Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
33
anna og Efnahagsbandalagsins
yrðu einhverjar breytinar á. At
lantshafssamstarfinu. Þótt hér
yrði e.t.v. ekki um beinar skipu-
lagsbreytingar aðræðamætti að
m.k. búast við breyttum vinnuað-
ferðum og nýjum samböndum
rikja á meðal, verði öxulinn
„Bandaríkin-Efnahagsbandalag-
ið“ þungamiðjan í hinu nýja
Atlantshafssamstarfi. Þróunin
gæri orðið sú meðal Evrópuhóps-
ins f NATO, aðraunverulegayrðu
ákvarðanir hans teknar meðal
Efnahagsbandalagsríkjanna, þótt
endanleg og formleg ákvörðun
yrði tekin hjá NATO. Að mínu
mati er það augljóslega í þágu
norska hagsmuna að vinna gegn
slíkri þróun; hagsmunir Norð-
manna krefjast þess einmitt, að
vér beitum oss fyrir því, að hinar
raunverulegu ákvarðanir séu
teknar innan NATO. Hér ættum
ver að eiga sameiginlegra hags-
muna að gæta með Kanadamönn-
um og íslendingum, sem að þessu
leyti eiga við sömu vandamál að
etja og Norðmenn. Vér ættum að
eygja hin sameiginlegu sjónarmið
og möguleikana á því að koma
fram saman í þessu máli og öðr-
um. Slíkt samstarf hinna þriggja
ríkja, Noregs, íslands og Kanada,
getur orðið nauðsynlegt til þess
að hafa áhrif á þróun Atlantshafs
bandalagsins, einkum með tilliti
til Bandarikjanna og Efnahgs-
bandalags E vrópu.
1 þriðja lagi: Áhrif Öryggis-
málaráðstefnu Evrópu á öryggi
Noregs eru enn óviss. Yrðu sjó-
hernaðarvandamálin í Norður-
höndum yfirleitt nefnd á nafn í
hugsanlegri samþykkt um skipan
öryggismála? Yrðu þau það ekki,
yrði staða vor enn hættulegri.
Vegna þess hvers eðlis þróunin er
nú í vopnatæki má búast við því,
að áhugi Bandaríkjamannasjálfra
þeirra vegna, á þessum hafsvæð-
um færi minnkandi. Bættist það
svo við, að ekki væri vikið að
þessum vandamálum í Norðurhöf-
um í hugsanlegri samþykkt um
skipan öryggismála i Evrópu, yrði
okkur enn aukinn vandi á hönd-
um, staða vor yrði erfið og at-
hafnafrelsi vort skert. Þetta er og
hlýtur að vera langmikilvægasta
málið fyrir Norðmenn á Öryggis-
málaráðstefnu Evrópu.
1 fjórða lagi minnist ég á
ábyrgð Bandaríkjanna, sem er
undirstaða aðildar Noregs að
NATO. Vér verðum að reikna
með þeim möguleika, að i nálægri
eða fjarlægri framtíð fækki í
bandarfsku varnarliði í Vestur-
Evrópu. í þessu felst augljóst
vandamál fyrir Noreg. Framar
öðru krefjast hagsmunir oss
Norðmanna þess, að vér komum í
veg fyrir, að slik hugsanleg liðs
fækkun veiki trúnaðinn á hinar
bandarísku öryggisskuldbinding-
ar innan Atlantshafsbandalags-
ins. Hér hlýtur hin norska stefna
að vera sú, að samningar um
hernaðarjafnvægi verði skýrir og
óyggjandi, og að sá liðssamdrátt
ur, sem samið kynni að verða
um, verði á grundvelli raunsanns
mats á heildarsviði öryggismála,
— en ákvarðist ekki aðeins með
tillit til meginlands Evrópu eða
innanrikisstjórnmála í Bandaríkj-
unum.
Tryggingin fyrir hjálp utan að á
hernaðarlegum hættutimum er
grundvöllur aðildar vorrar að
NATO. Hafi liðssamdrátturinn
(sem ég held varla að við kom-
umst hjá vegna hreinna innan-
landsstjórnmála í Bandaríkjun-
um), i för með sér, að talsvert
dragi úr styrkleika hinnar utan-
aðkomandi aðstoðar á hættutim-
um, veikist öll aðstaða vor mjög
verulega og alvarlega. Hér er
spurningin um traustiðogtrúnað
inn einkum mikilvæg. Kæmi slíkt
til, yrði Noregur að fá sér þennan
hugsanlega liðssamdrátt bættan
með samningsbundnu varnarfyr-
irkomulagi af ýnsu tagi, sem auð-
veldaði ýmiss konar aðstoð er-
lendis frá. Hægt er að gera sér í
hugarlund nokkrar leiðir til þess
að koma slíku varnarfyrirkomu
lagi formlega á
Þátttaka Noregs í
NATO nauðsynlegri
en áður
Er NATO þá nauðsynlegt fyrir
Noreg nú f dag — með heildar
öryggishagsmuni landsins i huga?
Svar mitt er já, og ég vil bæta
þvf við, að þátttaka f NATO er
Noregi nauðsynlegri nú en áður.
Svar mitt mótast af öllum hin-
um miklu breytingum á sviði al-
þjóðamála, af þróun sambandsins
milli hinna tveggja risavelda af
samskiptum Bandaríkjanna og
Efnahagsbandalagsins, af fram-
vindu mála í Evrópu allri og af
nýrri stöðu í öryggismálum, sem
gæti orðið afleiðing af evrópsku
viðræðunum, viðræðunum um
gagnkvæman og jafnan samdrátt
liðsafla í Mið-Evrópu og SALT-
samningunum. Þótt Bandarfkin
séu í raun sá aðili, sem tekur
ábyrgð á öryggi Noregs á NATO
vegum, hefur það frá upphafi
verið stefna Norðmanna, að sam
starfið um öryggismál eigi að fara
fram innan NATO, þar sem
fjöldaaðild þjóðanna gerir Norð-
mönnum samstarfið við stórveld-
ið miklum mun léttara.
Fýrir Noreg þýðir aðildin að
NATO einnig skipulagsbundið
samstarf við rikin í Efnahgs-
bandalagi Evrópu, en það er
ákaflega mikilsvert fyrir oss
Norðmenn í núverandi stöðu.
Ástandið á meginlandi Evrópu
hefur ekki sömu áhrif nú á öryggi
Noregs og það hafði á dögum hins
kalda stríðs, heldur er annar hlut-
ur kominn tiL Hér á ég við aukn-
ingu hernaðarmáttins í næsta
nágrenni Noregs, sem er ekki
miðuð við það svæði eitt, heldur
allan heiminn, þ.e. þróunina á
hafsvæðunum við Noreg. Hin
hernaðarlega þróun á þessu svæði
er verulega frábrugðin hjöðnun-
inni á meginlandi Evrópu.
Þessi efling sovézka sjó-
herstyrksins á vafalaust ræt-
ur að rekja til hnattrænna
hernaðarsjónarmiða, sem ekki
beinast að Noregi einum út
af fyrir sig. En sovézka flotaaukn-
ingin á Islandshafi hefur að sjálf-
sögðu áhrif á Noreg vegna Iand-
fræðilegrar legu hans. Ég geng út
frá því sem gefnu, að einnig hér á
íslandi meti menn ástandið
ótryggt vegna þessarar þróunar,
sem varðar öryggi íslands.
Þessi útþensla sovézka flotans gef
ur Sovétstjórninni möguleika á
því í hugsanlegum átökum að
færa framvarnalínur sínar langt
suður eftir, þ.e. að sundunum
milli Grænlands, íslands og Bret
lands. Það er augljóst, að þetta er
sem ógnþrunginn skuggi fyrir
Noreg, og að sú hernaðarstaða,
sem nú er komin upp á hafinu hið
næsta oss, gerir Atlantshafs-
bandalagið að algeru og fortaks-
lausu grundvallaratriði i öryggis
stefnu vorri.
Aðild vor að NATO verður
einnig að skoðast i samhengi við
hugtakið, sem kallað hefur verið
„hið norræna jafnvægi". Þetta
jafnvægi byggist sem kunnugt er
á því, að Danmörk, ísland og
Noregur eru aðiljar að NATO,
Svíþjóð er hlutlaust, og Finnland
býr við sérstaka tegund af hlut-
leysi, sem grundvallast á aðstoð-
ar- og vináttusamningum við
Sovétríkin. Þetta jafnvægi hefur
haft pólitisk áhrif á alla þróunina
í Evrópu, og hin norrænu riki
hafa hvert á sinn hátt getað stuðl
að að varðveizlu friðar eða komið
í veg fyrir ófriðlegar deilur,
og þau hafa lagt sitt fram
til hjöðnunnarinnar með því að
Norðurlönd hafa á marg-
an hátt verið fastur punktur
með stöðugleikaáhrif í evrópsku
samhengi. Þetta jafnvægi
er mjög viðkvæmt, og litið
má út af bera, til þess að það
haggist ekki og raskist. í öryggis-
stefnu Norðmanna hefur þetta
jafnvægi verið viðurkennt með
stefnu vorri i herstöðvamálum og
með þeim takmörkunum, sem vér
höfum sjálfir sett oss í sam-
bandi við herstyrk og hernaðarleg
umsvif fyrir norðan Lyngenfjord
í Troms-fylki, þar sem aðeins
norskar hersveitir fá að dveljast.
Aðild fslands
mikilvægt
atriði í hinu
norræna jafnvægi
Enginn vafi leikur heldur á þvi,
að þátttaka íslands i hinum sam-
eiginlegu vörnum með starf-
rækslu varnarstöðvarinnar á
i\ i.i,u, j, t,-,^ y-l'i 1.1 <
Keflavikurflugvelli er mikilvægt
atriði í hinu norræna jafnvægi.
Það er islendinga eigið mál að
afgreiða það, og að sjálfsögðu
mun ég ekki fjalla um það í þess-
um fyrirlestri fram yfir það, sem
ég nú hefi sagt.
Vegna þeirra hræringa, sem nú
eiga sér stað, og hins breytanlega
ástands er mikilvægt að gæta hins
norræna jafnvægis vel. En i sam-
bandi við hið norræna jafnvægi
er NATO fortakslaust nauðsyn
legt, að minu mati, svo að hægt sé
yfirleitt að tala um nokkurt jafn-
vægi.
Meðan íslendingar hafa á sið-
ustu árum haft hugann við það,
hvernig þeir eigi að vernda fiski-
stofnana á hafinu umhverfis ís-
land, hafa Norðmenn hugleitt,
hvernig þeir eigi að varðveita
annars konar náttúruauðlind, þ.e.
oliuna. Norðmenn hafa einnig
augljósra hagsmuna að gæta sem
strandþjóð og fiskveiðiþjóð, og
þess vegna beita þeir sér fyrir 50
mílna fiskveiðilögsögu og 200
mílna auðlindalögsögu á hafrétt-
arráðstefnunni. Frá öryggismála-
sjónarmiði er augljóst, að oliu-
fundirnir koma oss í enn meiri
vanda en áður. Þess vegna ætla ég
að minnast á nokkur atriði í því
sambandi nú að lokum.
Olia þýðir vandræði, segir orð-
tak í þeim löndum, þar sem svo-
nefnt oliuævintýri hefur gerzt.
Atburðir á síðustu mánuðum
sýna, að olía getur einng þýtt
vandræði hjá þeim, sem hafa
hana ekki, en það er annað mál.
Oliuvinnsla á norska landstöpl-
inum („landgrunnssökklinum")
takmarkast nú við Norðursjávar-
svæðið og nær ekki norður fyrir
62. breiddargráðu. Öryggisvanda-
mál munu fara að gera vart við
sig því lengra norður með strönd-
inni sem haldið er, og einkum
þegar komið verður norður í Bar-
entshaf. Nú þegar vakna margar
spurningar um öryggishagsmuni
og hernaðartækni i þessu sam-
bandi, sem ég ætla ekki að fjalla
um hér. Miklu mikilvægari nú er
spurningin um það, hvernig eigi
að halda fram rétti Norðmanna til
þess að nýta auðlindir bæði i hafi
Og undir með svo geysilegri út-
færslu á norsku yfirráðasvæði. Þá
koma upp erfið vandamál i sam-
bandi við vernd stöðvanna, sem
auðlindirnar eiga að nytja, svo
sem borturna- og framleiðslu-
palla. Ný viðhorf í norskum
öryggis- og varnarmálum munu af
þessum sökum verða lögð fram af
fullum þunga i Noregi á næstu
árum. Mjög mikilvægt er að geta
sameinað þetta tvennt: að geta
gert varnirnar sterkari i samræmi
við nýtt hlutverk og aukið álag
vegna olíuvinnslunnar meðfram
ströndinni, og að geta gert það á
svo trúverðugan hátt að enginn
geti sakað okkur um aukin hern-
aðarumsvif í skjóli
olíustöðvavarna.
Á komandi mánuðum og næstu
árum munum vér sjá, hvert
straumurinn liggur í alþjóðamál
um, og hvernig hið nýja mynztur
verður. Öll hin ólíku atriði, sem ég
hefi nefnt, munu hafa sín áhrif:
Samband risaveldanna, tengsl
Bandaríkjanna og Evrópu, þróun
Efnahgsbandalags Evrópu, stefna
Kinverja gagnvart Sovétrikjun-
um, Bandaríkjunum og Evrópu,
öryggismálaráðstefnan, hinn
gagnkvæmi samdráttur liðsafla,
ný hertækni, efnahagsþróunin í
heiminum öllum, auðlindakrepp-
an o.s.frv. Höfuðmarkmið smá-
ríkjanna verður að geta haft
sveigjanlega utanríkis- og
öryggisstefnu, sem grundvallast
á því að gæta vel sinna eigin
öryggishagsmuna. Hér gildir að
hafa festu, styrk, þjóðlega ein-
ingu og hæfileika til þess að meta
stöðuna raunsætt.
Ég er sannfærður um það, að
gildi NATO-aðildar Noregs mun
aukast fremur en rýrna á næstu
árum. Aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu hefur verið megin-
stefnan i norskum stjórnmálum í
fjórðung aidar, og hún hefur
sannað mikilvægi sitt í sambandi
við að komast hjá pólitískum
þrýstingi, sem sameinaður er
hernaðarlegu valdi.
Allt, sem unnt er að eygja nú i
dag, bendir til þess, að NATO
verði enn sem fyrr hornsteinn í
norskri öryggisstefnu.
i ^ •. i, j > t
Löndunarkrabbl tli sölu
Uppl. í síma 50437 mánudag og síðar.
Grindavík - Grlndavlk
Alltaf eitthvað nýtt úr ofnunum.
Allskonar bollur.
HverfisbakaríiS,
Víkurbraut 11,
Sími 8106.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
BLAÐBUROARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar i sima 35408
AUSTURBÆR
Bergstaðastræti. Ingólfsstræti,
Laugavegur frá 34—80.
VESTURBÆR:
Seltjarnarnes: (Miðbraut), Garðastræti, Miðbær
Lambastaðahverfi,
ÚTHVERFI.
Smálönd, Laugarásvegur, Heiðargerði,
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast:
i austurbæ
Upplýsingar i sima 40748.
SENDLAR ÓSKAST
á ritstjórn blaðsins.
Annar frá kl. 9—5,
og hinn frá kl. 1 —6.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
VÍFILSSTAÐASPÍTALI:
SJÚKRALIÐI óskast nú þegar
STARFSSTÚLKUR óskast á hinar ýmsu
deildir spítalans. Upplýsingar veitir forstöðu-
konan, sími 42800.
KÓPAVOGSHÆLI:
STARFSSTÚLKA óskast til starfa nú þegar
hluta úr degi. Vinnutími er fyrri hluta dags.
Uþplýsingar veitir rasstingastjóri, kl. 12 —
14 næstu daga, slmi 41 500.
RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS:
AÐSTOÐARMAÐUR, (karl eða kona)
óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar veitir
deildarstjóri, sími 19506.
FÆÐINGARDEILD LANDSPÍTALANS:
LJÓSMÓÐIR
óskast nú þegar á fæðingargang.
Vinna hluta úr fullu starfi kæmi til greina.
Uplýsingar veitir yfirljósmóðir, sími 24160.
Reykjavík, 21. febrúar 1 974.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
>■
v >
W Ur<rY/