Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 27

Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 H a\. ÁV’a; *• > © % c, rrai ! ELLffiAánS¥Æ©» yf ir iitskort RElYKvJAViiC 1:7500 <••• í-4> y* Av .. . ■ • - >j 7' 7 ?>■ ■■ i>.'‘í' -V- / %.*■*•«> f ■■•■ ^ í; ícg y >Vr. /•: -*■ fl(i- Elliðaársvæðið skipulagt: Utsýnisstaðir og silungsveiði — Skíðaland og búskapur í Arbæ □ Nú í vikunni lagði Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri fram í borgarráði mjög umfangsmikla áætlun um umhverfi og útivist, sem borgarstofnanir og aðrir aðil- ar hafa unnið að fyrir hans frum- kvæði. Þar er fjallað um frágang og hreinsun á öllum opnum, ófrá- gengnum svæðum í borginni, tengingu hverfa með gangstígum og hjólreiðabrautum, útivistar- svæði í borginni og utan hennar og sérstaklega skipulagningu úti- vistarsvæðis i Elliðaárdal. Er þarna úttekt á ástandinu eins og það er og framkvæmdaáætlun fyrir framtíðina, sér í lagi fyrir árin 1974—1977. En borgarstjóri tjáði fréttamönnum, að reynsla næstu ára ætti eftir að móta verk- efnin áfram. Þessi áætlun, sem geysimíkil vinna hefur verið lögð í, á sjálfsagt eftir að breyta mjög svip borgarinnar á næstu árum. Vill Morgunblaðið leitast við að kynna þetta verkefni rækilega á næstu fjórum síðum í blaðinu. Þarfir og kröfur almennings um aðbúnað og umhverfi eru í sífelldri mótun og breytast frá einum tíma til atinars, segir m.a. í forsendum áætlunarinnar. 1 borg- um og þéttbýli eru þessar þarfir yfirleitt brýnar, þar sem stórum svæðum hættir til að verða ein- hæf og ónáttúruleg. Sífelldur vöxtur borga kallar á úrbætur og fjölbreytni í umhverfi. En borgin á ekki að móta alla í sama form. í skipulagsmálum og framkvæmd- um Reykjavíkur hefur verið lögð megináherzla á byggingu húsnæð is og samgöngukerfis fyrir hraða umferð og hefur miklu verið kom- ið áleiðis í þessum efnum. Það sem m.a. hefur réttlætt forgang þessara skipulagsþátta er hversu skjótlega og auðveldlega flestir komast út úr borginni og til fjöl- breyttra og náttúrulegra staða. A þessu eru þó ókostir og skal hér nefna tvö atriði. í fyrsta lagi vecða ýmsir minnihlutahópar út- undan, þar eð þeir hafa ekki bif reið eða önnur vélknúin tæki til umráða og innan þess hóps eru börn, nokkur hluti húsmæðra, eldra fólk, sem á einhvern hátt stendur höllum fæti, svo sem bæklaðir, blindir, öryrkjar að ein- hverju leyti o.s.frv. í öðru lagi fullnægir fjölbreytileg náttúra og umhverfi utan borgarinnar ekki daglegum þörfum fólks fyrir upp- lyftingu og hressingu. Reyndar hefur margt áunnizt í fegrun og frágangi opinna útivistarsvæða i Reykjavik, en þó hafa möguleikar á fjölþættara umhverfi og félags- legri aðstöðu í því sambandi hvergi nærri verið fullnýttir. En áætlun sú, sem hér er sett fram um gerð útivistarsvæða og göngu- og hjólreiðastíga í Reykjavík, á sér einnig forsendur, er styðja má með tölulegum staðreyndum. Aætlunin gerir ráð fyrir aukinni aðgreiningu tvenns konar um- ferðar, þ.e. hraðaumferðar og gangandi og hjólandi vegfarenda. Með þessum hætti ætti tvennt að vinnast. Annars vegar ætti slys- um, sérstaklega á börnum, að Kortið: Skipulag Elliðaár- svæðis. Elliðaárnar koma úr Elliðavatni lengst til hægri og renna í Elliðavog ofarlega til vinstri og með- fram þeim er skipulagt úti- vistarsvæði. Má sjá Ár- túnssvæðið, sem á að ganga fyrir um fram- kvæmdir. Byggðin í kring sést, Breiðholt neðst og ofan við árnar Árbæjar- hverfið, en göngubrautir eru merktar óslitinni línu og reiðgötur slitinni. fækka og hins vegar ætti umferð- in í heild að geta orðið greiðari. Fer það að sjálfsögðu eftir lagn- ingu göngu- og hjólreiðastíganna, hversu almenn nýting þeirra verður. Öryggissjónarmið er þannig ein af meginforsendum fyrir gerð göngu- og hjólreiða- brautanna. ÓFRAGENGIN svæði Utlit og fegrun borgarinnar ræðst mjög af því, hvernig frá minni svæðum og götum er geng- ið og staðreyndin er sú, að þótt mikið hafi verið gert eru víða ,,sár“ í byggðum svæðum, sem orðið hafa eftir við uppbyggingu þeirra og gerð gatna og gang- stétta. A korti, sem fylgir áætlun- inni, eru ófrágengnu svæðin sýnd og gerður greinarmunur á því, hvort þau eru á vegum Reykjavík- urborgar eða í umráðum ríkis og einstaklinga. Eru mörg þeirra í vanhirðu, svo sem lóðir Háskól- ans, Kennaraskólans og flugvall- arsvæðið. Lagt er til, að borgín bjóði fram aðstoð við skipulagn- ingu lóða og hreinsun drasls af lóðamörkum. Til greina kæmi að efla lóðasjóð, en hann var stofnað- ur til að aðstoða fólk við að ljúka eigin lóðum. í áætlun er að: 1) Hraðað verði frágangi allra svæða og spildna innan og utan fbúðahverfa, sem eru ófrágengin og í umráðum borgarinnar. 2) Gerðir verði samningar við ríki og aðra umráðaaðila ófrá- genginna svæða með það fyrir augum, að svæði þessi verði hirt og lagfærð og lýti þannig ekki svip borgarinnar. 3) Reykjavíkurborg bjóði um- ráðaaðilum stærri ófrágenginna lóða og athafnasvæða tæknilega aðstoð og ráðleggingar við skipu- lagningu svæðanna gegn reikn- ingi. 4) Lokið verði við gangstéttar og ræktun meðfram akstursgöt- um og þá fyrst í íbúðahverfum, þar sem gatnagerðarframkvæmd- um er að öðru leyti lokið. 5) Reykjavíkurborg bjóði borg- urum að drasl sé hirt við lóða- mörk íbúðarhúsnæðis þeirra. Hreinsað verði tvisvar á ári, að vori og hausti, eigendum að kostnaðarlausu. Undan verði skil- in hreinsun vegna byggingafram- kvæmda. 6) Strandlengja borgarinnar verði hreinsuð á hverju vori. * Borgarstjóri vakti athygli áþví, að áformað væri að gera sam- komulag við grásleppukarlana við Ægissíðu um umhirðu á kofum þeirra og stefna að því fremur að örva þessa starfsemi. Mætti jafn- vel koma fyrir fleíri uppsátrum, ef útgerðaráhugi væri fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.