Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 3 Skuttogarinn Gaul. 1106 lestir að staerð. Eitt nýjasta og bezta fiskiskip Breta. HVAÐ KOM FYRIR TOGARANN GAUL? 289 skip hafa horfið sporlaust síðustu 13 ár Hinn 8. febrúar sfðastliðinn var haft talstöðvarsamband við brezka togarann Gaul, sem þá var að veiðum út af strönd Norður-Noregs. Það var gott hljóð í 36 manna áhöfn þessa nýlega togara, enda hafði túr- inn gengið vel og Gaul var gott skip. Gaul og þrjú systurskip, 1106 lestir að stærð, hafa verið talin öruggustu og beztu skip sem smfðuð hafa verið fyrir brezka fiskveiðiflotann. En sfðan 8. febrúar sfðast- liðinn hefur ekkert heyrst til Gaul og vfðtæk leit úr lofti og á sjó hefur engan árangur borið. Menn urðu ekkert sérlega órólegir fyrst f stað, þegar ekki tókst að ná sambandi við tog- arann aftur. Það voru ýmsar hugsanlegar skýringar á því. Ekki stóð þeim þó á sama, þvf Gaul var búinn fullkomnum fjarskiptatækjum og talstöðin er venjulegast opin þegar skip- in eru á hafi úti. Þegar svo ftrekaðar tilraunir til að ná talstöðvarsambandi við Gaul báru ekki árangur var haft samband við skip á svip- uðum slóðum, en ekkert þeirra hafði heyrt eða séð togarann. Sfðast heyrðist til hans á föstu- degi og um helgina voru skip á svæðinu beðin að hefja leit. Jafnframt fór Nimrod þota frá brezka sjóhernum á vettvang og einni af freigátum hans var stefnt á staðinn. Engin vegsummerki Flugvélar og skip hófu nú umfangsmikla leit á mörgþús- und ferkilómetra svæði og stöðugt var haldið áfram að kalla upp togarann í talstöð, en frá honum barst ekkert svar. Fleiri flugvélum var stefnt á leitarsvæðið, en i lok fyrstu vik- unnar voru flestir komnir á þá skoðun að úr þessu myndi ekki finnast nema brak úr tog- aranum. Slæm veðurskilyrði hömluðu nokkuð leit um tíma, en Nimrod þoturnar eru búnar fullkomnustu leitartækjum sem völ er á og flugmennirnir fóru eins lágt og þeir mögulega þorðu þegar veður var slæmt. Þegar vika var liðin var þó búið að gefa upp alla von. Togarinn var opinberlega talinn af og leit var hætt. Byrjað aftur Ýmsir aðilar í Hull vildu ekki sætta sig við þessi málaloka og að beiðni þeirra var hafin leit að nýju. Sjóherinn sendi Nim- rod þoturnar aftur á svæðið og jafnframt leituðu flugvélar og skip frá Noregi, en Norðmenn höfðu frá upphafi veitt alla þá aðstoð sem þeir máttu. Ættingjar og ástvinir skip- verjanna 36 höfðu að vísu gefið upp nær alla von um að tog- arinn væri enn heill ofansjávar, en þeir neituðu að gefa upp von um að einhverjir hefðu komist af þótt skipið væri sokkið. Það eru til mörg furðuleg dæmi um bjarganir skipbrotsmanna eftir mikla hrakninga, en þeir sem þekkja vetrarveður og aðstæð- ur á þessum miðum voru þó vondaufir. Enn hætt og enn byrjað Flugvélarnar fóru aftur yfir svæðið sem þær höfðu þegar leitað á og fóru jafnvel alveg undir ísröndina sem liggur út frá Grænlandi þótt nær óhugs- andi væri að þar væri nokkuð að finna. Leitin bar heldur engan árangur hjá þeim fremur en skipunum sem enn leituðu, það fannst hvorki tangur né tetur af Gaul. Loks var leitinni hætt öðru sinni. En enn voru uppi raddir um að málið væri ekki afgreitt. Haft var samband við norsk yfirvöld og spurt um möguleika á að leigja þyrlu til leitar i hinum mörgu fjörðum Norður- Noregs, ef ske kynni að þar fyndist eitthvert brak. Yfirstjórn björgunarsveita í Norður-Noregi brást drengilega við og sagði óþarfa að leigja þyrlu, þau skyldu leggja til sinar eigin þyrlur og báta til að leita vandlega í öllum fjörðum sem minnsti möguleiki væri á að geymdu brak. Og við það situr nú. Norðmenn hófu þriðju leitina 28. febrúar, en vont veður hefur gert þyrluflugið erfitt og hættulegt, þannig að það mun erin liða nokkur tími þar til endanlega verður hætt, hver svo sem útkoman verður. Hvernig hverfa skip? Hvernig getur 1100 lesta ný- tízku fiskiskip með 36 manna áhöfn og fullkomnasta öryggis- útbúnaði sem völ er á, horfið sporlaust? Sumir gízka á að togarinn hafi fengið tundur- dufl i vörpuna og sokkið á svip- stundu þegar það sprakk. Þetta er auðvitað möguleiki. En hafið á sér mörg leyndar- mál, og Gaul er langt frá því að vera það fyrsta sinnar teg- undar. Á síðastliðnum þrettán árum hafa hvorki meira né minna en 289 skip horfið spor- Iaust af yfirborði sjávar. Eng- inn veit hvað um þau hefur orðið. Á skipstapaskrá tryggingafé- lagsins Lloyd, í London, eru skráð 84 skip sem hafa horfið á tímabilinu frá því í janúar 1961 og fram til 13. febrúar á þessu ári. En það er ekki allt. 205 skip í viðbót hafa horfið sporlaust á sama tíma, en eru ekki á skrá hjá Lloyd’s af ýmsum ástæðum. Horfnu skipin voru af ýmsum stærðum og gerðum. Það stærsta var flutningaskipið Theodore AS, frá Kýpur, tæpar fjórtán þúsund lestir. Það hvarf 5. desember 1973. Það minnsta var brezki fiski- báturinn Fourisles, 23 lestir. Umfangsmiklar leitir hafa verið gerðar að öllum þessum skipum. En hafið virðist hafa afmáð öll spor. Glæsimennska og snilli — NY Times um Helga Tómasson HELGI Tómasson ballettdans- ari hefur hlotið einstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum stórblaðsins New York Tímes. Þegar hann dansaði nýlega í Divcrtimento, sem George Balanchine samdi sérstaklega fyrir hann, skrifaði Anna Kisselgoff: ,,New York City Ballet hefur einhvern bezta klassíska ballet- dansara i karlhlutverki i heiminum i dag, þar sem Helgi Tómasson er. Það er því ekki undarlegt, að George Balanc-1 hine skyldi velja hann til að semja fyrir einhverja óvenju- legustu og skáldlegustu sóló fyrir karldansara á allri hlut- verkaskrá sinni. Á laugardagskvöldið kom þetta sérstaka sambland af glæsimennsku og snilli berlega fram í þessum sólódansi í New York State leikhúsinu, þar sem flutt var stytting úr ballett- inum „Divertimento úr Kossi álfkonunnar", er Balanchine samdi fyrir Stravinskylista- hátiðina 1972. Það var líka í fyrsta skipti, sem Gelsey Kirk- land kom fram í hlutverki aðal- dansmeyjarinnar, sem Patricia McBride dansaði upphaflega. Kannski er sky msamlegast að hætta áð hugsa um fyrstu útgáfu Balanchines af „Kossi álfkonunnar“, eins og enski titillinn hljóðar. Það kann þó að gefa skýringu á því, hvers vegna danssporin fyrir karl- dansarann virðast skyggja á dansinn, sem dansmeyjunni er ætlaður, að upphaflega gerði Stravinsky ráð fyrir þvi, að aðalhlutverkið væri karl- mannsins, en ekki dansmeyjar- innar. Balanchine hefur með þess- um bjarta, mjúklega og káta tveggja manna dansi með dans- flokkinn að baki ætlað Helga Tómassyni ákaflega frum- lega sporaröð. „Varíasjónir" dansarans með þessum óvæntu stefnubreytingum, dýfum eins og liggi við falli og keðju af stökkum, sem enda með þvi, að hann fellur á hnén, virðast ákaflega frumlegar. Þessi furðulega aðferð Helga Tómas- sonar að láta eins og hann hafi ekki jafnvægi í öllu þessu, þegar hann hefur það alveg á valdi sínu, lofar bæði hug- myndaflug ballettmeistarans og ber hinni gallhörðu tækni dansarans vitni. Jafnframt þessu er Helgi Tómasson einn af færustu dönsurum í klassískum stíl. Hvað það snertir er ungfrú Kirkland hans eftirbátur. Áherzlurnar á handahreyfingar f þessum balletti virðast draga fram óklassíska armstöðu henn- ar, þar sem lófarnir snúa í öryggisleysi út — galli í stil, sem má laga. Samt var þessi fyrsta sýning verulegur burðar- ás og glæsileg.” Skömmu áður hafði Clive Barnes gagnrýnandi New York Times skrifað um Helga í sýningu New York City Ballets:,,Einhver athyglisverð- asti liðurinn á sýningu kvöldsins var upphafið, þar sem Gelsey Kirkland og Helgi Tómasson dönsuðu Pas de Deux eftir Tónlist Tchaikov- skys. Þessi tvö dansa saman með sömu glóðinni og glitinu sem maður sér hjá Antoinettu Sibley og Anthony Dowell í Royal Ballet. Dans ungfrú Kirk- lands er léttur, áhyggjulaus og samt alveg hárnákvæmur á sinn músikalska hátt. Hún er aðdáunarverð dansmær og hefur fengið alveg réttan mót- dansara, þar sem Helgi Tómsson er. Hann er fallegur, líflegur og framkoma hans bæði svolítið galgopalag og klassisk. Ég gæti horft á þennan tveggja manna dans þeirra þrisvar eða fjórum sinn- um í viku í heilt ár og aldrei þreytzt á sveiflandi fjölbreytni þei rra.“ Garðar Cortes Omar Ragnarsson Bingó Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra KVENNADEILD Styrkt- arfélags larnaðra og fatl- aðra efnir í kvöld til bingókvölds í Súlnasal Hótel Sögu. Þetta er svo- nefnt kabarett-bingó, þar sem skemmtiatriði fara fram á milli hverra fjög- urra umferða. Stjórnandi er Svavar Gests, en skemmtikraftar eru Ómar Ragnarsson, Garðar Cortes og Karl Einarsson. Með þessu bingói hyggst kvennadeildin safna til málefna lamaðra og fatl- aðra, til sjúkraþjálfunar í Æfingastöðinni við Háa- leitisbraut og starf- seminnar í Reykjadal. Bingóið verður með hefðbundnum hætti, en verðmæti vinninga er um 200 þúsund krónur og eru í því Kaupmannahafnarferð og ferð til Hornafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.