Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 360,00
í lausasolu 25,
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
kr. á mánuði innanlands.
,00 kr. eintakið.
Fólkið velur fram-
bjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórnar-
kosningunum í vor. Það er
augljöst eftir að úrslitin í
prófkjöri sjálfstæðismanna
í Reykjavík hafa verið birt.
Niðurstaða prófkjörsins er
svo afdráttarlaus, að fimm
frambjóðendur í prófkjör-
inu af átta efstu hlutu
bindandi kosningu. Um
8500 manns greiddu at-
kvæði í prófkjörinu og eru
það talsvert fleiri en tóku
þátt í prófkjörinu fyrir
borgarstjórnarkosningarn-
ar 1970. Þessi aukna þátt-
taka lofar góðu.
Það, sem fyrst og fremst
vekur athygli við úrslit
prófkjörsins, er sú mikla
traustsyfirlýsing, sem
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri hefur hlotið.
Hann hefur nú gegnt emb-
ætti borgarstjóra í rúm-
lega ár. Þekking hans og
reynsla, sem hann hefur
aflað sér með 12 ára starfi
á vettvangi borgarmála,
hefur borið ríkulegan á-
vöxt í starfi hans sem borg-
arstjóri. Þeir fjölmörgu
borgarbúar sem átt hafa
samskipti við borgarstjóra
á þessu tímabili, ljúka upp
einum rómi um velvilja
hans og skjóta afgreiðslu
mála. Úrslit prófkjörsins
sýna, að val borgarstjórn-
arflokks sjálfstæðismanna
á eftirmanni Geirs Hall-
grímssonar hefur reynzt
rétt og að sjálfstæðismenn
munu ganga til borgar-
stjórnarkosninganna í vor
undir forystu borgarstjóra,
sem á stuttum starfsferli
hefur hlotið ótvírætt
traust borgarbúa.
Auk borgarstjórans
hlutu fjórir aðrir fram-
bjóðendur í prófkjörinu
bindandi kosningu. Allir
borgarráðsmenn Sjálfstæð-
isflokksins, þeir Albert
Guðmundsson, Ólafur B.
Thors og Markús Örn Ant-
onsson hlutu bindandi
kosningu í prófkjörinu.
Þeir hófu allir afskipti af
borgarmálum í fyrsta
skipti að loknum síðustu
borgarstjórnarkosningum
og sýnir niðurstaða próf-
kjörsins, að á því kjörtíma-
bili, sem nú er að Ijúka,
hafa þeir allir áunnið sér
óumdeilanlegt traust borg-
arbúa. Elín Pálmadóttir,
sem einnig hlaut bindandi
kosningu, er þjóðkunnur
blaðamaður og hefur starf-
að sem varaborgarfulltrúi
á yfirstandandi kjörtíma-
bili og fyrst og fremst unn-
ið að náttúruverndarmál-
um sem formaður Náttúru-
verndarnefndar Reykja-
víkur. Hún er sú eina utan
aðalfulltrúa í borgarstjórn
á því kjörtímabili, sem er
að ljúka, er nær bindandi
kosningu, og sýnir það mik-
ið traust f hennar garð.
í hópi 10 efstu manna í
prófkjörinu eru Úlafar
Þórðarson læknir, sem um
langt skeið hefur unnið
mikið starf á vettvangi
borgarmála, aðallega í heil-
brigðismálum, en einnig i
íþróttamálum og Magnús
L. Sveinsson, sem síðustu
tvö kjörtímabil hefur átt
sæti sem varamaður í borg-
arstjórnarflokki Sjálfstæð-
isflokksins. Hann kemur
nú fram á sjónarsviðið sem
FÓLKIÐ VELUR
FR AMB J ÓÐENDUR
helzti fulltrúi launþega,
nýkominn úr orrahríð
harðrar kjarabaráttu sem
einn helzti forystumaður
stærsta launþegafélags
landsins, Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur. Þrjú
ný nöfn eru í hópi 10 efstu.
Ragnar Júlíusson skóla-
stjóri, og ætti það að vera
trygging fyrir því, að borg-
arstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna njóti áfram
sérþekkingar í skólamálum
eftir að Kristján J. Gunn-
arsson hefur látið þar af
störfum eftir langt og far-
sælt starf. Með Páli Gísla-
syni lækni og skátahöfð-
ingja hefur Sjálfstæðis-
flokknum bætzt nýr liðs-
maður, sem vafalaust á eft-
ir að láta að sér kveða í
heilbrigðismálum og æsku-
lýðsmálum. En kannski
vekur mesta athygli við úr-
slit þessa prófkjörs hinn
glæsilegi árangur, sem
kornungur maður, Davíð
Oddsson laganemi nær.
Þar er kominn fram á sjón-
arsviðið nýr forustumaður
æskunnar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn getur verið
stoltur af.
Þegar á heildina er litið,
er ljóst, að þetta prófkjör
mun styrkja mjög stöðu
Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórnarkosningunum í
vor. Fólkið hefur valið
frambjóðendur sína og nið-
urstaða prófkjörsins sýnir,
að dómgreind almennings
má treysta.
Rússar
ræða
BARÁTTA, sem er háð um þessar
mundir að tjaldabaki í Kreml um
framlög úr ríkissjóði, hefur aldrei
komið eins glöggt fram á opinberum
vettvangi og í greinaflokki, sem
sovézki flotamálaráðherrann, Sergey
Gorshkov aðmíráll, hefur sent frá
sér. Með því, sem hann gefur I skyn,
segir hann Kremlverjum, að ef þeir
útvegi ekki það fé, sem hann þarfn-
ast, muni Sovétríkjunum ekki auðn-
ast að fá stefnumiðum sínum fram-
gengt.
Hann segir Kremlverjum, að „i
hvert sinn sem valdahópar hafi látið
undir höfuð leggjast að leggja til-
hlýðilega áherzlu á að efla flotann
og halda honum á því stigi, sem
kröfur timans heimti, hafi landið
annaðhvort tapað orrustum eða
styrjöldum eða því hafi ekki tekizt
með stefnu sinni á friðartímum að fá
framgengt þeim markmiðum, sem
að hafi verið stefnt." í þessari tilvitn-
un geta menn fundið smjörþefinn af
svokölluðu „Ritsafni Gorshkovs",
heiti, sem er að verða þekkt í hópi
fréttaskýrenda hjá leyniþjónustum,
og jafnframt fengið vísbendinu um
þá aðferð, sem hann beitir. Grein
hans í ellefu köflum í sovézku flota-
málatímariti er í orðu kveðnu sagn-
fræðileg könnun á hlutverki flota á
friðar- og stríðstímum, en þessi
flotans
sagnfræði er færð í nútímalegt sam-
hengi og jafnvel tengd framtíðarspá-
dómum með þeim hætti, að það,
sem undir býr, er að leggja áherzlu á
kröfur flotans í þeim umræðum,
sem fara fram um þessar mundir í
Kreml.
Gorshkov segir, að greinaflokkur
sinn sé til þess ætlaður að „sameina
sjónarmið" um hlutverk flotans og
það táknar, að engin slík samstaða
sé fyrir hendi Hann lætur að því
liggja, að Nixon forseti og nokkrir
ónefndir sovézkir valdamenn, sem
vilja ekki of sterkan sovétflota, séu í
bandalagi. Hann vitnar í ræðu, þar
sem Nixon benti á þá staðreynd, að
Bandarikin væru fyrst og fremst sjó-
veldi og Sovétríkin landveldi og gaf í
skyn, að af þessum sökum þyrftu
þau ólíkan herafla. Þetta voru, að
sögn Gorshkovs, „gömlu yfirlýsing-
arnar í nútimabúningi" til þess
ætlaðar að sýna, að Rússar þyrftu
ekki öflugan sjóher. Hann lagði að
Sovézkur tundurspillir af gerðinni Kotlien.
EFTIR
VICTOR
ZORZA
jöfnu viðhorf Nixons og röksemdir
innlendra „andstæðinga rússnesks
sjóveldis", sem héldu þvi fram, að
aðeins væri unnt að gera land þeirra
voldugt með þvi að efla landherinn
,.á kostnað sjóhersins".
Urmull álíkra hvassra athuga-
semda á við og dreif í greinaflokki
Gorshkovs bendir til togstreítu land-
hers og sjóhers um opinber framlög
og verkefni, en helzta umkvörtun
hans virðist beinast gegn
stjórnmálaforystunni. Röksemdirnar
gegn sjóhernum, segir hann, fengu
oft ákafa stuðningsmenn „meðal
áhrifamikilla manna í virðingarstöð-
um keisarastjórnarinnar" — dul-
nefni, sem hann notar hvað eftir
annað, þegar hann á við stjórnmála-
menn í Kreml. Þessir embættis-
menn, segir hann kvartandi, notuðu
þær í réttlætingarskyni „til þess að
skera niður á allan hugsanlegan
hátt" þau útgjöld, sem það hefur í
för með sér að byggja upp flotann.
Er það þetta, sem stjórnmálaráðið
stundar núna? Uppbygging sovézka
flotans, sem nú stendur yfir, virðist
hrekja hvers konar túlkun á þá lund.
En Gorshkov er ekki að rökræða um
nútímann. Það er framtiðin, sem
fyrir honum vakir. Raunar tekur það
nú hér um bil tólf ár frá þvi ákvörð-
un er tekin að hanna og smíða nýja
gerð herskipa og taka hana í notkun.
Það, sem Gorhkov er að segja í raun
og veru. er að nema þvi aðeins að
réttu ákvarðanirnar séu teknar núna
muni Sovétríkin hrapa niður í röð
annars flokks ríkja á næsta áratug.
Þessar horfur kunna að þykja fjar-
lægar, en málið er aðkallandi. í
nokkrum mikilvægustu ákvörðun-
um, sem rikisstjórnir taka nú á dög-
um, verður að taka tillit til þess, að
áætlanir þeirra eru háðar takmörk-
unum sökum þess að nútimatækni
og nútimaiðnaður eru í eðli sinu svo
flókin, að þau þurfa langan umþótt-
unartfma. Sovézku flotakappræð-
urnar, sem komu fram i dagsljósið
með birtingu Gorshkov-greinanna í
fyrra, eru óaðskiljanlegur hluti víð-
tækari sovézkra umræðna um nýju
fimmtán ára efnahagsáætlunina,
sem verður kunngerð á næsta ári.
Umræðurnar um fimmtán ára
áætlunina, sem nú eru um það bil
að hefjast, snerta allar hliðar sov-
ézkra stjórnmála og efnahagsmála.
utanríkisstefnunnar og þróunarinnar
innanlands. En vanabundin leynd,
sem hvílir yfir umræðunum, veldur
því, að aðeins er unnt að greina
stærztu drætti þeirra. Ef til vill snert-
ir mikilvægasti þáttur umræðanna
varanleika friðsamlegrar sambúðar
og skiptingu þjóðarteknanna milli
þarfa óbreyttra borgara og herafl-
ans, sem fer eftir þvf, hvort liklegt
er, að friðsamleg sambúð reynist
langlff eða ekki.
En horfunum á friðsamlegri sam-
búð er stofnað i hættu, samkvæmt
þeim röksemdum, sem sovézkir
harðlínumenn leggja þunga áherzlu
á, vegna vfgbúnaðar þess, sem fram
fer í Bandarikjunum. Svar Gorshk-
ovs við þessu er að byggja upp
herafla Rússlands — og síðan er
þetta notað i Bandaríkjunum til þess
að rökstyðja uppbyggingu banda-
riska heraflans.
Gorshkov-greinarnar eru svo ein-
stætt skjal að Ifklegt er, að þær
gegni miklu hlutverki f þessum deil-
um — bæði í Sovétrfkjunum og
Bandaríkjunum. I síðasta tölublaði
rits, sem bandaríska flotamálastofn-
unin gefur út, birtist fyrsta af ellefu
mánaðarlegum greinum Gorshkov-
ritsafnsins. Um þetta skjal á miklu
meira eftir að heyrast í framtfðinni,
þegar skriður kemst á herskipakapp-
hlaupið mikla.