Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 12 EÞÍÓPÍA Sfðastliðinn sunnudag var haldin samkoma í Dómkirkj- unni. Slík samkoma hefur und- anfarin ár verið haldin að kvöldi árlegs æskulýðsdags þjóðkirkjunnar. Þess má geta, að þetta var síðasta kvöldið i æskulýðs- og fórnarviku kirkj- unnar, sem var helguð fjár- öflun vegna hungursneyðar í Eþiópiu. Samkomu þessa setti séra Þórir Stephensen dómkirkju- prestur með ritningarlestri. Las hann alkunn orð úr Biblíunni „Á ég að gæta bróður míns?“ sem minntu okkur á það, að allir menn eru bræður okkar, hvar sem þeir eru staddir á hnettinum og hvernig, sem ástatt er fyrirþeim. Guðmundur Einarsson að- stoðaræskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, stjórnandi sam- komunnar, kynnti því næst hljómsveitina „Lazarus", sem er ættuð frá K.F.U.M. og K. Lék hún nokkur lög í léttum dúr með kristilegum textum. Þessi hljómsveit vill leitast við að vitna um Jesúm Krist í söng. Því næst las Katrín Guðlaugs- dóttir frásögu frá Konsó, en eins og kunnugt er, hefur hún starfað þar sem kristniboði í 10 ár. Þessi frásaga hennar sagði frá á lifandi hátt, hvernig Jesús Kristur getur lýst upp myrkur heiðninnar og frelsað þetta fólk undan valdi hennar. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. söng tvö lög undir stjórn Sig- urðar Pálssonar. Söngur kórs- ins benti okkur á þann eina, sem getur leyst okkur mennina undan valdi syndarinnar, Jesúm Krist. „Því hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn ef hann glatar sinni sál?" Gísli Arnkelsson krístniboði, maður Katrínar, sýndi myndir frá Konsó. Þær sýndu okkur, hvað ástandið er slæmt. Skrælnuð jörð og ekkert brauð. Hann sagði okkur einnig frá því, að íslenzku kristniboðarnir hefðu dreift töluverðu af korni, en meira þyrfti til. Þá tók til máls Pétur Þo'r- arinsson guðfræðinemi. Benti hann á, að þrátt fyrir fjarlægð Eþíopíu frá íslandi, þyrftum við að hjálpa þessu fólki í neyð þess. Kærleikur Guðs til okkar mannanna ætti að endurspegl- ast í hjálp okkar til þessa fólks. Hugarfar samverjans, sem nam staðar við veginn og hjúkraði, ætti að vera hugarfar allra kristinna manna. „Guð þarfn- ast þinna handa“. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. kom nú aftur fram og flutti söngbálkinn „Eþíópiu", eftir séra Hauk Agústsson. Verkið fjallar um ástandið á hungur- svæðum Eþíópíu og hvetur fólk til þess að veita hjálp. Þannig þarfnast Guð okkar handa til að hjálpa náunganum. Samkomunni Iauk síðan með bæn og ritningarlestri séra Ósk- ars J. Þorlákssonar dóm- prófasts. Tekið er áfram við framlög- um vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu. Hljómsveitin Lazarus flutti nokkur lög. Goldin baksletta SUNNUDAGINN 3. marz birt- ist í Morgunblaðinu þáttur um heimsókn Kristilegs stúdenta- félags í Skálholt nýverið. Segir þar meðal annars frá „við- tölum“ við nemendur Lýð- háskólans í Skálholti. Þessi hluti greinarinnar kemur okkur hér fremur spánskt fyrir sjónir. Er skemmst frá þvi að segja, að nemendur höfðu enga hugmynd um það, að komu- menn hygðust fara með spjall þeirra við kvöldverðarborð i blöðin. Verður sú málsmeðferð því að teljast í meira lagi hæp- in, og er þó vægt til orða tekið. Annað vekur þó meiri furðu: Aftan við frásögn sína hnýtur sögumaður eftirfarandi athuga- semd: „Það var að heyra á þess- um umræðum öllum, að ekki var nemendum fullkomlega ljóst enn, hver eru grundvallar- atriði kristinnar trúar“. Þetta þykir mér grálega mælt. Raunar lýsa þessi orð jafnframt óvenjulegri hvatvísi. Eftir örstutt spjall, óformlegt og án alls undirbúnings, við nokkra nemendur, gefur greinarhöfundur út yfirlýs- ingu, er varðar kunnáttu nemendahópsins alls í grundvallaratriðum kristinn- ar trúar“. Nemendur eru á nokkrum mínútum vegnir og léttvægir fundnir og þar með væntanlega skólinn einnig. Að vísu lætur höfundur í ljós þá frómu ósk að lyktum, að skiln- ingur. nemenda á þessum hlut megi glæðast fyrir vetrarlok. En nú er langt liðið á vetur, án þess á ráðin hafi verið bót á téðu kunnáttuleysi nemenda! Orð greinarhöfundar fela það í sér, að skólinn hafi brugðizt í þessu efni. Ég þóttist hafa tekið á móti þeim fulltrúum Kristilegs stúd- entafélags, er hér riðu í hlað fyrir rúmri viku, eins og öðrum gestum, jafnvel eins og vinum skólans og velunnurum. Ég átti ekki von á yfirheyrslum yfir nemendum mínum eða prófum. Sízt af öllu gerði ég ráð fyrir opinberum einkunnagjöfum í blöðum. En nú sé ég, að einn þessara ágætu gesta hefur farið fram með nokkurri vél. Hann kom hingað undir yfirskini trú- boðs og kynningar. En erindið hefur öðrum þræði verið annað, eins og nú er fram komið. í sjálfu sér má mér á sama standa um álit þéssa manns. Mér er hreint ekki kunnugt um, að hann sé öðrum mönnum fróðari um „grundvallaratriði kristinnar trúar“. Dómur hans er því lítils verður. En óheilindi hans eru mér óskapfelld. Og óheilindi ein- kenna hvort tveggja, heimsókn hans í Skálholt óg ummæli hans um nemendur lýðháskólans. Dylgjur eru leiðar. Hafi greinarhöfundur eitthvað við Lýðháskólann í Skálholti að athuga, bið ég hann að ganga hreint til verks og segja hug sinn allan á opinberum vett- vangi. Mun ég þá reyna að stilla svo til, að Iík verði gjöld gjöf- um. Skálholti, 5. marz, Heimir Steinsson. ATHUGASEMD Heldur þykir mér rektor taka sér stóran bita í munn, er hann vænir mig um óheilindi. Um- rædd grein var um heimsókn Kristilegs stúdentafélags í Skálholt og lítil frásögn frá við- ræðum við nemendur. Þessar viðræður — ekki skipulögð við- töl — gáfu þá mynd, að nem- endum er ekki enn fullkomlega Ijóst, hvað kristindómur er. Má vera, að þetta sé of fljót- færnislegur dómur, en þetta er einungis mitt mat. En úr því að tvær vikustundir í almennri trúarbragðasögu og kristnum fræðum eru kenndar við skól- ann má þá ekki búast við því, að ailt sé á grænni grein? Það eru enn eftir nærri tveir mánuðir í kennslu. Er ég með þessu að halda fram, að skólinn hafi brugðizt? Ég er álitinn vera með sleggjudóma af vanþekkingu, en hvenær hefur sr. Heimir Steinsson prófað mig í kristn- um fræðum. En hafi ég sært einhvern þá bið ég velvirðingar á því. Góðar stundir! Jóhannes Frfmannsson. RitaÖ Fyrirheitið um frelsarann Þótt hinn fyrsti maður sneri baki við Guði, skapara sinum, sneri Guð samt ekki baki við honum. Þá þegar gaf hann fyrirheitið um frelsarann, sem aftur mundi Ijúka upp fyrir manninum hliðum himinsins, sem synd- in hafði læst. Þetta fyrirheit rættist í Jesú Kristi. Hann var ein- getinn sonur Guðs. Ilann fæddist inn f heim okkar til þess að frelsa okkur. Líf hans og boðskapur opinbera okkur Guð. Ilann er kærleik- ur Guðs holdi klæddur. Og að lokum lét hann negla sig á kross, þar sem hann gaf Iff sitt, svo að við mættum lifa meðGuði um alla eilífð. Jesús Kristur, hinn eini, sem lifað hefur syndlaus á þessari jörð, tók á sig synd alls mannkyns og sekt, svo að við mættum eignast sak- leysi hans. Þess vegna erum við sýkn frammi fyrirGuði í Jesú Kristi. Fyrir trúna á hann tilreiknast okkur rétt- læti hans. Þetta er hið stórkostlega fagnaðarerindi kristindóms- ins: Þú ert sannarlega frjáls f Jcsú Kristi. Hann er frels- ari þinn. Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.