Morgunblaðið - 17.03.1974, Side 48

Morgunblaðið - 17.03.1974, Side 48
Spá samdrætti 1 ver- , v tíðaraflanum á árinu FISKIFRÆÐINGAR búast við einhverjum samdrætti í bolfisk- veiðinni á vetrarvertíð í ár. Þeir gera ráð fyrir minnkandi þorsk- afla, en hins vegar vaxandi ýsu- afla og að ufsaaflinn verði áþekk- ur því, sem verið hefur. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigfús Schopka fiskifræð- ingur, að uppistaðan i aflanum á þessari vertíð — frá janúar fram i maí — yrði þorskur af árgangin- um 1966, eða átta ára fiskur. Á Myndina tók Ólafur K. Magnússon ísundlaugun- um í Laugardalnum einn daginn fyrir skömmu. Margar kempur sækja laugarnar. Fremstur á myndinni er Guðlaugur Stefánsson útvegsbóndi frá Gerði í Vestmanna- eyjum að búa sig undir sundsprett, en fjærst má t.d. sjá Ævar Kvaran leikara. F orsætisráðherra: Niðurskurður um 1500 milliónir mögulegur ÓLAFUR JÓHANNESSON lýsti því yfir við umræður á Alþingi f fyrrinótt, að ekki ætti að vera óhjákvæmilegt að skera nokkuð niður útgjöld fjárlaganna og nefndi í því sambandi niðurskurð um 1000 — 1500 milljónir. Það væri sfn sannfæring, að slikt væri hægt með góðum vilja og það yrði erfitt fyrir alþingismenn að sann- færa kjósendur um, að svo væri ekki. Þetta kom fram f ræðu, sem forsætisráðherra hélt við 3. umræðu í efri deild um frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattkerfis- breytingu. Eins og kunnugt er greiddi forsætisráðherra ásamt Birni Pálssyni tillögu frá sjálf- stæðismönnum um þetta efni at- Verkfall á Austfjörðum? STRANGIR og langir sátta- fundir stóðu í gær og fyrradag á Egilsstöðum með fulltrúum Alþýðusambands Austurlands og Vinnuveitendasambandsins, en á miðnætti í nótt átti að skella á verkfall á Seyðisfirði, Eskifirði og Hornafirði. Að sögn Árna Þormóðssonar forsvarsmanns Alþýðusam- bandsins ná samningaviðræð- urnar til allra verkalýðsfélag- anna austanlands, en aðeins þeSsi þrjú félög hafa boðað verkfall núna. Samningafund- urinn á föstudag stóð fram til kl. 4 i fyrrinótt og hófst aftur kl. 10 i gærmorgun. Kvaðst Arni ekki geta annað um gang mála sagt en að hægt gengi. kvæði, þegar frumvarpið var til meðferðar í neðri deild þingsins. Hafði meiri hluti ríkisstjórnar- innar í efri deild fellt ákvæðið út úr frumvarpinu aftur við 2. umræðu. Þá sagði fors'ætisráðherra, að frumvarpið hefði orðið öðru vísi ef hann hefði samið það sjálfur. Astæðuna fyrir því að ríkisstjórn- in þyrfti ekki að segja af sér, þó að frumvarp hennar yrði fellt, kvað ráðherrann vera þá, að verkalýðshreyfingunni hefði verið fullkomlega Ijós staða ríkis- stjórnarinnar á þinginu, þegar samkomulagið varð milli hennar og stjórnarinnar í skattamálun- um. Loks kom fram í ræðu ráð- herra, að fljótlega mætti búast við, að rfkisstjórnin gerði víðtæk- ar tillögur um lausn efnahags- vandans. vertíðinni í fyrra var einnig á ferðinni 10 ára þorskur eða ár- gangur 1963, hingað kominn frá Grænlandi, en hann mun vart hafa nein afgerandi áhrif á veið- arnar nú. Sigfús sagði, að yfirleitt væru árgangarnir, sem nú veiddust, sæmilegir, en þó undir meðallagi og væri þessi 1966 árgangur að vísu skástur þeirra. Hann sagði, að vertíðaraflinn í fyrra hefði ver- ið um 157 þúsund tonn af þorski, en reiknað væri með því, að hann yrði talsvert minni nú og gæti jafnvel farið niður i 140 þúsund tonn. Til mótvægis kæmi hins vegar vaxandi ýsuafli, og væri það árgangurinn 1970, eða 4ra ára fiskur, er myndi aðallega gæta í ýsuaflanum nú. Sigfús minnti þó á, að ýsuaflinn væri tiltölulega lítill hluti af heildarbolfiskaflan- um, var aðeins um 12 þúsund tonn á vertiðinni i fyrra. Eins taldi Sigfús, að horfur væru á sæmilegri ufsaveiði á vertíðinni nú, eða eins og undanfarin ár. Ufsinn er þó dálítið viðsjárverður fiskur, sem á það til að flakka á milli svæða og jafnvel landa og því erfitt að slá nokkru föstu um ufsaveiðina. Ufsinn, sem hér hef- ur veiðzt, eru 1966—’67—'68 ár- gangar, nokkuð sterkir. Engu að síður hefur ufsaaflinn á vetrar- vertíð farið minnkandi á undan- förnum árum — var t.d. rúmlega 30 þúsund tonn árið 1970, um 26 þúsund tonn árið 1971, um 22 þúsund tonn 1972 og 18 þúsund tonn í fyrra. Hins vegar er ársafl- inn svipaður frá ári til árs, var t.d. um 60 þúsund tonn árið 1972. Sigfús benti á, að í öllum áætl- unum um vertíðaraflann yrðu fiskifræðingar að reyna að geta sér til um skiptingu aflans milli íslendinga og útlendinga og erfitt væri að sjá fyrir sóknarminnkun Breta á sama tíma og sókn íslend- inga ykist með tilkomu allra nýju skuttogaranna. Hins vegar sagði Sigfús, að f þeim áætlunum, sem nú væru lagðar til grundvallar i þessum aflaútreikningi, væri gert ráð fyrir, að íslendingar fengju í sinn hlut 70% heildaraflans á Framhald á bls. 47 „Svarta byltingin” að hefjast á Vestfjörðum Landhelgismálið í Haag: Málið í dóm ef enginn andmælir ,ÆF MAÐUR tekur þátt f máli er hægt að fá frestáþví, en ef engin andsvör eru, þá er ekki eftir neinu að liíða og málið er tekið til dóms,“ sagði Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, þegar við spurðum hann um þá möguleika, sem enn væru fyrir hendi til þess að fresta landhelgismálinu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. iVIál Breta og Vestur-Þjóðverja gegn Islendingum verður tekið þar fyr- ir, mál Breta 25. marz n.k. og V-Þjóðverja 28. marz. Hans taldi, að munnlegum mál- flutningi á málinu lyki á einum degi í hvoru máli, þar sem sú stefna væri ráðandi að verja ekki málið af tslands hálfu. Ekki er þó hægt að segja, hve- nær dómur fellur, það getur orðið mjög fljótlega, en getur einnig dregizt. Enn bendir því allt til þess, að stólar tslands verði auðir. NlU þéttbýlissveitarfélög á Vest- fjörðum hafa nú tekið saman höndum og stofnað gatnagerðar- félagið Atak, með það fyrir aug- um að leggja varanlegt slitlag á allar götur, sem byggð er við, í viðkomandi bæ eða þorpum. Verður verkið unnið af fyrirtæk- inu Oliumöl hf., sem sveitarfélög- in á Reykjanesi stofnuðu á sínum tíma, en vestfirzku sveitarfélögin hafa nú gerzt hluthafar f því. Verkið spannar yfir 6—10 ára tímabil og kostnaðaráætlun hljóð- ar upp á 700 milljónir miðað við desemberverðlag. í samtali við Morgunblaðið sagði Bolli Kjartansson bæjar- stjóri á ísafirði og einn af forráða- mönnum Átaks, að auk isa- fjarðarkaupstaðar stæðu að þessari framkvæmd eftirtalin sveitarfélög: Bolungarvík, Súða- vík, Suðureyri við Súgandafjörð, Flateyri, Þingeyri af norð- urfjörðunum og Patreksfjörður, Bíldudalur og Tálknafjörður af hinum syðri. i áætluninni er stefnt að því að setja upp mal- bikunarstöð á isafirði, er sjái öll um norðurfjörðunum fyrir gatna- gerðarefni, en síðan verði hún flutt til Patreksfjarðar fyrir sveitarfélögin þrjú, sem þar eru. Bolli sagði, að í áætlunni væri gert ráð fyrir, að lagt yrði varan- legt slitlag á allar götur, sem byggð er við í þessum sveitar- félögum, en auk þess væri stefnt að þátttöku Vegagerðar ríkissins við setningu slitlags á ákveðna kafla og flugmálastjórnar um malbikun flugbrauta. Má í þessu sambandi geta þess, að rætt er um hraðbraut milli Isafjarðar og Hnífsdals. Bolli sagði ennfremur, að ísa- fjörður væri hið eina þessara sveitarfélaga, þar sem eitthvað væri um varanlegt slitlag á göt- um, þvf að þar væri búið að mal- bika flestar götur á sjálfri Eyrinni. Hann sagði, að af þessum 700 milljónum, er gert væri ráð fyrir sem heildarkostnaði, yrði unnið fyrir um 250 milljónir á ísafirði einunt. Vert er að geta þess, að heildar- ibúatala í þessum 9 þéttbýlis- sveitarfélögum er um 7100 manns, en samanlögð lengd gatnakerfis þeirra er um 51 km. Þar af eru um 16 km á Ísafirði og af þeim hefur um 3'/í km verið lagður varanlegur slitlagi. Heildarkostnaður allrar fram- kvæmdarinnar er því urri 100 þúsund kr. á hvern íbúa. — Það er þó nokkuð mismunandi eftir hverju sveitarfélagi — lægst á isafirði, eða um 70 þúsund krónur á íbúa, en mest á Þingeyri, eða um 150 þúsund krónur á íbúa. Bolli sagði, aðöllum mætti vera ljóst, að þessi sveitarfélög hefðu enga tekjustofna til að standa undir slíkri stórframkvæmd. Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.