Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Gísll, Eiríkur og Helgl
eltir
inglbjðrgu
Jónsflótlur
„Enginn,“ sagði Helgi litli rogginn. „Ég les það
sjálfur."
Nú vissi mamma manna bezt, að Helgi litli vissi
það eitt að Há ver Helga-stafur, en alls ekki, að sá
stafur héti Há. — Ég verð að kenna strákgreyinu að
stafa, hugsaði mainma. — Hann langar vfst mikið til
þess, en hann er nú aðþeins fjögurra ára.
En mamma vildi ekki særa Helga litla. „Þú lærir
að lesa, þegar þú færð að fara í tímakennslu næsta ár
eins og Gísli og Eirfkur," sagði mamma. „Eiríkur
fékk nú bara að fara, af því að Gísla langaði svo
mikið til að fá hann með, en ég skal lofa þér því, að
þú færð að fara næsta ár.“
„Ég skal sýna þér, hvernig á að lesa,“ sagði Helgi
litli og svo las heillanga grein og mamma starði
undrandi á hann. Það var ekki um það að villast, að
Helgi litli kunni að lesa! Hann var orðinn fluglæs!
Mamma hringdi í pabba og ömmurnar og vinkonur
sínar og stærði sig af kunnáttu Helga litla. Það var
aðeins einn galli í gjöf Njarðar. Helgi litli sneri
bókinni öfugt. Hann hafði setið andspænis mömmu
við eldhúsborðið meðan hinir voru að stafa og kveða
Lítil krossgáta
Níu af þessuin l(i orðum falla inn í krossgátuna í dag. Geturðu
fundið út, livaða orð það eru?
Alin — arin — atir — borga •— fótur — gati — gæra — írinn —
Itala — pest — rann — ritin — sagar — séra — síra.
Farðu tarloga, þotta ororfiðara on þú ætlar i fyrstu.
að og nú las hann allt á hvolfi og það fannst Gílsa
og Eiríki einkennilegt. Hvaðfinnst ykkur?
Mamma var dálítið þreytt þennan vetur og þurfti
oft að fara til læknisins. Hún ætlaði að fara að
eignast nýtt barn. Hún fór venjulega með Helga til
ömmu, því að hann var svo lítill. Hún fór líka með
Gísla og Eirík þangað, en amma var þreytt einn
daginn og mamma gat ekki hugsað sér að fara með
Gísla og Eirík til læknisans. Þeir voru svo ókyrrir og
síspyrjandi um alla hluti. Þið munið kannski eftir
því, að mamma varð svo þreytt á kvörtunum um
umgengnina á stiganum í húsinu, að hún fékk sér
halíukrana á svalirnar og halaði drengina upp í
körfu. Þá gat enginn sagt, að hún leyfði þeim að vaða
um allt á óhreinum skónum.
Ef þið munið ekki eftir þvf, skal ég segja ykkur,
hvernig þetta fór fram í þetta skipti. Mamma gekk út
að glugganum og hrópaði á Gísla og Eirík.
„Gísli! Eiríkur, “ kallaði mamma. „Komið þið inn!
Ég þai'f að tala við ykkur!“
„Hvað viltu?" galaði Eiríkur.
„Hvað hef ég gert af mér?“ spurði Gísli.
„Hver var að kvarta? Ég er saklaus!" veinaði
Ein'kur.
„Ég er alsaklaus líka,“ sagði Gísli. „Hver var að
kvarta?“
„Enginn,“ kallaði mamma.
„Enginn?“ sögðu drengirnir í kór og urðu aldeilis
hissa á tíðinni.
„Nei, enginn,“ hrópaði mamma. „Ég þarf að tala
við ykkur.“
Svo lét mamma körfuna síga varlega niður af
svölunum, en þar stóð halíukraninn svo fallegur og
fínn. Gísli settist fyrstur í körfuna, því að mamma
gat ekki alað nema einn upp í einu.
A meðan Gísli var á leiðinni upp svalirnar, stóð
Eiríkur fyrir neðan og söng halíukrana sönginn, en
hann er svona.
Það er vondur vani
að vaða óhreinn upp.
Á svölum stendur krani
og stráka hífar upp.
Upp, upp og upp.
Svo stóð Gísli á svölunum og söng halíukranasöng-
inn meðan mamma sneri sveifinni og karfan steig
upp með húshliðinni og snerist hring eftir hring með
Eirík. Það þótti Eiríki skemmtilegt.
Loks gat mamma rétt úr bakinu og þerraði af sér
svitann, sem spratt út á enni hennar. Drengirnir
voru nú dálítið þungir!
„Ég ætla í bæinn,“ sagði mamma.
£JVonni ogcTVlanni Jón Sveinsson
Og svo ótrúlega vildi til, að húsið, sem Halldór svaf
í, brann um nóttina. Völundur brann þó ekki inni,
en þar var annar maður inni, sem ekki slapp út úr
eldinum.
Og svo er sagan á enda“.
„En var Halldór þá ekki handtekinn undir eins?“
„Það átti að gera það. En þegar til átti að taka, var
Halldór flúinn upp á fjall. Og þar hefur hann verið
eins og útilegumaður síðan“.
„En af hverju er hann þá ekki sóttur upp í fjöllin?“
„Þeir hafa reynt það aftur og aftur og sent menn
að leita að lionum. Og þeir hafa komizt á slóðina hans,
en samt hefur enginn fundið hann“.
„Það var undarlegt, að þeir skyldu ekki finna hann,
fyrst þeir komust á slóðina hans“.
„En það er nú ekki eins auðvelt og þú heldur,
Manni. Hann felur sig í hellunum. Og sumir segja, að
hann eigi vini, sem hjálpa honum“.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Vini, á Halldór vini? Hvernig getur hann átt vini,
ef hann hefur drepið mann?“
„Það veit ég ekki, Manni. En það er þó sagt, að
sumum þyki mjög vænt um hann. Hann hafði verið
allra bezti maður. Og glæpinn hefur hann framið í
ölæði“.
„Aumingja Halldór!“
„Já, Manni, það hlýtur að vera voðalegt að liggja
úti aleinn uppi á fjöllum“.
„En hvað hefur Halldór að borða uppi á fjöllum?
Þar er ekkert nema naktir klettar og grjót og urðir“.
„Hann ræiiir sauðum frá bændunum og slátrar þeim
í hellinum sínum“.
„Og þó láta bændurnir hann eiga sig?“
„Þá hefur nú lengi langað til að ná í hann. Og þá
færi illa fyrir honum“.
Manni starði á mig stórum augum og sagði:
„Þá mundu þeir hýða hann, heldurðu ekki það?“
iQunkciffiAu
— Aðeins rör fyrir mig lakk.
Vinur ininn er með rör ineð
sér ...
— Þú inátt nú ekki krefjast of
miki ls af Snata . ..
— Jú, sjáið þér til læknir . . .
ég þjáist af ofsóknarbrjálæði .