Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
Eldfœrin
eftir
H. C. Andersen
Steingrímur
Thorsteinsson
þýddi
Hundurinn var óðara þotinn út, og ekki vissi
dátinn fyrr en hann sá hann aftur kominn með
kóngsdótturina. Hún sat sofandi á baki hundsins og
var svo ljómandi fögur, að hver maður gat séð, að
þetta var sannarleg kóngsdóttir. Dátinn gat ekki á
sér setið, hann mátti til að kyssa hana, og var það að
vonum, því að þetta var almennilegur dáti.
Hundurinn hljóp síðan beina leið aftur með kóngs-
dótturina, en um morguninn, þegar kóngurinn og
drottningin sátu við teborðið, sagði kóngsdóttirin, að
sig hefði dreymt svo undarlegan draum, það hefði
Hver er rétta röðin?
Eins og þú sérð, er hér teikning af Eskimóa að dorga
niður um ís. Mörgæsin bíður róleg eftir að hann
dragi fiskinn upp á ísinn, — og fær sér þá að borða.
En þú tekur eftir því, þegar þú ferð að skoða
myndaröðina, að hún er ekki rétt. Á því skaltu
sprevta þig, áður en þú lest lausnina, sem fer hér á
eftir:
a — 9 ‘a — •£ ‘a —* v c ‘a —zd— i
verið um hund og dáta. Hún hefði riðið hundinum,
og dátinn hefði kysst sig.
„Það er dálaglegt að heyra, eða hitt þó heldur,“
sagði drottningin.
Nú átti ein af hirðkonunum gömlu að vaka við rúm
kóngsdótturinnar næstu nótt, til þess að komast
fyrir, hvort þetta væri draumur eða hvernig annars í
því Iægi.
Dátann langaði nú fram úr öllu lagi til að sjá aftur
kóngsdótturina fallegu, og kom þá hundurinn um
nóttina, tók kóngsdótturina og hljóp með hana eins
og hann gat hraðast, en hirðkonan gamla fór í
vantsstígvél og hljóp engu óhraðara á eftir. Nú sem
hún sá, að þau hurfu inn í stórt hús, þá hugsaði hún
með sér: nú veit ég, hvar það er, og markaði með
krítarmola stóran kross á dyrnar. Síðan fór hún
heim og háttaði, og hundurinn kom líka aftur með
kóngsdótturina. En þegar hann sá, að kross hafði
verið markaður á dyrnar, þar sem dátinn var til
húsa, þá tók hann líka krítarmola og markaði kross á
allar húsdyr í allri borginni, og var það kænlega gert,
því að nú gat hirðkonan ekki fundið réttu dyrnar,
þegar kross var á öllum.
Snemma morguns komu þau kóngur og drottning,
hirðkonan gamla og allir höfuðsmennirnir til að gá
að, hvar kóngsdóttirin hefði verið um nóttina.
„Þarna er það,“ sagði konungurinn, þegar hann sá
fyrstu dyrnar með krítarmerkinu.
„Nei, þarna er það, gæzka!“ sagði drottningin, en
henni varð litið á aðrar dyr, sem kross var markaður
á. „Og þarna er einn og þarna er einn,“ sögðu þau öll,
þegar þau voru að reka augun í krossana, sem voru á
öllum húsdyrum borgarinnar. Þeim gat þá ekki
lengur blandazt hugur um, að leitin mundi verða
árangurslaus.
En drottningin var stórvitur kona, sem fleira
kunni en að aka í dýrum vagni. Hún tók stóru
gullskærin sín, klippti sundur stóran silkidúk og
saumaði úr stykkjunum poka. Pokann fyllti hún
fínustu bókhveitigrjónum og batt hann á bak kóngs-
dótturinni, klippti síðan gat á pokann, til þess að
grjónin skyldu sáldrast niður alla leiðina, þar sem
kóngsdóttirin færi um.
Um nóttina kom hundurinn aftur, tók kóngs-
dótturina á bak sér og hljóp með hana til dátans, sem
þótti svo vænt um hana og vildi svo feginn, að hann
hefði verið konungborinn sjálfur, til þess að geta
eignzt hana fyrir konu.
oAJonni ogcTManni Jón Sveinsson
Fyrsta kastið töluðum við margt og mikið. En brátt
fundum við, að það var betra að þegja. Þá urðum við
ekki eins móðir.
Svona gengum við upp hvert leitið á fætur öðru, og
ekki leið á löngu áður en við urðum kófsveittir.
Þegar við komum upp á eina hæðina, sagði Manni:
.,Það er undarlegt, að mér finnst fjallið alltaf hærra
og hærra, eftir því sem við komum lengra upp“.
,.Þetta finnst mér líka, Manni. Þessar hæðir og
hjallar ætla aldrei að taka enda. Það koma alltaf nýjar
og nýjar liæðir, og hæsti tindurinn er alltaf jafnlangt
í burtu“.
..Já, það finnst mér skrítið“.
Hann benti nú á klettabeltið, sem hæst bar á, og
sagði:
„Sjáðu, þarna sýnist fjallseggin vera. Það er alveg
eins og þetta væri hæsta brúnin, en þú sannar það, að
þegar við komum þar upp, þá eru aðrar eftir“.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Og það var rétt til getið hjá Manna.
Við gengum nú þegjandi upp snarbratta hrekkuna.
Þegar upp var komið á brúnina, lá framundan okkur
dálítil iðgræn slétta, og hinum megin við hana tók við
önnur hæð, öll saman lyngi vaxin.
„Sérðu“, sagði Manni. „Það er eins og ég sagði.
Þarna uppi sjáum við aftur annan tind, alveg himin-
háan. Heldurðu, að það sé sá hæsti?“
„Ég veit ekki, Manni. En við hljótum að vera komnir
gríðarlega hátt upp“.
Ég sneri mér við og leit aftur. Og satt var það, hátt
vorum við komnir.
Og útsýnið var dásamlegt.
Ég tók í handlegginn á Manna og sagði:
„Sjáðu, Manni, hvað þetta er fallegt. Líttu á, hvað
bærinn okkar sýnist lítill. Svona hátt erum við komn-
ir. Þú sérð, hvað það er orðið langt niður að bænum.
Ég held við hljótum bráðum að vera komnir upp á
efsta tindinn“.
ffte&fflorgufikciffinif
— Eruð þið með stutt nám-
skeið? Ég þarf aðeins að æfa
mig þangað til ég get borið
ritvélina mfna.
— Ég hefi hlotið fangelsisdóm
í samanlagt 189 ár. Svo er það
þeirra að sjá til þess, að ég lifi
svo lengi.
— Jæja, Stína, hvað viltu að ég
geri meira til þess að sanna, að
ég elska þig.
— Hvers vegna ætti hún að
bíða þar til rétti maðurinn bið-
ur hennar. Ekki gerði ég það.
— Eiga þetta að vera hrein
hnffapör, með leyfi að spyrja?
Ykkur veitti sannarlega ekki
af, að fá manninn minn f eld-
húsið. Ilann gæti kennt ykkur,
hvernig á að þvo upp.