Morgunblaðið - 17.03.1974, Síða 38

Morgunblaðið - 17.03.1974, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 Olafur Jóhannsson, Reykjalundi, sjötugur ÓLAFUR Jóhannsson frá Ytra- Koti er sjötugur í dag, fæddur að Þrastarhóli í Hörgárdal 17. marz 1904. Hann er heitinn eftir Ólafi Davíðssyni, náttúrufræðingi og þjóðsagnaritara, sem drukknaði í Hörgá haustið 1903 og var sárt saknað af sveitungum og öðrum, er til þekktu. Foreldrar Ólafs voru Guðrún Guðmundssóttir, ættuð úr Fljótum og Jóhann Gunnarsson frá Torfum í Eyja- firði. Þegar ég man fyrst eftir mér voru þau Guðrún og Jóhann í vist hjá foreldrum mfnum að Möðru- völlum í Hörgárdal. Tókst þá mik- il vinátta með okkur Guðrúnu, sem hélst alla tíð. Hún var með afbrigðum hlý og elskuleg kona og svo heiðarleg í hugsun og at- höfn að af bar. — Eftir að Guðrún og Jóhann gengu f hjónaband bjuggu þau á ýmsum bæjum í Hörgárdal. En ég elti þau uppi hvar sem þau voru og var hjá þeim i nokkra daga mér til skemmtunar og hugarhægðar. Stutt var að fara fyrstu árin, þegar þau bjuggu á Þrastarhóli og Hallgilsstöðum, en eftir að þau fluttu fram í dalinn var ekki eins hægt um vik. Lengst var milli okkar eftir að þau fluttu i Bauga- sel, þá þurfti ég að taka daginn snemma til að ná háttum, því ekki var annars kostur en fara gang- andi. Það urðu ávallt miklir fagn- aðarfundir þegar við Gunna mín, en svo kallaði ég hana, hittumst. Jóhann húsbóndi og litlu dreng- irnir tveir, Ólafur og Gunnar, fögnuðu mér einnig. Þá má ég ekki gleyma gömlu konunni, henni Lillu, sem lá i kör og var á sveitinni, en vildi hvergi annars staðar vera. Það kom annarlegur glampi í augun á henni þegar ég heilsaði henni. Allt þetta fólk er mér svo minnisstætt og undur kært. Hjá því naut ég alls þess besta er ung barnssál þráir. Bær- inn í Baugaseli var ekki háreist- ur, en friðsælt var þar og nota- legt. Aldrei hef ég komist í kynni við heiðarlegra fólk en Gunnu mfna og Jóhann. „Ekkert er feg- urra en heiðarlegur maður,“ stendur á prenti eftir merkan höf- und. I þessu umhverfi ólst Ólafur upp. Hefur það sýnt sig, að hann hefur erft alla eðliskosti foreldra sinna, því oft hefur lífið tekið hann hörðum tökum. Þegar hann var 18 ára veiktist hann og fór á sjúkrahúsið á Akureyri til Stein- gríms Matthíassonar, og má segja að síðan hafi hann aldrei borið sitt barr. — Hann ieitaði sér víða lækninga bæði norðanlands og sunnan, en náði aldrei fullri heilsu. Tíma og tíma var hann heima hjá foreldrum sínum, ef af honum bráði. Þegar að því kom að byggja vinnuhæli fyrir berkla- sjúklinga að Reykjalundi, var hann það hress, að ann gat unnið við bygginguna. Honum var það kappsmál að sjá þann draum ræt- ast. Var Ólafur einn af þrem vist mönnum, er settust að á Reykja- iundi haustið 1944. Ólafur hafði snemma yndi af ræktun, hafði hann um árabil gróðurhús að Reykjalundi, þar ræktaði hann tómata og gúrkur fyrir heimilið, auk þess hafði hann kartöflu- og rófnarækt. Um tíma hirti hann einnig hænsni og svín að Reykja- lundi. Hann lá aldrei áliði sínu og allt sem hann gerði var unnið af stakri natni og samviskusemi. Ólafur hefur aldrei viljað hafa hátt um sig, hann er kyrrlátur og trygglyndur maður, sem gott er að eiga fyrir vin. Hann er sann- kölluð hetja. í öllu veikindastríð- inu hefur hann aldrei kvartað, svo ég viti til, yfir kjörum sínum, en verið jákvæður í lifsskoðun- um. Heimtufrekja og kröfur til annarra eru honum fjarlægar. Hann er þakklátur öllum, er hafa sýnt honum vinsemd. Sjálfsagt Tilboð óskast í sölu á stórum vatnsmælum fyrir Vatns- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 18. apríl 1974, kl. 1 1.00 f.h. 'TNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 vatnsielðslupípur Vorum að fá pípur til hita og vatnslagna. galv. frá 3/8"—2" Svart — 3/8" — 1 !4". Pantanir óskast sóttar. Burstafell byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Sérbyggð lítli iðnaðarvél Sérbyggð lítil iðnaðarvél (saumavél) til framleiðslu ákveðinnar tegundar fatnaðar er til sölu. Ennfremur nokkuð af hráefni, auk innkaupa- og sölusam- banda. Hentug kaup fyrir þann, sem vill mynda sér sjálfstæða atvinnu að aukavinnu. Þeir sem áhuga hafa á frekari uppl. leggi nöfn sín og símanúmer inná auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt Jðnaðarvél, 4944“ Alexander Jóhanness. fyrrv. skipstjóri níræður beinist þakklæti hans þó mest til þeirra, er hrundu hugsjóninni i framkvæmd að byggja Reykja- lund. Þar.hefur hann átt heima síðustu 30 árin. Fátt sárnar hon- um meira en þegar hann verður var vanþakklætis í þeirra garð. Ég sendi Ólafi hjartanlegar af- mæliskveðjur og óska honum allr- ar blessunar með þökk fyrir allt gott. H ulda A. Stefánsdóttir. Afmælisbarn dagsins Alexander á Grettisgötunni er gæfumaður. Hann er það vegna þess, að hann getur litið til baka yfir langan farinn veg og hvar- vetna séð heillaspor. Ekki er það þö svo, að leið hans hafi verið greiðfær og auðrötuð. Nei, hann hefur orðið að ösla sinn veg gegn- um torfærur fátæktar og frum- stæðrar aðstöðu riítjándu ald- arinnar, gegn um ógnir tveggja heimsstyrjalda og í náinni snert- ingu við þær. Hann hefur á langri starfsævi dregið öðrum fremur björg í bú þjóðar sinnar, eignast traust og heillandi heimili, þess vegna getur hann í dag fagnað þeim áfanga, sem náð er. Alexander er fæddur og upp- alinn i Borgarfirðinum og stund- aði landbúnaðarstörf fram að 18 ára aldri. Frásagnir vermanna af lífinu srið sjóinn, af baráttunni við brimið og þorskinn munu AFMÆLISKVEÐJA: JÓN JÓNSSON LOFTSSTÖÐUM Að koma til íslands sem útlend- _ ingur og hestakaupandi var ekki sérlega spennandi. Ég hafði heyrt margvíslegar sögur um fólk, sem hafði gert sig bláfátækt á hesta- kaupum, sömuleiðis um fólk, sem verið hafði blekktí hestakaupum. En ég var héppnari, ég hitti á þig. Ég gleymi aldrei þeim degi, er við ókum að Loftsstöðum til að skoða alla hestana þína. Ég skildi ekki 10% af þvf, sem þú sagðir, sagði bara já og nei með hæfilegu milli- bili, til að sýnast ekki algjör kjáni. Þú talaðir og talaðir, svo ég þurfti ekki að brjóta heilann um, hvað í ósköpunum ég ætti að segja. Og eftir langt tal varð það endirinn, að ég fékk fallegasta hestinn þinn, (nefnilega) Fitjung. Ég gerði mig ekki fátæka og mér finnst ég ekki hafa verið blekkt, en ég gerði ein mistök, ég sendi Fitj- ung til Danmerkur. Það hefði ég ekki átt að gera. En hver veit? Kannski kemur sá dagur, að ég fer aftur til Danmerkur til dvalar og þá er gott að vita, að þar stend- ur dásamlegur lftill vinur og bíð- ur eftir mér. Nú eru liðin 2 ár síðan við hitt- umst fyrst. Við höfum kynnst bet- ur og að auki skil ég nú næstum allt, sem þú segir, með öðrum orðum, við getum talað saman. Það er eitt, sem ég hef lengi undrast. Það er að ekkert kyn- slóðabil er á milli okkar, þrátt fyrirhinn mikla aldursmun. Ef þú værir 25 ára eða ég 75 ára, mundi ég án umhugsunar vopnfirðlngar Gleymum ekki árshátíð félagsins hún verður i Félags- heimili Karlakórs Fóstbræðra, Langholtsvegi 109—1 11, laugardaginn 23. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 7. Skemmtiatriði og góð hljómsveit. Aðgöngumiðar seldir dagana 18, 19 og 20 marz í verzluninni Verinu, Njálsgötu 86. Skemmtinefndin. ÁrgerÖ 1971 Vel með farinn „konubíll" tegund Sunbeam Alpine GT sjálfskiptur, árgerð 1971. Ekinn 25.400 km., er til sölu vegna endurnýjunar. Bílinn er ætíð geymdur í bílskúr og eingöngu ekið innanbæjar. Verð 425.000.— Upplýsingar veittar að Haðalandi 2 og í sima 37930. stinga upp á brúðkaupi. Ef til vill værir þú ekki mjög ánægður með uppástunguna, en hvað um það, fyrir mér væri það tilraunarinnar virði. Þetta hljóðar kannski eins og ástarjátning og er það á sinn hátt, þú stendur í það minnsta hjarta mínu mjög nærri. Þú minnir mig svo mikið á hinn sanna tslending, þann, sem bara er til í sögunum. Öll þín fram- koma, lífsgleði þín, gleði þin yfir hestunum og landinu í heild og ekki má gleyma vinnugleði þinni. En gleymdu því nú ekki, að þú ert orðinn áttræður og gætir fijótlega gefið sjálfum þér örlítið frí. Eg, ásamt öðrum hestamönnum á Selfossi, sendi þér, þó seint sé hamingjuóskir á afmælisdaginn, en hann var hinn 7. þ.m. Birgitte Povelsen. snemma hafa heillað unglinginn og rétt eftir aldamótin dreif hann sig út að sjónum. Reri um árabil frá ýmsum ver- stöðvum á Suðurnesjum. Stjórn- aði bát frá Vestmannaeyjum, stundaði hákarl frá Siglufirði, en fann svo það atvinnutæki, er hann hafði leitað, þegar togar- arnir komu til sögunnar. Hann hóf togarasjómennsku sína á Braga með Jóni heitnum Jóhannessyni skipstjóra. Var á Braga er hann var hertekinn af Þjóðverjum i fyrra stríði. Sú saga er kunn og skráð. Stjórnaði tog- urum milli styrjaldanna og sigldi Haukanesinu 70 sinnum landa á milli í síðari heimsstyrjöldinni. Ekki mun ofsagt að oft hafi mjóu munað og ýmislegt markvert mun þá hafa á daga hans drifið. Tauga- styrkur hans og jafnaðargeð svo og glöggskyggni munu hafa átt sinn þátt í því að skila honum og hans skipshöfn heilum gegnum þær margvislegu hættur, er þá steðjuðu að. Eftir striðið sigldi Alexander enn 25 sinnum mtð hlaðið skip sitt lan.la á milli; þá loks eftir um það bii hálfrar aldar störf á sjónum fór hann í land. Nú skyldi maður ætla, að eftir slíkt ævistarf hefði hann setzt í helgan stein, notið hvíldar og öryggis. Sú varð þó ekki raunin á, iðju- leysi féll honum ekki. Hann varð sér fljótt úti um starf í vöru- geymslu mágs síns Ásbjarnar Ólafssonar heildsala. Þar hefur hann unnið fullan vinnudag síð- ustu 20 árin. Hjá honum eru ekki mánudagsfrátafir og fáir eru veikindadagarnir. Þar ríkir vinnugleði og vinnuáhugi gamla tímans. Líklegast er að þeir, sem óskuðu að hitta hann á niræðisaf- mælinu, hefðu orðið að leita hans á vinnustað, ef svo vildi ekki til, að afmælið ber upp á sunnudag. Mætirðu Alexander á götu snemma að morgni þegar hann er á leið til vinnu, þá gefur ekki að líta kalkað gamalmenni. Þar er á ferð hnarreistur, léttstígur starfs- maður. Takirðu hann tali, þá hitt- irðu fyrir andlega reisn, er hver miðaldra mætti vera stoltur af. Þótt sjómennskan sé erfið og starfsdagar langir þá gefast þó tómstundir, ekki síst hjá þeim, sem áratugum saman sigla landa á milli. Þessar tómstundir notaði Alexander til þess að afla sér fróðleiks með lestri góðra bóka. Hann er þvi víðlesinn fróðleiks- maður og sögumaður ágætur. Alexander er giftur Halldóru Ölafsdóttur. Heimili þeirra hjóna á Grettisgötu 26 hefur um áratuga skeið verið þekkt að myndarskap og hjálpsemi. Þau hjón eru sann- arlega vinmörg, þangað sækja ungir og aldnir holl ráð og aðra hjálp. Ég naut þeirrar gæfu að vera í fóstri hjá þeim hjónum á skólaár- unum. Sú dvöl var mikill skóli og gót undirbúningur undir marg- breytileik ævistarfsins. Á þessum merkisdegi húsbónd- ans flyt ég þeim hjónum og börn- um þeirra tveimur Ólafi og Eddu þakkir og virðingu. Þakkir fyrir löng og góð kynni með ósk að verðskulduð gæfa megi fylgja heimili þeirra framvegis sem hingað til. Oddur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.