Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 BzmM fíá fcrr íMa GÍSl 1. Elríkur 09 Heis .s eltlr II inglblðrgu ' Júnsflóllur Næstu dagana á undan var mamma sífellt að baka. Hún bakaði margar tegundir af kökum. Smákökur, formkökur og súkkulaðitertu. Randa- köku og rjómatertu. Mamma þurfti líka að þvo skírnarkjólinn, sem Gísli, Eiríkur og Helgi höfðu verið skírðir í. Þetta var hvítur síður kjóll með undirkjól undir, blúndu í hálsmálinu og á hann festi mamma nú tvær stórar bleikar slaufur um leið og hún tók i burtu Hvað er milljón? HVAÐ er milljón. Jú það er talan einn með sex núllum á eftir. Þetta vita flestir. En samt sem áður er erfitt að ímynda sér, hversu stór í raun og veru taian er. Ef þú ætlaðir þér að telja upp að milljón og nefna eina tölu á sekúndu, myndi talningin hjá þér taka einn mánuð, þó að þú værir að við talninguna 10 tíma á dag. Enn eru ekki liðnir milljón dagar frá árinu 0 — (fæðingu Krists). Það verður ekki fyrr en eftir rúm 700 ár. bláar, sem voru á honum fyrir. Gísla, Eiríki og Helga kom það dálítið spánskt fyrir sjónir, að þeir skildu hafa verið í síðum kjól eins og stelpur, en mamma sagði, að þetta væri nú einu sinni siðvenja og þá skipti engu máli, hvort um stelpur eða stráka væri að ræða. Því var heldur ekki að neita, að litla systir var falleg í þessum kjól. Ljómandi falleg og Gísli, Eirík- ur og Helgi voru sannfærðir um, að enginn strákur í víðri veröld ætti fallegri systur en þeir. Litla systirfékk hvíta sokka og angarlitla skó, en það voru fyrstu skórnir, sem hún hafði eignast um ævina. Áður hafði mamma hana í prjónuðum hosum. Mamma saumaði sér nýjan kjól, pabbi fór í spari- fötin og Gísli, Eiríkur og Helgi voru dubbaðir upp í siðbuxur og hvítar skyrtur. Þeir fengu svartar slauf- ur um hálsinn. Svo fóru þau út í bflinn hans pabba og litla systir sat grafkyrr í fanginu á mömmu. Litlu systur fannst skemmtilegt að ferðast um f bíl. Henni fannst líka gott að láta aka sér í vagni. Litla systir átti nefnilega rauðan, stóran vagn og strákarnir fengu oft að fara með hana i ökuferð. Það var gaman. Þau fóru inn til prestsins og það var fínt inni hjá honum. Á miðju gólfinu stóð borð, sem á var fagur- lega ísaumaður dúkur og ofan á dúknum var stór silfurskál með skrauti á. I skálinni vár vatn. Presturinn var í síðri hempu. Hempan er eins og víður, síður kjóll og presturinn hefur hvítan, rykktan kraga umhálsinn. Strákunum fannst skrítið að sjá fullorðinn mann í kjól. Allir fengu sér sæti nema mamma og presturinn. Kona prestsins settist við píanóið. Hún spilaði sálm og allir sungu nema mamma. Bæði hélt hún á litlu systur og gat ekki lesið í sálmabókinni og svo er mamma laglaus. Gísli og Eiríkur uppgötvuðu það, þegar þeir fóru á barnaheimili. Konurnar þar sungu allt öðruvísi en mamma. Fyrst héldu þeir að það væri vegna þess að konurnar kynnu bara ekki að syngja, en mamma sagðist vera vitalaglaus og henni þótti það leiðin- legt. Næst talaði presturinn lengi, svo leit hann á mömmu og spurði: „Hvað ábarnið áheita?“ ,,Guðrún,“ svaraði mamma og þá vissu þeir það Gísli, Eiríkur og Helgi, að litla systir hafði eignast sitt eigið nafn og hét ekki lengur litla systir eða hjartagull, heldur Guðrún. <£AJonni ogcyVlanni Jóri Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Það getið þér gert, hvenær sem þér viljið“, svar- aði mamma. „Bogga, farðu upp á loft og búðu um rúmið í litla gestaherberginu“. Bogga fór. Þegar Haraldur hafði lokið máltíðinni, sagði hann: „Mig langar til að biðja yður einnar bónar enn“. „Það er velkomið“, svaraði mamma. „Þér eruð okk- ar gestur og sjálfsagt að gera yður allan greiða, sem hægt er“. „Þakka yður kærlega fyrir“, svaraði Haraldur. „Gætuð þér þá gert svo vel og selt mér dálítið af púðri og höglum?“ Mamma reis á fætur og opnaði skápinn, sem pabbi geymdi skotfærin í. Þar tók hún upp kistil með högl- um, kúlum og púðri og bað Harald að taka af því eins og hann vildi. Haraldur tók upp hjá sér ofurlítinn poka og fyllti hann. Síðan tók hann upp pyngjuna. En mamma benti honum að láta hana niður aftur. Hann þakkaði þá fyrir sig og rei* á fætur. „Og ætlið þér þá að fara að hátta?“ spurði mamma. „Er þá ekkert annað' sem yður vantar?“ Haraldur svaraði og dró það við sig: „Jú, énriþá eitt, ef þér vilduð gera svo vel. Mér þætti vænt utn, að þér létuð enga fleiri á bænum vitd, að ég er hér“. Mamma leit til hans eins og hún vildi spyrja um eitthvað. Okkur Manna þótti þetta-Mká fekrítið. Og Haraldur tók eftir því og sagði: „Þér skiljið það, að mér þykir leiðinlegt, þegar fólk er að spyrja mig um bróður minn. Þéss vegna tala ég við setn fæsta, þar sem-ség er ókunnugur. En vonanidi tékur þetta nú bráðum enda^. Þessa skýringu létum við okkuu nægja. Mamma fylgdi nú Haraldi upþ í gestaherbergið. Við Manni buðum honum góða nótt með handabandi. — Og svo er ég hér með einn brandara enn, ha, ha, ha ... — Geturðu aldrei hætt að njósna um okkur, pabbi? — Mamma neitar alveg, að ég komi með þig heim. Hún er svo hræðilega hallærisleg. V' — Ekki þennan æsing, ég er alveg að verða tilbúin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.