Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
Myndin er tekin inni við Skeiðarvog og má þar sjá, hversu illa
umferðareyjan er leikin. (Ljósm. IVIbl. Sv. Þorm.).
• •
Okumenn spilla
grœnu blettunum
GEYSILEG spjöll hafa verið
unnin síðustu daga á ýmsum
grænum svæðum borgarinnar
og umferðareyjum af völdum
umferðar, sem er í þvf fólgin,
að ökumenn hirða ekki að taka
á sig smá krók heldur fara
beint af augum yfir þessa gróð-
urbletti. Að sögn Jóhanns
Kristjánssonar yfirverkstjóra
hjá Reykjavfkurborg eru sum
svæðin mjög illa farin af þess-
um sökum og taldi hann tjónið
skipta tugum ef ekki hundruð-
um þúsunda króna.
,,Mér er það óskiljanlegt, að
menn, sem hafa svona gaman af
því að aka, skuli ekki nenna að
taka á sig smá krók,“ sagði Jó-
hann. Hann sagði, að einna
verst væri ástandið f Skeiðar-
vogi gegnt Njörvasundi og eins
við Kringlumýrarbraut, þar
sem Laugarnesveginum hefur
verið lokað. Einnig ber á
skemmdum inni við Skeifu við
Miklubraut og við Sundlaug-
arnar í Laugardal.
Við Kringlumýrarbrautina er
augljdst, að þar hafa menn
komið á bílum sínum eftir
augarnesveginum og hitt á
hii.drunina, þar sem honum er
lokað við Kringlumýrarbraut.
Þeir hafa þá ekki verið að hafa
fyrir því að taka á sig krók
heldur ekið yfir grasblettinn
þar og út á Kringlumýrarbraut-
ina. Eru skemmdirnar þar svo
miklar, að vinna verður allt
svæðið upp á nýjan leik.
Inni við Skeiðarvog háttar
svo til, að þeir, sem koma út úr
Njörvasundi, verða að fara upp
á Langholtsveg og krækja þar
fyrir eyjuna ef þeir ætla niður f
Elliðaárvoginn. Þetta hafa
menn ekki nennt að leggja á
sig, heldur fara beint yfir
eyjuna, stytztu leið. Þá ber mik-
ið á því, að vélhjólapiltar geri
sér að leik að spæna upp gras-
flatir víða í bænum.
Jóhann sagði, að þessi grænu
svæði væru einmitt viðkvæm-
ust á þessum tima árs — frostið
væri á 10—20 sm dýpi og mjög
votur jarðvegur þar ofan á —
þess vegna væru skemmdirnar
jafn miklar og raun ber vitni.
Trjágarður opnaður við rafstöðina
Hráefnisskortur í plastiðnaði ekki
verulegur, en miklar verðhækkanir
STRAX í vor hyggst Rafmagns-
veita Reykjavíkur byrja að
hreinsa til og fegra í samræmi við
áætlun um skipulag við Elliðaár.
þa'r sem Arbæjarsvæðið á að
ganga fyrir um framkvæmdir. Á
árbakkanum milli varastöðvar-
innar og oliugeymis hefur verið
mikið geymslusvæði fyrir rafveit-
una, sem nú verður fjarlægt, og
árbakkinn verður þar auður og
aðgengiiegur.
Þá kom það fram hjá Hafliða
Samninga-
viðræður við
flugmenn o.fl.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR við
flugmenn, flugvélstjóra og flug-
virkja eru nú að hefjast.en samn-
Jónssyni garðyrkjustjóra á blaða-
mannafundi nýlega, að Rafmagns-
veitan ætlaði að leggja til sem
trjágarð fyrir almenning neðri
hlutana af fallegum trjágörðum,
sem ræktaðir hafa verið við þrjú
starfsmannahús Rafveitunnar of-
an við rafstöðvarhúsið, en þeir
liggja að veginum upp að Arbæ.
Þarna eiga að koma göngustígar
inn eftir, samkvæmt áætlun, og
myndar þá þessi fallegi trjágarð-
urfagran útivistarreit.
ingar þeirra, sem gerðir voru í
maf f fyrra eru runnir út. Þá
fengu flugmenn um 50% kaup-
hækkun og nú krefjast þeir um
30% til 40% kauphækkunar.
Flugvirkjar krefjast svipaðra
launahækkana og járniðnaðar-
menn gerðu kröfur um í heildar-
kjarasamningum ASÍ og virðast
þeir taka hliðstæðu af þeim.
Hugsanlega eru nú einnig að
hefjast samningaviðræður við
flugumsjónarmenn.
ÁSTANDIf) í olíumálum í heim-
inum hefur komið illa niður á
plastiðnaðinum hér heima fyrir,
en plast er sem kunnugt er unnið
úr olíu. Ekki er þó að ráði farið að
bera á hráefnisskorti til plast-
iðnaðar hér, en hins vegar hefur
olíukreppan haft í för með sér
mjög miklar verðhækkanir á öll-
um plastvörum.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Jón Þórðarson verksmiðju-
stjóri á Reykjalundi, að ástandið
þar væri ekki sem verst. Þd væri
farið að bera á skorti á vissum
tegundum hráefna, mikil óvissa
SUNNUDAGINN 24. marz n.k.,
verður haldinn hátíðlegur Al-
þjóðadagur fatlaðra. Sjálfsbjörg,
l.s.f., mun af því tilefni fá hingað
til lands hr. Thor-Albert Henni,
formann landssambands fatlaðra
í Noregi, til þess að flytja erindi
um foreldrafræðslu vegna fatl-
aðra og fjölfatlaðra barna.
Landssamband fatlaðra í Nor-
egi hefur um margra ára skeið
gefið þessu nauðsynjamáli mik-
inn gaum. Það hefur efnt til nám-
skeiða um alltlandið og skipulagt
sumarbúðir, þangað sem foreldr-
ar hafa komið með fötluð börn sín
og notið fræðslu um meðferð
þeirra og uppeldi. Samtfmis eru
börnin f eigin búðum í umsjá
kennara, sálfræðistúdenta, félags-
fræðinema og annarra hæfra
manna.
Þá er það að sjálfsögðu mikil-
vægt, að aðstandendur fatlaðra
Málverkasýning Hafsteins
I FRÉTT hér í blaðinu í gær um
málverkasýningu þá, sem Haf-
steinn Austmann listmálari hefur
nú opnað á Kjarvalsstöðum, var
vegna fhlutunar prentvillu-
púkans þannig komizt að orði, að
verk Hafsteins á sýningunni
hefðu flest áður komið fyrir augu
almennings. Hér átti auðvitað að
standa fæst verkanna, en þau eru
yfirleitt það ný, að þau voru ekki
á siðustu málverkasýningu Haf-
steins, sem var fyrir f jórum árum.
Æfðu mót-
töku vegna
hópslyss
BORGARSPÍTALINN og Al-
mannavarnir ríkisins gengust í
gærmorgun fyrir æfingu á skipu-
lagi móttöku hópslysa í Reykja-
vík. Var þetta liður í æfingum í
sjúkrahúsum borgarinnar á mót-
töku hópslysa og verða sams kon-
ar æfingar haldnar á næstunni í
öðrum sjúkrahúsum. Slík innköli-
un var sfðast framkvæmd, þegar
eldsumbrotin hófust í Vest-
mannaeyjum.
Innköllunin í gærmorgun tókst
mjög vel og má geta þess, að fyrsti
starfsmaðurinn var kominn á
vettvang þremur mínútum eftir
kvaðningu. Allt að 100% mæting
var hjá sumum deildunum.
Nokkrir vankantar komu þó í ljós
og verður unnið að lagfæringu á
þeim á næstunni.
Reynt er að haga þessum inn-
köllunum þannig, aðþær fari sem
hljóðlegast fram og almenníngur
verði þeirra lítt var. A æfingunni
f gærmorgun tóku lögreglumenn
sér stöðu við allar dyr spítalans og
lögreglumenn önnuðust umferð-
arstjórn á aðliggjandi götum. Ef
um raunverulegt slys væri að
ræða myndu margir borgarbúar
verða þess varir vegna sírenuvæls
og annars viðbúnaðar.
væri ríkjandi, og erfitt að fá ský-
laus svör varðandi afgreiðslu-
pantanir. Jón sagði, að i aðalefnis-
flokkum verksmiðjunnar væri
enn ekki farið að bera á veruleg-
um skorti, en ekkert væri hægt að
fullyrða um, hvernig þau mál
þróuðust. „Viðskiptamenn okkar
eru búnir að tilkynna um niður-
skurð á þeim rammasamningi,
sem við höfum gert við þá, en við
vitum ekki ennþá, hvort þeir
muni beita honum gagnvart okk-
ur. Fari svo verðum við augsýni-
lega að draga talsvert saman segl-
in.“
barna hittist og geti borið saman
bækur sínar.
Erindi Thor-AIbert Hennis
verður haldið að Hótel Loftleið-
um (ráðstefnusalnum) sunnudag-
inn 24. marz og hefst kl. 16.00. Að
því loknu svarar Thor-Albert
Henni fyrirspurnum.
Hitaveituverk-
takar í Hafnar-
firði og Kópavogi
AKVEÐIÐ hefur verið að semja
við lægstbjóðanda, Aðalbraut h.f.,
um lagningu hitaveitu í Hafnar-
fjörð, fyrsta áfanga.
Fimm tilboð bárust í þennan
fyrsta áfanga hitaveitufram-
kvæmdanna í Hafnarfirði.
Þá hefur borgarráð samþykkt
að heimila samninga við Svein
Skaftason um lögn dreifikerfis
fyrir Hitaveituna i Kópavog,
annan áfanga.
Tilboð í þriðja áfanga dreifi-
kerfis í Köpavogi átti að opna 19.
febrúar, en ekkert tilboð hafði
borizt.
Jón sagði, að verðið á plasti
hefði hækkað verulega á sama
tíma, og þar af leiðandi hækkuðu
allar framleiðsluvörur verk-
smiðjunnar. Á móti kæmu þó
tollalækkanir á hráefninu um síð-
ustu áramót og hagstæðara gengi.
Þannig kæmu vatnsrörin, ein
helzta framleiðsluvara verk-
smiðjunnar, ekki til með að
hækka nema um 28%, en hefðu
hækkað mun meira ef tollalækk-
unin hefði ekki komið til.
Hann sagði ennfremur, að verk-
smiðjan þyrfti um 2 þúsund tonn
af plasti til framleiðslu sinnar á
ári. Hins vegar hefðu hráefnis-
framleiðendurnir tilkynnt um allt
að 40% niðurskurð á vissum
efnisflokkum, um 25% niður-
skurð á öðrum og um suma efnis-
flokkana hefðu ekki borizt neinar
upplýsingar.
Jón kvað Reykjalund nú nýver-
ið hafa flutt verksmiðjustarfsemi
sína í nýtt verksmiðjuhús, sem
einkum væri ætlað fyrir tvo
meginframleiðsluflokkana —
vatnsrörin og umbúðafilmuna.
Framleiðslan hefði því legið niðri
um tíma meðan verksmiðjan var
að flytjast í nýja húsið og á sama
tíma hefði hún því safnað nokkru
hráefni í sarpinn. Taldi Jón því,
að nóg hráefni væri fyrir hendi —
í rörframleiðsluna að minnsta
kosti — fram á mitt árið.
Þá hafði blaðið samband við
Knud Kaaberm framkvæmda-
stjóra Sigurplasts og spurði hann
um ástandið þar, en fyrirtækið
framleiðir einkum ýmsar plast-
umbúðir, svo sem flöskur og dós-
ir. Knud sagði, að fyrirtækið hefði
yfirleitt fengið það, sem það hefði
þurft af hráefni, en verðið
hefði stórhækkað.Tók hann sem
dæmi, að ein tegund hráefnis sem
hér er mikið notað, hefði frá ára-
mótum hækkað um 75% og önnur
um 130%. Hann sagði hins vegar,
að umbúðaiðnaðurinn væri ekki
lengur háður verðlagseftirliti og
fyrirtækin á þessu sviði hefðu þvi
fengið að hækka framleiðslu sína
eins og þörf hefði verið á vegna
hinna erlendu hráefnishækkana.
Forsvarsmenn Lionsklúbbsins Búa, f.v. Snorri Gunnlaugsson
gjaldkeri, Ferdinant Ferdinantsson ráðunautur og Oddur
Andrésson formaður. (Ljósm. Mbl.ÓI. K. M.)
BLÓMAÁBVRÐUR
ÚR KÚAMYKJU
AÐ tilhlutan Lionsklúhbsins
Búa hefur graskögglaverk-
smiðjan f Brautarholti hafið
framleiðslu á blómaáburði úr
þurrkarðri og kögglaðri kúa-
mykju. Framleiðslan er tilbúin
f handhægum og aðgengilegum
umbúðum en Sölufélag garð-
yrkjumanna annasl dreifingu
áburðarins.
Eins og kunnugt er, er Lions-
félagsskapurinn þjónustufé-
lagsskapur, sem hefur að aðal
markmiðl að safna fé til líknar-
og annarra menningarmála.
Starfssvið Lionsklúbbsins Búa
er sveitirnar Kjalarnes og Kjós
og eru fjáröflunarleiðir ekki
margar nema í samkeppni við
önnur félagasamtök á félags-
svæðinu. Kom þá upp sú hug-
mynd að nýta hráefni, sem til
fellur hjá bændum með kúabú
og framleiða vöru, sem góður
markaður ætti að vera fyrir,
þ.e. Iffrænan og handhægan
áburð á blóm og aðra ræktun í
smáum stíl.
Þess má geta, að venjulega
fylgja búfjáráburði flugur og
illgresisfræ en þessi áburður er
laus við slíkan ófögnuð.
Foreldrafræðsla á
vegum Sjálfsbjargar
.WAVAVAV.VAVéAV.V.VAVAV»V.WAVAVAVAV.ViVA*AVAVAVAVtóWA*>M*»
v,> UA