Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 13 1 Skóla- fólk hjá Morguri' blaÖinu I Glóa ræðir við Helga Daníelsson. Afbrotaunglingar og félags skapur heima og heiman EYGLÓ Pétursdóttir, 16 ára nemandi úr 4.—X í Hagaskóla var hjá okkur á Morgunblaðinu í eina viku í starfskynningu. Hún valdi sér það verk- efni til að ræða við rann- sóknarlögregluna um af- brotamál unglinga í Reykjavík og fer grein Glóu, eins og Eygló er kölluð í daglegu tali, hér á eftir: Ég lagði leið mína upp í Borgartún og lagði nokkrar spurningar fyrir Helga Daníels- son hjá rannsóknarlögreglunni. Erindið var að fræðast svolítið um afbrotamál unglinga. Eftir að við höfðum talað dá- lítið saman um daginn og veg- inn, smellti ég á hann fyrstu spurningunni. „Hafa afbrot unglinga aukizt mikið síðustu ár?“ „Það er nú erfitt að segja nokkuð ákveðið um þetta efni, því að yfirþað hefur ekki verið haldin nein ítarleg skýrsla. Ég er hér t.d. með skýrslu frá ár- inu 1970, og þá voru upplýst 445 afbrot, piltar frömdu 415, en stúlkur 30. Og aldurinn var frá 5 ára og upp úr.“ „Hvaða aldursflokkur er verstur?" „Það er aldurinn 12—14 ára.“ „Hvað telur þú, að hægt sé að stöðva marga eftir fyrsta af- brot?“ „Éfe get nú ekki svarað því, en því, en þó hugsa ég, að það sé nokkur hluti. Margir leiðast út i þetta af félagsskapnum, og það fer mikið eftir honum, hvort krakkarnir gera aðra til- raun. En ég get sagt þér, að það heyrir til undantekninga, að það sé bara einn aðili, sem brýzt inn, eða gerir eitthvað álíka af sér. Oftast eru þeir tveir tilþrír saman og allt upp í fimm.“ Afbrotaungl- ingahópurinn gæti fyllt stóran gagn- fræðaskóla „Hverju er Helzt stolið?“ „Það er afskaplega fjölbreyti- legt. Helzt sækjast þau eftir peningum, en einnig talsvert sígarettum og sælgæti. Oft stela þau bara einhverju, sem þau virðast ekki hafa neitt með að gera.“ „Hvað er drykkjuskapur stór þáttur í þessu vandamáli?" „Það er mjög sjaldgæft, að krakkarnir séu drukknir, þegar þau fremja afbrotin, því er þá helzt til að dreifa hjá 18—20 ára gömlu fólki.“ „Hvaða aldursflokkar fara á upptökuheimilið í Kópavogi, ef svo ber undir?“ ,-,Fólk á aldrinum 11—15 ára, að ég held, en annars hef ég ekkert með það að gera. Slíkt f.er í gegnum Félagsmálastofn- un.“ „Á hvern hátt er þessum krökkum refsað?" „Unglingar undir 16 ára aldri eru ekki sakhæf, en oft éru þeir settir á upptökuheimilið. Ég tel þó ekki, að upptökuheimilið sé neinn refsistaður." „Eru heimi lisástæður þess- ara unglinga frekar slæmar en góðar?“ „Já, ég tel, að i allflestum tilvikum sé um slæmar heim- ilisástæður að ræða.“ „En segðu mér, er mikið um áfengisþjófnaði?" „Ég held, að það unga fólk, sem stelur áfengi, hnupli mestu heima hjá sér.“ „Að lokum. Er alltaf nóg að gera?“ „Já, það er nóg að starfa þvi miður, og aldrei neitt lát á því.“ Þar með kvaddi ég og fór, en þessar upplýsingar, sem ég fékk, sýna, að víða virðist pott- ur brotinn í þessum málum. Hugsum okkur til dæmis, að þeir 430 afbortaunglingar, sem hafa komizt á skrá, væru settir í einn skóla. Sá skóli væri stór á mælikvarða íslenzkra skóla. 430 manna gagn'ræðaskóli er stór og fjölmennur skóli. Þá má spyrja. „Er eðlilegt, að ungt fólk á skólaaldri geti haft möguleika á að ná áfengi heima hjá sér?“ Sýnishorn af þvf, hvernig Htur út á ínnbrotsstað. hoie " soft krepp rúmfötin Eru úr 35% polyester og 65% bómull. Þola þvott allt að 95° C. Félagslíf Helgafell 5974367 — IV/V. — Kosn. S.T.Ó.L.M. — 2 I.O.O.F. 9 = 155368V2 I.O.O.F. 8 = 155368= 8'/20 RMR—6—3—20—SAR— MT—HT I.O.O.F. 7 = 1 55368V2 = Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í Kristniboðshúsinu Betanía, Laufásveg 13, í kvöld kl. 8 30. Gunnar Sigurjónsson talar. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. Hörgshllð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindis í kvöld, miðviku- dag kl. 8 Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin I kvöld miðvikudag 6. marz. Verið velkomin. Fjölmennið. Filadelfla Systrafélag Fíladelfíu heldur félagsfund í kvöld kl. 20.30. Mætið vel og stundvlslega. Veit- ingar. Aríðandi umræður. Kvenfélag Árbæjarsóknar Fundur verður haldinn miðviku- daginn 6 marz kl. 20 30 í Árbæjarskóla. Gestur fundarins verður Heiðar Jónsson snyrtisér- fræðingur. Konur fjölmennið Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Heimatrúboðið Vakningarsamkoma að Óðins- götu 6A í kvöld kl. 20.30 Allir velkomnir. Barnaskemmtun Félags ein- stæðra foreldra verður endurtekin kl. 2. 9 marz i Austurbæjarbíói. Forsala að- göngumiða er á skrifstofunni I Traðarkotssundi. Filadelfla Reykjavík Munið systrafundinn miðviku- dag kl. 8 30. Mætið vel. Stjórnin. Stykkishólmskonur Gleymum ekki að hittast í Glæsi- bæ i kvöld. Húsmaeðrafélag Reykjavíkur Spilað verður bingó í félagsheimit- inu að Baldursgötu 9, miðvikudag- inn 6. marz kl. 8. Húsmæður fjölmennið. Stjórnin. Kvenstúdentar Opið hús að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 6. marz kl. 3—6 Fjölmennið og takið með ykkur gesti Stjórnin. Frá Sjálfsbjörg Reykjavík Spilum að Hátúni 12, miðvikudag- inn 6. marz kl. 8.30. Fjölmennið og takið með ykkur gesti Nefndin. Kvenfélag Langholtssóknar Afmælisfundur Kvenfélags Lang- holtssóknar verður haldinn þriðju- daginn 5. marz n.k. kl. 8 30. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Mætið vel og takið gesti með. Stjórnin. HépolÍTE Stimplar - Slífar og stimpilhringir Austin, flestar gerðir Chevrolet, 4,6,8 strokka Dodgefrá '55—'70 Ford, 6—8 strokka Cortina '60—-'70 Taunus, allar gerðir Zephyr, 4—6 str., '56—'70 Transit V-4 '65—'70 Fiat, allar gerðir Thames Trader, 4—6 strokka Ford D800 '65 Ford K300 '65 Benz, flestar gerðir, bensín og dísilhreyflar Rover Singer Hillman Skoda Moskvitch Perkins, 3—4 strokka Vauxhall Viva og Victor Bedford 300, 330, 456 cc Volvo, flestar gerðir bensín og dísilhreyflar Þ.Jónsson & Co Skeifan 17. Símar: 84515—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.