Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 41

Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 41 yfirlæknir, svo fáir einir séu neíndir. Samkvæmt lauslegri talningu eru samtals 308 skáld í þessu bindi íslenzks skáldatals. Af þeim eru 54 fædd á tímabilinu um 1000—1500, 75 eru fæddir á tíma- bilinu 1500—1800, 99 eru fæddir á timabilinu 1800—1900 og 80 eru fæddir eftir 1900. Af þessum 308 telst mér til, að 226 séu látnir og 82 á lífi. Hér kann að skakka fáeinum til eða frá. Þótt *tölur þessar séu ekki einhlítur mæli- kvarði þá benda þær, ásamt áður sögðu um núlifandi 'og nýlega lát- in skáld, til þess að bfkin nái tiltölulega verr til nútímaskálda, og gefi þvf ekki algjörlega skýra mynd af þeim. Þetta tel ég miður vegna þess, að miklu fremur var þörf meiri upplýsinga um nútíma- skáld og þeirra verk, þar sem litið hefur verið fjallað um þau i heild sinni, heldur en fyrri tíma skáld, sem þegar hefur verið fjallað um í bókmenntasögum, sagnfræðirit- um og öðrum útgáfum (sbr. áður nefndar heimildir fyrir fyrri tiðar skáld). • Margar af þeim upplýsingum, sem bókin lætur í té, svo sem æviferil og upplýsingar um rit skáldanna má finna í öðrum handbókum, t.d i ýmsum ævi- skrám og bókmenntasögum, en það sem mér finnst hún aðallega hafa fram yfir þær, er, að hér eru skáldverkin flokkuð niður í skáld- sögur, ljóð og leikrit svo fljótlegt er að sjá á hvaða sviði eða sviðum skáldskapar hver höfundur hefur látið til sín taka. Hvað viðkemur umfangi efnis- atriða innan bókarinnar sjálfrar virðist yfirleitt vera nákvæmar rakinn ferill skálda fæddra fyrir 1874 en þeirra, sem fædd eru eftir þann tima og eins og áður getur er heimilda ekki alltaf getið fyrir seinni tíma skáld. 4. Hverjum er bókin ætluð? Efa- laust öllum þeim, sem fræðast vilja um íslenzk skáld og verk þeirra. Einkum mætti ætla, að góð not verði henni f skólum í sam- bandi við bókmenntanám. 5. Form og niðurröðun efnis. Skáldum er raðað í stafrófsröð eins og eðlilegt er. Tilvísanir eru frá dulnefnum og til þeirra, ef þau eru notuð. Stafrófsskrá yfir verk þau, sem nefnd eru, mun vonandi birtast í lokabindi ásamt heildarskrá yfir heimildir. Prentun er góð og nöfn skáld- anna feitletruð og skera sig vel úr frá texta. Fyrst myndir voru hafðar á annað borð, hefði verið æskileg- ast að hafa þær af öllum, sem tii eru myndir af. Ekki fæ ég séð hvaða tilgangi það þjónar að hafa rithandarsýnishorn fáeinna skálda og kápumyndir nokkurra bóka i skáldatalinu nema ef vera skyldi til að auka á fjölbreytni mynda. Lokaorð. Meginkosti bókarinnar tei ég, samkvæmt framansögðu, vera þá, að leitast er við ná saman í eina heild islenzkum skáldum. Bókin gefur greinargott yfirlit yf- ir ritferil skáldanna og verk þeirra eru flokkuð niður eftir formi í ljóð, leikrit og skáldsögur og fljótlegt er að fá yfirlit yfir hvert skáld þar sem greinar eru fáorðar og gagnorðar. Megingalla bókarinnar tel ég vera hversumörgskáldvantari hana, sérstaklega nútimaskáld. Af þessari hlutdrægni í vali skálda leiðir, að bókin gefur ekki skýra mynd af skáldum okkar daga og þeirra verkum. Einnig vantar nokkuð á, að alltaf sé vísað til heimilda þegar nútimaskáld eiga í hlut. Of langt er gengið i að tína til miðaldaskáld, sem litið eða ekkert er vitað um og stund- um ekkert til að kveðskap þeirra. Höfundar ræða um það í for- mála, að sumum lesendum muni finnast þeir hafa gengið of iangt í að þrengja að efninu, öðrum of skammt......aht eftir kröfum þeirra til bókarinnar og þeirri merkingu, sem þeir leggja í orðið skáld.“ Mér finnst þó skipta miklu meira máli hér hvaða skiln- ing höfundar sjálfir hafa lagt i orðið skáld og hvaða kröfur þeir myndu gera til slíkrar bókar. Fyr- ir þessu þyrftu þeir að gera skýr- ari grein og vonandi stendur það, ásamt öðru, til bóta í endurút- gáfu. Vió ÆgisíÓu tvær 1 30 ferm hæðir. (1. hæð og jarðhæð) samtals 1 1 herb. Á 1. hæð eru m.a. 3 saml. suðurstofur m. tvennum svölum, 2 herb., eldhús og fl. Á jarðhæð 6 herb. o.fl. Glæsileg eign á góðum stað. Útb. 7 millj. Allar nánari upplýsingará skrifstofunni. Eignamiðlunin, Vonarstræti 1 2. Símar 11928 — 24534. Skákkeppni stofnana 1974 hefst fimmtudaginn 28. febrúar. Tefldar verða 7 umferðir í tveim styrkleikaflokkum. Hver skáksveit skal skipuð 4 aðalmönnum og 2 til vara. Umhugsunartími á skák verður ein klukkustund. Hver skáksveit tefli einu sinni I viku hverri, a-flokkur á þriðjudögum, en b-flokkur á fimmtudögum. Keppnin mun fara fram í skákheimilinu við Grensásveg. Þátttökutilkynningar sendist í pósthólf 5232 fyrir 27. febrúar. Hermann Ragnarsson mun annast skákstjórn. Upplýs- ingar í síma 83540 og 20662. Taflfélag Reykjavíkur. Keflavík, nágrenni Bollur í úrvali í dag og á morgun. Gunnarsbakarí, Keflavík. HÚSNÆÐI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG TIL LEIGU FRÁ ÁGÚST Húsnæðið er: 3 hæðir, 1 1 0 fm hvor hæð, húsnæðið er mjög hentugt fyrir allan skrifstofurekstur, læknastofur o.fl. Leiga skal húsnæðið í heilu lagi, hvora hæð fyrir sig eða í smærri einingum. Leigutilboð sendist blaðinu fyrir 26. febrúar þ.m. merkt: ..Trúnaðarmál 46—4936.'' Notaðir amerískir bílar Vegna bilunar á sima eru þeir sem höfðu lagt inn munnlegar staðfestingar á eftirtöldum bílum, beðnir að hafa samband hið fyrsta, annars seldir öðrum. Mustang Machi ................................. 1971 Pontiac Lemans Collonade 2 dr. h.t............. 1 973 Plymouth Duster 340 ........................... 1973 Mercury Cougar XR7 ............................. 1970 Ford Grand Torino 4 dr......................... 1 972 Blazer ........................................ 1 970 Pontiac Ventura II 2 dr. 6 cyl ................ 1971 Plymouth Duster 6 cyl ......................... 1971 Ennfremur eru á leið til landsins eftirtaldir bilar: 2 stk. Chevrolet Nova Hatshback 2 dr........... 1 973 Oldsmobile Omega 2 dr ......................... 1 973 2 stk. Oldsmobile Cutlass S 2 dr .............. 1973 Dodge Charger .................................. 1 973 Chevelle Malibu 4 dr............................ 1 973 Pontiac Grand Am .............................. 1 973 Chevrolet Monte Carlo .......................... 1973 Mjög gott verð. Upplýsingar í síma 83454 í dag og næstu daga milli kl. 1 4.00 og 1 6.00. cMátifa hft omtn tafa A KONUDAGINN Mundir þú eftir al kaupa eitthvern glaðning handa piömmu þinni á ^KONUDAGINN i’l^ttu þér og kaupti handa henni blóm, þau gera alltaf lsvo mikla lukki Opið alla laugardaga og sunnudaga til kl. 6 «LÖMEÁVEXTIR HAFNARSTRÆTI 3 . SÍMI 12717

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.