Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
27
Eins 09 mér sýnlst ebip eisia j. ásiwpssoii
Skottið á
bröndótta
kettinum
ÞAÐ er að visu satt að sú stund er
ekki ennþá runnin upp hér á (s-
landi að húsmæður tölti út i búð á
morgnana með hjólbörur fullar af
peningum, en sú stund er samt
óðum að nálgast. Maður sér það á
svipnum á húsmæðrunum þar sem
þær staulast náfölar útúr verstun-
unum á morgnana með aðra hönd-
ina skjálfandi á hjartastað en inn-
kaupatöskuna lafandi i hinni með
eina pulsu i botninum. Þetta er
ekki óðaverðbólga: þetta er verð-
bólga sem hnýtt hefur verið aftan
i stélið að organdi eldflaug sem er
þegar komin hálfa leið til Venusar.
Það er ekki heldur satt ennþá
að prísarnir hækki stundum
tvisvar á dag en þeir hækka nærri
sjálfkrafa tvisvar i viku eða þvi
sem næst. Það þarf fifldjarfan
mann og jafnframt bjartsýnan til
þess að áræða að taka leigubil
núna, þó að ekki sé nema bæjar-
leið. Aksturinn vestur á Framnes-
veg getur kostað 250 krónur
þegar manngreyið stigur upp i bif-
reiðina og leggur af stað. Á
leiðinni yfir Tjarnarbrúna getur
prisinn hrokkið upp í 300 krónur.
Og um það bil sem bilstjórinn er
að opna bakdyrnar og bjóða far-
þega sínum kurteislega að gera
svo vel, þá getur sá boðskapur
rétt eins verið að berast gegnum
talstöð bílsins að i þessum svifum
hafi gjaldið fyrir aksturinn þvi
miður verið að hlaupa upp í 400
krónur.
Þetta er þó ekki leigubilstjór-
unum að kenna sem eru orðnir að
minnstakosti eins ringlaðir og
húsmæðurnar. Maður sér þá
stundum aka hringtorgin hring
eftir hring og horfa stjörfum aug-
um framan i vegfarendur. Sú var
tiðin að hirðumenn meðal at-
vinnubilstjóra höfðu dálitla blikk-
öskju undir skiptimynt sína i
hanskahólfinu i bilnum sínum og
svo misjafnlega bústið seðlaveski
i rassvasanum að hifa upp þegar
viðskiptavinurinn þóttist geta
státað af hundrað króna seðli. Nú
er allt útlit fyrir að tunna F fram-
sætinu, sem yrði einungis undir
smápeninga, dugi ekki þegar líður
fram á sumarið. Leigubilstjórar
næsta árs verða komnir með
jeppakerru aftan i sig og væna
skóflu.
Það er verst við þessa vitfirr-
ingu að hún á eiginlega engum að
vera að kenna. Það er alltaf dálitil
sárabót ef hægt er að finna hrapp-
inn, þvi að þá getur maður þó
fjandakornið sagt honum sina
meiningu og á þann hátt hleypt af
svolitlum dampi. En nú eru allir
eins saklausir og tiu ára barn i
klausturskóla. Það eru helst fyrr-
verandi ríkisstjórnir sem hafa
sprengt verðlagið upp, jafnvel
fyrrverandi manneskjur sem eru
fyrir óralöngu komnar undir
græna torfu. Það er Gísla, Eiriki
og Helga að kenna, það er árferð-
inu að kenna. það er ansjósunni i
Perú að kenna. Eitt er vist: það er
öllum öðrum að kenna en mönn-
unum sem halda um stjórnartaum-
ana.
Kannski er þetta rétt. Kannski
er það bara imyndun okkar (eins
og við værum á geðveikrahæli) að
þeir menn séu að fást við að
stjórna okkur sem lofuðu þó að
gera það fyrir bráðum þremur
árum — nú, eða hótuðu þvi ef
menn vílja vera með hótfyndni.
Kannski voru þeir bara að gabba
okkur. Mér hefur meira að segja
dottið i hug að kannski sitji þeir
bara allir í kringum stóra borðið i
stjórnarherberginu og raði púslu-
spili.
— Ertu búinn að tala við Kan-
ann, Einar?
— Nei, ég er að leita að litla
bröndótta stykkinu sem vantar
hérna aftan í rófuna á kettinum
minum.
Ég átti einu sinni frænku sem
lét einmitt svona. Maðurinn
hennar var að reyna að leyna þvi
fyrir okkur, en hann var að falla úr
hor. Ég minnist hans alltaf núna
þegar ég sé kjötfarsið sem maður
fær fyrir fimm hundruð krónur og
sem húsmæðurnar þurfa að nota
teskeið við þegar þær eru að móta
bollurnar.
Þegar grauturinn brann við hjá
þessari frænku minni, þá labbaði
hún sig bara fram i stofu og tók til
við púsluspilið. Hún gekk lika með
rautt pappanef undir lokin og
stakk sér kollhnis fram af svöl-
unum þegar hún var búin að finna
litla bröndótta stykkið sem
vantaði i rófuna á kettinum. Þá
var hún tekin úr umferð. En það
var aldrei henni að kenna þegar
grauturinn brann við.
Kannski spila þeir lika vist
kringum stóra borðið þegar þeir
eru orðnir leiðir á púslunum sin-
um. Ég á að visu engan nákominn
ættingja sem hefur iðkað þá iþrótt
að marki, en framsóknarvistin
kemur óneitanlega upp i huga
manns: hún er svo iangtum liflegri
en sú venjulega með öllum þess-
um þeytingi milli borðanna.
— Hvað segir þú um söluskatt-
inn, fjármálaráðherra góður, sem
ert svo alvis i sjónvarpinu?
— Ég segi nóló.
— Og hvað segir þú um kaup-
getu fólksins núna. kæri Lúðvik,
sem mátt varla um annað hugsa
en hag þeirra efnalausu.
— Ég segi nóló lika, og hættu
að kikja, Mangi!
Lika gætu þeir verið i hanaslag
eða að fela fantinn.
Ákvarðanataka í svo til öllum
atvinnumálum á sér nú stað í
Reykjavík, og fáir menn hafa allt
þetta vald í hendi sér, gagnstætt
því, sem vera ætti, þar sem lána-
stofnanir ættu að geta metið sjálf-
stætt, hvort fjármagna eigi þessa
framkvæmdina eða hina. En of-
stjórnarmennirnir segja: Það
þarf að skipuleggja hlutina, það
þarf að raða niður framkvæmd-
um, og ,.vér skipuleggjum“,
annars fer allt í vitleysu.
Og hver er svo árangurinn af
allri skipulagningunni og
niðurröðuninni? Jú, árangurinn
er bandóðaverðbölga og algjör
upplausn í efnahags- og fjármál-
um. Kerfið sjálft hefur vaxið
stjórnarherrunum yfir höfuð og
þeir sitja kolfastir í því og geta sig
hvergi hrært.
Enn er þó skipulagt. Sparnað í
ríkisútgjöldum á að auka með því
að færa ákvörðunarvald ríkis-
stofnana í vaxandi mæli til fjár
málaráðuneytisins. Stjórnendum
ríkisfyrirtækja eru settar þröngar
skorður. Athafnaþrek þeirra og
vilji til að láta gott af sér leiða er
lamaður, því að þeir eiga ætíð yfir
höfði sér dóm hæstaréttar, úr-
skurði og ómerkingar af hálfu
embættismanna i stjórnarráðinu.
Og hver verður svo sparnaðurinn
af þessu háttarlagi? Hann er aðal-
lega fólginn í þvi, að stofnunum
og fyrirtækjum er ver stjórnað en
ella, kannski alls ekki stjórnað,
þvi að lömunin heldur áfram nið-
ur eftir öllu fyrirtækinu.
Brýnasta verkefnið í íslenzkum
þjóðmálum nú er að stinga á kýl-
inu, að snúast gegn ofvexti kerfis-
ins og gera á því rækilegan upp-
skurð. Þegar núverandi rikis-
stjórn fer frá völdum, hvort sem
það verður fyrr eða síðar, verður
meginverkefni Sjálfstæðis flokks-
ins þetta. Þá þarf að flytja valdið
til ákvarðana heim, heim til
héraða, fyrirtækja og stofnana.
Öngþveitið
algjört
Svo fullkomið er öngþveiti
íslenzkra stjórnmála nú orðið, að
menn hrista helzt hausinn, þegar
á ósköpin er minnzt. Þessi vinstri
stjórn hefur komizt miklu lengra
en hin fyrri í hringavitleysunni,
en þó má raunar benda á það
henni til afsökunar, að hún hefur
setið nokkrum mánuðum lengur
en vinstri stjórnin á árunum
1956—’58, og þess vegna hafa
menn fengið að sjá lítið eitt betur
framan í hana heldur en fyrri
vinstri stjórn.
Því heyrist stundum haldið
fram, að stjórnarandstaðan leggi
á það ofurkapp að koma ríkis-
stjórninni frá sem allra fyrst.
Auðvitað er það skylda stjórnar-
andstöðu, sem sér, að í algjört
óefni er stefnt, að leitast við að
koma slíkri stjórn frá, enda
mundi það þegar i stað gert, ef
stjórnarandstaðan hefði nægi-
legan þingstyrk til að fá sam-
þykkt vantraust.
Hitt er aftur á móti alrangt, að
t.d. sjálfstæðismenn telji það sér-
stakan flokkslegan ávinning sinn,
að þessi ríkisstjórn fari strax.
Eins og áður segir, hafa þeir
mánuðir, sem hún hefur lifað um-
fram gömlu vinstri stjórnina, leitt
til þess, að menn skilja nú betur
en þá eðli vinstri stjórnar og hve
gjörsamlega vonlaust það er, að
þau öfl fái ráðið við vandamálin,
sem nú sitja við stjórnvölinn. Enn
ljósar mun þetta koma fram á
næstu mánuðum, ef stjórnin sit-
ur. Þess vegna getaþað ekki verið
sérstakir flokkslegir hagsmunir
Sjálfstæðisflokks eða Alþýðu-
flokks, að stjórnin fari nú frá,
þótt það séu sameiginlegir hags-
munir þjóðarheildarinnar, að
vandamálin verði tekin föstum
tökum fyrr en síðar.
En þótt þróun efnahagsmái-
anna sé vissulega uggvænleg, er
hitt þó hálfu verra, að ráðherrarn-
ir umgangast öryggis- og varnar-
mál landsins af fullkomnu
ábyrgðarleysi, enda á það eftir að
koma í ljós fyrr en siðar, að fram-
ferði þeirra er óverjandi með
öllu. En það bfður síns tíma.
Gegn
verkföllum
Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri
ritar athyglisverða grein hér í
blaðið sl. fimmtudag, þar sem
hann fjallar um aðgerðir til að
leitast við að koma i veg fyrir
verkföll. Um það efni segir hann
m.a.:
„Liður i umsköpun ákvarðana-
töku á þessu sviðu yrði að vera
nýtt verksvið og aukið valdsvið'
sáttasemjara rfkisins til að koma í
veg fyrir verkföll og jafnvel skera
úr ágreiningi hjá einstökum
félögum og innan einhverra
marka í heildarsamningum. Meiri
háttar ágreiningi þyrfti sátta-
semjari að mega skjóta til Alþing-
is, enda væri þar um að ræða
stórpólitískt mál, sem telja verður
rökrétt, að Alþingi ráði til lykta
eins og stjórnskipan ríkisins gerir
ráð fyrir og þegnarnir beygi sig
fyrir niðurstöðu þess, hvernig
sem þeim líkar, rétt eins og um
væri að ræða hegningarlög,
skattalög eða lög um almanna-
tryggingar."
Hér er um að ræða róttækar
tillögur, sem sjálfsagt eiga langt í
land, ef þær þá nokkurn tíma geta
orðið að veruleika. En vissulega
er tímabært að ræða allar hliðar
þessa máls og reyna að finna
lausn, sem hagstæðari er en sú
kaupgjaldsbarátta, sem nú er háð
með breytingu verkfallsvopnsins.
Þetta mál er raunar ekki aðeins
rætt hér á landi heldur líka er-
lendis, þar sem ýmsar hugmyndir
hafa skotið upp kollinum. Ein er
t.d. eitthvað á þennan veg:
Verkalýðsfélög og atvinnurek-
endur samþykki áður en deila
kemst á alvarlegt stig, að „verk-
fail" leiði ekki til neinnar stöðv-
unar. í staðinn renni hluti af
launum allra verkamanna og
hluti af ágóða fyrirtækisins til
mannúðarmála. Framleiðslan
heldur áfram, en ráð er fyrir því
gert, að bæði fyrirtækið og verka-
mennirnir bfði fjárhagslegt tjón
og vegna þess sé nægilegur þrýst-
ingur til að leiðaþá til samninga.
Raunar hefur það gerzt, a.m.k. í
einu tilviki í Bandaríkjunum að
svipaður háttur hefur verið á
hafður, þar sem strætisvagna-
stjórar héldu áfram akstri, án
þess að innheimta nokkur gjöld
og án þess að taka laun.
En bollaleggingar i þessa átt
geta líka leitt inn á aðrar brautir.
Þannig mætti i rauninni hugsa
sér það, eins og ástand er hér á
landi, að launþegasamtökin í
heild hreinlega fengju rétt tii
þess að auglýsa kauphækkanir, að
því þó áskildu, að gengisskráning
væri frjáls og raunverulegir vext-
ir væru í gildi, þannig að allt fé
væri verðtryggt. Þá yrði baráttan
einungis um skiptinguna innbyrð-
is milli hinna ýmsu launaflokka,
og þar gæti raunar orðið um nógu
erfitt vandamál að ræða.
En kaupdeilurnar að undan-
förnu og víðtækasta verkfall í
sögunni leiða auðvitað til slíkra
hugleiðinga. Samningar eru
gerðir um launahækkanir, sem
allir vita, að ekki eru raunhæfar.
Hví þá ekki bara að auglýsa laun-
in?
Kannski er ekki leyfilegt að
tala um þessi mál í hálfkæringi —
eða er þetta hálfkæringur?
Hvernig væri, að umræður spynn-
ust um þessi mál og margir létu
til sín heyra?