Morgunblaðið - 17.03.1974, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ull trúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100
Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 2 5,00 kr eintakið
egar Þjóðviljinn
skýrði frá kjarasamn-
ingum þeim, sem tókust við
verkalýðshreyfinguna, tal-
aði hann um kjarasamn-
inga verkalýðshreyfingar-
innar og ríkisstjórnarinn-
ar. Það átti að vera eins
konar gæðastimpill á samn-
inga þessa og tryggja, að
hlutur launþega væri ekki
fyrir borð borinn.
Eins og kunnugt er náð-
ist fyrir þessa samninga-
gerð í fyrsta sinn samstaða
innan Alþýðusambandsins
um kröfugerð, sem miðaði
að því, að hinir lægstlaun-
uðu fengju í raun meiri
kjarabætur heldur en
hinir hærra launuðu í
hópi launþega. Töldu
ýmsir verkalýðsforingjar,
að sá árangur hefði náðst
við samningagerðina, sem
stefndi að meira launajafn-
rétti, og Eðvarð Sigurðs-
son, formaður Dagsbrúnar,
lagði skv. frásögn Þjóðvilj-
ans áherzlu á það á Dags-
brúnarfundinum, sem
fjallaði um samningana, að
með þeim „kæmi yfirleitt
hlutfallslega mest hækkun
á lægstu launin“.
Þannig var mönnum
sagt, að nú hefði náðst það
takmark, sem sett var á
ráðstefnu Alþýðusam-
bandsins í sumar, að hlut-
fallslega meiri hækkun
kæmi á lægstu launin „og
stuðla þannig að auknu
launajafnrétti“ eins og
Þjóðviljinn komst að orði í
forystugrein sinni um
samningana.
S.l. fimmtudag skrifaði
Morgunblaðið forystugrein
undir fyrirsögninni:
„Hróplegt ranglæti“. í for-
ystugrein þessari bendir
Mbl. á, að komið sé í ljós, að
ekki hafi verið náð því
markmiði sem verkalýðs-
samtökin lýstu yfir, að þau
stefndu að, „að hinir lægst-
launuðu fengju mestar
kjarabætur. Og það sem
meira er, það hefur ekki
heldur náðst jöfnuður í
kjarabótum hinna lægst-
launuðu og þeirra, sem við
hærri laun búa innan Al-
þýðusambandsins. Niður-
staða kjarasamninganna
var nefnilega sú, að hinir
hærra launuðu launþegar
fengu miklum mun meiri
kjarabætur en verkafólk-
ið,“ segir í forystugrein
Mbl.
Á það er jafnframt bent,
að samkvæmt tölum, sem
blaðið hafi birt í fréttum,
nemi meðallaunahækkun
innan Verkamannasam-
bandsins með vísitölu 1.
marz s.l. um 26% en meðal-
hækkun iðnaðarmanna sé
um 38%. Járniðnaðar-
menn, sem fá greidd laun
skv. taxta þeirra, er unnið
hafa 3 ár eða lengur, fengu
39,5% kauphækkun um
síðustu mánaðamót, með
vísitölu.
Morgunblaðið benti enn-
fremur á, að hér væri um
hróplegt ranglæti að ræða.
Eftir fjögurra mánaða
samningaþóf og margítrek-
aðar yfirlýsingar þess efn-
is, að verkafólkið hefði
fengið mestar kjarabætur,
kemur nú í ljós, að iðnaðar-
menn fá miklu meiri kaup-
hækkun en verkafólkið.
Morgunblaðið hefur óskað
eftir því, að á þessu fáist
skýring. í forystugreininni
segir blaðið, að félagsmenn
í verkalýðsfélögunum eigi
heimtingu á að fá svör for-
ystumanna Alþýðusam-
andsins við þvf, hvernig
þetta hefur getað orðið.
Nú hefur komið svar frá
Eðvarð Sigurðssyni vegna
fyrirspurnar Morgunblaðs-
ins. Af svari Eðvarðs er
ljóst, að hann og aðrir for-
ystumenn verkalýðsfélag-
anna hafa samið við rfkis-
stjórn ,,sína“ á þann veg,
að það mun stuðla mjög að
auknum launaójöfnuði f
landinu. Þeir, sem hærri
laun höfðu, hækka hlut-
fallslega miklu meira en
hinir lægstlaunuðu. Þann-
ig hefur verið gengið ger-
samlega i berhögg við þá
stefnu, sem mörkuð var á
ráðstefnu Alþýðusam-
bandsins á sl. sumri.
„Rikisstjórn hinna vinn-
andi stétta“ og stuðnings-
menn hennar í forystuliði
verkalýðsfélaganna hafa
brugðizt þvf trausti, sem
félagsmenn verkalýðs-
félaganna settu á þessa for-
ystumenn sína.
Morgunblaðið hefur
margbent á, hvernig svo-
kallaðir forystumenn
verkalýðsins nota trúnað
hans og traust í því skyni
að komast til valda og sitja
í valdasessi. Stóryrði eru
notuð til að lýsa um-
hyggjunni fyrir verkalýðn-
um, blekkingum er beitt,
en eitt eru orð, og annað
efndir. Það hefur nú komið
áþreifanlegar í ljós en
nokkru sinni. Bezti vitnis-
burðurinn um það eru
eftirfarandi ummæli
Eðvarðs Sigurðssonar um
kjarasamningana, en þau
viðhafði hann í samtali við
blaðamann Morgunblaðs-
ins. Hann sagði: „Því mið-
ur stuðlar þetta (síðustu
kjarasamningar) jafnvel
frekar að meira misrétti
heldur en hinu, sem var nú
eitt af höfuðmarkmiðun-
um, að jafna laun meira og
hækka þá, sem lægstir
voru.“
K j ar asamningarnir
stuðla að meira misrétti
] Reykjavíkurbréf
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 16. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦<
Samgöngur við
Færeyjar
Fyrir nokkrum árum samþykkti
Alþingi einróma þingsályktunar-
tillögu um samgöngur við Færeyj-
ar og aukin samskipti við þessa
nánustu frændþjóð okkar. En
þrátt fyrir ályktun þessa hefur
því miður verið lítið að gert. ís-
lendingar halda áfram að fljúga
yfir Færeyjar, á án þess svo mikið
sem sjá niður. Þar við bætist svo,
að Gullfoss hefur verið seldur, og
samgöngur á sjó við Færeyjar eru
því engar. Má því segja, að frem-
ur hafi sigið á ógæfuhliðina að því
er varðar samskipti við frændur
okkar í Færeyjum en hitt, gagn-
stætt því sem Alþingi í heild hef-
ur ályktað um. Við svo búið má
ekki standa.
Valdimar Kristinsson ritaði hér
í blaðið sl. sunnudag greinarkorn
um farþegaskip til millilandasigl-
inga. Taldi hann heppilegt, að
byggt yrði 4-6 þús. tonna skip,
sem flutt gæti allmarga farþega
og bifreiðar, en væri þó með til-
tölulega einföldum og ódýrum
búnaði. Gerir hann tillögu um
áætlunarsiglingar, sem þannig
yrði hagað, að lagt yrði upp frá
Reyðarfirði, siglt til Þdrshafnar,
þaðan til Bergen, þá kæmi Hirts-
hals, Aberdeen, Þorshöfn á ný og
svo heimahöfnin, Reyðarfjörður.
Ef siglingu væri hagað á þenn-
an hátt, gætu farþegar haft fast
land undir fótum á sérhverjum
sólarhring, víða komið og margt
séð. Þeir gætu haft bifreiðar sínar
meðferðis og beðið milli ferða,
sem farnar væru vikulega að
sumarlagi, og er ekki að efa, að
slíkar ferðir yrðu mjög vinsælar.
Stjórn Eimskipafélags ísiands
hefur gert grein fyrir því, að úti-
lokað sé að reka Gullfoss, og því
var skipið selt. En þrátt fyrir það
kann að vera, að rekstrargrund-
völlur væri fyrir annars háttar
skipi, einmitt eitthvað í líkingu
við það, sem Valdimar Kristinsson
ræðir um, a.m.k. er tillaga hans
þess eðlis, að rétt er, að hún verði
tekin til rækilegrar skoðunar, og
væri auðvitað æskilegast, að Eim-
skipafélagið hefði um það for-
ustu, en þó gætu aðrir aðilar kom-
ið til greina, og auðvitað er
hugsanleg samvinna við aðrar
þjóðir, sem hagsmuna hafa að
gæta varðandi þessar siglingar,
ekki sízt Færeyingar. I öllu falli
er nauðsynlegt að finna leið til
að styrkja samskiptin við þá, og ef
þessi leið er ekki fær, verður að
grípa til annarra úrræða.
Einar ríki
Einar Sigurðsson útgerðarmað-
ur er einhver skemmtilegasti og
sérkennilegasti persónuleiki
þessa Iands. Hann vinnur hvert
þrekvirkið af öðru í íslenzkum
atvinnumálum og er yfirleitt ekk-
ert lengi að hugsa sig um. Kaup á
einum eða tveimur skuttogurum
vefjast vart meira fyrir honum en
bílakaup almennings. 100 milljón
króna breyting á togara til að gera
hann að loðnuskipi er álíka sjálf-
sögð og eldhúsviðgerð hjá Jóni
Jónssyni. Smíðasamningur um
fimm 150 tonna báta er hripaður
upp eins og smá kunningjabréf
o.s.frv.
Sem betur fer er Einar þó ekki
eini athafnamaðurinn, sem mikið
hefur að kveðið á sviði sjávarút-
vegsins. Má þar nefna menn eins
og Ingvar Vilhjálmsson og
Tryggva Öfeigsson. Og vissulega
er það ánægjuleg tilhugsun, að
þeir Einar og Ingvar skuli saman
byggja pýtízkulegt togskip. Svo er
líka fjöldi annarra manna, sem
unnið hafa sig upp i sjávarútveg-
inum, flestir byrjað sem hásetar,
síðan eignazt kænu, en jafnt og
þétt fært út kvíarnar, þangað til
þeir eiga sitt eigið fullkomna
skip, ýmist einir eða'í félagi við
aðra. Einkaframtakið í sjávarút-
veginum er burðarásinn í ís-
lenzku atvinnulífi, og að því eiga
aðild tugþúsundir manna, því að
til viðbótar þeim einstaklingum,
sem tekizt hafa á við verkefni á
sviði sjávarútvegs einir eða í fá-
mennum félögum, koma almerin-
ingshlutafélögin, sem víða hafa
lyft grettistaki.
Þetta framtak er skýrasti
votturinn um hið heilbrigða
einkaframtak, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn styður af alefli og
fleiri og fleiri gera sér grein fyrir,
að nauðsynlegt er að styrkja, ef
vel á að farnast.
Hvar eru ungu
mennirnir?
Allt athafnalíf íslendinga hefur
verið byggt upp á þessari öld. Það
hefur verið byggt upp af þeim
mönnum, sem nú eru að hverfa af
sjónarsviðinu, og það hafa ekki
verið nein vettlingatök, sem sú
kynslóð hefur tekið verkefnin.
Athafnamennirnir skömmuðust
sín heldur ekkert fyrir tilvist
sína, þrátt fyrir nagg og róg, sem
ýmist var byggður á öfund eða
einhverjum hugsjónavanskapn-
ingi. Þeir héldu sína leið og
kærðu sig kollótta. Þess vegna
býr íslenzka þjóðin nú við ein-
hverja mestu velmegun, sem f
veröldinni þekkist.
En hvar eru ungu mennirnir?
Hvað er framtak hinnar glæstu
kynslóðar æskumanna, sem verið
hefur að alast upp síðustu tvo,
þrjá áratugina? Því miður verður
að játa, að ekki ber ýkja mikið á
tilþrifum þessa fólks á sviði at-
hafnalífs. Helzt er það þó í út-
veginum, sem ungir menn halda
áfram að ryðja sér braut, Iandi og
lýð til hagsældar, t.d. eigendur
Ögurvíkur.
Ríkiskerfið á íslandi hefur
verið að þenjast út ár frá ári, og
síðustu árin hefur keyrt um þver-
bak eins og allir vita. Og því mið-
ur er það svo, að mikill fjöldi
hinna beztu og mætustu manna,
sem eru að hefja lífsbaráttuna,
laðast að störfum í þágu ríkisins
eða þá tiltölulega ábyrgðarlitlum
störfum hjá einkafyrirtækjum.
Hinir eru miklu færri, sem af
eigin rammleik leitast við að
leggja út í baráttuna. Þeir vita
sem er, að sú barátta getur verið
hörð og erfið, hitt er auðveldara
að tryggja sér sæmilega stöðu hjá
hinu opinbera, sem svo fylgja
aukastörf og þægilegir bitlingar.
Því er meira að segja haldið fram,
að menntað fólk eigi ekki að vera
að fást við atvinnurekstur á ein-
dæmi sitt, hin háleita menntun
nýtist því þá ekki, því að tími þess
fari i áhyggjur og ákvaröanatöku.
Sumir segja jafnvel, að það sé
sérstaklega ófínt að bjástra við
rekstur einkafyrirtækja.
Svo sannarlega er tímabært að
menn hugleiði þessa þróun og
hver og einn leitist við að gera
upp við sjálfan sig, hvort hann
vill að henni stuðla eða reyna að
stinga við fótum.
r
Akvarðanataka
heim
Það er líka önnur hlið á þessu
fyrirbæri, þessari ríkismeinsemd,
sem breiðist út með sívaxandi
hraða. Vinstri stjórnin hefur
markvisst að því unnið að auka
miðstjórnarvald eins og alkunna
er. Fjármagn er flutt í milljörðum
á milljarða ofan frá fólkinu til
ríkisins, frá landsbyggðinni til
skrifstofubáknsins í Reykjavík.
Allt á að vera undir einum hatti,
og allir eiga að vera háðir duttl-
ungum skrifstofuvaldsins. Og
þessu valdi er svo reynt að safna
saman á hendur sem fæstra, helzt
á ein stofnun að hafa yfirstjórn
alls fjármálavalds. Til þess var
Framkvæmdastofnun rfkisins
sett á laggirnar, þótt raunar hafi
henni enn ekki tekizt að ná til sín
öllu því valdi, sem henni var
ætlað, af sumum a.m.k.