Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974
ÞEIR RtlKR
umsKiPim sEm
RUCLVSR í
ifloröu.nWírtiittu
RUGLVSinCOR
„Ilélduin að allt
væri að fara”
— segir bóndinn í Stóru-Avík á Ströndum,
þar sem fjós og hlaða fuku í óveðri
FRÁ æfingu dansflokks New York City Ballet í Þjóðleikhúsinu í gær; Helgi Tómasson er dansari
f daasflokknum — sjá bls. 3. (Ljósm. IVIbl. Ól. K. Mag.)
OFSAVEÐUR var á Ströndum á
mánudag og aðfararnótt þriðju-
dags og olli það miklum skemmd-
um og tjóni á bænum Stóru-Avík í
Arneshreppi. Brotnuðu fjós og
fjóshlaða niður og allar járnplöt-
ur og hluti af klæðningu fuku og
öðrum megin af þakinu á íbúðar-
húsinu. I fjósinu voru ein kýr og
ársgömul kvfga. Bjargaðist kýrin,
en kvígan hvarf og hefur ekki
fundizt þrátt fyrir leit. Er helzt
talið, að hún hafi hrakizt undan
veðrinu f sjóinn, en bærinn
stendur um 400 metra frá sjó.
Kleifarvatnsmál-
ið í „athugun”
MORGUNBLAÐH) sneri sér i gær
til utanríkisráðuneytisins til að
leita upplýsinga um rannsókn
Kleifarvatnsmálsins svonefnda,
þ.e. hvaðan fjarskiptatækin, sem
fundust í Kleifarvatni, voru, en
málið var á sfnum tíma sent úr
dómsmálaráðuneytinu til utan-
ríkisráðuneytisins. Pétur Thor-
steinsson ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins sagði, er Mbl.
spurðí hann um málið, að það
væri „í athugun — að vissu Ieyti“,
en ekkert nýtt væri að frétta af
því.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Þátttakan 20% meiri en
Borgarstjóri fékk 91,8%
síðast —
atkvæða
GÓÐ þátttaka var f prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins um skipan
framboðslista fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í Reykjavfk
í vor. Alls greiddu um 8470
manns atkvæði og er það um 20%
aukning frá prófkjörinu fyrir
borgarstjórnarkosningarnar
1970. A sama tíma hefur hins
vegar orðið 11% aukning á kjör-
skrá í Reykjavfk. Þessi mikla þátt-
taka hefur í för með sér, að próf-
kjörið er bindandi fyrir kjör-
nefnd og jafnframt fengu fimm
frambjóðendur rúmlega 50%
atkvæða, þannig að skipan þeirra
á framboðslistanum er einnig
bindandi fyrir kjörnefnd.
Þessir fimm frambjóðendur
eru: Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri, sem fékk 7776 at-
kvæði eða91,8% arkvæða; Albert
Guðmundsson sem fékk 6580 at-
kvæði eða 77,7%; Ólafur B. Thors
6509 atkvæði eða 76,8%; Markús
Örn Antonsson sem fékk 4771 at-
kvæði eða 56,3% og Elín Pálma-
dóttir sem fékk 4420 atkvæði eða
52,2% greiddra atkvæða.
Að öðru leyti var röð frambjóð-
enda þessi samkvæmt próf-
kiörinu: atkvæði
6) Mflgnús L Sveinsson 3587
7> Ragnar Júlíusson 3491
8 ' Ulfar Þórðarson 3481
9) PállGíslason 3Í267
10) DavíðOddsson 2811
11) Valgarð Briem 2800
12) Margrét Einarsd. 2618
13 Sveinn Björnss., kaupm. 1956
14) Sveinn Björnss., verkfr. 1670
15) Hilmar Guðlaugsson 1604
16) Sigríður Ásgeirsd. 1380
17) Bessí Jóhannesdóttir 1288
18) Ragnar Fjalar Lárusson 1281
19) Pétur Sveinbjarnarson 1216
20) Ólafur Jónsson,
málaram. 1028
21) Aðalsteinn Norberg 991
22) Loftur Júlíusson 951
23) Jóhannes Proppé 935
Frambjóðendur til prófkjörsins
voru alls um 50 talsins.
Samkvæmt reglum um prófkjör
Sjálfstæðisflokksins er kjörið því
aðeins bindandi fyrir kjörnefnd
að !4 af kjósendum flokksins i
síðustu borgarstjórnarkosningum
taki þátt í þvi. Þetta mark náðist
með tölunni 6967. Eftir að próf-
Langir samn-
ingafundir
SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi
Hjartarson, hefur boðað samn-
inganefndir sjómanna og út-
gerðarmahna til fundar í kvöld kl.
21. Langir fundir hafa verið með
þessum aðilum undanfarna daga.
Þannig var fundur frá kl. 14 á
laugardag til kl. 05 á sunnudags-
morgun, síðan annar frá kl. 14 á
sunnudag til kl. 01 aðfararnótt
námudags ogþriðji fundurinn var
síðan frá kl. 21 á mánudag til kl.
02;30 í fyrrinótt.
kjörið er orðið bindandi fyrir
kjörnefnd þarf því hver fram-
bjóðandi að ná um 50% greiddra
atkvæða til að skipan viðkomandi
á framboðslistanum sé bindandi
fyrir kjörnefndina.
Prófkjörið stóð yfir í þrjá daga
— laugardag, sunnudag og mánu-
dag. Fjöldi manns sýndi prófkjör-
inu áhuga með sjálfboðaliðsstarf i í
því. Rétt er að geta þess, að af
Framhald á bls. 18
Á bænum búa hjónin Guð-
mundur Jónsson og Hulda
Kjörenberg og eigaþau hálfs árs
gamla dóttur. Einnig var á bæn-
um hjá þeim gamallmaður. Morg-
unblaðið átti samtal við Guðmund
í gær í síma og spurði hann um
óveðrið og skemmdirnar. .
„Þetta var sunnan ofsaveður,
sem stóð allan mánudaginn og
næstu nótt. Verst var það um mið-
nættið og þá héldum við hrein-
lega að allt væri að fara. Við gát-
um ekkert að gert, þegar fjósið og
fjóshlaðan fóru. Svo gaf einn
stofuglugginn sig líka, en við gát-
um neglt fyrir hann,“ sagði Guð-
mundur.
Fjósið og fjóshlaðan voru áföst
við íbúðarhúsið, sem er tveggja
hæða steinhús. Er nú bara eftir
spýtnabrak úr húsunum. Ekki var
mikið hey i hlöðunni; mest af
heyinu var í hlöðu við fjárhúsið,
sem er skammt frá bænum.
„Það mátti ekki tæpara standa
að fjárhúsið og hlaðan færu ekki
líka,“ sagði Guðmundur. „Það
bjargaðist þó, því að vindurinn
reif upp hlera á báðum göflunum
á fjárhúsinu og lék því alveg i
gegnum húsið.“
Rafmagnslaust var á bænum
Framhald á bls. 18
Engin
loðnuveiði
LOÐNUVEIÐI hefur verið
Htil sem engin undanfarna
sólarhringa vegna slæms
veðurs á miðunum. I gær
tilkynnti aðeins einn bátur
um afla, Faxi GK var með 50
lestir, sem hann fékk á
Breiðafirðinum. Þar var
sáralítil loðna og bátarnir
fengu litið f gærkvöldi þótt
veður væri ágætt orðið. A
miðunum fyrir austan var
veður enn slæmt og ekkert
vitað um hvort þar væri að
finna loðnu, litla eða mikla.
FRA fundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna. Torfi Hjartarson er lengst til vinstri á
myndinni, síðan kemur samninganefnd sjómanna og þá samninganefnd útgerðarmanna.