Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974
21
Frá Fiskisjúkdómanefnd:
Afskipti stjórnvalda af regn-
bogasilungi á Laxalóni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Fisk-
sjúkdómanefnd vegna fyrir-
spurnar á Alþingi um afskipti
stjórnvalda af regnbogasilungs-
eldi áLaxalóni.
Oddur Ólafsson, alþingismaður,
kom fram með fyrirspurn á Al-
þingi (fskj. 379) til landbúnaðar-
ráðherra um afskipti stjórnvalda
af regnbogasilungseldi Skúla
Pálssonar, Laxalóni. Landbúnað-
arráðherra óskaði umsagnar Fisk-
sjúkdómanefndar um málið og
fer hún hér á eftir:
1. SPURNING:
Hvernig hefur heilbrigðiseftir-
liti með eldisfiski í eldisstöðinni í
Laxalóni verið hagað frá stofnun
hennar til þessa dags? Hafa smit-
næmir sjúkdómar fundist f stöð-
inni?
SVAR:
Eins og kunnugt er voru regn-
bogasilungshrogn flutt frá Dan-
mörku árið 1951 að eldisstöðinni
Laxalóni við Grafarlæk. Af hálfu
landbúnaðarráðuneytisins voru
þá sett ýmis skilyrði fyrir þessum
innflutningi í varúðarskyni, svo
sem varðandi heilbrigðisvottorð,
sótthreinsun hrognanna og ein-
angrun þeirra. Talið er, að skil-
yrði þessi hafi ekki verið haldin
að fullu af innflytjanda.
Hrogn þau, sem hér um ræðir
komu frá dönskum fiskiræktar-
manni, Smidt Nissen Jöker í Egt-
ved. Við bæ þennan er „Egtved-
veikin“ kennd, en það er ban-
vænn veirusjúkdómur í regnboga-
silungi sem valdið hefur dönskum
fiskiræktarmönnum þyngri bú-
sifjum en allir aðrir fisksjúkdóm-
ar undanfarna tvo áratugi og hef-
ur kostað danska ríkið óhemju
fjárútlát. Er nú reynt að útrýma
sjúkdómnum með niðurskurði og
fiskiskiptum í þeimeldisstöðvum,
þar sem hann gerirmest tjón.
Fyrstu árin eftir að regnboga-
silungshrognin komu til landsins
var stofninum haldið einangruð-
um Síðar var sú kvöð lögð á eig-
anda regnbogasilungsins að lif-
andi fisk mætti ekki flytja frá
Laxalóni nema með leyfi land-
búnaðarráðuneytisins.
Hins vegar hafa aldrei verið
lagðar neinar hömlur af hálfu
hins opinbera á ræktun og eldi
regnbogasilungsins innan stöðv-
arinnar til slátrunar og sölu, en
það var að sögn eiganda tilgangur
hans með innflutningi og eldi
regnbogasilungs.
Til frekara öryggis voru að
frumkvæði landbúnaðarráðuneyt-
isins gerðar sýklarannsóknir á
regnbogasilungum í eldisstöðinni
árin 1955 og 1956. Einnig voru
rannsakaðir fiskar úr Grafarlæk,
en í hann fellur frárennsli eldis-
stöðvarinnar i Laxalóni, og þar
hefur regnbogasilungur verið að
staðaldi um margra ára skeið.
Fiskar þessir voru rannsakaðir
að Tilraunastöðinni að Keldum
og sérstök leit gerð að
sýklum þeim sem valda kýla-
pest í laxfiskum (Aeromonas
salmonicida). Ekki fundust
sýklar þessir við rannsóknirn-
jr. Miðað við úrtök þau sem rann-
sökuð voru, var talið að litlar lík-
ur væru á því að þessi sjúkdómur
leyndist í stofninum, en þó ekki
með ollu útilokað.
Eftir því sem þekking manna á
veirusjúkdómum óx síðustu tvo
áratugi, komu í ljós veirusjúk-
dómar 1 fiski vfða um lönd þar
sem vatnafiskur er alinn ekki síst
i Danmörku þaðan sem regnboga-
silungurinn var kominn og áður
er vikið að.
Var því af stjórnvöldum talið
varlegast að leyfa ekki flutning á
lifandi regnbogasilungi eða
hrognum til annarra staða innan-
lands.
I lögum um lax- og silungsveiði
sem tók gildi 25. júni 1970 er gert
ráð fyrir að sjúkdómum vatna-
fiska sé sinnt sérstaklega.
í lögum þessum er gert ráð fyr-
ir nefnd sérfróðra manna, Fisk-
sjúkdómanefnd, er starfi stjórn-
völdum til ráðuneytis. Frá því
snemma á árinu 1971 hefur hér
aðlæknirinn í Reykjavík að
frumkvæði Fisksjúkdómanefndar
haft eftirlit með eldisstöðinni að
Laxalóni, sem og öðrum eldis-
stöðvum I umdæmi hans, saman-
ber reglugerð er síðar var sett um
þaðefni (Regl. 70/1972).
Eftirlit þetta felst i því að dýra-
læknir kemur óvænt í heimsókn á
stöðvarnar, skoðar fisk, seiði og
hrogn sem þar eru f eldi með
tilliti til sjúkdómseinkenna. Ef á-
stæða er talin til tekur hann sýni
til krufningar eða frekari rann-
sóknar.
Þar sem aðstaða til rannsókna á
veirusjúkdómum i fiski hefur
ekki verið fyrir hendi hér á landi,
hafði landbúnaðarráðuneytið for-
göngu um það að fenginn var
danskur fisksjúkdómafræðingur
til þess að rannsaka sýni úr eldis-
stöðvum hér á landi með tilliti til
þess hvort veirusjúkdómar kynnu
að leynast þar. Þær rannsóknir
hófust haustið 1973 og er gert ráð
fyrir eðli málsins samkvæmt, að
þær standi yfir eitt ár hið
skemmsta.
Rannsóknir á einu úrtaki frá
eldisstöðinni í Laxalóni hafa þeg-
ar verið gerðar og fundust ekki
veirur í sýnunum. Blóðsýni sem
tekin voru á liðnu hausti úr stálp-
uðum regnbogasilungi frá Laxa
lóni reyndust innihalda mótefni
gegn svonefndri I.P.N. veiru. Er
óvíst hvernig beri að túlka þær
niðurstöður. Þá mun I.P.N. veirur
hafa fundist í sumum þeim fisk-
um sem aldir voru upp í Dan-
.nörku af regnbogasilungshrogn-
um frá Laxalóni, en á því gæti
verið sú skýring að þessi silungur
hafi sýkst í Danmörku þar sem
slíkar veirur eru landlægar.
Af þeim ástæðum, sem hér eru
raktar og þeirri bitru og dýr-
keyptu reynslu sem Danir og aðr-
ir hafa orðið fyrir af voldum fisk-
sjúkdóma, hefur verið talið rétt
að ljúka þeim veirurannsóknum,
sem nú eru í gangi áður en breytt
verður frá þeirri stefnu sem
mörkuð hefur verið varðandi
bann við flutningi á lifandi regn-
bogasilungi og regnbogasilungs-
hrognum frá Laxalóni til annarra-
staða hér innanland's.
Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning, sem nokkuð hefur gætt,
skal tekið fram, að engar hömlur
hafa verið lagðar á útflutning lax-
fiska eða_hrogna úr laxfislcum, en
hins vegar hafa ýmis lönd lagt
hömlur á slíkan innflutning hin
síðari ár, og veita þau aðeins inn-
flutningsleyfi frá íslandi gegn
vissum skilyrðum hverju sinni.
SPURNING 2:
Hafa komið upp sjúkdómar 1
nálægum eldisstöðvum eða ám, er
rekja mætti til eldisstöðvarinnar
1 Laxalóni?
SVAR:
Sem betur fer er ekki vitað til
þess að staðfestir hafi verið sjúk-
dómar í vatnafiski, sem rekja má
til eldisstöðvarinnar í Laxalóni,
enda vill svo heppilega til að vatn
það sem rennur gegnum eldis-
stöðina i Laxalóni fellur í lítinn
læk, Grafarlæk, beint til sjávar,
skamman veg.
Fiskeldisstöð sú við Grafarlæk,
sem háttvirtur fyrirspyrjandi
fékk á sinum tíma heimild til að
reisa ásamt öðrum á landi ríkisins
fær vatn beint úr tærum
uppsprettulindum i landareign
ríkissjóðs, en notar ekki vatn úr
Grafarlæknum svo vitað sé.
SPURNING 3:
Sé svo ekki eftir meira en 20
ára veru regnbogasilungsstofns-
ins i landinu, er þá eðlilegt að
neita um flutning stöðvarinnar á
annan og heppilegri stað?
SVAR:
Eins og þegar hef ur komið fram
stendur nú yfir rannsókn á þvi
Dietmar Plainer, austurrískur
hárgreiðslumeistari, er staddur
hér á landi þessa viku og er á leið
til Bandarfkjanna til að kenna og
sýna. Á fimmtudagskvöldið held-
ur Plainer sýningu að Hótel Borg
og gefst þá Reykvíkingum kostur
á að sjá hann vinna.
hvort leynast kunni veirusjúk-
dómar í eldisstöðvum hérlendis,
m.a. Laxalóni. Eftir reynslu siðari
ára geta smitberar leynst í eldis-
fiski árum samanþar sem skilyrði
eru hagstæð án þess að nokkurn
gruni. Áætlað er að rannsókn
þessi standi eitt ár hið skemmsta
og verða sýni tekin á mismunandi
árstímum.
Öþarfi ætti að vera að minna
háttvirta alþingisménn á þá
hörmulegu og dýrkeyptu reynslu
sem íslendingar hafa orðið fyrir
af völdum smitsjúkdóma búfjár
þrátt fyrir mikla varfærni i þeim
málum oft á tíðum. Þar er átt við
hina alþekktu sauðfjársjúkdóma,
mæðiveiki, garnaveiki, riðuveiki,
kýlapest o.s.frv. sem hingað hafa
borist með innflutningi.
Þess eru mörg dæmi að smit-
sjúkdómar í fiskum hafi borizt
landa milli með hrognum og
seiðum og oft valdið stórfelldu
tjóni. Afleiðing þess er svo m.a.
hinar ströngu hömlur á innflutn-
ingi vatnafisks og hrogna, sem
ýmsar þjóðir, t.d. Bandaríkja-
menn og Danir hafa sett hin sið-
ari ár og bitnað hafa að nokkru á
íslendingum.
Þeim mun minni sem þekking
manna er á fisksjúkdómum miðað
við sjúkdóma annarra dýrateg-
unda, þeim mun meiri ástæða er
tilþess að sýnaýtrustu varfærni í
þessum málum.
Við flutning regnbogasilungs-
stofns á nýjan stað austanfjalls
ber að hafa í huga að hér er um að
ræða nýja tegund í lífriki lands-
ins sem gæti dreifst um eitt
stærsta vatnasvæði landsins
hvernig sem um hnútana væri
búið í upphafi.
Hvaða afleiðingar það gæti haft
kann vist enginn fullhlit svör við.
Nefndin leggur því til, að land-
búnaðarráðuneytið fari með
fyllstu gát nú sem hingað tiL
Reykjavík, 18. febrúar 1974.
Ekið á kyrr-
stæða bíla
MÁNUDAGINN 4. marz kl.
08.12 var ekið á rauða Hillmanbif-
reið, R-37372, þar sem hún stóð á
bifreiðastæði við bílaverkstæði
Egils Vilhjálmssonar hf. við
Grettisgötu, og vinstra frambrett-
ið dældað. Sama morgun, kl.
08:30-12, var ekið á rauða Volks-
wagenbifreið, R-21538, á stæði við
KRON á Tunguvegi 19 og vinstra
afturbrettið dældað. — Þeir, sem
gætu gefið upplýsingar um
ákeyrslurnar, eru beðnir að láta
lögregluna vita.
Dietmar Plainer er forstjóri
fyrir Pivot Point I Evrópu og
heiðursfélagi í flestum stærstu
hárgreiðslufélögum heims. Hann
hefur haldið sýningar í 93
löndum og þykir einn af kunn-
ustu og ef tirsóttustu hárgreiðslu-
mönnum heims.
Hárgreiðslusýning
Dietmars Plainers
Annan vélstjóra
og háseta
vantar á Gylfa Örn frá Grindavík sem er að fara á
netaveiðar. Göð kjör fyrir vana menn. Upplýsingar í
sima 92-8154.
1. vélstjóra
vantar á skuttogarann Arnar Hu 1,
sem gerður er út frá Skagaströnd.
Ráðningartími frá 15. maí n.k. Upp-
lýsingar í síma 95-4620 og 95-4690.
Stúlkur óskast
í verkavinnu Veitingastofu Um-
ferðamiðstöðinni. Upplýsingar í
skrifstofunni BSÍ.