Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 30
* Skarphéðinn Oskarsson skorar ei(l marka sinna í leiknum vi5 FH. URSLIT I KVOLD I HRAÐMOTI HKRR t KVÖLI) fara fram úrslitin í Hraðkeppnismóti Handknatt- leiksráðs Reykjavfkur, en það mót hófst s.l. miðvikudag og var fram haldið s.l. föstudag. A föstudaginn fóru fram 4 leikir, og tryggði Valur sér þá rétt til úrsiitaleiksins, sem verður gegn Þrótti eða Víkingi. Fyrsti leikurinn á föstudags- kvöldið var milli KR og Gróttu, sem kom inn í mótið í stað Hauka, sem hættu við þátttöku sína vegna árshátíðar félagsins. KR vann sigur í leiknum 13—11, eftir jafntefli, 6—6 í hálfleik. Mörk KR í leiknum skoruðu: Haukur 6, Ævar 3, Þorvarður 2, og Björn 2. Mörk Gróttu skoruðu: Björn 3, Magnús 3, Kristmundur 2, Atli Þór 1, Ómar 1 og Arni 1. Víkingur vann svo yfirburða- sigur yfir FH 15—8, eftir að staðan var 5—1 í hálfleik. Mörk Víkings skoruðu: Skarphéðinn 6, Sigfús 4, Viggó 2, Viðar 1, Jón 1, Ásmundur 1. Mörk FH skoruðu: Ólafur 3, Jón Gestur 2, Helgi Ragnarsson 1, Sæmundur 1 og Gils 1. Leikur Vals og Fram var skásti leikur kvöldsins, en nokkuð ójafn, þar sem Valsmenn tóku forystu þegar í upphafi og héldu til loka. Úrslitatölur urðu 16:10 fyrir Val, eftir8—3 forystu í hálf- leik. Mörk Vals skoruðu: Her- mann 5, Agúst 3, Þorbjörn 3, Bergur 2, Jón Karlsson 1, Stefán 1 og Jón Pétur 1. Mörk Fram skoruðu: Ingólfur 3, Pétur 2, Gylfi 2, Kjartan 1, Arnar 1 og Sveinn 1. Síðasti leikur kvöldsins var milli KR og Þróttar og sigruðu Þróttarar í þeim leik 16—14, eftir að hafa haft 9—6 forystu í hálfleik. Mörk Þróttar skoruðu: Halldór 6, Sveinlaugur 4, Helgi 2, Friðrik 2, Einar 1 og Guðmundur 1. Mörk KR skoruðu: Haukur 6, Ævar 2, Björn 2, Þorvarður 2, Haraldur 1 og Gísli 1. Sem fyrr greinir fara úrslita- leikir mótsins fram í Laugardals- höllinni í kvöld. Fyrst leika Þróttur og Víkingur, en sigur- vegari úr þeim leik mætir svo Val í úrslitaleiknum. Markaregn á Nesinu BARÁTTAN harðnar stöðugt milli Þróttar og Gróttu í 2. deild- ar keppni íslandsmótsins f hand- knattleik. Liðin standa nú jafnt að vfgi, hvað tapaða leiki snertir, en Grótta hefur leikið einum leik færra en Þróttur og er með 20 stig, en Þróttur er með 22 stig. Reyndar má segja, að Grótta sé einnig komin með 22 stig, þar sem Völsungar hafa ákveðið að gefa leik sinn við Gröttu, svo og Breiðahlik. Um helgina mætti Grótta liði IBK í Íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi og var þar mikið markaregn. Sigraði Grótta í leiknum með 15 marka mun, 39:24. Má af þessum tölum sjá, að fátt var um varnir hjá liðunum og meira lagt upp úr því að skora. Einn og sami maður- inn, Björn Pétursson skoraði 17 af mörkum Gróttu og hefur hann nú skorað 89 mörk i deildar keppninni i vetúr og mun vera markhæsti leikmaðurinn í deild- inni. Kristmundur skoraði 7 mörk, Ómar 5, Atli 3, Benóný 2, Magnús 2, Halldór 2, og Arni 1. Skotanýting Björns Péturssonar var mjög athyglisverð í þessum leik, þar sem hann skoraði mörk- in 17 úr 19 skottilraunum. Staðan i 2. deild er nú þessi, — eftir er að færa inn þá leiki, sem Völsungur gefur. Staðan i 2. deildar keppni hand- knattleiksmótsins er nú þessi: Þróttur 13 11 0 291:219 22 Grótta 12 10 0 2 314:251 20 KR 13 9 0 4 281:227 18 KA 11 6 1 4 267:248 13 UBK 12 5 1 6, 260:275 11 ÍBK 13 4 2 7 261:317 10 Fylkir 13 2 0 11 247:302 4 Völs. 11 2 0 11 247:302 4 UMFB vann dýrmætan sigur UNGMENN AFÉLAG Biskups- tungna, en í því liði eru nem- endur í Iþróttakennaraskólanum að Laugarvatni, unnu mikilvægan sigur í haráttunni um Islands- meistaratitilinn i blaki á laugar- daginn, er þeir sigruðu granna sína úr Ungmennafélagi Laug- dæla, f leik liðanna, sem fram fór á Laugarvatni. Var það ekki fyrr en eftir fjórar hrinur, að úrslit fengust í leiknum, 3:1 fyrir UMFB, og þar með hefur liðið örugga forystu í íslandsmótinu. Leikurinn á laugardaginn var hinn skemmtilegasti, og í honum komu fram beztu hliðar blaksins, einkum í annarri hrinunni, sem var langbezt leikin af báðum lið- unum. í fyrstu hrinunni komust Bisk- upstungnamenn í 7:0, en þá sneri UMFL vörn í sókn og tókst að jafna á 9:9. En aftur tók svo UMFB forystuna og sigraði i lot- unni 15:10. 1 þessari lotu virtist gæta töluverðrar taugaspennu hjá leikmönnum og kom það fram í gæðum leiksins. Önnur hrinan var mjög jöfn, og þurfti framlengingu tilþess að fá úrslit í henni. UMFB hafði betur 16:14. Þetta var, sem fyrr segir, bezta hrina leiksins. Oft sáust skemmtilegar leikfléttur og liðin unnu knöttinn til skiptis, án þess að fá stig. UMFL vann svo þriðju hrinuna örugglega 15:9. Þessi hrina var einnig allvel leikin af báðum liðunum, og að henni lokinni var komin mikil spenna í leikinn og stemmning á áhorfendasvæðinu, þar-sem liðin voru óspart hvött. En UMFB vann svo fjórðu lot- una eftir mikla baráttu 16:14, og þar með voru úrslitin i leiknum fengin. Beztu menn í liði UMFL voru þeir Héðinn Pétursson og Anton Bjarnason, en beztir í liði UMFB voru þeir Gunnar Arnason og Snorri Rútsson. Dómarar í leiknum voru þeir Páll Ölafsson og Torfi Rúnar Kristjánsson og dæmdu þeir nokkuð vel. Samt var nokkuð um tvisýna dóma hjá þeim. ejó/bj. 1. DEILD KVENNA: KR-ingar komu á óvart — unnu Val 12:10 KR-STÚLKURNAR komu skelhmtilega á óvart í leiknum við Val um helgina. KR-liðið mætti ákveðið til leiks og tók strax í upphafi leiksins forystu, sem entist leikinn út. Sigur KR var sanngjarn og nokkuð öruggur þó að litlu munaði að Vals- stúlkunum tækist að jafna undir iokin. Með þessum sigri hafa KR- ingar gert vonir Vals um sigur í mótinu að nær engu. Valur hefur nú tapað 4 stigum, en Fram, sem er efst í 1. deild kvenna, hefur ekki tapað stigi. Leikurinn var allvel leikinn af báðum liðum þó sérstaklega KR- ingum, en þetta var líklega þeirra bezti leikur f mótinu til þessa. Hjördís, en hún átti beztan leik í KR-liðinu, skoraði fyrsta mark leiksins úr víti. Valsstúlkurnar jöfnuðu en KR-ingar náðu síðan forystu, sem entist þeim út leik- inn. Síðustu mínúturnar voru æsi- spennandi en þá náðu Valsstúlk- urnar að minnka muninn niður í eitt mark og misnotuðu m.a. eitt víti þegar um 5 mínútur voru til leiksloka. Síðasta orðið í leiknum átti svo Hjördís og skoraði úr víta- kasti um það er leiknum var að ljúka. Leiknum lauk þ ví með sigri KR 12:10. Beztan leik í Valsliðinu átti Ragnheiður en hún hélt varnar- leik liðsins saman. Hjördís var áberandi bezt KR-inga, en einnig lék Hansína mjög vel. Mörkin. KR: Hjördís 6, Hansína 4, Helga 1 og Hjálmfriður (Hjalla) 1. Valur: Sigrún 4, Ragn- heiður 2, Harpa, Hildur, Sigur- jóna ogGunnur 1 hver. gs. ÞOR I HÆTTU 1. DEILDAR lið Þors í kvenna- flokki kom suður um sl. helgi og lék við Fram og FH. Töpuðu Norðanstúlkurnar báðum leikjunum og eru enn án stigs í deildinni og eiga því harla litla von um áframhaldandi dvöl í henni. Þó er liðið ekki enn von- laust, þar sem Víkingsstúlkurnar hafa til þessa aðeins fengið 2 stig. Leikur Þórsstúlknanna í Hafn- arfirði var nokkuð jafn, en FH hafði þó oftast betur og skildu tvö mörk 14—12. í lokin * Armann vann Víking Á föstudagskvöldið lék Þór við Fram, og urðu úrslitin 19—7 fyrir Fram, en Framliðið virðist áber- andi bezt í deildinni að þessu sinni og hefur enn engu stigi tapað. I hálfleik var staðan 11—4. Silvía Hallsteinsdóttir átti beztan leik Framstúlknanna, skoraði 8 mörk. Halldóra skoraði 3, Berg- þóra 2, Helga 2, Oddný 2, Arn- þrúður 1 og Jóhanna 1. Staðan í deildinni eftir leiki helgarinnar er þessi: SAGAN endurtók sig í leik Vík- ings og Ármanns í L dei ld kvenna um helgina. Lengst af héldu Víkingsstúlkurnar í við Ármenn- ingana og í hálfleik var staðan jöfn 3:3. Á endasprettinum reyndist svo Ármannsliðið mun sterkara og sigraði örugglega 10:6. Svo er að sjá sem úthalds- leysi hái helzt Vfkingsliðinu, en liðið leikur oft ágætlega þar til líða fer á leikinn. Þá er eins og allt fari úr skorðum og leikur liðsins rennur út í sandinn. Er þar skemmst að minnast taps liðs- ins fyrir Val um síðustu helgi, en í þeim leik voru Víkingar yfir mestan hluta leiksins. Vikingar freistuðu þess að taka Erlu Sverrisdóttur úr umferð en það bar ekki góðan árangur því henni tókst að skora 3 mörk í leiknum og auk þess losnaði um aðrar, enda var Vikingsvörnin ekki nægilega þétt, sérstaklega í síðari hálfleik. Vfkingsliðið hefur aðeins hlotið 2 stig í mótinu en með betri æfingu ætti liðið að ná betri árangri. Beztan leik áttu Guðrún Hauks og Agnes. Ármannsliðið er ungt og á fram- tíðina fyrír sér. Án efa verður þetta eitt okkar sterkasta lið inn- an fárra ára. Beztan leik að þessu sinni áttu Erla.Guðrún og Sigríð- ur. Mörkin. Ármann: Guðrún 4, Erla 3, Sigríður 2 og Auður 1. Víkingur: Agnes 2, Guðrún Hauks, Guðrún Helga, Ragnheið- ur og Guðbjörg 1 hver. gs. Fram Valur FH Ármann KR Víkingur Þór 7 0 0 0 9 7 0 2 9 4 2 3 6 2 2 2 7 3 0 4 8 10 7 7 0 0 7 95-61 131-99 120-111 76-74 82-86 70-98 62-108 14 14 10 6 (i 2 0 Og enn um dómaraskort S.L. sunnudagskvöld fóru m.a. fram í Laugardalshöllinni tveir leikir í 2. deild karla f hand- knattleik. Til leiks Þróttar og Breiðabliks mættu engir dómarar og varð ekki annað séð en að fresta þyrfti leiknum af þessum sökum. Þá hlupu f skarðið Jón Magnússon, Fylki, og Ævar Sigurðsson, KR, en þeir höfðu báðir leikið erfiðan leik með liðum sfnum næst á undan og höfðu ekki tíma til að fara f bað áður en leikur Þrótt- ar og Breiðahl iks hófst. Nú fyrir skömmu var leik FH og KR í 1. deild kvenna frestað í annað sinn vegna dómarateysis. Ljóst er, að þetta ófiemdar- ástand getur ekki gengið til lengdar og verða viðkomandi aðilar að gera einhverjar ráð- stafanir til úrbóta, annars verð- ur ekki annað séð, en að dómarastéttin verði alveg út- dauð. gs. r Islandsmót í lyftingum lslandsmeistaramótið í lyfting- um, Olympíutvíþraut, fer fram f Laugardalshöllinni, 16. marz n.k. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir mánudaginn 11. marz n.k. í síma 25838. Á íslandsmeistaramótinu munu lyftingamennirnir gera lokaatlög- ur að lágmörkum þeim, sem Lyft- ingasamband íslands hefur sett fyrir þátttöku í Norðurlanda- meistaramótinu, en þau eru þessi: Flugvigt : 175,0 kg. Dvergvigt: 190 kg. Fjaðurvigt: 215 kg. Millivigt: 250 kg. Léttþungavigt: 275 kg. Milliþungavigt: 290 kg. Þungavigt: 310 kg. Yfirbungavigt: 330 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.