Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 17
Fjórir
urðu
efstir og
jafnir í
Hastings
Á HINU árlega jólaskák-
móti í Hastings var
keppnin nú meira spenn-
andi en nokkru sinni
fyrr og lauk svo, að
fjórir urðu efstir og
jafnir. Sigurvegararnir,
sem allir hlutu 10 vinn-
inga, voru þeir Mikhail
Tal og Gennady Kusmin
frá Sovétríkjunum, ung-
verski stórmeistarinn
Szabó og Hollendingur-
inn Jan Timman. Önnur
úrslit urðu sem hér
segir: 5. Gligoric
(Júgósl) 9(4 v., 6. Keene
Skák
eftir
JÓN Þ. ÞÓR
(Engl.) 9 v., 7. Adorjan
(Ungv.l.) 8(4, 8.—9.
Benkö (U.S.A.) og
Hartston (Engl.) 7(4, 10.
Basman (Engl) 7 v., 11.
Suttles (Kanada) 6(4, 12.
Pytel (Pólland) 6 v., 13.
Miles (Engl.) 5(4,
14.—15. Garcia (Kúbu)
og Stean (Engl.) 5 v., 16.
Rellstab (V.-Þýzkal.) 3
v.
Stórmeistararnir
drógust saman í fyrstu
umferðunum og eftir 7
umferðir höfðu þeir teflt
saman 22 skákir og þar
af hafði 20 lokið með
jafntefli í færri leikjum
en 20! Hollendingurinn
Timman hafði þá foryst-
una með 6 v. og ýtti það
heldur betur við þeim
stóru. í 10. umferð tap-
aði Timman fyrir Keene
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
17
og í þeirri 12. tókst Glig-
oric að sigra Kusmin
með svörtu. Eftir 12 um-
ferðir voru þeir Kusmin,
Szabó og Tal í efstu sæt-
unum og virtust öruggir
um sigur. En Englend-
ingurinn Miles var hetja
lokaumferðanna. I næst-
síðustu umferðinni sigr-
aði hann Kusmin og í
þeirri síðustu gerði hann
jafntefli við Tal. Miles
hefur nú teflt sjö skákir
gegn sovézkum stór-
meisturum, hann hefur
unnið tvær, en orðið að
sætta sig við jafntefli í
hinumfimm.
Hér kemur nú ein skemmti-
leg skák frá mótinu:
Hvítt:G. Kusmin (Sovétríkin)
Svart: K. Pytel (Pólland)
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— a6, 6. Bg5 — Rc6,
(Með þessum leik beinir
svartur skákinni inn i farveg
Rauzerafbrigðisins. Með 6. —
a6 gat hann haldið sig við af-
brigði Najdorfs).
7. Dd2 — e6, 8. 0-0-0 — Bd7, 9.
f4 — Be7, 10. Rf3
(Hvítur hótar nú að leika e5
og því verður svartur að svara
með mótsókn á drottningar-
væng).
10. — b5, 11. Bxf6
(í skákinni Kestler —
Spassky, Dortmund 1973, varð
áframhaldið: 11. e5 — b4, 12.
exf6 — bxc3, 13. Dxc3 — gxf6,
14. Bh4 — d5 og svartur náði
vinningsstöðu).
II. — gxf6, 12. f5
(í 18. skák heimsmeistara-
einvígisins lék Fischer hér 12.
Bd3, en hafði heldur lítið upp-
úr krafsinu).
12. — Db6, 13. fxe6 — fxe6, 14.
Re2!
(Byrjunin á skemmtilegum
liðsflutningum, sem miða að
sókn gegn peðinu á e6).
14. — Re5, 15. Rf4 — Rc4, 16.
Bxc4 — bxc4, 17. Dc3!
(Hér stendur drottningin
bezt, eins og síðar kemur í
ljós).
17.— 0 0, 18. Rd4 —d5,
(Ekki 18. — e5 vegna 19.
Rd5 og ef nú 19. — exd4 þá 20.
Dg3 +)
19. exd5 — e5, 20. Rfe6 —
exd4, 21. Dg3+ — Kf7, 22.
Dg7 + — Ke8, 23. Hhel
(Sterkara en 23. Rxf8).
23. — c3,
(Hér kom e.t.v. ekki síður til
álita að leika 23. — Hb8).
24. b3 — Bxe6, 25. Hxe6 —
Dc5, 26. Hdel — Ha7, 27. Kdl
— Kd8,
(Eða 27. — Hf7, 28. Dg8+ —
Hf8, 29. Dxh7 — Kd8, 30. Dg7!
og hvítur vinnur. Annar
möguleiki var 27. — d3, t.d. 28.
d6 — dxc2+, 29. Kcl! — Da3+,
30. Kxc2 — Db2+, 31. Kd3 —
Dd2 + , 32. Kc4 — Df4+, 33. Kc5
— Df5 +, 34. Kb6 — Db5 +, 35.
Kxa7 — Dc5+, 36. Kxa6 —
Dc6+, 37. Ka5 — Dc5+, 38.
Ka4 — Da7 + , 39. Kb5 og hviti
kóngurinn sleppur úi'þráskák-
inni. Nú vinnur hvítur þving-
að).
28. Ilxe7 — Hxe7, 29. Dxf8+ —
Kd7, 30. Hxe7 + — Dxe7, 31.
Dxe7+ — Kxe7, 32. Ke2 —
Kd6, 33. Kd3 — Kxd5, 34. b4 og
svartur gafst upp.
Jón Þ. Þór.
Erlendar bækxtr
Handlingens dag
Þessi bók er eftir þýzka konu,
Hiltgunt Zassenhaus, og mun
vera rituð á ensku og ber þá
titilinn „Walis“. Hiltgunt
Zassenhaus var kölluð „engill-
inn í fengelsum" meðal noskra
fanga í fangabúðum Hitlers á
stríðsárunum. Hún vann þar
fórn fúst og áhættusamt starf
til að reyna að bæta aðbúnað
fanganna og hefur í Noregi ver-
ið heiðruð fyrir frammistöðu
sína.
I bókinni segir Hiltgunt frá
æsku sinni i Þýzkalandi, þegar
nasisminn er að ryðja sér braut,
allt frá þvf hún sem 17 ára
gamall menntaskólanemi neit-
ar að heilsa með Hitlerskveðj-
unni og þangað til Þýzkaland
gefst upp 1945. Hún segir frá
þeim tvöfalda leik, sem hún
neyddist til að leika til að halda
lífi og í bókinni kemur fram, að
iðulega mátti litlu muna, að
hún væri ekki grunuð um
græsku. Raunar virðist svo sem
yfirmenn hennar hafi oft af
ráðnum hug séð í gegnum fing-
ur við hana, og vi 11 hún þar með
sennilega gefa til kynna, að
ekki hafi allir Þjóðverjar verið
jafn blindir af Hitler og þeir
létu.
Bókin er ákaflega lipurlega
skrifuð og laus við alla væmni.
Skynja má óttann, 'sem fólkið
hrærðist í, hvarvetna í þessari
bók.
í formála segir höfundurinn
frá ferð, sem hún fór til Austur-
Berlínar, þar sem forlag þar
hafði sýnt áhuga á að gefa bók
hennar út. Aftur á móti er
minnzt á guð nokkrum sinnum 1
bókinni. Það þarf að strika út.
Þegar hún fæst ekki til að gera
umbeðnar breytingar verður
ekki af útgáfu.
Eftir styrjöldina fluttist Hilt-
gunt Zassenhaus tilDanmerkur
og lauk þar embættisprófi 1
læknisfræði. Hún fluttist til
Bandarikjanna árið 1951 og
hefur búið þar siðan.
Það er norska forlagið Asche-
Hiltgunt Zassenhaus.
houg & Co. i Osló, sem gefur
bókina út og er hún þýdd, lík-
lega úr ensku, af Reidar Gjör-
ven.
Þetta er í heild hin læsileg-
asta bók og áhrifamikil aflestr-
ar á sinn hreina og einfalda
hátt.
„Konurnar í lífi
Mussolinis”
Bókin er eftir Vittorio Mussolini, elzta son
italska einræðisherrans og heitir á ensku
„Mussolini — the tragic women in his life“.
Bókin ber þess merki eins og eðlilegt verður að
teljast, að sonur Mussolinis leggur sig fram um
að draga fram í dagsljósið hinar menneskjulegri
hliðar föður sins. Stríðið er yfirleitt heldur
fjarlægt í bókinni: fjölskyldulifið situr i fyrir-
rúmi. Um afleiðingar er þó fjallað, m.a. greint
frá því, er hann lét lífláta tengdason sinn fyrir
að sitja á svikráðum við sig, ásamt nokkrum
fleirum. Á bókarkápu er gefið í skyn, að fjallað
sé um ástasamband Mussolinis og hjákonu hans,
Clöru Petacci, sem var drepin um leið og
Mussolini. Aftur á móti kemur í ljós við lestur,
að Vittorio vill sem minnst tala um það sam-
band, en hann er mildari i umtali sínu um Clöru
Petacci en almennt hefði mátt ætla.
Þessi bók veldur nokkrum vonbrigðum. Hún
er sjálfsagt skrifuð í þeim tilgangi, sem að
framan getur: að sýna manneskjuna, en ekki þá
stríðsóðu ófreskju, sem margir hafa stimplað
hann. Vegna þess hve viðkvæmni sonarins er
mikil gagnvart föður sinum, vegna þess hann
hefur ekki hugrekki til að sýna fulla hreinskilni
og vegna þess að kannski skortir á það um-
burðarlyndi, sem lesandinn telur Vittorio ætla
að sýna, þá missir bókin marks. Hún er þekkileg
aflestrar og hvergi leiðinleg. En hún breytir
engu, skýrir hvorki né afsakar Mussolini, vekur
ekki samúð með honum og við erum að lestri
loknumekki miklu nær.
Bókin kom út á ensku og ítölsku á sl. ári. I
Bretlandi kom hún út áforlaginu: New Engilish
Library.
„EITTHVAÐ, SEM ÞÚ
EI FÆRÐ HÖNDLAД
„EITTHVAÐ, sem þú ei færð
höndlað" gæti bókin „Det er
noe du ikke kan fá“ heitið á
íslenzku. Höfundur er ungur
maður, Bernt Vestre, sem sendi
frá sér árið 1972 bókina „En
hane til Asklepios" og gat sér
mikið orð fyrir. ,J)et er noe du
ikke kan fá“ mun sennilega
flokkast undir að vera saka-
málasaga, en hún sver sig dá-
lítið í átt við bækur Georges
Simenon að þvi leyti, aðlesand-
ann skiptir ekki meginmáli
hver endalokin verða, heldur
hvernig sögunni vindur fram.
Söguþráðurinn í þessari bók
er sá, að ungur auglýsingatexta-
höfundur, Peter Kessel, sem er
nýskilinn við eiginkonu sína,
ætlar að koma í heimsókn til
Frede, fornvinar síns frá því að
báðir voru ungir og róttækir
stúdentar. Hann hittir fyrir á
heimilinu föður Frede, málar-
ann Hanner, og Lenu, unga
stúlku, sem hann getur ekki
alls kostar áttað sig á hver er,
Bernt Vestre
né hver er staða hennar á heim-
ilinu. Frede er aftur á móti
horfinn, eins og jörðin hafi
gléypt hann. Enginn virðist
geta eða vilja upplýsa, hvað
fyrir hann hefur komið. En
smám saman er ýmislegt dregið
fram um gerðir Frede, sem
verður til glöggvunar á stöðu
hans og gerðum. Kannski var
það hann, sem kom sprengj-
unni fynr f sendiráðið. Kannski
var það ekki hann heldur ein-
hver allt annar. Það skiptir
ekki meginmáli, en eitthvað
óhreint er á samvizkunni hans.
Bókinni lýkur á þann veg, að
lögreglan og þremenningarnir,
faðirinn, vinurinn og Lena,
hafa upp á felustað Frede en
um endalokin er óþarfi að tjá
sig.
Vel er skiljanlegt, að þessi
höfundur hafi fengið góða
dóma því að bókin er með
afbrigðum spennandi og erfitt
að leggja hana frá sér fyrr en
að lestri loknum. Og þó er
manni sama um þokupersón-
una Frede. Kannski er bókin
enn meira afrek einmitt sakir
þessa.
Forlagið Aschehong & Co i
Noregi gefur bókina út.
h.k.