Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Sextugur: Finnur A rnason garöyrkjumeistari Finnur Arnason garðyrkju- meistari Öðinsgötu 21, Reykjavík, er sextíu ára í dag. Fínnur er fæddur að Hólalands- hjáleigu í Borgarfirði eystri 6“3, 1914. Hann var yngstur af 15 systkin- um þeirra hjóna Guðnýjar Maríu Jóhannesdóttur frá Bústöðum sem þá var í Seltjarnarneshreppi, Jóhannessonar, Oddssonar frá Lundi í Lundarreykjadal. Kona Jóhannesar bónda á Bú- stöðum var Salgerður Þorgríms- dóttir systir Torfa yfirprentara hjá ísafold, föður Siggeirs kaup- manns á Laugaveg 13. Kona Odds bónda á Reykjum í Lundarreykjadal var Kristrún Davíðsdóttir bónda að Fitjum, Björnssonar lögmanns Markús- sonar. Oddur var sonur Jóns i Stórabotni i Hvalfirði; hans kona var Guðrún Sigurðardóttir frá Ás- garði í Grimsnesi, systir séra Jóns Sigurðssonar prests á Hrafnseyri, afa Jóns Sigurðssonar forseta. Faðir Finns var Arni Isaksson bóndi Benediktssonar; systir Árna var Björg móðir ísaks Jóns- sonar hér í Reykjavík sem flestir Reykvíkingar kannast vel við. Fyrstu kynni mín af Finni frænda, því við erum systrasynir, urðu vorið 1932 er hann kom fyrst til Reykjavíkur, þá um 18 ára. Eftir þetta sá ég ekki Finn um langt timabil nema öðru hvoru, enda var hann þá á ýmsum stöð- um bæði til sjós og lands, fjarri mér. Veturinn 1934—35 var hann nemandi á Laugarvatni. Vorið 1935 fór hann að Gunnarsholti á Rangárvöllum á jarðræktar- og garðyrkjunámskeið, sem þar var haldið að tilhlutan Kristjáns Kárlssonar sem þá var ræktunar- ráðunautur Búnaðarfélags Suður- lands, en síðar skólastjóri á Hól- um f Hjaltadal. Haustið 1935 fór Finnur með Kristjáni Karlssyni sem þá var skipaður skólastjóri Hólaskóla að Hólum og var þar næstu 2 árin og útskrifaðist þaðan Sorsa nýtur trausts Helsinki, 1. marz.NTB. FINNSKA stjórnin nýtúr áfram trausts meirihluta finnska þings- ins því að í dag var felld van- trauststillaga, sem lögð var fram. Greiddu 104 þingmenn með trausti á stjórnina, 90 voru á móti henni. Er þetta í tiunda sinn, að greitt er atkvæði um traustsyfir- lýsingu á ríkisstjórn Kalevi Sorsa. Nú síðast var lögð fram van- trauststillaga vegnastefnu stjórn- arinnar í orkumálum. búfræðingur 1937, en sökum þess að hann var ráðinn tilDanmerkur fyrst í maí það ár varð hann að taka burtfararpróf að mestu á undan öðrum nemendum, vegna þess að samgöngur voru þá ekki eins og nú gerist á milli þessara landa. í Danmörku lagði hann aðallega stund á verklegt nám í garðrækt og jarðrækt bæði á Sjálandi og Jótlandi. Vorið 1939 fór hann til Noregs í þeim tilgangi að nema þar refa- rækt sem þá var mikið í tísku, en kom heim síðla sumars sama árs, og lenti þá upp á Fljótsdalshérað af tilviljun. Enþar dvaldi hann í 2 ár og var þar við ræktunarstörf i 3 sveitum og liggja þar eftir hann sléttur á flestum bæjum í 2 sveit- um, en seinna sumarið þar austur frá var hann á Skriðuklaustri hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi og sá þar um alla jarðrækt oggarðrækt. 1943 fór hann til Þórshafnar á Langanesi til Margrétar systur sinnar sem þar býr. En þar kynnt- ist hann konu sinni Steinunni Sigurðardóttur sem þá var ekkja með 4 dætur í ómegð. Með henni átti hann 2 börn, Guðnýju Maríu sem var fædd á Þórshöfn, fóstra að mennt og nú við framhaldsnám í Noregi. 1945 að hausti til fluttust þau til Akureyrar, þar eignuðust þau dreng sem dó fárra daga gamall. Þar tók Finnur strax til starfa við sin fyrri ræktunarstörf, var sjálf- stæður garðyrkjumaður fyrstu 2 árin þar, en síðar ráðunaut- ur Akureyrarbæjar til 1955 er hann lét af þvi starfi að eigin ósk, og fluttist til Reykjavíkur um vor- ið 1955. Finnur var hjá Alaska gróðrar- stöðinni verkstjóri fyrsta árið, en síðan hefur hann verið sjálfstæð- ur atvinnurekandi við skrúðgarð yrkju, þar til 15 janúar á síðasta ári, er hann réðst til Byggingar- deildar Reykjavíkur til verk- stjórnar og umsjónar á lóðum allra barnaheimila í borginni, leigulóðum og hluta af þeim ný- byggingum sem byggingadeild hefur með að gera. Árni Isaksson var mikill kjarn- orku karl, með afbrigðum dugleg- ur og eftir því sem Ármann Hall- dórsson kennari á Eiðum hefur sagt mér þá er Finnur líkastur föður sínum, að dugnaði, áhuga og atorku. Talsvert hefur það háð Finni hvað hann hefur oft þjáðst af liðagigt. Hjónaband þeirra Finns og Steinunnar hefur verið mjög far- sælt I alla staði. Hún hefur reynst honum traustur förunautur í hví- vetna. Allt frá fyrstu kynnum minum við þau hjón hafa þau reynst mér sannir vinir. Að end- ingu óska ég frænda mínum til hamingju með þennan áfanga i lifinu og óska honum allra heilla með framtiðina. Og Steinunni óska ég til hamingju með bónd- ann. Davíð Ó. Grfmsson. Lögmannsstofa mín er flutt frá Bankastræti 1 1, að Garðastræti 38. Hafsteinn Hafsteinsson, hdl., Garðastræti 38, símar 25325 og 25425. fP AÖstoðarlæknlr Staða aðstoðarlæknis við Svæfingadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. maí n.k. eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavík- ur. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 1. apríl, n.k. Reykjavík, 4. marz 1974. HeilbrigðismálaráS Reykjavíkurborgar. hoie rúmfötin Straufrítt Barna-Krepp, sérstaklega fyrir yngsta fólkið Ef þig vantar björg í bú, við bjóðum nóg af vörum þeim. Okkar helsta ósk er sú. Ánægður þú farir heim. Hafþórsbúð, Langholtsvegi 49. Símar 34976—32353. Takið eftir Vorum að taka upp nýjar gerðir af skuggasýningarvélum á rrijög hagstæðu verði. Einnig eigum við mikið úrval af fallegum gleraugnaumgjörðum. Komið og skoðið. Týli, Austurstræti 7. DATSUN160J Frábær, endurbættur úrvals bíll sun 1 600 var í áraraðir einn af fremstu bílum aldarí aksturshæfni. . . , . !M er hann endurbættur og ennþa meiri urvals bill. getið valið hardtop SSS með 5 DIN-ha. vél og sjálfstæðri fjöðrun a ollum h|olum, i 4ra dyra sedan með 100 DIN-ha vel. 3ir með tvöfalt bremsukerfi og upphitaða afturruðu. J ,■___1 7 nm hæð fra veg Sölumannadeild V.R. Kvöldverðar- fundur Fundur verður haldinn í Leifsbúð Hótel Loftleiðum, fimmtudaginn 7. marz n.k. kl. 7.30 e.h. Fundarefni: Samningarnir og ný viðhorf. Sölumenn áríðandi að allir mæti. Stjórn Sölumannadeildar V.R. OfnburrkaÓ TEAK - nýkomiÓ - Pantanir óskast sóttar SÖGIN H.F. Höfáatún 2 Sími 22184

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.