Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Indriði
Hallgrímsson,
bókasafns-
fræðingur:
í UMRÆÐUM og skrifum um ís-
Ienzkar bækur, útgefnar á s.l. ári,
hefur verið fremur hljótt um eina
tegund bóka. Hér er átt við hand-
bækur og uppsláttarrit um ýmis
efni, en af þeim komu þó nokkrar
út á síðasta ári. Erætlunin í þess-
um greinarflokki að taka til mats
og umræðu, a.m.k. eftirtaldar
bækur: Íslenzkt skáldatal a-1 eft-
ir Hannes Pétursson og Helga
Sæmundsson, Lögbókin þín eftir
Björn Þ. Guðmundsson, islenzkar
lækninga- og dr.vkkjarjurtir eftir
Björn L. Jónsson, Aldateikn eftir
Björn Th. Björnsson, Brautryðj-
endur eftir Jón R. Hjálmarsson,
Spænsk- islenzk orðabök eftir Sig-
urð Sigurmundsson, Flugvélabók
Fjölva eftir Enzo Angelucci og
Myndabók dýranna eftir David
Stephen.
Áður en að sjálfum bókunum
kemur skal gerð grein fyrir á
hverju mat um þær er byggt. Ein
af greinum bókasafnsfræðinnar
hefur á íslenzku hlotið nafnið
handbókafræði. Þessi grein fjall-
ar á hlutlægan hátt um handbæk-
ur og uppsláttarrit með tilliti til
notagildis þeirra fyrir bókavörð-
ínn og hinn almenna notanda. Er
þá ekki úr vegi að skilgreína hvað
átt er við með orðinu handbók.
Hún er það rit, sem ætlað er til
skjótrar upplýsingaleitar og til-
högun efnis miðast við þann til-
gang. Þær handbækur, sem al-
menningi eru bezt kunnar, eru
orðabækur alls konar, ýmsar ævi-
skrár, t.d. Kennaratal, Verkfræð-
ingatal, Islenzkir samtíðarmenn,
o.s.frv., svo og ýmsar skrár, svo
sem Símaskráin og Viðskiptaskrá-
in.
Mismunandi tegundir hand-
bóka, t.d. alfræðibækur, orðabæk-
ur og kortabækur krefjast sum-
part mismunandi matsaðferða, en
þar sem allar handbækur hafa
sama grundvallartilganginn, þ.e.
að veita upplýsingar fljótt og vel,
eru nokkur atriði, sem gilda um
allar tegundir þeirra jafnt og taka
verður tillit til þegar þær eru
metnar. Þessi atriði eru eftirfar-
andi:
1. Hver er tilgangur bókarinnar?
Honum kynnumst við oftast
með þvi að kanna titil og formála
svo og efnisyfirlit, kaflafyrirsagn-
ir og orðaskrár.
2. Hversu áreiðanleg er bókin?
Hér skal athuga:
a) Menntun og þekkingu þess
eða þeirra, sem samið hafa bókina
með hliðsjón af tilgangi hennar.
b) Ilvaða heimildir hafa verið
notaðar við samningu bókarinn-
ar? Frumheimildir eða aðrar?
c) Hver gefur bókina út? Stað-
reynd er, að sumir útgefendur
eru öðrum þekktari fyrir vandað-
ar handbækur, en öllum geta
þeim orðið á mistök ()g er þetta
því allsekki einhlít viðmiðun.
d) Hvernig er stíll og framsetn-
ing? Það er ekki meginatriði í
handbók að hafa góðan stíl, en
heldur engin afsökun að hafa
hann slæman. Óhlutdrægni er
nauðsynleg i framsetningu og
meðferð efnis og báðar eða allar
hliðar mála verða að koma fram
þegar því er að skipta. Það er ekki
aðeins í stil og framsetningu, sem
hlutdrægni kemur upp um sig
heldur líka í vali efnisatriða og
heimilda.
3. Hvert er umfang bökarinnar?
Umfangið er óaðskiljanlegur
hluti tilgangsins og til þess að
glöggva sig á því skal athuga:
a) Hvað hefur bókin fram að
færa, sem ekki er finnanlegt í
öðrum handbókum áður útgefn-
um?
b) Yfir hvaða tímabil nær bók-
in? Nær hún vel til nútímamanna
og viðburða þegar um slíkt er að
ræða, eru upplýsingar hennar ný-
legar eða er bókin e.t.v. að ein-
hverju leyti úrelt þegar hún kem-
ur út.
c) Er bókin ný eða grundvölluð
á eldra verki eða er e.t.v. aðeins
um endurprentun eldrí bókar að
ræða?
d) Ef bókin er sögð vera ný
hverju hefur verið bætt við og
hvað fellt niður miðað við eldri
útgáfur.
e) Er umfang efnisatriða innan
sjálfrar bo'karinnar sjálfu sér
samkvæmt?
4. Hverjum er bókin ætluð?
Er hún ætluð vísindamönnum,
námsfólki, börnum eða almenn-
ingi?
5. Hvemig er form og niöurröðun
ef nis?
Efnisskipanin er eitt mikilvæg-
asta atriðið og ríður á miklu, að
hún sé einföld, auðskilin og rök-
rétt, og tryggi þannig auðveldan
aðgang að upplýsingunum. Eftir-
farandi atriði eru höfð i huga í
þessu sambandi.
a) Hvenær sem mögulegt er,
ætti að raða efnisatriðum í staf-
rófsröð. Það hefur augljósa
meginkosti þar sem allir þekkja
stafrófið, enda er það notað í fjöl-
mörgum tilvikum.
b) í sumum bókum verður að
nota annað kerfi en stafrófið,
og á það sérstaklega við um
bækur á vísindasviðum. Það kerfi
sem notað er, verður að vera sem
einfaldast að gerð, sjálfu sér sam-
kvæmt og rökrétt.
c) Þar sem stafrófsröð er ekki
notuð ættu alltaf að vera höfunda-
efnisorða- og titlaskrár auk
efnisyfirlits. Jafnvel þegar staf-
rófsröð er notuð er bft ráðlegt að
hafa efnisorðaskrár og er það gert
i mörgum alfræðibókum þar sem
greinar eru margar og sumar
langar, (t.d. Encyclopedia
Britannica)
d-) Þar sem þörf er á, innan
texta eða skrár ættu að vera tilvís-
anir milli efnisatriða, og tilvísanir
frá efnisorðum og nöfnum (t.d.
dulnefnum) sem ekki eru notuð
til þeirra, sem notuð eru.
e) Prentun ætti að vera skýr og
mikilvægt er, að kaflafyrirsagnir
efnisorð, tilvísanir og tákn, sem
notuð eru, séu glögg og skeri sig
vel úr frá textanum. Myndir og
teikningar skulu vera skýrar og í
samræmi við efni bókarinnar.
f) Mikilvægt er að bandið sé
vandað og sterkt, sérstaklega með
tilliti til mikíð notaðra bóka.
Með hliðsjón af áðurnefndum
atriðum voru teknar til athugun-
ar nokkrar íslenskar handbækur
og uppsláttarrít, sem út komu á
árinu 1973:
1. Hannes Pétursson og Helgi
Sæmundsson
íslenzkt skáldatal a-1.
Rv., Bókaútg. Menningarsjóðs og
Þjóévinafélagsins, 1973. 129 s.,
myndir, ritsýni. (Alfræði Menn-
ingarsjóðs.)
1. Tilgangur bókarinnar. Um
hann segir svo í formála: „Sú bók,
sem hér kemur fyrir sjónir les-
enda, er ekki íslenzkt rithöfunda-
tal, eins og heiti hennar ber
feyndar með sér, orðið skáldatal
er þrengri merkingar, þannig að
bókin tekur þvi aðeins til höfunda
um fræðileg efni og aðrar greinar
en skáldmenntir, að þeir hafi get-
ið sér orð fyrir skáldskap." Og
enn nokkru síðar:
,,Sú var aldrei ætlunin með
þessu skáldatalí að víkja langt frá
beinni fræðslu um æviatriði og
störf höfundanna, svo og um út-
gáfur verka þeirra, og fyrir því er
bókmenntalegum umsögnum ým-
ist sleppl eða stillt svo i hóf, að
þær snerta einungis viðurkennd-
ar staðreyndir. Og þar sem ræðir
um höfunda, sem komið hafa víða
við sögu utan bókmenntanna, þá
er ekki við það dvalið nema stutt-
lega, því eins og gefur að skilja er
megintilgangur með ritinu að fá
lesendum í hendur greinargott yf-
irlit yfir skáldverk höfunda og
annað, sem einkum lýtur að rit-
störfum þeirra."
Af titli ritsins, íslenzkt skálda-
tal, mætti ætla, að það næði til
allra íslendinga, sem fallið gætu
undir hugtakið skáld, sem höf-
undar skilgreina þó ekki, en auð-
sætt er af formála og bókinni í
heild að ætlast er að það nái bæði
yfir þá sem ort hafa í bundnu og
óbundnu máli eða samið annars
konar skáldverk. Af formálanum
má þó sjá, að það hefur ekki verið
tilgangur höfunda að taka með
öll íslenzk skáld í þetta skáldatal
og verður nánar að þvi vikið í
sambandi við umfang verksins.
2. Áreiðanleiki. Ekki skal efast
um þekkingu höfunda á viðfangs-
efni sínu. Báðir eru kunnir af
bókmenntastörfum og annar er
cand. mag. í íslenzkum fræðum.
Áður en lengra er haldið skal
þess getið, að höfundar hafa skipt
þannig með sér verkum, að
Hannes Pétursson fjallar um
skáld fædd fyrir 1874 og Helgi
Sæmundsson um þau sem fædd
eru eftir þann tima.
„Heimildir um höfunda eru því
aðeins tilgreindar, að þær séu
prentaðar...“ segir í formála.
Þær heimildir, sem oftast er vísað
tii fyrir fyrri tíðar skáld, eru
Rímnatal eftir Finn Sigmunds-
son, Rímur fyrir 1600 eftir Björn
K. Þórólfsson, Den Norsk-Is-
landske Skjaldedigtning, útg. af
Finni Jónssyni, Bíbliography og
Scaldic Studies eftir Lee M. Hol-
lander svo og Biskupasögur og
ýmsar íslendingasögur. Þetta á
einkum við um skáld forn- og
míðalda. Eftir þeim skilningi, sem
nú er almennt lagður í sannleiks-
gildi íslendingasagna er tæplega
hægt að telja þær áreiðanlegar
heimildir i þessu sambandi.
Fyrir skáld, sem fædd eru fyrir
1874 er alltaf vísað til heimilda.
Áreiðanlegra heimilda um skáld
fædd eftir þann tíma ætti að vera
mun auðveldara að afla, en þá
bregður svo við, að um allmörg
þeirra eru ekki tilgreindar neinar
heimildir. Þetta á einkum við um
nútímaskáld, Ekki er hægt að
skýra til fullnustu þessa vöntun á
tilvitnunum í heimildir með
skorti á þeim. Sem uppsláttarrit í
þessu sambandi má t.d. benda á
Bókmenntaskrá Skírnis (Rv.
1969-) eftir Einar Sigurðsson,
sem gefin hefur verið út árlega
síðan 1969 og tekur til bók-
menntalegra skrifa næsta árs á
undan og má þar finna margt,
sem skrifað hefur verið um flest,
ef ekki öll þau skáld, sem ekki er
getið neinna heimilda um í
Skáldataiinu. Að vísu má segja,
að það sé ekki yfirlýstur tilgangur
bókarinnar að geta sem flestra
heimilda um hvert skáld, en
óneitanlega rýrir það notagildi
hennar fyrir þá sem afla vilja sér
meiri fróðleiks um skáldin að
sleppa að geta um heimildir um
þau, auk þess sem ósamræmi
myndast.
Um stíl og framsetningu er fátt
nema gott eitt að segja. Höfund-
um hefur tekizt að vera fáorðir og
gagnorðir. Yfirleitt er þó ævifer-
ill og bókmenntastörf þeirra
skálda, sem fædd eru fyrir 1874,
nákvæmar rakinn en hinna.
3. Umfang. Um umfang verksins
segir svo i formála: „Sú bók, sem
hér kemur fyrir sjónir lesenda, er
ekki íslenzkt rithöfundatal, eins
og heiti hennar ber reyndar með
sér, orðið skáldatal er þrengri
merkingar, þannig að bókin tekur
því aðeins til höfunda um fræði-
leg efni, að þeir hafi getið sér orð
fyrir skáldskap.
Nú er það svo álslandi og hefur
lengi verið, að óvenjulega stór
hópur landsmanna iðkar hinar
fögru menntir, sér 1 lagi kveð-
skap. Af þessu flýtur, að í riti á
borð við þetta, verða að sjálfsögðu
ekki taldir allir þeir höfundar
þjóðarinnar, sem eitthvað hafa
lagt af mörkum í hinum viðteknu
greinum skáldskapar, kveðskap,
sagnagerð og leikritun, enda ekki
trúlegt, að slíkt tíðkist nokkurs
staðar um hliðstæð uppflettirit.
1973
Þess vegna varð ekki hjá
þvf sneitt að þrengja að efninu.
Sumum lesendum mun sjálf-
sagt finnast, að þar sé gengið
of skammt, öðrum of langt, allt
eftir kröfum þeirra til bókar-
innar og þeirri merkingu,
sem þeir leggja í orðið skáld.
Að svo stöddu hlýtur við
það að sitja og eins, hafi okkur
bókarhöfundum að einhverju
leyti skotizt i þeirri viðleitni að
hafa sem mesta samkvæmni um
val höfundanna. Á einskis manns
hlut ætluðum við að ganga, og er
vafalaust, að miklum mun stærra
rit þyrfti til að koma, svo að val
höfunda gæti ekki sætt aðfinnsl-
um. En það, sem mistekizt og mis-
eitthvað hafa lagt af mörkum í
hinum viðteknu greinum skáld-
skapar og þess végna verði að
þrengja að efninu. Ekki er þó í
formála getið um þá takmörkun,
sem mér þykir vera stærst. Það er
svo að sjá, að höfundar telji
barnabækur ekki almennt til bók-
mennta þótt þær séu viðast hvar
erlendis viðurkenndar sem ein
grein skáldmennta. Nær algjör-
lega er sleppt að geta um höf-
unda, sem eingöngu hafa skrifað
fyrir börn. Fyrir utan Jón
Sveinsson (Nonna) er aðeins
eins höfundar getið, sem ein-
göngu hefur skrifað fyrir börn,
þ.e. Líneyjar Jóhannesdóttur
(Skáldatal, s. 128) og er ekki get-
ið um önnur skáldverk af hennar
hendi en fimm verk skrifuð fyrir
börn, þar af tvö óprentuð. Með
þessu er alls ekki átt við, að Líney
Jóhannesdóttir eigi ekki heima í
þessu skáldatali, en það er í hæsta
máta furðulegt að taka þá ekki
einnig með jafn afkastamikla og
víðlesna barnabókahöfunda og
t.d. Jennu og Hreiðar Stefánsson,
sem skrifað hafa yfir tuttugu
bækur, Eirík Sigurðsson , og
Hannes J. Magnússon, svo fáir
einir séu nefndir. Ilafi höfundar í
raun og veru ætlað að undanskilja
skáld, sem eingöngu hafa skrifað
fyrir börn, þá hlýtur að teljast
lágmark, að um slikt sé getið 1
formála bókarinnar.
Svo að vikið sé að núlifandi
skáldum, ,.„var m.a. annars á það
litið, að þau hefðu að minnsta
kosti gefið út tvö frumsamin
skáldverk og með þeim haslað sér
völl í bókmenntalegum skiln-
ingi.“ Eftir orðanna hljóðan verða
því núlifandi rithöfundar að hafa
getið sér orð fyrir a.m.k. tvö
skáldverk og þá væntanlega gott
orð að áliti höfunda. Sé svo, þá
finnst mér höfundar hafa gjör-
samlega misskilið hlutverk sitt og
bókarinnar. Samkvæmt áður-
nefndum matsreglum er óhlut-
drægni nauðsynleg i vali efnis., en
þau skilyrði, sem hér eru sett
fyrir núlifandi skáld, bjóða heim
hlutdrægni. Af óútskýrðum
ástæðum hafa höfundar gert
þrjár undantekningar frá þessu
skilyrði, þannig að tekin eru þrjú
núlifandi skáld, sem ekki hafa
sent frá sér nema eitt frumsamið
verk hvert.
Af núlifandi skáldum, sem ekki
eru tekin með, en hafa sent frá
sér eitt eða tvö verk má nefna
eftirfarandi: Ármann Dalmanns-
son, Björn Th. Björnsson, en í
meira lagi er undarlegt, að honum
er sleppt þar sem skáldsaga
hans, Virkisvetur, hlaut verðlaun
Menntamálaráðs 1958, Björn
Daníelsson, Einar Kristjánsson
Freyr, Friðrik G. Þórleifsson,
Guðný Sigurðardóttir, Ingibjörg
Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, Ingólfur Davíðsson,
Kristján Albertsson og fleiri
mætti nefna. Annað hvort er, að
höfundar afa ekki talið þau, sem
nú voru nefnd, til skálda, eða þá
að vinnubrögð við samningu bók-
arinnar hafa ekki verið nógu
vönduð og er hvorugt gott.
sagt er í þessum fræðum, stendur
til bóta síðar i endurútgáfu.
í skáldatal þetta á ekki að vanta
neinn þann höfund, sem óumdeil-
anlega hefur sett mark sitt á
skáldskaparsögu þjóðarinnar. En
þegar kemur út fyrir raðir slikra
höfunda, vakna álitamálin. Hér
var sá háttur hafður á um skáld
fyrri tíðar, þau sem ekkí gátu
talizt sjálfkjörin á ofangreindri
forsendu, aðvalinvoru þau, sem
helzt er getið i bókmenntasögu-
legum skrifum og/eða hafa átt
verk f sýnisbókum og úrvölum.
Þau rímnaskáld voru látin sitja
fyrir, sem hieira hefur verið
prentað eftir en önnur, ellegar
lagt hafa sérlega mikla stund á
rímnakveðskap og orðið kunn fyr-
ir, þó svo rímur þeirra séu ennþá
óútgefnar... Um núlifandi skáld
var m.a. á það litið, að þau hefðu
að minnsta kosti gefið út tvö
frumsamin skáldverk og með
þeim haslað sér völl í bókmennta-
legum skilningi. Frá þessu eru
þrjár undantekningar, þ.e. núlif-
andi skáld sé talið, sem enn hefur
ekki sent frá sér nema eitt frum-
samið verk.“
Á það sjónarmið höfunda get ég
fallizt, að ógerningur hafi verið
að ná til allra íslendinga, sem
Mun einfaldari og a.m.k. hlut-
lausari regla hefði verið að taka
með öll skáld. sem gefið hafa út
eitt eða fleiri verk.
Eins og sést af formála voru
aðrar reglur látnar gilda um fyrri
tíðar skáld. Ef á þau er litið i
heild sinni, virðist mér, að oft
hafi verið ansi langt gengið i að
tina til ýmis miðaldaskáld, jafn-
vel þau sem nánast er ekkert um
vitað og kveðskapur sumra
hverra nú með öllu glataður.
Dæmi um þetta er Einar Snorra-
son, Ölduhryggjarskáld, dáinn um
1535. Eina heimildin, sem tilfærð
er um hann, er vísa eignuð Jóni
biskupi Arasyni, þar sem Einar er
sagður höfuðskáld vestanlands á
sinni tíð,.. . „en nú er kveðskaþur
hans með öllu glataður.” Einnig
má nefna Halldór ókristna, Illuga
Bryndælaskáld, Játgeir Torfason
o.fl.
Aftur á móti eru tiltölulega ný-
lega látnir höfundar eins og eftir-
taldir, sem ekki hafa fengið rúm í
skáldatalinu: Árni Jónsson, amts-
bókavörður á Akureyri, Einar E.
Sæmundsen, Guðrún Helga
Finnsdóttir (vestur-íslenzk), Sr.
Helgi Sveinsson og Jónas Rafnar,
w
Islenzkar handbækur