Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 19 Citrus-ávextimir innihalda mikið C-vítamín og fáar hitaeiningar Appelsinur, mandarínur, klementínur, sítrónur, grape- ávextir, lime-ávextir — allar þessar tegundir ávaxta tilheyra sömu ætt, citrus-ávextinum. Allir hafa þeir það sameigin- legt að innihalda mikið af C- vítamíni og lítið af hitaeining- um. Margar tegundir eru til af þessum ávöxtum, en flestir eru verkst epli“. í byrjun 15. aldar var farið að rækta appelsínu- tréð í Suður-Evrópu, og nú eru appelsinur ræktaðar í öllum Miðjarðarhafslöndunum, i Austurlöndum, Suður-Amer- íku, Flórida, Ástralíu, Afríku og Vestur-Indíum. Mikið er flutt inn af appelsinum til ís- lands, aðallega frá ísrael og Spáni. unnin olía, sem notuð er í ilm- vötn og líkjöra. Mandarínan er miklu minni en appelsinan, með mikið af steinum. Klementínan er steinlaus. Nafnið fékk hún af Frakkanum Clément, sem fyrstur ræktaði ávöxtinn árið 1902. Sítrönan er þekkt i Evrópu frá 13. öld, en það voru Ara- fáanlegir hér á landi mestan hluta ársins. Aðrar tegundirnar eru sjaldgæfari og við höfum aðeins heyrt þeirra getið í sam- bandi við ilmvötn, sápur eða líkjöra. Appelsínan. Af þeim eru til margar tegundir. Sú þekktasta er jaffa, með þykkum berki, frá ísrael, og navel, oft með lítilli aukaappelsinu áfastri. Appelsínutréð kom upphaf- lega frá Kína, orðið þýðir „kín- EF franskir tízkufrömuðir fá yfirhöndina í tízkunni í vor, verðum við allar skreyttar myndum úr (þróttaheiminum. Hér gefur að líta eina slíka bómullar blússu, sem skreytt er með myndum úr baseball- leik. Það er eins konar velour- efni, líkt og flauel, teygjanlegt og líkist handklæðaefni. Þetta efni nýtur mikilla vinsælda og á án efa eftir að sjást mikið hér á landi í sumar. Blóðappelsínan er sérstakt afbrigði, eins pompelmussen, sem getur orðið mjög stór, allt að 2—3 kg að þyngd og yfir 20 sm í þvermál. Hýðið er notað í súkkat og líkjör. Pomerans er grænn ávöxtur fyrstfen verður rauður, beizkur börkur og súr ávöxtur.Hýðið er notað í marmelaði og likjör (Curacao-líkjör). Bergamotten er afbrigði frá Suður-Evrópu, úr hýðinu er barnir, sem fyrstir ræktuðu hana í Persiu og Palestínu. Lime-ávöxturinn er afbrigði af sítrónu, lítill, grær.n á lit, og hefur mjög sterkt bragð. Hann var ræktaður í Austur-Indíum, Egyptalandi, Mexíkó og Flór- ida. Cedrat, ávöxtur cedrattrés- ins, þekktur í ekta súkkati þar sem hýðið er lagt í saltvatn og síðan í sykurlög. Ávöxtur C-vítamín 10Cg Hitaeiningar 100 g Appelsína 50 mg 45 Klementína 30 mg 40 Mandarína 30 mg 40 Grape-aldin 40 mg 40 Sítróna 50 mg 40 Þorsteinn Guðjónsson: O r • /» r • • ---------- bymr fra oðrum hnöttum - og heimsóknirþaðan Arið 1949 dreymdi mig draum, sem varð mér mikilsverður áfangi á þeirri leið að átta mig á eðli drauma, en sú viðleitni min hafði vaknað við að lesa rit islenzks vísindamanns um þau efni, dr. Helga Pjeturss. Margir héldu, að þau rit væru trúarlegs eðlis, og fékk ég að heyra það þá og lengi síðan, að nú væri ég orðinn trúað- ur, úr því að ég væri farinn að leggja stund á þessi rit. En ég leit dálítið öðruvísi á það mál og hélt mig við það, sem mér hafði sjálf- um skilizt, og hef ég jafnan síðan talið mér til gildis að láta ekki hrekja mig af þeirri leið, sem mér virtist þarna vera hin rétta. — En draumurinn var á þá leið, að mér þótti ég vera staddur uppi við Öskjuhlíð, (sem þá var líklega mikilsverðari staður í hugum Reykvíkinga en nú er) og horfa til himins, og var þetta allólíkt því, sem nokkurn tíma hefur verið að sjá af þeirri Öskjuhlíð, sem er. Himinninn var þéttsettur þúsundum stjarna, sem blikuðu miklu skærar en jafnvel þær, sem allra bjartastar eru á himni vor- um, eins og til dæmis Siríus og Vega. Þessu fylgdi einhver sú gleðitilfinning, sem ekki mun vera auðvelt að lýsa, og við þetta vaknaði ég og þóttist reynslunni rikari og þar með nokkru fróðari. Ég þóttist skilja, að sýn mín í draumnum hefði verið tilkomin fyrir samband við draumgjafa, verið nokkuð, sem raunverulega bar fyrir einhvern íbúa fjarlægs sólkerfis, þar sem stjörnur skína bjartar en hér. Þessi ályktun mín var rétt, eins og siðar ^ndi sig, en þó leið meir en hálft annað ár þangað til ég fékk fullan skilning á því, sem þarna var um að ræða. Var það við að lesa stjörnufræði- bók eftir Fred Hoyle, sem þá var nýþýdd áfslenzku. Þar sagði Fred Hoyle frá því, að til væru stjörnu- þyrpingar innan Vetrarbrautar og umhverfis hana, þar sem sólimar hnöppuðust saman miklu þéttar en á þvi geimsvæði, sem er hér umhverfis. Og hann lét þess getið, sá ágæti maður Fred Hoyle, að væri maður staddur á reiki- stjörnu, sem fylgdi einhverri af þessum sóium hinnar þéttu þyrp- ingar, þá væri þaðan að sjá svo bjartan stjörnuhimin, að meir en þúsund stjörnur skærari en Sirius skinu þar. Var þetta ekki alllítil uppörvun fyrir mig, að at- hugun, sem ég hafði gert í draumi, skyldi fá fulla stað- festingu af stjarnfræðilegri þekkingu, sem mér var ókunnugt um, þegar mig dreymdi draum- inn. Þótti mér þettamikil sönnun þess, að draumaathuganir væri nokkuð, sem byggjandi væri á, ef þær á annað borð væru tengdar þeirri þekkingarundirstöðu, sem lögð hefur verið. Rúmum tuttugu árum síðar sagði mér maður, sem þá hafði nýlega kynnzt kenningu Nýals, að sig hefði dreymt einmitt samskon- ar draum og þann, sem hér var lýst. Hafði það gengið nokkuð likt til og um minn dram, að mannin- um var það strax nokkurn veginn ljóst, en ekki að fullu, hvers eðlis stjörnusýnin var. En nokkru síðar las hann bókina eftir Hoyle og skildi þá til hlítar, hvers eðlis þetta var. Þótti okkur báðum þetta töluvert merkilegt, að „sagan endurtók sig“ á þennan hátt. En vitanlega var það ekki sami draumurinn, sem okkur dreymdi, heldur fékk hann samband við einhvern draum- gjafa, líklega í sömu stjörnu- þyrpingu, svona löngu siðar. Var þá vitanlega enn hið sama að sjá þar, á þeim slóðum, og verið hafði áratugum áður. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Dreymt hefur mann, héðan af jörð, i þetta sama stjörnuhverfi (eða annað sams konar, sem er þó ólíklegra) og lýst greinilega sams konar sýn og þeirri, sem fyrir okkur bar.löngu áður en við kunnum frá þeirri reynslu að segja. Dreymandinn var enginn annar en Helgi Pjeturss, ogsagði hann frá þessu i grein, sem hét Fróðlegt lof og maklegt, og birtist í Visi 21. nóv. 1939, en um þetta vissi ég ekkert fyrr en nú um áramótin síðustu. Helgi Pjeturss segir þannig frá (í upphafi greinar sinnar): „Mig dreymdi, að ég stæði úti vetrarkvöld og virti fyrir mér himininn. Stjörnubjart var, og að visu svo, að langt bar af þvi, sem ég hefi nokkru sinni í vöku séð. Fjölda af stjörnum var að sjá, sem skinu stórum bjartar en jafnvel hin silfurblikandi Venus, og ekki einungis bjartar, heldur á nokkuð annan og einkennilega unaðs- legan hátt. Eg vaknaði brátt og fór að hugleiða þennan svo óvana- lega góða draum, og til hverra stilliáhrifa hann mundi vera að rekja.Minntistég þá þess, að ég hafði daginn áður átt nokkuð rækilegt samtal við hinn unga visindamann dr. Trausta Einars- son, sem tekið hefur doktorspróf i stjörnufræði við þýzkan háskóla og einnig lagt stund á jarðfræði. Kom mér i hug, að i augum þeirra, sem kunnugt væri um náttúrulögmál það sem ég hefi fundið og nefnt stillilögmálið (the biodynamical law of determinants), mundi það vera meir en lítið lof um hinn unga visindamann, ef ég segði frá draumi þessum. En ég hefi oft, þegar ég hefi getað komið því við, skrifað eitthvað um unga og byrj- andi náttúrufræðinga — og þó raunar fleiri — sem þeim gæti að liði orðið." Þessir þrir draumar, dreymdir á árabilinu frá 1939—1972, eru býsna merkilegir, ef menn reyna að skilja þá. Þeir eru hver öðrum óháðir, þvi að hvorugur hinna siðari dreymenda veit af hinum fyrri, þegar hann dreymir. Og þó bera þeir allirmeð sér sams konar stjarnfræðilega vitneskju og sanna þar með uppruna sinn. Þegar það er sannað, að slíkt lif- samband milli stjarna sem draumarnir bera vott um á sér stað í svefni, og að hver maður er í rauninni sendi- og viðtæki líf- magns, þá verður einnig auðvelt að skilja, hvernig fyrirbæri eins og þau, sem nefnd hafa verið „fljúgandi diskar", hafa getað orðið til. „Diskarnir" eru lif- magnsfyrirbæri, sem myndast á lífaflsvæði jarðarinnar. „Disk- urinn", sem sást úti fyrir Aust- fjörðum 24. maí f fyrra, — sem einhver hélt, að verið hefði loft- belgur, en aðrir njósnatæki (!) var einmitt þess konar fyrir- brigði, og sáu hann hundruð manna á Austurlandi. Annar var yfir Vestmannaeyjum sama dag, og kvikmyndaðist hann í hálftima samfleytt á sjálfvirka myndavél frá Raunvisindastofnun. sem höfð var til að fylgjast með gosinu, og er þetta eitthvert öruggasta dæmi um „fljúgandi disk“, sem um get- ur í vísindasögunni. Menn þurfa ekki að láta sér neitt bregða, þótt „diskarnir“ séu settir í samband viðvisindi ogþekkingu þvi að það gera nú ýmis virtustu vísinda- tímarit á Vesturlöndum. Og Carl Sagan stjörnufræðiprófessor i Bandarikjunum segir, að hugsun- in um lengra komna ibúa annarra stjarna sé nú orðin rótföst i visindum hér á jörð. Sjá einnig söguna um Jónatan Livingston Máv, sem er að visu skáldsaga, en svo ágætlega heimspekileg skáld- saga, að „allur israelslýður er kominn á stjá" út af henni, þar með taldir ónefndir reykviskir revíuhöfundar, sem langar til að láta sin að einhverju getið. „Diskana" yfir Austfjörðum og Vestmannaeyjum þann 24. mai — en þeir birtust á sömu stupdu og Anthony Brooke fyrrurn þjóð- höfðingi var að segja íslenzkum blaðamönnum frá fljúgandi disk- um á Hótel Esju í Reykjavík — tel ég langmerkilegasta viðburð síðastliðins árs. Því að þeir voru: raunveruleg og efnisleg heim- sókn frá öðrum hnetti, sem stjórnað var af stjörnubúum. Og þeirkomu fram á filinu frá Raun- vísindastofnun Iláskóla Islands. Þorsteinn G uðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.