Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 Sími 91700 Höfum úrval af bátum til sölu nýjum og gömlum. Höfum fjársterka kaupendur að 300 til 400 lesta skipum. Skipasalan Njálsgötu 86. Sími 18830—19700. Heimasími sölumanns 92—31 31. Hvðt léiag siálfstæðlskvenna neiaur fund mánudaginn 1 8. marz kl. 20.30 f Þingholti, Bergstaða- stræti 37. Gelr Hailgrlmsson. formaður Siáifstæðlsflokkslns. taiar um sljórnmálavlðhorflö Félagskonur fjölmenniö, Stjórnin. er úrvals staekkari fyrír 6x6cm og 35 mm. Afgreiddur með 75mm og 50 mm linsum, auka safngleri fyrir 35mm, litfilteraskúffu, glerlausum möskum fyrir 6x6cm. og 35 mm, rykhettu og straumbreyti. Athugið verðlækkun vegna tollabreytinga úr 50% í 7%. Verður til sýnis þessa viku. Komið og skoðið. wm m 'Slusturstrœti 6 <Sími 22955 Frá Simmon Omega MATSEDILL VIKUNNAR Mánudagur Steiktur fiskur með sósu, hrátt salat, blómkálssúpa með mjólk. Þriðjudagur Hvalbuff, hrátt salat, blandaður ávaxta- grautur. Miðvikudagur Fiskhringur (fiskdeig) m. tómatsósu, hrátt salat, fín áfasúpa. Fimmtudagur Pylsur með lauk og hrærðum kartöflum, hrátt salat, karrýsúpa með hrísgrjónum. Föstudagur Blandaður kjötréttur, hrátt salat, hrísmjölsblóm með ávaxtasósu. Laugardagur Soðinn þorskur með viðbiti, sagógrjóna- grautur. Sunnudagur Uppvafið kjötdeig með hrærðum kartöfl- um, hrátt salat, súkkulaðibúðingur með rjóma. Ffn áfasúpa 'A1 súrmjólk eða áfir, ★ 4 dl mjólk, * 25 g hrísmjöl, * 'A vanillustöng, a 25 g rúsínur, ★ 4 möndlur, * 30—35 g sykur, * 3/ dl rjómi, * salt. Blandið saman mjólk og hrísmjöli og hrærið i með þeytara, þar úl sýður. Bætið vanillustöng og rúsínur í og sjóðið. Þeytið rjómann í skál og smáhellið súpunni saman við. Bætið söxuðum möndlum út í. Pylsur með lauk 8 pylsur, * 1—2 laukar, a smjörlíki, * tómatsósa. Saxið laukinn fremur smátt. Látið hann krauma í smjörlíkinu, þangað til hann er orðinn gulbrúnn og mjúkur. Ristið skurð eftir endilöngum pylsunum, hellið tómat- krafti i skurðinn, og leggið laukinn þar ofan á. Látið pylsurnar í eldfast mót. Setjið smjörlíkisbita ofan á hverja pylsu. Bakið í heitum ofni í nál.'lO mín. Berið fram með hrærðum kartöflum. Blandaður kjötréttur Á hvern mann: 1 lambakóteletta, * 1 lítil pylsa ('A vínar- pylsa), * 1 sneið reykt síðuflesk, * 'A nýra, * 1 tómatur ef til er, * sveppir ef vill. Steikið kóteletturnar á venjulegan hátt. Látið pylsuna vera nokkrar mínútur í sjóðandi vatni og steikið hana síðan á pönnu. Skerið nýrun í sneiðar og steikið ásamt flesksneiðunum á pönnu. Skammtarnir eru settir á diska. Einnig má bera þá fram á fati. Ef til eru tómatar þá er lok skorið af þeim og 1 sveppur settur í hvern. Tómötunum síðan raðað i eldfast fat og steiktir inni í ofni í 10 mín. Berið réttinn fram vel heitan. Ef um tómata er ekki að ræða, þá eru sveppirnir látnir krauma í smjöri nokkra stund, og látnir að síðustu yfir réttinn. Umsjón: Unnur Tómasdóttir matreiÓslukennari 9 Hrísmjölsblóin með ávaxtasósu 115 g hrfsmjöl, * l'A nýmjólk, * 1 tsk. möndludropar, * 2 msk. sykur, * 'A tsk. salt, ★ 20 rúsinur, * ávaxtasósa. Hrísmjöl og mjólk er hrært saman f potti og hitað. Það verður alltaf að hræra í þar til sýður. Soðið þar til það er þykkt. Þá er sykur, salt og möndludropar látið í eftir vild. Litlir bollar, sem víðari eru að ofan, eru skolaðir að innan með vatni og sykrí stráð í þá. 3—4 rúsínur eru settar í botn- inn á bollunum, svo að þar myndast eins og blóm. Þar yfirer settur hrísgrjónajafn- ingur, gætilega, og síðan kælt. Hvolft á steikarfat með jöfnu millibili. Örlítið af ávaxtasósu er sett yfir. Það, sem eftir er af sósunni, er borið inn í lítilli mjólkur- könnu. Uppvafið kjötdeig með hrærðum kartöflum 300—400 g nautahakk, * 2 mask, hveiti, * 1 egg, * 2 dl rjómi eða mjólk, * salt, * pipar, * örl. múskat, * smjör. Fylling: Hrærðar kartöflur úr V, kg kartöflum, sem hrærðar eru á venjulegan hátt, en sykri þó sleppt. Hveiti, eggjarauða og krydd er látið út f kjötið. Rjómanum blandað f smátt og smátt, að lokum er eggjahvítunni blandað í. Nú er örk af smjörpappír vætt Iítið eitt og kjötdeiginu jafnað út á pappír- inn, síðan er breitt úr hrærðu kartöflun- um yfir. Nú er kjötið vafið upp með hjálp pappírsins. Kjötvefjunni er velt upp úr raspblöndu (raspur, hveiti, salt). Smjör- líki er brætt á pönnu og kjötvefjan brúnuð þar f. Leggið lok yfir pönnuna og látið kjötvefjuna sjóða í 'A klst. Á meðan er steiktur laukur á annarri pönnu, til að hafa meðu Kjötvefjan er sett á fat, skorin niður, laukurinn settur yfir og skreytt með steinselju. Soðið og feitin á pönnunni er látið i sósuskál og borið með. Leiðbeiningar um matarlin (framh.) Matarlím í heitan vökva, t.d. hlaup, krem eða þ.u.l. Takið matarlimið upp úr kalda vatninu og kreistið vatnið vel úr. Látið matarlímið út í heitann vökvann og hrærið i, þar til það er alveg bráðnað. Hellið siðan vökvanum strax í mót eða skál, sé verið að búa til hlaup. Ef um krem er að ræða, verður að hræra í vökvanum á meðan hann er að kólna og þar til hann fer að þykkna. Hrærið þá varlega þeyttar eggjahvítur eða þeyttan rjóma saman við og hellið krem- inu í mót. Hvað þarf mikið magn af matarlími í vökvann? í 1 1 af saft, þarf að áætla um 16 blöð matarlím, * í 1 1 af mjólk, þarf að áætla um 14 blöð matarlím, * í 1 1 af þeyttum rjóma, þarf að áætla um 12 blöð matarlím, *í legg, þarf að áætlaum 1 blað matarlím. Þurfi að bera fram matarlímsábæti fljót- lega og séu léleg skilyrði til kælingar, er nauðsynlegt að nota meira matarlím en upp er gefið. Eigi að hvolfa réttum með matarlími á fat, þarf að auka matarlímið um u.þ.b. 1/4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.