Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
25
fclk f
fréttum
Á skjánum
Föstudagur
8. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandarískur kúrekamyndaflokkur.
Táp og f jör
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshom
Fréttaskýringaþáttur um innlend mál-
efni.
Umsjónarmaður ólafur Ragnarsson.
22.05 Lítið skákmót í sjónvarpssal
2. skák. Þátttakendur eru Guðmundur
Sigurjónsson, hvitt, og Friðrik Ólafs-
son, svart.
Skákskýringar flytur Guðmundur Am-
laugsson, rektor.
22.35 1 ró og næði
Danskur sjónvarpsleikþáttur.
Aðalhlutverk Henning Moritzen.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Aðalpersónan er roskinn fjármála-
maður, sem varið hefur stórfétil kaupa
á tækjabúnaði, sem tryggja skal öryggi
hans i heimahúsum, og lýsir leikurinn
samskiptum hans við unga stúlku, er
hann hef ur sér til afþreyingar.
(Nordvisim—Danska sjónvarpið)
23.05 Dagskrárlok
ffclk í
fjclmiðlum
DANINN SLÓ SKOTUNUM VIÐ 1 SKOZKUM ÞJÓÐ-
LÖGUM!
Jens Christensen er ákafur áhugamaSur um skozka og írska þjóðlagatónlist og
hefur sjálfur fengizt við að flytja hana. En sem stendur er hans aðaláhugamál að
kynna þessa tónlist fyrir löndum sínum Dönum, ekki með því að leika hana
sjálfur, heldur með því að standa fyrir tónleikaferðum skozkra og írskra
listamanna um Danmörku. Sjálfur íhugar hann nú að setjast að í Skotlandi vegna
ástar sinnar á þessari tónlist. — Skemmtileg er sagan af því, er Jens var í
Skotlandi í fyrra og var drifinn í keppni, þar sem auk hans voru 64 Skotar, í
skozkum þjóðlagasöng. Kunnir listamenn voru dómarar — og þeim leizt svo vel á
Jens og flutning hans, að hann lenti í fimmta sæti, fyrir ofan 60 Skota!
Útvarp Reykjavík #
FIMMTUDAGUR
7. marz
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfini kl. 7.20. Fréttir kl.
7.30,8.15 (og forustugr.dagbl), 9.00og
10.00.
Morgunbæn k L 7.55.
Morgunstund bamanna kL 8.45. Þoe
leifur Hauksson les f ramhald sögunnar
„Elsku Míó minn“ eftir Astrid Lind-
gren (6).
Morgunleikfimi kL 9.20. Tilkynningar
kL 9.30.
Þingf réttir kL 9.45. Létt lög á mi lli liða.
Við sjóirai kl. 10.25: Jón Jónsson foi*
stjóri hafrannsóknarstofnunarinnar
flytur erindn Alþjóðleg samvinna á
sviði fiskveða.
Morgunpopp kL 10.40: Gilbert O’SulIi-
van syngur.
Hljómplötusafnið kL 11.00: (endurt
þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Á frívaktinni
Ása Jóhannesdóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
14.30 Guð þarfnastþinna handa
Þáttur um æskulýðs- og hjálparstarf
kirkjunnar.
15.00 Miðdegistónleikar:
Svjatoslav Rikhter leikur pianólög eft-
ir Chopin og RaveL Christa Ludwig
syngur lög eftirBrahms og Schubert.
John Williams leikur gitarkonsert eftir
Rodrigo ásamt félögum úr Sinfóníu-
hljómsveitinni FTladelfiu: Eugene
Ormandy stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
16.45 Bamatimi: Agústa Björnsdóttir
stjómar
Frásagnir úr Laxárdal i SuðurÞingeyj-
arsýslu
a Úr bemskuminningum Daviðs Ás-
kellssonar. Knútur R. Magnússon les.
b (Jr minningarblöðum Huldu skáld-
konu
GerðurGuðmundsdóttirBjarklind les.
17.30 Framburðarkennsla f ensku
17.40 Tónleikar
18.00 Heilnæmir lífshættir. Björn L
Jónsson læknirflytur erindi:
Hvaðgetum við af dýrum lært?
18.15 Tónleikar. T1 Ikynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur
þáttinn.
19.30 Bókaspjall
Umsjcnarmaður: Sigurður A. Magnús-
son.
19.50 tskfmunni
Myndlistarþáttur i umsjá Gylfa
Gíslasonar.
20.30 Einsöngur I útvarpssal: Margit
Tuure frá Finnlandi syngur lög eftir
Toivi Kuula og Yrjö Kilpinen; Meri
Louhosleikur ápianó.
20.50 Leikrit: .JEigi má sköpum renna“
(Mourning becomes Electra) eftir
Eugene O’Neill (áður útv. í nóvember
1960)
Þriðjihluti: „Skuld" (TheHaunted)
Þýðandi: Árni Guðnason. Leikstjóri:
Gísli Halldórsson.
Persónur og leikendur:
Lavinia Helga Bachmann
Orin................Helgi Skúlason
Pétur ..........Guðmundur Pálsson
Hazel..............Kristbjörg Kjeld
Set .................Lárus Pálsson
Amos ...........ValdemarHelgason
IraMackel Brynjólfur Jóhannesson
JoeSilva .......Jón Sigurbjörnsson
Abus Small ...........ÆvarKvaran
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passfusá lm a ( 22)
22.25 Kvöldsagan: „Vöggu\isa“ eftir
Elfas Ma r
Höf undur les (6)
22.45 Mannstu eftirþessu?
Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar
Jónssonar pianóleikara.
23.30 Fréttirí stuttu máli Dagskrárlok.
RÍKISKASSINN
TÓMUR
Síðan Mogens Glistrup komst
fyrir alvöru í sviðsljósið hafa
Danir velt fyrir sér, hvers
vegna sumir sleppi við að borga
skattana sína, en aðrir ekki.
Ljóst er, að skattalögin dönsku
eru gloppótt, og ýmsir svíkja
hreinlega undan skatti með ein-
hverju móti. Og hver áhrif hafa
þessir „týndu“ skattar haft á
fjárhag danska ríkisins? Per
Hækkerup, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra dönsku stjórnar-
innar — og heiðursgestur á
pressuballi á íslandi — er mik-
ill grínisti, og i tilefni af ösku-
degi og öllu því sýndi hann
blaðaljósmyndara ofan í kassa,
sem hann kvað vera ríkiskass-
ann. Og kassinn var auðvitað
galtómur — ,,týndu“ skattarnir
voru þar ekki.
Finnskar listakonur í útvarpssal
I KVÖLD kl. 20.30 er einsöngur
I útvarpssal, og söngvari er
finnska söngkonan Margit
Tuure Laurila. Margit var hér í
febrúarmánuði sl. og söng þá f
Laugarneskirkju.
Margit Tuure er ein bezta
Ijóðasöngkona Finna, og undir-
leikari hennar, Meri Louhos, er
einnig kunnur listamaður í
heimalandi sfnu. Auk þess sem
Meri gerir talsvert af því að
annast undirleik og koma fram
á einleikshljómleikum, er hún
kennari við Sfbelfusarakademí-
una f Helsingfors. Auk þess
starfar hún við finnska útvarp-
ið og annast þar óskalagaþátt
unnenda sígildrar tónlistar.
Margit Tuure hefur komið
áður til Islands — árið 1965
hélt hún hér tónleika og vann
þá hjarta íslenzkra hljóm-
leikagesta.
Á erfisskránni f kvöld eru lög
eftir tvö finnsk tónskáld, Toivi
Kuula og Yrjö Kilpinen.
John Williams leik-
ur gítarkonsert
t DAG kl. 15.00 eru miðdegis-
tónleikar að vanda, og meðal
þess, sem þá verður á boðstól-
um, er gftarkonsert eftir Rod-
erigo. Einleikarinn er John
Williams, sem leikur með sin-
fónfuhljómsveitinni f Ffladel-
ffu. Eins og margir minnast,
var John Williams hér f vetur
og lét þá þetta sama verk með
Sinfónfuhljómsveit fslands, en
stjórnandi á þeim tónleikum
var Vladimir Ashkenazy.
KRISTUR KVIK-
MYNDAÐUR
í LÍBÝU
Danski kvikmyndagerðar-
maðurinn Jens Jörgen Thorsen
hefur vakið gífurlega hneyksl-
un og ákafa reiði manna viða
um heim með fyrirætlunum
sínum um að gera kvikmynd
um kynlíf Krists. Myndin, sem
á að heita „Hin mörgu andlit
Jesú Krists“, fékkst ekki tekin í
Frakklandi vegna ákvörðunar
stjórnvalda, sem bönnuðu það,
en Jens dó ekki ráðalaus og nú
er komið í ljós að hann ætlar að
taka myndina í Líbýu. Ekki er
vitað hvenær upptökurnar hefj-
ast, en fjárstuðning hefur Jens
fengið nægan frá ýmsum fjár-
sterkum aðilum og auglýsingu
feikinóga. Og þótt danska kvik-
myndastofnunin hafa dregið til
baka loforð sitt um 7 milljóna
króna (ísl.) lán til myndarinn-
ar, er öruggt að myndin verður
gerð; hagsmunir hinna fjár-
sterku aðila sjá til þess. —
Myndin er af Jens Jörgen Thor-
sen.