Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 15 * '* * # «* verða þar með stærsti stjórnmála- flokkur landsins. Flokkur Walter Scheels, utan- ríkisráðherra, Frjálsir demókrat- ar, myndi samkvæmt spánni auka fylgi sitt úr 8,4% í 11%. Þessi fylgisaukning Frjálsra demókrata myndi gera samsteypustjórn þeirra og Jafnaðarmanna kleift að lafa áfram með 51,0% alls at- kvæðamagns á bak við sig. Næstu kosningar i Vestur- Þýzkalandi eru ráðgerðar árið 1976. Hamborg, 5. febrúar -AP JAFN AÐ ARMANNAFLOKKUR Willy Brandts kanslara Vestur- Þýzkalands yrði ekki fylgismesti flokkur landsins ef kosningar væru haldnar nú, að því er tölvu- spá ein, sem þýzka tímaritið Stern birti í dag, gefur til kynna. Samkvæmt spánqi myndi fylgi jafnaðarmanna falla úr 45.8% í kosningunum 1972 í 40,1%, en stjórnarandstöðuflokkurinn, Kristilegir demókratar auka sitt fylgi úr 44,9% upp í 48,0%, og Vinstrimenn hafa háð harða götubardaga við lögreglumenn í Buenos Aires. Hér flýja þeir undan táragasi lögreglunnar. Tekur Solzhen- itsyn loks við Nóbelslaununum í haust? í BLAÐINU Siid-deutsche Zeitung segir frá því, að bók Alexanders Solzhenitsyns, „Eyjahafið Gulag“ renni út i Þýzkalandi og er salan svo mikil, að menn hafa ekki við að binda bókina inn. Um hálf milljón eintaka er komin á markaðinn og seld og búiztvið, að um átta hundruð þúsund eintök hafi selzt áður en marz er liðinn að sögn útgefenda bókarinnar. Þá segir i sama blaði, að Sol- zhenitsyn muni sennilega taka við bókmenntaverðlaunum Nóbels þann 10. desember i Stokkhólmi. Þau fékk hann fyrir þremur árum, en honum var þá settur stóllinn fyrir dyrnar af sovézkum yfirvöld- um, svo að aldrei varð af þvi að hann tæki við þeim. Allt á huldu um af- drif Patriciu Hearst Hi llsborough, Kaliforníu 5. febrúar — AP PATRICIA Hearst, dóttir blaða- kóngsins Randolph Hcarst, hefur nú verið á valdi mannræningja á fimmtu viku. Ekkert hefur heyrst frá þeim eða henni síðan 20. febrúar. Foreldrar stúlkunnar reyndu nú yfir helgina að reyna að fá einhver viðbrögð frá ræn- ingjunum, sem nefna sig Symbíónesíska frelsisherinn, með þvf að ávarpa þá gegnum útvarp, en enn sem komið er hef- ur það engan árangur borið. Velta menn þvf nú fyrir sér hvort unga stúlkan sé einfaldlega á lífi enn þá, en rannsóknarmenn þeir frá FBI.alríkislögreglunni, sem sjá um mál þetta, sögðu í dag, að þeir hefðu „enga ástæðu til að ætla að hún sé ekki á lifi. Það er ekkert að frétta í málinu.“ □ Ræningjarnir hafa fengið öllum kröfum sinum framgengt. Matvæladreifing sú sem þeir kröfðust að færi fram til allra þeirra sem á þyrftu að halda í Kaliforníu, er nú að komast i gang á ný eftir smátafir af völd- um skorts á nógu góðum matvæl- um. Matnum er útdeilt frá einum 11 stöðum i San Fransisco. Er gert ráð fyrir að matnum verði fram- vegis dreift á þriðjudögum og föstudögum þangað til hann er á þrotum, sem sennilega verður eft- ir 6—12 vikur. Þegar hafa um 45.000 manns fengið ókeypis mat frá dreifingar- stöðvunum, en hver sem er getur labbað sig inn og fengið sinn skammt af úrvals kjöti, grænmeti og ávöxtum. Þessi matur hefur verið keyptur fyrir þær fjórar milljónir dollara sem var siðasta krafa mannræningjanna, og Hearst-samsteypan greiddi. Ran- dolph Hearst lýsti því yfir að sjálfur hefði hann engin tök á að afla slíkrar upphæðar. Ronald Reagan, ríkisstjóri í Kaliforníu, skoraði í dag á Kali- forníubúa að biðja fyrir Patriciu Hearst. Harðnandi r átök Irans og Iraks Teheran, 5. marz, AP. ÍRAKST herlið gerði skot- árás í dag á írönsku landa- mærastöðina Khan Leili, annan daginn í röð. Einn íranskur landamæravörð- ur heið bana og þrír særð- ust að sögn írönsku frétta- stofunnar. Árásunum er haldið áfram og þeim svarað að sögn fréttastof- unnar. 80 íranar og írakar féllu i átökum í febrúar. 1 Bagdad er sagt, að íranar hafi hafið stórfellda stórskotaárás og Írakar svarað í sömu mynt, en misst þrjá menn fallna og nokkra særða. iranar eru sakaðir um stór- fel Idan liðssafnað. Því er haldið fram, aðí gær hafi iranar gert níu tíma samfellda árás áírakskt landamærasvæði og beittþungu og léttu stórskotaliði. Finnar birta ekki „Gulag” Tass ræðst á 0. Palme Stokkhólmi, 5. mai'z.NTB BÓKAÚTGÁFUFYRIRTÆKI rit- höfundarins Alexanders Sol- zhenitsyns í Finnlandi hefur ákveðið að gefa ekki út síðustu bók hans, E.vjahafið Gulag. Það segir ástæðuna þá, að útgáfa bók- arinnar í Finnlandi mundi ekki þjóna almannaheilL Jafnframt sakaði fréttastofan TassOlof Palme forsætisráðherra í dag um að hafa gert sig sekan um andsovézkan verknað með ummælum á þingi i síðustu viku til stuðnings Alexander Solzhen- itsyn. Fréttaskýrandi Tass, Juri Kornitav, segir, að innanlands- ástæður hafi ráðið því, að „annars framfarasinnað fólk“ hafi tekið þátt í andsovézku uppþoti i þing- inu. „Hins vegar er ástæða til að minna á, að enginn hefur nokkurn tíma grætt á því að koma af stað andsovézkum aðgerðum," segir hann. Sænskt bókarútgáfufyrirtæki hefur þegar samið við lögfræðing Solzhenitsyns í Sviss um útgáfu á Eyjahafinu Gulag, þar sem hið finnska bókaútgáfufyrirtæki hans sér sér ekki fært að gefa bókinaút iFinnlandi. Finnska forlagið, Tammi, segir, að umræðurnar um Eyjahafið Gulag hafi gert útgáfu bókarinn- ar að pólitisku máli og því yrði útgáfa bókarinnar ekki i þágu al- mannaheilla i Finnlandi. Sænska forlagið Walhlström och Widerstrand hefur komizt að samkomulagi við Fritz Heeb lög- fræðing um að gefa bókina út í Finnlandi í haust. Eyjahafið Gulag fæst þegar i sænskri þýð- ingu í finnskum bókaverzlunum. Rostropovitsj í „listrænni sóttkví” í SAMTALI við fréttamann brezka útvarpsins fyrir skömmu lét hinn heimskunni sovézki sellóleikari Mstislav Rostropovitsj að þvf liggja, að hann, ásamt konu sinni, væri nú hafður í eins konar „list- rænni sóttkví". Að því er selló- leikarinn segir, mun orsök þessa vera vinátta hans \ið rit- höfundinn Alexander Solzhenitsyn. Fréttamaður BBC ræddi við Rostropovitsj til þess að kanna, hvort hann væri tilleiðanlegur til að taka þátt í mynd um tónskáldið Dimitri Sjostakovits. Sagði Rostropovitsj þá, að það gæti hann ekki af fyrrnefndum ástæðuin. Fjölskyldumynd af Patriciu Sakaður um að njósna um Tékka Prag, 5. marz. NTB. 61 ÁRS gamall vestur-þýzkur blaðamaður hefur verið handtek- inn i Tékkóslóvakíu og ákærður fyrir njósnir að sögn vestur-þýzka sendiráðsins í Prag i dag. Blaðamaðurinn, Werner Gengenbach, á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Hann var hand- tekinn á sýningu í Brno að sögn utanríkisráðuneytisins í Prag. Noreffur: Helmingi minni loðna Þrándheimi, 5. febr. — NTB. LOÐNUVEIÐI Norð- manna er nú helmingi minni en á sama tíma ~í fyrra, eða tvær milljónir hektólítra. Horfur eru þó taldar á að veiði aukist á næstunni. Togarafloti Norðmanna er einnig með í spilinu, og því eru nú alls 400—500 veiðiskip alls á loðnuveiðunum. Rík lönd eru ríkari - þau fátæku fátækari AUÐUG lönd verða auðugri, fátæk lönd fátækari. Þetta virðist vera ein megin niðurstaðan í al- þjóðlegu efnahagsyfirliti, sem ný- lega er komið út á vegum Al- þjóðabankans. Þrátt fyrir það, sið verulegur hagvöxtur eigi sér stað I flestum þróunarlöndum, þá „eykst enn bilið á milli auðugra landa og snauðra, hvað varðar tekjurhvers landsmanns". Langauðugasta landið er, sam- kvæmt yfirliti Alþjóðabankans, Bandarikin með þjóðarfram- leiðslu, sem nemur 5.160 dollur- um á hvern íbúa. Næst kemur Svíþjóð með 4.420 dollara, en þar vex hún um 3% árlega. Önnur lönd, sem koma í kjölfarið, eru ísrael, Austur-Þýzkaland, Tékkóslóvakía, Puerto Rico, Líbýa, Rússland, Pólland, Grikk- land, Ungverjaland, Hong Kong, Búlgaría, Rúmenía, Júgóslavfa, Portúgal, Saudi-Arabia, Iran, Taiwan, Angóla, Papúa, Nýja Guínea og Mozambipue.I þessum löndum hefur þjóðarframleiðslan vaxið um 5 % eða meira á árunum 1965—'71. Fólksfjölgun varð mest á þess- um tíma i E1 Salvador eða 3,9% á ári. Hvergi varð fólksfækkun, en hins vegar stóð fjöldi ibúa Aust- ur-Þýzkalands í stað. Kina er fjöl- mennast með 787.180.000 íbúa, sem fjölgaði átimanum 1965—'71 um 1.8% árlega. 11 lönd áttu við efnahagshnign- un að etja: Jórdanía, Ghana, Senegal, Suður-Vietnam, Kambódía, Jemen, Súdan, Nígería, Haiti, Kúba og Bangladesh. Miklar efnahagsframfarir \i>ru skráðar í kommúnistalöndum Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.