja í
síbreytilegum heimi
Það, sem vér sjáum og vekur
athygli vora nú, eru hræringarn-
ar, sem alls staðar verður vart, en
það er erfiðara að koma auga á
það mynztur, sem af þeim skap-
ast, þegar frá líður. Athafnir
mannanna, sem vinna að því að
draga úr spennunni milli austurs
og vesturs, munu sjálfar skyggja
á takmark stefnunnar, sem þeir
eru að framkvæma. Þess vegna
getum vér auðveldlega látið
blekkjast í létti vorum yfir auknu
öryggi ()g gleymt þvi, að vér búum
í litlu landi, sem verður að haga
stefnu sinni eftir því mynztri,
sem kemur í kjölfar núverandi
breytinga. I utanríkismálum al-
mennt eins og i öryggismálum er
mjög mikilvægt á tímum eins og
vér nú lifum, að smáríkin gæti
framtíðarhagsmuna sinna. Það er
erfitt fyrir litið land, en þetta er í
minum augum það verkefni, sem
nú er ofar öllum í norksu utan-
ríkis- og öryggismálum. Þess
vegna vil ég ekki, að viðfangsefni
mitt í þessu erindi takmarkist við
sambandið milli Noregs og
NATO, heldur mun ég reyna að
fjalla um málið í víðtækara sam-
hengi. En fyrst er rétt að athuga,
hvað gerzt hefur í norskum utan-
ríkis- og öryggismálum, frá þvi að
vér urðum aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu fvrir25 árum.
Félagsskapur Atlantshafsríkj-
anna er lykilorðið í norskri utan
ríkisstefnu allan sjötta áratuginn
og fram á þann sjöunda. 1949
tengdum vér öryggisstefnu vora
stefnu þjóðanna við Atlantshaf,
sú ákvörðun hefur verið nefnd
líftaugin i norskri utanríkis-
stefnu. Mikilvægasti aðilinn að
þessu samstarvi voru Bandaríkin
og ábyrgð þeirra skiptir sköpum
fyrir öryggi Noregs innan banda-
lagsins.
Á þeim árekstratímum, sem
einkenndu eftirstríðsárin og þar
með stefnumótun í Evrópu, var
staða lands vors mjög sérkenni-
leg. Vér stóðum í jaðrinum miðað
við þungamiðju evrópskra stjórn-
mála, Mið-Evrópu, en vorum jafn-
framt í miðju kjarnorkujafnvæg-
isins milli risaveldanna. Johan
Jörgen Holst, rannsóknatjórí
Norsku utanrikismálastofnunar-
innar, hefur lýst stefnu vorri á
þennan hátt:
„Norsk öryggisstefna var við
þessar aðstæður mótuð með því
að tengja saman tryggingu
(NATO) og friðmæli (bann við
kjarnorkuvopnum og erlendum
herstöðvum) og auk þess ábyrgð
risaveldis (Bandaríkin) og póli-
tískar skuldbindingar (Vestur-
Evrópa).“
% er þeirrar skoðunar, að skil-
greining Holsts sé hárrétt áþeirri
öryggisstefnu, sem var mótuð á
eftirstríðsárunum á grundvelli
þess ástands, sem vér höfum búið
við í þessi 25 ár. Þessi flétta í
öryggismálunum olli því, að vér
vorum mjög næmir fyrir öllum
breytingum í sambúð Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, og lega
vor frá hernaðarlegu sjónarmiði
hafði í förmeð sér, að öryggismál-
um urðum ve’r hliðarriki, á þann
hátt, að samskitpi Sovétrikjanna
og Bandarikjanna höfðu á hverj-
um tíma áhríf á stöðu vora og
athafnafrelsí. Með utanríkis-
stefnu sinni hafa því Norðmenn
mjög lagt sig fram um að draga úr
deilum milli austurs og vesturs,
og þeir hafa gert það á margvis-
legan hátt. Vér höfum svo lengi
búið Við þetta ástand, að enn i dag
búum vér flestir við það í huga
vorum, þótt það sér ekki sama og
áður. Það hefur raunverulega
dregið úr spennunní milli austurs
og vesturs, fyrri deilur hafa
hjaðnað. Vér höfum ekki lengur
mikilvægu hlutverki að gegna
sem málamiðlari milli risaveld-
anna. Þau ræða nú beint hvort við
annað og stjórna gangi mála.
Vegna hjöðnunarinnar eru að-
stæðurnar nú allt aðrar í utan-
ríkismálum. Höfuðmarkmið utan-
ríkis- og öryggisstefnu er ekki
lengur að draga úr spennunni, nú
er það fremur árangur hjöðnun-
arstefnunar sem veldur oss vand-
ræðum. Og nú verðum vér að
móta utanríkis- og öryggisstefnu
vora á þessum grundvelli. Hér
skiptir mestu að gæta mikilvægra
þjóðarhagsmuna vorra í heimi,
sem er að breytast og þar sem
önnur heimsmynd er i mótun.
Forsendan fyrir aðild
Noregs að NATO.
Helzta forsendan fyrir aðild
Noregs að NATO er ábyrgð
Bandaríkjanna. Þess vegna mun
þróunin í samskiptum Bandarfkj-
anna og Vestur-Evrópu og sam-
búð Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, framvínda mála innan
Bandaríkjannaog ipólitísku sam-
starfi Efnahagsbandalagsland-
anna ráða mestu um mótun
norskrar utanríkisstefnu. Þetta
mun að sjálfsögðu einnig setja
svip sinn á öryggisstefnuna og
ráða miklu um þátttöku Noregs i
starfi NATO.
Vegna þess hve mikið er að
gerast og hefur gerzt í breytinga-
átt í því, sem vér köllum „Atlants-
hafsfélagsskapinn" er nauðsyn-
legt að kanna í hverju þessar
breytingar eru fólgnar.
Sé litið bæði til Marshall-
áætlunarinnar og stofnunar
NATO, sjáum vér, að Atlantshafs-
samstarfið hófst á tímum, þegar
Bandaríkin voru meiri máttar,
Vestur-Evrópu minni máttar og
stöðugir árekstrar kalda stríðsins
milli austur og vesturs. Og póli-
tísku landamærin lágu um hjarta
Mið-Evrópu, til Tyrklands í suðri
og Finnmerkur í norðri. Nú hefur
þetta breytzt. Rikin í austri og
vestri nálgast hvert annaðhröðum
skrefum. Bandarikin ogSovétrík-
in efla stöðugt tvíhliða samband
sitt, ekki aðeins með þvi að ræðast
við eins og ásjöunda áratugnum,
heldur einnig með gerð samninga
um viðskipti, tæknimál, vísindi
og nú einnig um orkusölu. Á sama
tíma helypur snuðra á þráðinn
milli Bandaríkjanna og Vestur-
Evrópu. Vor heimshluti er ekki
lengur upp á aðra kominn. I Vest-
ur-Evrópu gerist það þvert á móti,
að Efnahagsbandalagið kemur
fram sem efnahagslegt veldi, er
skapar Bandaríkjunum vandræði.
Vafalítið má búast við því, að í
þeim samningum, sem framund-
an eru um alþjóðaviðskipti og
gjaldeyrismál, verði hagsmuna-
árekstur milli Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu, fyrst og fremst
Efnahagsbandalagsins. Öryggis-
vandamál munu einnig auðveld-
lega geta blandazt ínn í þessar
viðræður, til dæmis spurningin
um samdrátt bandaríks herstyrks
í Evrópu og skiptingu varnarþátt-
tökunnar bæði fjárhagslega og á
annan hátt. Enn er erfitt að
mynda sér nokkra skoðun um
það, hvaða áhrif slíkir árekstar
kunna að hafa á Atlantshafssam-
starfið, hvort þeir muni veikja
það eða styrkja. Þó má segja, að
tvennt liggi alveg ljóst fyrir. 1
fyrsta lagi leggja Efnahags-
bandalagslöndin sig fram
um að ná samstöðu ekki aðeins
í efnahagsmálum heldur
einnig í öryggismálum. Um
þau mál eru skiptar skoðanir
innan bandalagsins, enalltergert
til að samræma sjónarmiðin. Og
innan Efnahagsbandalagsins hef-
ur mótazt sameíginlegt sjálfs-
traust aðildarlandanna, og það er
pólitíski þátturinn í þessari
mynd.
Sambúð Evrópu og
Bandaríkjanna
1 öðru lagi er þess að gæta, að
Bandaríkin koma ekki lengur
fram gagnvart Vestur-Evrópu í
gervi föðurlegs frænda. Vér hitt-
um ekki fyrir Bandarikin með
Marshall-áætlunina heldur land
með allt aðra stefnu. Bandaríkin
hafa reynt margt á þeim árum,
sem liðin eru, og þau eru að
endurskoða afstöðu sína til heims-
ins — einnig til Vestur-Evrópu.
Vér hittum ekki nú fyrir Banda-
ríkin með hugsjónastefnu sína
heldur með raunsæja utanríkis-
stefnu, sem grundvallast á hrein-
um eiginhagsmunum. Bandaríkin
vilja halda áfram að vera risa-
veldi, ekki með því að gegna hlut-
verki „alheimslögreglu" heldur
með samningum við aðrar vald-
miðstöðvar: Sovétríkin, Kína,
Japan og Efnahagsbandalag
Evrópu.
Þeim, sem yfirsést þetta tvennt
í annars ófullgeðri mynd alþjóða-
málanna, yfirsést eitt af höfuð-
atriðunum. Oss skiptir það tals
vert miklu, hvernig sambandi
Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu
er háttað og einnig á hvern hátt
sambúð þeirra við Sovétrikjanna
breytist.
A utanríkisráðherrafundi
NATO í desember s.l. kom til
fyrsta árekstursins mili Banda-
rikjanna og evrópsku aðildarland
anna, einkum við Frakkland. Ég
lít á þetta sem fyrsta hagsmuna-
áreksturinn eftir að sambandið
milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna hefur breytzt frá þvi áður
var. Menn voru einkum ósammála
um samninginn milli Bandarikj-
anna og Svovétríkjanna, sem var
undirritaður 22. júní í fyrra, þeg-
ar Brezhnev heimsótti Nixon, þá
var einnig deilt um atburðina i
tengslum við deíluna fyrír botni
Mið.jarðarhafs. Loks eru skoðanir
skiptar um ræðu Kissingers frá 23
apríl i fyrra, þar sem hann
hreyfði hugmyndum um nýja
sameiginlega yfirlýsingu um
Atlantshafssamstarfið í framtíð-
inni. Það, sem gerðist á þessum
fundi, sýndi, að Bandaríkin hafa
einkum augasatað á þeim
átta Efnahagsbandalagslöndum,
sem eru aðilar að NATO, og sú
hætta er fyrir hendi, að þau geti
myndað öxull milli Bandarikj-
anna og Efnahgsbandalagsins
innan NATO. Enn geta Efnahags-
bandalagslöndin ekki talað einni
röddu, en ljóst er, að pólitískur
vilji er innan bandalagsins til að
ná þessu marki. Vér höfum einnig
séð þetta á öðrum vettvangi, til
dæmis i öryggismálaráðstefnu
Evrópu. Ég tel nauðsynlegt, að
Norðmenn beiti sér gegn þvi inn-
an NATO, að slikur öxull myndist
innan bandalagsins milli Banda-
ríkjanna og Efnahagsbandalags-
landanna, og þessir aðilar taki
raunverulega allar ákvarðanir,
sem siðan séu formlega staðfestar
á vettvangi NATO. Og norskir
talsmenn hafa líka oftar en einu
sinni lýst því yfir, að enn sem
fyrr verði varnarsamstarfið og
mótun öryggisstefnunar að fara
fram innan NATO og ekki flytjast
í neinu til Efnahagsbandalagsins.
Það er varla á valdi Noregs að
stöðva slika þróun, ef hún byrjar,
en ve'r verðum að leggja lóð vort á
vogarskálina gegn henni. Þjóðar-
atkvæðagreiðslan og síðan við-
siptasamningur vor við Efnahags-
bandalagið hafa markað sam-
starfsramma vorn við Vestur-
Evrópu gegnum bandalagið. Vér
verðum að taka afleiðingum slíks
ramma — og ekki fallast hendur.
En þeir menn tala af léttúð, sem
haldaþví fram, að staða Noregs sé
nákvæmlega sú sama og áður og
það hafi lítil sem engin áhrif á
oss, sem kann að gerast. Þessir
menn stinga höfðinu í sandinn.
Öll stjórnmálaþróun í heiminum
hefur áhrif á oss, og eigin ákvarð-
anir vorar um samband lands vors
og tengsl við alþjóðlegar og
svæðisbundnar stofnanir og
valdamiðstöðvar hafa auðvitað
mikla þýðingu. Sú staðreynd, að
Noregur ákvað að breyta ekki
sambandi sínu við Efnahags-
bandalagið, þýðir auðvitað ekki,
að ákvörðunin hafi ekkert í för
með sér.
Breytt stefna
og markmið
Hér á eftir ætla ég að reyna að
draga nokkrar ályktanir um
norska utanríkis- og öryggis-
stefnu, einkum í sambandi við
NATO.
t fyrsta.Iagi verðum vér að gera
oss ljóst, að ekki er lengur grund-
völlur fyrir sams konar Atlants-
hafspólitík og þeirri, sem rekin
var á sjötta og sjöunda áratugin-
um, með þáverandi pólitisk
stefnumið fyrir augum. Vér verð-
um að miða öryggisstefnu vora
við þá möguleika, sem nú eru
fyrir hendi, — vér verðum að
viðurkenna núverandi tilvist
þeirra, laga oss að þeim og reyna
að færa þá oss í nyt í mótun
öryggisstefnunnar.
í öðru lagi gæti svo farið, að
vegna hagsmuna bæði Bandaríkj-