Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Ingibjörg Magnúsdóttir og skólasystur hennar fyrir ut- an Harmrahlíðarskólann á leiðí tfma. Þetta er hörkuvinna — segir Ingibjörg Magnús- dóttir deildarstjóri, sem er að búa sig undir stúdents- próf í öldungadeild Á seinni árum hafa orðið á ýmsum sviðum miklar breyt- ingar á viðhorfi til náms og menntunar. M.a. er sú ríkj- andi skoðun að hverfa, að manneskjan skuli hljóta alla sina skólamenntun fyrir líf- ið í upphafi lífsferils síns og verði það ekki af einhverj- um orsökum, þá hafi hún misst af strætisvagninum og ekki verði þar um bætt. Auk þess gera örar framfarir í ýmsum greinum endurnám æskilegt siðar. Með auknum frítíma hafa líka möguleikar fólks til að nema það, sem hugurinn kýs og þegar óskað er, aukizt mjög. Þessu fylgja að sjálfsögðu kröfur um tækifæri til náms. Visir að þvf að mæta slíkum kvörfum er t.d öldungardeildin svo- nefnda i Menntaskólanum í Harmahlíð, þar sem fólk á öllum aldri býr sig undir stúdentspróf. Ekki er það þó leikur einn að leggja í slíkt. — Þetta er ekki bara tóm- stundagaman, sagði Ingi- björg Magnúsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, og nemandi í öldunga- deiidinni, þegar Mbl. leitaði til hennar og spurði hana um námið og tilhögun þess. — Og það er ekki bara mikil vinna um stuttan tíma, held- ur hörkuvinna í 3—4 vetur, bætti hún við. — Á þessu þarf fólk að átta sig áður en lagt er út i námið. Auk þess sem það er mikið komið und- ir skilningi barna og fjöl- skyldu, ef þetta á að vera kleift. — Þá liggur beint við að spyrja í hverju námið sé fólgið og af hverju menn séu svona lengi að nema til stúd- entsprófs. — Yfirleitt áttar fólk sig ekki á því að þarna er um að ræða um 60 próf, svarar Ingibjörg. Námsefni skólans er mælt í einingum. Námsefnið er þríþætt, skipt- ist í kjarna, svið og val. Kjarninn er það námsefni, sem allir nemendur skólans verða að taka. Svið er flokk- ur námsgreina, sem hver nemandi velur sér, eins og t.d. félagssvið, nýmálasvið, formálasvið, náttúrusvið, eðlissviðog tónlistarsvið. En í valinu eru greinar, sem nemandinn sjálfur tekur fyrir,en tilheyra fyrri flokk- unum. I þessu áfangakerfi eru 132 einingar. Lýkur hverri námsgrein með prófi, sem gefur 2—3 einingar eft- ir innihaldi hennar. Til dæmis gefa flestar raun- greinarnar 3 einingar. I kjarna eru 34 próf, sem reiknast til 74 eininga. Sjálf tek ég fyrir félagssvið, þar sem eru 13 próf auk kjarna og gefur það 33 einingar. Síðan tek égþað sem eftir er f valgreinum, þar til 132 ein- ingum er náð og stúdents- prófi. — Auk sögu, sem ég hefi ákaflega gaman af, hefi ég valið mér íslenzkar bók- menntir sem valgreinar. Is- lenzkukennslan er ákaflega skemmtileg í skólanum. Fleiri valgreinar ætla ég ekki að gefa upp strax, en verð að sjálfsögðu að leggja niður fyrir mér hve margar einingar ég þarf til stúdents- prófsins. — Hve langan tíma þarf til að ná stúdentsprófi? — Það er óskað eftir því að maður taki ekki færri en 12 einingar á hverri önn, en þær eru tvær á vetri. Og að hámarksnámstími sé ekki lengri en 514 ár eða 11 annir. Ef nemandi óskar eftir að fara það sem kallað er hrað- ferð, getur hann gert það á skemmri tíma. Sumir reyna að fara í gegn um þetta á 2'A — 3 árum. Sjálfa langar mig til að Ijúka stúdentsprófi á næsta ári. En ég hefi vegna starfs míns misst úr eina önn, en hefi jafnan skipt sumarfríinu mínu í tvennt og notað það í prófin. Nú ætla ég að reyna að ljúka 15 próf um á þessum vetri, tók 7 fyrir jól og reyni við 8 í vor. En ég er svo heppin að boðið er upp á kennslu i þessum 8 greinum mínum I vetur. Annars fáum við ekki kennslu í nema sumum greinum. — Jú, það er mjög erfitt, svarar Ingibjörg spurningu minni. Eg vinn fulla vinnu og sæki tíma kl. 5—7 á virk- um dögum og 1—6 á laugar- dögum og auk þess eitt kvöld í viku. Les? Jú, maður les þegar maður hefur sál til þess, að þessu dagsverki loknu. Og maður er frekar sálarlítill orðinn kl. 7. Það er helzt að lesið er á sunnudög- um, auk þess sem næst á kvöldin. En ekki dugir annað en að hætta öllu öðru. Félagsstörfum hefi ég þó ekki getað hætt alveg. í hjúkrunarmálunum er svo margt á döfinni núna og ekki þarf annað en að semja þurfi grein, svo það kvöldið sé farið. Auk þess á ég sæti í nefndum vegna starfs míns í ráðuneytinu og verð að sleppa úr tímum vegna nefndarfunda. En tímasókn er ekki skylda í öldunga- deild. En það er farið á tvö- og þreföldum hraða yfir efnið miðað við venjulegan námstíma til stúdentsprófs. Það er ekki gott að missa mikið úr, sem óhjákvæmi- lega kemur fyrir I einhverj- um mæli. Stundum falla tvö fög á sama tima. En við les- um sjálf bækurnar og vitum hvernig próftilhögun er. Og við skrifum ritgerðir, sem skilað er, og það tekur einn- ig drjúgan tima. Ingibjörg segir okkur að margir hafi eðlilega hætt náminu, einkum þeir sem gegni fullu starfi. En húsmæðurnar virðast hafa haldið betur út, enda geta þær stundum setið í tímum með nemendum Hamra- hliðarskólans að deginum, sem er leyft meðan rúm er í bekk. Þær geta fremur hagað sfnum tima eftir að- stæðum. Og ég spyr Ingi- björgu hvers vegna hún hafi lagt út í svo erfitt nám með fullri vinnu sem deildar- stjóri í heilbrigðisráðu- neytinu og þeim umsvifum sem hún þarf að hafa vegna hjúkrunarmála. — Mig langaði til að bæta við mig námi, einkum þvi sem kallast almennt nám, svo sem saga, stærðfræði o.fl. þess háttar, sem mér finnst maður alltaf byggja á, útskýrði Ingibjörg og að ég fór í þetta nám og setti mér stúdentspróf sem markmið, var til þess að hafa einhvern aga, setja keyri á sjálfa mig. Annars er svo auðvellt að slaka á. Auk þess langaði mig sjálfa til að vita hvað stúdentspróf er nú að dög- um. Alltaf er t.d. verið að bera saman gagnfræðapróf og stúdentspróf og ég þarf beinlínis að vita hvers konar nám er til stúdentsprófs, hvort það er nauðsynleg menntun fyrir hjúkrunar- störf, og sé þar rétta náms- leiðin. Á t.d. að krefjast svo mikillar almennrar mennt- unar áður en farið er í hjúkrunarnám? Ég mundi hvetja hjúkrunarkonur til að bæta við sig almennu námi. Nú er að koma hjúkr- unardeild við Háskólann. Þegar verið er að vega og meta þessa hluti, þá þykir mér gott að þekkja af eigin reynslu hvað þarna er um að ræða. — Mér finnst ákaflega gaman í skóianum, bætir Ingibjörg við. Og ég nýt þess að vera þar. Við fáum af- burða góða kennslu. Þarna eru nýjar námsgreinar og kenndar á annan hátt. Og það er gaman að fást við nýja námsgrein, ef maður veldur henni. Eg er mjög ánægð og sé ekki eftir neinu af þeim tíma, sem ég hefi eytt I þetta. En maður fer út í þetta nám blindandi. Marg- ir koma undirbúnir i ýmsum greinum eins og tungumál- um og það kemur til góða. En þegar fer að líða á námið er það vegarnesti þrotið, og þá þarf að leggja enn meira á sig og gefa sér meiri tíma. — Síðan þú byrjaðir hef- urðu ekki svo mikið sem tek- ið sumarfrí? — Nei, prófin eru í des- ember og janúar og svo aft- ur í apríl og maí og ég fæ sumarleyfinu skipt I tvennt til að geta tekið prófin. Og það er óneitanlega álag að eiga aldrei von á sumarleyfi. Þess vegna verður maður að leggja þetta vel niður fyrir sér og fjölskyldu sinni, ef einhver er áður en byrjað er og spyrja sjálfa sig: Hvað ætlar maður með þessu? Er ætlunin að taka stúdents- próf sem lykil að háskóla og háskólanámi? Er hægt að fá þessa menntun á annan hátt, án þess að stefna að stúd- entspróf? — Hvernig er svo skipu- lagið I öldungadeildinni? — Þarna er farið af stað i mikilli bjartsýni og aðdáun- arvert hve mikið hefur verið lagt fram, svo þetta megi takast. Deildin er að mótast og reynt að verða við óskum nemenda, eftir því sem hægt er. Nemendur hafa öldung- arráð og kjósa fulltrúa sína í það, sem eiga að vera tengi- liðir milli skólastjórnar og nemenda. En hvorki er það vinsælt að vera í þvi né hef- ur nokkur maður tima til þess. Og í rauninni hefur enginn tíma til að þrasa í öldungadeildinni. Sumir hafa viljað telja að öldunga- deildin sé léttari en mennta- skólinn almennt. Ég held að það sé rangt. Öldungarnir verða að skila samamagni af námi og þeir fá misgóðar einkunnir, rétt eins og nem- endur i menntaskóla al- mennt. Þetta fer eftir áhuga og timanum, sem í námið er lagður. — Hvenær verður þessu lokið hjá þér og þú hefur þitt stúdentspró? — Þegar ég er bjartsýn langar mig að ljúka því næsta vetur, svarar Ingi- björg og hlær. En ég ákvað strax að ofreyna mig ekki á þessu og les aldrei eftir kl. 12 á kvöldin. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.