Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Miðsvetrarfundur Sambands rafveitna var settur í Reykjavík í gær. Aðalsteinn Guð- johnsen, rafveitustjóri og formaður sam- bandsins setti fundinn, en meginmál á dag- skrá fundarins í gær voru framsöguerindi Jakobs Björnsson- ar . orkumálastjóra, Bjarna Einarssonar bæjarstjóra og Eiríks Briem, framkvæmda- stjóra Landsvirkjun- ar, um orkumálin. Fundurinn stendur áfram f dag og verður þá m.a. rætt um verð- skrá rafveitna. — Sjúkra- flutningar Framhald af bls. 2 Maðurinn á Snæfellsnesi, sem hlaut heilablóðfall, var fluttur í sjúkrabifreið frá Ólafsvík áleiðis til Akraness og var læknir með í bifreiðinni. Önnur sjúkrabifreið var send frá Akranesi til móts við hana og var læknir með í förinni. Mættust þær við Vegamót á Snæ- fellsnesi og var sjúklingurinn þar færður á milli bifreiðanna og síðan ekið til Akraness. Tók flutn- ingurinn alls um átta tíma. Athugasemd VEGNA fyrirspurnar í Morgun- blaðinu í dag, þar sem að því er spurt, hvort kennarastofa Menntaskólans á Akureyri sé orð- in miðstöð herstöðvaandstæðinga á Akureyri, skal það tekið fram, að svo er ekki. Af misganingi var símanúmer skólans birt í fréttatil- kynningu frá Akureyrardeild herstöðvaandstæðinga, sem send var blöðunum á Akureyri á dögunum. Þætti mér vænt um, að Morgunblaðið birti þetta svar til að firra frekara misskilningi. Reykjavík, 5ta mars 1974 Vinsamlegast, Tryggvi Gfslason skólameistari -------»-» ---- — Dönsku kosningarnar Framhald af bls. 1 kynnzt Framfaraflokknum betur og m argi r kjósendur göml u f lokk- anna hafi kosið ópólitíska lista. FYLGI flokkanna skiptist þannig (fylgi þeirra isömu sveitarstjórn- um í kosningunum 1970 í sviga): Jafnaðarmenn 30.1% (38.3), Vinstri 28.8 (31.8), íhaldsflokkur 10.7 (14.9%), Róttækir 10.1 (11.4), Framfaraflokkur 9.2 (0), Kristilegir 3.0 (0), Sósíalistíski þjóðarflokkurinn 2.5 (1.8), Miðdemókratar 1.8 (0), kommúnistar 1.0 (0.4), Réttar- samband 1.3 (0), vinstri sósfal- istar 0.4 (0.3), Slésvíkurflokkur 1.3 (0.4), aðrir 0.2 (0.1). — Golda Meir Framhald af bls. 1 þess að flokkurinn standi ekki einhuga á bak við hana. „Ég veit ekki hvað hún ætlar að gera,“ sagði aðalritari flokksins, Aharon Yadlin, eftir fundinn. Fyrir fundinn hafði hann sagt: „Goldu-öld er ekki lokið — hún er stórkostlegur leiðtogi.“ Fulltrúaráð flokksins sam- þykkti eftir sjö tíma harðar umræður með -238 atkvæðum gegn sjö að styðja myndun minni- hlutastjórnar og hugsanlega sam- vinnu síðar við Þjóðlega trúar- flokkinn (NRP). 45 þeirra sátu hjá, þeirra á meðal Moshe Dayan og Shimon Peres samgöngumála- ráðherra, báðir úr Rafi-hópnum, eins og allir sem sátu hjá og greiddu á móti. Enn er beðið eftir endanlegri ákvörðun frá Meir, sem féllst á að bíða með hana og fékk frest til miðnættis i nótt hjá Efraim Katzir forseta. Ahron Yadlin skýrir henni nú frá samþykkt flokksstjórnarinnar og er bjart- sýnn á að hann geti talið hana á að halda áfram. — Prófkjörið Framhald af bls. 32 8470 greiddum atkvæðum voru 121 seðill auður eða ógildur. Meginástæðan fyrir því er sú, að kjörstjórn ákvað að láta alla, sem hug hefðu á kjósa en bera nöfnin ekki við kjörskrár fyrr en eftir að kjöri væri lokið. Við þann saman- burð urðu nokkur afföll, þar sem nokkrir kjósendur fundust ekki á kjörskrá. — Fengu skell Framhald af bls. 31 Sovétríkin — Júgóslavía 15:18 (8:11) Þetta var einna jafnasti leikur kvöldsins. Aldrei munaði nema 3 mörkum og voru Júgóslavarnir ævinlega yfir. Markhæstir Sovét- mannanna voru þeir Tshikalajew með 6 mörk og Makismov með 3 mörk, en markhæstir hjá Júgó- slavíu voru Lavrnik með 5 mörk og Mi Ijak með 4. 9.—12. Vestur-Þjóðverjar sigruðu Svía i keppnínni urn 9.—12. sætið með 20 mörkum gegn 18, eftir að staðan hafði verið 9:8 fyrir Svia i hálfleik og Búlgarir sigruðu Jap- ani 23:22, eftir að staðan hafði verið 13:12, þeim i vil í hálfleik. Næstu leikir Næstu leikir keppninnar fara fram á morgun. Sá leikur sem örugglega vekur mesta athygli er leikur Júgóslavíu og A-Þýzka- lands, en að mati margra, er þarna um úrslitaleik keppninnar að ræða. Aðrir leikir sem þá fara fram eru Tékkóslóvakía — Rúmenía, Danmörk — Pólland og Sovétríkin — Ungverjaland i átta liða úrslitum og V-Þýzkaland — Japan og Sviþjóð — Búlgaría í keppninni um 9.—12. sætið. — Brezka stjórnin Framhald af bls. 1 herra, sem hann hefur gegnt áð- ur. Jenkins var einn færasti fjár- málaráðherrann sem Verka- mannaflokkurinn hefur haft og breytti greiðsluhal la í greiðsluaf- gang. Hann sagði skilið við Wi4 son fyrir tveimur árum þegar Verkamannaflokkurinn lagðist gegn aðild að Efnahagsbanda- laginu og sagði af sér embætti aðstoðarleiðtoga flokksins. Ymsir bankastjórar i Bretlandi og öðrum löndum höfðu vonað að Jenkins yrði aftur fjármálaráð- herra. Healey er reyndur emb- ættismaður þótt hann hafi haft htla reynslu af fjármálum, en hann hefur búið sig undir hið nýja starf í stjórnarandstöðu. Harold Lever, sósíalisti og millj- ónamæringur, var skipaður kansl- ari hertogadæmisins Lancasters og fer með mál sem varða Evrópu. Hann var hlynntur aðild Breta að EBE eins og Jenkins og mun reyna á næstunni að semja um lántökur í Evrópu, hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og víðar vegna greiðsluhallans sem talið er að muni nema 10 milljörðum dollara í ár.Callaghan utanríkisráðherra semur hins vegar um hugsanlegar breytingar á skilyrðunum fyrir aðild Breta að EBE. Meðal annarra kunnra ráðherra úr fyrri stjórn Wilsons eru EBE- andstæðingurinn frú Barbara Castle sem verður félagsmálaráð- herra,EBE-andstæðingurinn Ant- hony Wedgewood Benn sem verð- ur iðnaðarráðherra, Anthony Crosland umhverfisráðherra og William Ross Skotlandsráðherra. Edward Shojt, aðstoðarflokks- leiðtogi, verður foringi flokksins í Neðri málstofunni. Peter Shore, einn harðasti andstæðingur EBE- aðildar í flokknum, verður við- skiptaráðherra og frú Shirley Williams verður neytendamála- ráðherra. Michael Foot, sem flestum á óvart verður atvinnuráðherra, er fyrrverandi blaðamaður, skeleggur vinstrisinni og kannski bezti ræðumaður Verkamanna- flokksins í Neðri málstofunni. Hann er frá stáliðju- og námakjör- dæmi í Wales og þekkir vandamál námamanna frá fyrstu hendi. Þó var gert ráð fyrir að Reg Préntice, hófsamur hægrimaður í flokkn- um, fengi embættiðþar sem hann gegndi því í skuggaráðuneytinu, en herskáir verkalýðsforingjar hafa ekki getað sætt sig við hann. Prentiee verður kennslumálaráð- herra. Verkamannaflokkurinn fær mestallt fé í sjóði sína frá verk- lýðshreyfingunni og því má vera Þjóðtrú — ný síð- degisstund í Iðnó FJÖRÐA Síðdegisstund Leik- félags Reykjavíkur í vetur verður á morgun, fimmtudag, og ber hún nafnið Þjóðtrú. Er um að ræða sögur og söngva úr þjóðsögunum, sem Gísli Ilalldórsson hefur tekið saman og stjórnar. Flytjendur eru, auk Gísla, þau Guðmundur Pálsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Ölafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Magnús Péturs- son, sem annast undirleikinn. Steínþór Sigurðsson hefur tekið saman myndefni við dagskrána. Þau Jón og Kristín sjá að mestu um sönginn. „Síðdegisstundin hefur verið alger aukageta hjá okkur i LR,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri í samtali við Mbl. í gær. ,JJún hefur verið sett upp á eftir- miðdögum og hefur gefizt vel, þótt ég hefði kannski kosið meiri aðsókn. Þetta hefur verið þjóðlegt efni, söngvar og sögur, og segja má, að þetta sé nú hápunkturinn, þegar við tökum fyrir efni úr sjálfum þjóðsögunum Annars erum við eingöngu að æfa upp íslenzkt efni í leikhúsinu núna — á þjóðhátíðarárinu — og okkur finnst einmitt, að Islendingar geti nú kynnzt sjálfum sér og sögu sinni á skemmtilegan hátt í leik- húsinu." Eins og fyrr sagði verður Þjóð- trúin tekin fyrir á morgun, fimmtudag, og hefst sýningin kl. 17:15. Eþíópíukeisari lofar umbótum Addis Ababa, 5. marz.NTB. AP. HAILE Selassie keisari lofaði í kvöld að gera breytingar á stjórnarskrá Eþfópíu, meðal ann- ars þannig að forsætisráðherrann yrði ábyrgur gagnvart þinginu. Hann sagði í sjónvarpsræðu að hann hefði beðið forsætisráðherr- ann að kalla saman ráðstefnu til þess að framkvæma umbæturnar. Hann sagði að mannréttindi landsmanna yrðu efld samkvæmt breytingunum. Forsætisráðherra á að gefa skýrslu um stjórnar- skrárráðstefnuna eftir sex mán- uði. Ræðan er talin lokatilraun keis- arans til að binda enda á ókyrrð- ina í landinu. Útgöngubanni var aflétt í Addis Ababa í dag, en verkamenn og stúdentar hófu undirbúning við- tækra verkfalla. Kyrrt var í höf- uðborginni þótt ^túdentar köst- uðu grjóti á nokkrum stöðum. 24 fangar og fangaverðir biðu bana og 40 særðust þegar fanga- verðirnir beittu vélbyssum, komu í veg fyrir flótta úr fangelsi í Addis Ababa og bundu enda á þriggja daga fangauppreisn sam- kvæmt óopinberum heimildum. Fangarnir höfðu tekið verði í gfsl- ingu þar sem ættingjum þeirra hafði verið bannað að koma með mat ífangelsið. Hermenn og borgaralegir andófsmenn hafa myndað með sér samtök til þess að leggja áherzlu á kröfur um efnahagsleg- að Fott hafi verið skipaður til þess að þóknast foringjum hennar. Foot hefur lengi verið eftirlæti vinstra armsins. Koma mun í ljós hvernig hann bregst við hugsanlegum verðbólgukröf- um. Orkuráðherra var skipaður Eric Varley, fyrrverandi námamaður, sem er eini ráðherrann sem hefur ekki reynslu í ráðherrastörfum. Roy Mason landvarnaráðherra var áður ráðuneytisstjóri. Sérstakur ráðherra Norður-ír- lands Merly Rees. Sir Elwyn Jones, fyrrverandi dómsmálaráðherra, verður Lord Chancellor og flyzt í lávarða- deildina. Fiskimála- og land- búnaðaráðherra verður Fred Peart sem hefur gegnt þvi áður. Pundið hækkaði verulega í verði gagnvart Bandaríkjadollar er tilkynnt hafði verið um skipun nýju stjórnarinnar þar sem bjart- -sýni ríkir um að nú sjái fyrir endann á því þrátefli sem hefur verið I brezkum stjórnmálum og um bættar efnahagshorfur. í Brússel var sagt að enginn gerði ráð fyrir að nýja stjórnin mundi þegar í stað krefjast breyt- inga á skilyrðunum fyrir aðild að EBE. Hins vegar er talið að stjórnin muni stefna að slíkum breytingum á löngu timabili þannig að Bretar fái meiri hag af aði ldinni. ar og pólitískar breytingar. Þeir vilja ráðstafanir sem mundu koll- varpa ríkjandi lénskerfi: jarða- skiptingu, stjórnmálaflokka, verð- lagseftirlit og málfrelsi. Ókyrrð ríkir enn í flugstöðinni í Debre Zeit og 1 Asmara halda hermenn úr 2. herfylkinu nokkr- um foringjum enn í gfslingu. í Debre Zeit neita nokkrir foringja að rækja skyldustörf af ótta við hefndarverk hermanna sem eru gráir fyrir járnum. Sjóliðar i f lotastöðinni i Massawa hafa enn nokkra liðsfor ingja ígislingu og krefjastþess að óvinsælir liðsforingjar verði reknir. Guðmundur Jónsson, bóndi að Stóru-Ávík, og kona hans Hulda Kjören- berg. — Fjós og hlaða fuku Framhald af bls. 32 um nóttina og fram eftir degi í gær, því að fokið hafði ofan af dísilrafstöðinni á bænum. En þegar veður fór að batna, gat G uð- mundur sett hana í gang til bráða- birgða. Var veður ágætt þar nyrðra síðdegis í gær og i gær- kvöldi, er Mbl. ræddi við Guð- mund. Mbl. spurði Guðmund hvernig líðan heimilisfólksins hefði verið á meðan ósköpin dundu yfir. „Þetta var alveg ógurleg liðan,“ sagði hann. „Maður hélt, að allt væri að fara. Fyrsta hugsunin var þó að reyna að hlífa barninu, sem er 6 mánaða gamalt, en maður gat ekkert að gert þegar þetta var að eyöi leggjast." I gær var fólk úr nágrenninu að störfum á Stóru-Avík að hjálpa Guðmundi bónda að gera við skemmdirnar. Kýrin var látin í gamalt hesthús, sem Guðmundur kvaðst ætla að reyna að laga til, svo að hún gæti verið þar í vetur. Guðmundur hóf búskap í fyrra- vor, tók við búinu er faðir hans lézt. „Þetta er ekki glæsileg byrj- un,“ sagði hann, „en maður verð- ur að reyna að laga til og halda áfram, það þýðir ekkert annað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.