Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
54. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gamlir
flokkar
tapa
KAUPM ANNAHÖFN,
5. marz (NTB)
ALLIR „gömlu“ flokkarn-
ir tapa verulega og Fram-
faraflokkurinn fær mikið
fylgi samkvæmt fyrstu töl-
um úr dönsku bæjar- og
sveitarstjórnarkosningun-
um.
Opólitískir listar fá víSa mikið
fylgi. Öánægja kjósenda með
gömlu flokkana virðist því lítið
hafa dvfnað síðan í þingkosn-
ingunum fyrir þremur mánuðum.
Kosningaþátttakan var aðeins
um 70%. í Kaupmannahöfn var
hún 50%.
Varaformaður sósíaldemó-
krata, Kjeld Olesen, segir að
Framfaraflokkurinn fái ekki eins
mikið fylgi og í þingkosningun-
um og að íhaldsflokkurinn og
Vinstri flokkurinn tapi mest af
gömlu flokkunum.
Hann telur að kjósendur hafi
Framhald á bls. 18
ss Olíubanni
senn aflétt
Harold Wilson heldur frá heimili sínu í Lord North Street í London
til embættisbiístaðar sfns í Downing Street 10 á fyrsta degi sfnum f
embætti forsætisráðherra.
Washington, 5. marz.AP.NTB.
HENRY Kissinger utanrfkisráð-
herra ræddi í dag við Nixon for-
seta um ferðalag sitt til Miðaust-
urlanda og Evrópu og því er spáð
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum að oliubanni Araba verði
algerlega aflétt.
Olíuráðherrar Arabalandanna
munu koma saman til fundar f
Lfbýu á sunnudag og samkvæmt
heimildunum er gert ráð fyrir að
banninu á Bandaríkin verði þá
aflétt þannig að sama olíumagn
berist þangað og fyrir október-
strfðið. Verð á oliu mun þá lækka
úr 11.65 dollarar tunnan í um 7
dollara.
Ahmed Zaki Yamani, olíuráð-
herra Saudi-Arabíu, hvatti til
þess f viðtali við Wall Street
Journal í dag að olíubanninu á
Bandarikin yrði aflétt þar sem
það þjónaði ekki lengur tilgangi
sinum.
Yamani sagði að málið yrði rætt
á fyrirhuguðum olíufundi í
Libýu. Hann sagði að auka yrði
eignarhluta Saudi-Arabiu í olíufé-
laginu Aramco úr 25% í rúmlega
60%.
I Washington lét talsmaður
bandartska utanríkisráðuneyt-
isins i ljós óánægju vegna þess að
Bandaríkjastjórn var ekki höfð
með í ráðum áður en Efnahags-
bandalagslöndin ákváðu að bjóða
Arabalöndunum éfnahagslega,
tæknilega og menningarlega sam-
vinnu. Hann kvað Bandarikin
áskilja sér rétt til að gera sams
konar tilboð.
Wilson skipar Foot
atvinnuráðherra
Callaghan utanríkisráðherra
Healey fjármálaráðherra
Jenkins innanríkisráðherra
London 5. marz. AP. — NTB.
HAROLD Wilson, nýskipaður for-
sætisráðherra, skipaði nýja rfkis-
stjórn í dag og hóf strax viðræður
til þess að binda enda á mesta
efnahagsöngþveiti Breta frá
stríðslokum. Stjórnmálafréttarit-
arar segja að Wilson hafi stigið
örlítið til vinstri með skipun
stjórnarinnar, en hún muni
fylgja hófsamri stefnu, þar sem
flestir helztu ráðherramir eru frá
miðju flokksins.
Michael Foot, kunnur vinstri-
sinni, sem var öllum á övart skip-
aður atvinnuráðherra kallaði full-
trúa úr stjórn félags kolanáma-
manna á sinn fund og ræddi síðar
við vinnuveitendur þeirra.
JoeGormley, foringi kolanáma-
manna, sagði fréttamönnum eftir
fundinrl með Foot að hann gerði
sér vonir um að hefja aftur samn-
ingaviðræður við stjórn náma-
iðnaðarins í fyrramálið. Hugsan-
legt er að kolanámamenn hefji
aftur vinnu meðan gengið er frá
samningum og þar með yrði hætt
við þriggja daga vinnuviku.
Gormley sagði að viðræðurnar
hefðu verið vinsamlegar.
Að Foot undanskildum eru ráð-
herraembættin í hinni nýju
stjórn Wilsons að mestu skipuð
sömu mönnum og sátu í síðustu
stjórn hans er féll í kosningunum
1970, þótt þeir gegni ekki sömu
störfuin og áður. Helztu embættin
skípa:
0 James Callaghan, sem var inn-
anríkisráðherra í síðustu stjórn,
verður utanrfkisráðherra. Ilann
hefur gegnt ýmsum ráðherraemb-
ættum, er laginn samningamaður
og átti þátt í þvf að lægja ofsann á
Norður-lrlandi 1968. Hann mun
fara varlega f óskum um breyt-
ingar á skilyrðum fyrir aðild
Breta að Efnahagsbandalaginu.
• Denis Healey landvarnaráð-
herra 1964 til 1970, verður fjár-
málaráðherra og færþað verkefni
nú þegar að semja ströng fjárlög
sem munu gera ráð fyrir skatta-
hækkunum, einkum á hátekju-
mönnum, vegna efnahagsöng-
þveitisins. Hann sagði í kosninga-
baráttunni að Bretar yrðu að taka
James Cal laghan
utanrfkisráðherra
á sig auknar skattabyrðar og
fylgja strangari efnahagsstefnu.
• Roy Jenkins, fv. fjármálaráð-
herra, fær embætti innanríkisráð-
Framhald á bls. 18
Tilræði við
Kissinger?
Damaskus,5. marz, AP.
FRÉTTIR um, að reynt hafi verið
að ráða Henry Kissinger utan-
rfkisráðherra af dögum, þegar
hann var I Damaskus f síðustu
viku hafa ekki við rök að styðjast
samkvæmt heimildum í sýr-
lenzku stjórninni i dag.
Heimildarmaðurinn gaf í skyn,
að sá, sem hefði komið þessari
sögu á kreik, vildi spilla fyrir
bættri sambúð Sýrlands og
Bandarikjanna. Fréttir frá
Washington um hið meinta bana-
tilræði voru hafðar eftir banda-
rískum embættismönnum. Þeir
standa við það sem þeir sögðu
þótt Sýrlendingar beri fréttina til
baka.
Kunnugir i Damaskus telja, að
öryggisverðir Kissingers hafi orð-
ið órólegir vegna borgaralega
klæddra ungra manna, sem voru
vopnaðir vélbyssum og höfðu tek-
ið sér stöðu á húsþökum nálægt
bænahúsi, sem Kissinger ók fram
hjá, þegar hann var í Damaskus.
Þeir eru starfsmenn öryggisþjón-
ustu stjórnarinnar.
Hvernig var sprengju
smyglað í flugvélina?
Golda Meir
fær traust
Tel Aviv, 5. marz.
NTB. AP.
FULLTRÚARÁÐ Verkamanna-
flokksins í Israel samþykkti í dag
með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að lýsa yfir stuðningi við
tilraun frú Goldu Meir forsætis-
ráðherra að mynda minnihluta-
stjórn, en Moshe Dayan land-
varnaráðherra neitaði
taka sæti i slíkri stjórn.
enn
að
Óvissan í ísraelskum stjórnmál-
um er enn miki I þar sem frú Meir
sat ekki á fundinum og hefur
áður lýst því yfir að hún hafi hætt
við stjórnarmyndunina vegna
Framhald á bls. 18
Paris, Amsterdam,
5. febrúar—NTB.
OPINBER rannsókn á
orsökum mesta flugslyss
sögunnar, er tyrkneska
DC-10 farþegaflugvélin
hrapaði utan við París á
sunnudag, hófst í dag. Þá
leituðu lögregluyfirvöld
einnig ákaft að þeiin hluta
flugritans sem skráði til-
kynningar flugstjórans til
áhafnar sinnar áður en
slysið varð. Alls fórust 346
manns með vélinni. Talið
er að rannsóknin kunni að
taka eitt ár.
Q Rannsóknarnefndin, sem skip-
uð er sex frönskum sérfræðing-
um, auk nokkurra tyrkneskra,
brezkra og bandarískra sem
fylgjast með rannsókninni, vinn-
ur einkum á grundvelli tveggja
meginkenninga um orsök slyss-
ins, — annars vegar að sprenging
hafi átt sér stað af tæknilegum
ástæðum í hreyflum flugvélarinn-
ar, en hins vegar að sprengju hafi
verið komið fyrir um borð.
Það er einkum á þrjá vegu sem
slikri sprengju hefði getað verið
smyglað inn í vélina. Hermdar-
verkamaður hefði getað afhent
farangur sinn á Orly-flugvelli í
París án þess að fara sjálfur um
borð. Hann hefði líka getað farið
um borð í Istanbúl með sprengj-
una og stigið af í París: Þá gæti
sprengjunni hafa verið smyglað
um borð i handtöskú í Paris.
Lögreglan mun nú vera að at-
huga um 50 farþega sem fóru úr
vélinni á Orly, en margir þeirra
héldu áfram án þess að fara gegn-
um tolÞ og vegabréfaeftirlit. Hins
vegar leggja sérfræðingar áherzlu
á að vel sé hugsanlegt að tækni-
legur galli hafi valdið slysinu.
HOLLENDING AR VILJA
FRAMSELJA
Hollenzka ríkisstjórnin hefur
skýrt frá því að hún kjósi helzt að
framselja til Bretlands flúgvéla-
ræningjana sem sprengdu upp
VC-10 vélina í Amsterdam á
sunnudag. Ef þeir yrðu sóttir til
saka í Hollandi yrði óvildarhugur
Araba til Hollendinga vegna af-
stöðu þeirra til ástandsins í Mið-
austurlöndum sennilega meiri,
segja heimildir í Amsterdam.