Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 7 Kúrdahéruð Eftir Joseph Fitchett vopnum og 200 orrustuflugvélum. Þótt um mikinn liðsmun sé að ræða þá hefur skæruliðaherinn, Pesh Merga, sýnt það i tiu ára bardögum á árunum 1 960—1 970 að hann er fær um að verja héruðin gegn inn- rásartilraunum stjórnarhersins. For- ingjar skæruliða i aðalstöðvum Barz ani hershöfðingja segja að Iraks- stjórn sé að draga saman mikið lið við varnarlínu Kúrda í fjalllendinu í Norður-lrak. Sveitir Pesh Merga, búnar sovézkum rifflum og sprengjuvörpum, eru á ferli um for- ugar fjallaslóðir milli Isi þaktra tinda. Vorleysingarnar, sem geta markað upphaf nýrra átaka, eru i nánd. Pesh Merga óttast skyndi-loftárásír og eru að byggja skotpalla fyrir loftvarnarbyssurnar, sem geymdar hafa verið i hellum undanfarin fjög- ur ár. Flóttamenn keppast um að láta skrá sig til herþjónustu meðan konur og börn grafa sér skotbyrgi. Vigorð eru á allra vörum: „Við látum blóðið flæða í Kúrdistan og drekkja óvinunum," segja ibúarnir, sem bar- izt hafa fyrir sjálfstjórn allt frá því yfirráðum Tyrkja lauk fyrir rúmri hálfri öld. Hættuástandið í dag stafar af ágreiningi um framkvæmdaratriði í sambandi við tilboð Ba'ath flokksins um heimastjórn í Kúrdahéruðunum. Mestur ágreiningur er um stöðu borgarinnar Kirkuk sem er miðstöð olíuvinnslunnar i írak. Leiðtogar Kúrda krefjast þess að borgin verði innan marka Kúrdahéraðanna. Rikis- stjórnin hefur lagt til að ibúar Kirkuk gangi til atkvæðagreiðslu um málið, en leiðtogar Kúrda benda á að 50 ið riki i samræmi við siðustu tHlögur þeirra, sem Ba'ath flokkurinn neitaði að fallast á fyrir fjórum árum. Er þegar farið að undirbúa stofnun sér- staks stjórnarráðs, sem færi með öll völd á 25 þúsund ferkilómetra svæði í norð-austurhéruðum íraks. sem Kúrdar ráða. Ef til bardaga kemur á ný geta Kúrdar teflt fram 20 þúsund skæru- liðum gegn 90 þúsund manna her íraks, sem er vel búinn sovézkum LEIÐTOGAR kúrdiskra þjóðernis- sinna, sem hafa aðalstöðvar sinar í vel viggirtum dal í Norður-írak, spá því nú að til nýrrar uppreisnar kunni að draga vegna deilunnar um sjálfs- stjórn Kúrda. Hefur íraksstjórn til- kynnt að talsmenn kúrdíska demó- krataflokksins hafi hafnað tilboði stjórnarinnar um fyrirkomulag heimastjórnar i Kúrdahéruðunum, en tilboðið var að mestu byggt á samningi frá 1 970, sem batt enda á áratugar bardaga skæruliða Kúrda við hersveitir írakshers. Eftir tilkynningu íraksstjórnar í fyrri viku hefur fjöldi kúrdiskra emb- ættismanna látið af embættum sin- um og flutzt til Kúrdahéraðanna i norðri, þeirra á meðal um tvö þús- und lögreglumenn frá Arbil, há- skólakennarar frá Sulaimaniya, og tugir opinberra starfsmanna frá Kirkuk. Hefur tjöldum verið slegið upp fyrir þessa flóttamenn í fjalla- héruðum Kúrda. Stjórnarflokkarnir í Irak — Ba'ath flokkurinn og kommúnistaflokkurinn — virðast hafa vanmetið styrk Kúrda og trúnað þeirra við flokk sinn og flokksleiðtogann Mustapha Barzani, sem er sögufrægur skæru- liðaforingi Haldi ríkisstjórnin áfram tilraunum sínum til að koma á fót leppstjórn I Kúrdahéruðunum, hafa leiðtogar Kúrda hótað að stofna eig- Barzani hershöfðingi (i miðju) með tveimur hermönnum sinum. þúsund Kúrdar hafi verið hraktir úr borginni, en Arabar frá suðurhéruð- um íraks flutzt þangað i staðinn og raskað hlutföllunum stjórninni I hag. Önnur meginkrafa Kúrda er um meira' lýðræði í ríkisstjórn Iraks, en þar hefur byltingarráð Ba'ath flokks- ins farið með einræðisvald frá árinu 1 968. Vilja Kúrdar að löglega kjörið þing fái hluta löggjafarvaldsins. Kúrdar vilja einnig sérstök fjárlög fyrir Kúrdistan. Segja þeir að ríkis- stjórnin hafi vanrækt Kúrdahéruðin á þessu sviði, og benda á máli sínu til stuðnings, að af 1 00 verksmiðj- um landsins, séu aðeins 3 í Kúrdist- an Af öðrum kröfum Kúrda má nefna að þeir vilja fá neitunarvald varðandi skipan í þau ráðherraembætti, er fjalla um olíu- og innanríkismál, hlutfallslega aðild Kúrda að embætt- um innan hersins og í utanrikis- og leyniþjónustunni, og sérstakan yfir- rétt, sem dæmi í ágreiningsmálum ríkisstjórnarinnar og héraðastjórna Kúrdar segja að rikisstjórnin hafi neitað að fallast á nokkuð þessara deilumála i fjögurra ára samninga- viðræðum frá þvi hernaðaraðgerð- um var hætt árið 1970 Telja Kúrd ar að rikisstjórnin áliti óhætt að standa gegn öllum óskum þeirra, þar sem hún nýtur nú stuðn ings Sovétríkjanna, sem er nauðsynlegur til að geta búið stjórnarherinn nýjustu vopn um, til að hafa hemil á komm- únistaflokki landsins, og til að try9gia áhrif stjórnarinnar meðal annarra ríkja þriðja heimsins svo- nefnda Lengi vel var Barzani hershöfðingi talinn skjólstæðingur Sovétrikjanna, og kommúnistar, sem orðið höfðu fyrir ofsóknum íraksstjórnar, leituðu oft hælis hjá Kúrdum. Eftir að Irak undirritaði vináttusamning við Sov- étríkin árið 1971, hefur þetta snúizt við, og áhrifa Sovétríkjanna gætir æ meir i landinu Kommúnistaflokkur landsins styður nú Ba'ath flokkinn. Kúrdar í vígahug NÝ SENDIBIFREIÐ Af sérstökum ástæðum er til sölu Bedford Van De luxe árg. 1973, með talstöð og mæli. Simi 83624 og 37449. SKÁPASMfÐI í svefnherb. Vönduð vinna og efni Teikna og geri tilboð Smiðastofan Miðbraut 1 7. Lúðvik Geirsson. Simi 19761. PlPULAGNINGAMEISTARI með tvo lærlinga, getur tekið að sér stór verk eða einbýlishús. Upplýsingar gefnar i sima 52970 eftir kl . 7 á kvöldin. fBÚÐIRTILSÖLU 3ja og 4ra herbergja ibúðir til sölu Kópavogsmegin i Fossvogsdal. Upplýsingar i símum 43281 og 40092 eftir kl. 1 9 00. TIMBUR Óskum eftir að kaupa notað timbur. Upplýsingar i sima 92-1670 eftir kl 6 á kvöldin. VILKAUPA 2ja drifa benzinbil, jeppa Vibon eða hliðstæðan bíl með palli eða skúffu, éða bil með verðlitlu húsi. Simi 50572—50173. V.W. '67 til sölu. Mjög vel með farinn. Út- varp, bensinmiðstöð o fl. fylgir. Uppl. í síma 1021 7. BÁTUR Til sölu er bátur 5'6 rúmlest að stærð. Er með ratsjá, dýptarmæli og talstöð. Uppl i síma 94-3740 TILSÖLU Volvo N 88 m/tandem og 216 tonna Toco krana i góðu ásig- komulagi Hagstætt verð, ef samið er strax. Upplýsingar i sima 9 7- 6163. TEK AÐ MÉR viðgerðir og stillingar á BAADER fiskvinnsluvélum Upplýsingar i síma 97-8339 MAVERIC FORD ÁRG. '70 Sjálfskiptur með vökvastýri og krafthemlum. Ekinn 46000. Fiat 125 P. árg. '74. Bilana má greiða með skuldabr. til 2—4 ára eða eftir samkomul. Uppl. i s 37449 og 83624. FÍAT 127 1973 til sölu, ekinn 1200 km Uppl. I sima 71 066 Leiksýning í Norræna húsinu kl. 18. „Inuk-maðurinn" — stutt leikrit um Eskimóa, æft og samið í hópvinnu á vegum Þjóðleikhússins — verður sýnt í samkomusal Norræna hússins sunnudaginn 24. marz kl. 1 8:00. AðgöngumiSar — seldir í Kaffistofu NH frá kl. 13 á sunnudag. NORR€NA Hl'JSlO POHJOIAN TAIO NORDENS HUS íslenzkur texti. Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.