Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingár hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið. E ins og menn minnast, skoraði framkvæmda- stjórn Framsóknarflokks- ins á fólk að skrifa ekki undir áskorunarskjöl „Var- ins lands“. Að vísu var sú samþykkt gerð með naum- um meirihluta í fram- kvæmdastjórninni, en engu að síður var þar mörkuð stefna með lög- mætum hætti. Þrátt fyrir þessa áskorun skrifuðu margir framsóknarmenn undir og sumir beittu sér við undirskriftasöfnun, en að sjálfsögðu var áskorun þessi þó til þess fallin að draga úr árangri undir- skriftasöfnunarinnar. En þrátt fyrir það, að forusta annars stærsta stjórnmála- flokksins skoraði á menn að rita ekki undir áskrif- endaskjölin, varð árangur- inn svo glæsilegur að meira en helmingur kosn- ingabæra manna í landinu hefur skrifað undir. Ástæðan til áskorun- ar framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins var augljóslega sú, að ákveðin öfl í flokknum með Eystein Jónsson í broddi fylkingar eru staðákveðin í því að halda ríkisstjórninni sam- an, hvað sem á kann að ganga, og lagði Eysteinn ofurkapp á að fá samþykkt þessa gerða til að blíðka kommúnista. Og hann heldur áfram á sömu braut, þrátt fyrir ein- dreginn og ótvíræðan vilja mikils meirihluta þjóðar- innar, sem er því andvígur, að landið verði gert varnar- laust. Nú að undanförnu hafa forustumenn Framsóknar- flokksins og kommúnista stöðugt verið að þreifa fyr- ir sér um aðgerðir í varnar- málunum, sem þeir telja, að tryggt geti, að ríkis- stjórnin sitji áfram, þótt hún ekki hafi þingstyrk til að koma neinum málum í gegnum Alþingi. Kommún- istar vita, hvað þeir vilja í varnarmálunum, en fram- sóknarráðherrarnir eru tvístígandi eins og fyrri daginn. Enginn efast raun- ar um, að þeir geri sér í hjarta sínu grein fyrir nauðsyn þess, að varnir séu á íslandi, en þeir telja þó ennþá nauðsynlegra að sitja við völd, ekki sízt, þar sem nú er þjóðhátíðarár og gaman að vera fínt fólk í ríkisstjórn og forsæti á Al- þingi. Og hvað tjóar þá að vera að fárast yfir öryggis hagsmunum landsins. Ekki fer herinn svo skyndilega, að ekki sé unnt að njóta veizlugleðinnar, upphefð- arinnar og alls prjálsins enn um skeið. Að vfsu liggja skýlausar yfirlýsingar um það bæði frá forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra, að varnar- málin muni koma fyrir Al- þingi, en rfkisstjórnin eng- ar ákvarðanir taka án sam þykkis þingsins. Ljóst er, að á Alþingi er ekki meiri- hluti fyrir því að reka varnarliðið úr landi. Þess vegna hefur verið leitað að leiðum til að komast fram- hjá þinginu, en þá yrðu forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra að svíkja yf- irlýsingar sínar um að leggja málið fyrir Alþingi. Síðan mundi reynt að koma þinginu heim sem allra fyrst og stjórna síðan með bráðabirgðalögum, sem ríkisstjórnin þó veit, að þingfylgi er ekki fyrir, og mundu verða felld á haust- þingi. Þessar bollaleggingar stjórnarherranna sýna það hyldýpi spillingarinnar, sem vinstri stjórnin er sokkin í með lagaprófessor í broddi fylkingar. Skýlaus- ar yfirlýsingar ráðherra um mikilvægustu málefni þjóðarinnar, öryggis- og sjálfstæðismálin, er nú rætt um að svíkja með köldu blóði, og síðan er tal- að um að þverbrjóta þing- ræðisreglur með þvf að senda Alþingi heim og gefa út bráðabirgðalög, sem landslýður allur veit, að ekki er þingfylgi fyrir. Þótt Morgunblaðinu sé fullkunnugt um þessar bollaleggingar og ráða- gerðir í stjórnarherbúðun- um, vill það ekki trúa því, að Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og laga- prófessor, láti hafa sig til slfkra óheillaverka. Stjórn- málaferill hans yrði þá öm- urlegri en blaðið vill óska honum. En ill öfl sækja að honum úr öllum áttum, og þeir, sem kunnugastir eru, telja, að hann sé að bogna og muni láta að vilja kommúnista og Eysteins Jónssonar. Þeirra er ráða- bruggið og sumir mundu kannski segja, að þeirra væri þá líka ábyrgðin, en svo einfalt er málið ekki. Ólafur Jóhannesson hefur það á valdi sínu að fyrir- byggja, að níðzt verði á þingræðisreglum með jafn freklegum hætti og nú er verið að reyna og Tíminn er byrjaður að undirbúa í ritstjórnargreinum, sem Þórarinn Þórarinsson auð- vitað ritar með tilstyrk Ei- steins Jónssonar. Næstu vikur verður skorið úr um það, hvað ofan á verður í þessu efni, en eitt er ljóst: Framsókn- arflokkurinn mun ekki bera barr sitt eftir það að reyna að beita þeirri að- ferð í valdastreitunni, sem hér að framan hefur verið gerð að umræðuefni. • • OR Y GGISMALIN BITBEINIÐ Mikið er nú leiðinlegt að hlusta á þetta peningajarm I þessum blessuðum rithöfundum okkar sýknt og heilagt, segir fólk. Alþingismenn og ráðherrar stynja: Fyrir þessa menn er aldrei hægt að gera neitt, sem að gagni kemur, þeir eru aldrei ánægðir — og svo er hver höndin upp á móti annarri. Þeir, sem eru í úthlutunarnefndunum, eru skammaðir blóðugum skömmum, kallaðir mestu úrhrök veraldar, póli- tískir fjárhundar, jafnvel fasistar. Hver nennir að standa í þessu til lengdar? Almenningur svarar: Bezt að leggja niður alla styrki. Kaupsýslu- maður — ekki var hann þó bóksali — sagði nýlega við útvarpsmann: Listamenn eiga bara að vinna fyrir sér eins og aðrir Ætli þessi ágæti borgari hafi ekki einmitt orðað hugsun, sem víða brennur mönnum I brjósti? Nú er nýafstaðið allsherjar verkfall á (slandi, lokíð margra mánaða þófi og fjögurra daga vinnustöðvun Þetta kostaði þjóðina hundruð milljóna Allir, sem vettlingi geta valdið, fengu nokkurra þúsund kr. kauphækkun á mánuði, auk ýmis- konar fríðinda Mig minnir, að ég hafi lesið það ! Morgunblaðinu og jafnvel víðar, allar götur frá þvi ég lærði að stafa, að verkföll séu mikil ógæfa, borgi sig aldrei Mörg er nú spekiorð mannanna Sumir trúa því alla daga, að þessi kenning sé hinn klárasti sannleikur. Hitt er víst enn öruggari staðreynd, að eftir nokkra mánuði hafa valdhafar jafnan náð kaupuppbótinni af launþegum aftur. Einu mennirnir á (slandi, sem aldrei gera verkfall, eru einmitt lista- menn Hvernig er þeim þá skammtað? Hefur hagur þeirra batnað á undanförnum árum, ef miðað er við aukinn fjölda, fjölgun þjóðarinnar og batnandi efnahag. Ég gerði dálítla úttekt á þessu fyrir tveimur árum og ritaði greinar um það ! Morgunblaðið Mig minnir, að útkoman hafi ekki verið hagstæð fyrir rithöfunda En víkjum aftur að kröfu kaup- vinna rn’ir sýslumannsins um að listamenn vinni fyrir sér. Hvað er nú átt við? Er verið að gera kröfu til þess, að listamenn gæti þess, að framleiðsla þeirra sé þannig úr garði gerð, að fólk vilji kaupa? Eða er kannski ætlazt til þess, að listamenn vinni fyrir sér og sínum með sama hætti og aðrir borgarar og noti siðan tóm- stundir sínar til listiðkana? En er það nú ekki einmitt þetta, annaðhvort eða hvorttveggja, sem verið hefur og er hlutskipti Islenzkra listamanna? Hefur þeim ekki farnazt bezt, sem hliðsjón hafa haft af smekk almennings og tekizt hefur að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þetta sé hinn gullni meðalvegur? En það eru til fleiri lausnir. Ein er sú, að fara sínar eigin leiðir, sætta sig við að koma litlu I verk, vinna smásigra — eða jafnvel tapa — slá þó aldrei undan kröfum listar sinnar. Mörgum er þessi afstaða svo sjálf- sögð að þeir þurfa aldrei að spyrja samvizku slna ráða. Upp úr hópi þessara manna risa svo hinir örfáu, sem kallaðir eru snillingar. Kaupsýslumaðurinn sagði: þeir eiga að vinna fyrir sér — Skyldi hann, eða þeir aðrir, sem þannig hugsa, aldrei hafa átt leið framhjá húsi og garði listamannsins við Sigtún i Reykjavík? Ætli Ásmundur Sveinsson hafi aldrei þurft að taka til hendinni? Vissulega gæti hann selt verk sin fyrir margar milljónir til Amerlku. Það eru líka margir rit- höfundar á íslandi, sem ritað hafa uppi 40 bækur, skyldi engin vinna liggja þar að baki? Og þó hafa engir þeirra orðið ríkir. Þetta er náttúrlega augljóst, þegar á það hefur verið bent. Fyrir að skrifa metsölubók fær rithöfundur svo lága upphæð, að hann þyrfti að skrifa þrjár til fjórar bækur til þess að verða hálfdrættingur venjulegs borgara, ef hann gerði ekkert annað en þjóna list sinni. Ritlaun eru svo lág, að fyrir 200—300 blaðsiðna bók fær viðurkenndur höfundur í fæstum tilfellum meir en 125—150 þúsund krónur i sinn hlut, ef um Ijóðskáld er að ræða oft þriðjungi eða helmingi minna. Ef 60—120 þúsund'króna laun úr ríkissjóði bætast þar við sjá menn hve arðvænlegt það er að vera rit- höfundur. Flestir höfundar eru lengur en ár með bók sína i smið- um, Ijóðskáld oftast fjögur til fimm ár. Þá verða menn að hafa það í huga, að að baki þess, sem sést á prenti, liggur mikil vinna, sem enginn fær að vita um Fæst Ijóð- skáld koma þvi i verk að gefa út nema nokkur Ijóðakver, fylla þar ekki einu sinni tuginn, En slik kver er ekki hægt að hrista fram úr ermi sér, ef vandað er kvæða í valnum. allt það, sem hefur mislukkazt, og við þau hefur vinnan oft ekki verið minni en hin. Hvert kvæði á sér margar gerðir, óteljandi hreinritanir. Allt hefur þetta hafnað í bréfakörf- unni, nerna þetta eina, sem almenn- ingur fær að sjá. Nema þetta eina, segi ég. Jafnvel það, að koma þvi sér bezta á prent getur orðið höfundi dýrt spaug. Það er kannski ekki undarlegt þótt þeir menn, sem mest binda hug sinn við hin tímanlegu verðmæti og verðleggja allt eins og vöru, sem á að selja, eigi örðugt með að skilja, að það geti legið mikið starf að baki verka, sem aldrei verða metin til fjár — verka, sem þó verður að vinna, ef þjóðin á að lifa. Starf listamanna sinna verða beztu og víðsýnustu menn þjóðarinnar að meta og gjalda þeim eins vel og þjóðin hefur ráð á. Meiri kröfur er heldur ekki hægt að gera til hennar á hverjum tima. En þá spyrja ýmsir: á þjóðfélagið að brauðfæða alla þá, sem þykjast vera listamenn? Nei, auðvitað ekki. Það vill nú svo vel til, að listamenn skera sig úr öðrum með ýmsum hætti. Fyrir glögga menn eru þeir auðþekktir. En vissulega eru þar margir kallaðir, fáir útvaldir. En hvers vegna tekst þá alltaf svona illa með allar úthlutanir lista- mannalauna? Allar er kannski of mikið sagt. Það hljóta alltaf að verða mistök í þessu sambandi og þau skera mest i augu. En höfuðmeinið i flestum tilfellum er það, að hér er um fulltrúa stjórnmálaflokkanna að ræða. Það er fyrst og fremst pólitík- in sem blindar jafnvel hina greind ustu og góðviljuðustu menn. Úthlut- un listamannalauna í öllum greinum má ekki fela einni og sömu nefnd- inni. Það er óhugsandi, að í nokkr- um sjö manna hópi séu allir — jafnvel ekki meirihluti þeirra — svo vel af guði gerðir, að þeir hafi af- burða dómgreind eða vit á öllum listgreinum. Úthlutunarféð er alltof naumt skammtað handa jafn mörg- um. Svo hefur enginn enn fengið að vita, hvort verið er að styrkja eða verðlauna Það, sem nú þarf að gera, er þetta: kollvarpa núverandi kerfi og setja ný lög. Ég geri hér aðeíns tillögur varðandi rithöfunda. Núverandí heiðurslaunaflokkur má standa á meðan þeír lifa, sem nú eru þar, en það á ekki að bæta manni í þann hóp framar. Þegar rithöfundur, sem þar er nú, fellur frá renni hans fjárhluti i Rithöfunda sjóð íslands. Heildarframlag til rit- höfunda verði: Það, sem áður var hlutur þeirra af listamannalaunum og starfsstyrkjum listamanna, að ó- gleymdri hinni nýfengnu viðbótarrit- launasummu. Ennfremur falli til þessa sjóðs ákveðinn hluti bóka- safnsfjár. Upphæðir nefni ég hér ekki, en auðvitað yrðu þær — vegna aukinnar dýrtlðar og annarra ástæðna — að vera nokkru hærri en áður hefur verið. Yfir þennan allsherjar rithöfunda- sjóð yrði svo að setja stjórn og úthlutunarreglur. Ég teldi heppilegt, að með ákveðnu árabili yrði nýtt blóð látið renna til þessarar stjórnar, svo að sömu mennirnir gætu ekki orðið þar mosavaxnir. Kjörgengir ættu ekki að vera menn, sem sitja i háum, pólitískum áhrifastöðum, heldur menn með sérþekkingu á bókmenntum eða þjóðkunnir smekkmenn i þeim greinum. Svo vil ég, að sem mest jafnaðar- mennska riki í úthlutuninni. Ég get ekki lýst því nákvæmlega hér eftir hvaða meginreglum á að fara. Eitt má ég-til með að taka fram: ég vil, að þeir, sem nú þegar hafa hlotið það launaöryggi, sem fylgir vali i hærri launaflokk núverandi kerfis, haldi sinum hlut áfram sem nokkurskonar starfstryggingu. Enn- fremur vil ég, að þeir, sem nú eru í þeim sætum, fái að velja sér nýja félaga i þann flokk eða að gera tillögur um þá. Ætlast ég til, að þeir rithöfundar, sem í áratugi hafa sýnt köllun sinni trúnað, jafnvel þótt um árangur sumra þeirra geti verið skiptar skoðanir, fái á efri árum nokkra umbun. Geri ég tillögu um að a.m.k. 10—12 menn bætist strax á næsta ári í launatrygginga- flokkinn. Að öðru leyti bíð ég eftir tillögum nefndar þeirrar, sem menntamála- ráðherra hefur skipað vegna viðbót- arritlaunanna. Þetta er þriðja grein mín um hags- munamál rithöfunda nú I vetur. — Tveir menn hafa gert nokkrar at- hugasemdir við þær fyrri. Kannski svara ég þeim siðar, einkum ef frek- ari umræður verða. — En þetta, eins og áður er sagt, samkvæmt nýjum úthlutunarlögum, sem gilda fyrir rithöfunda eina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.