Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 10

Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 Nokkur málverkanna á sýningunni. (Ljósm. Mbl.: Sv.Þ. Hafsteinn fyrir framan eitt verka sinna, sem nann netmr Hreyfing Reyni að hafa sýningarnar fáar en góðar segir Hafsteinn Austmann list- málari „Ég sæki öll mín mótív í höfuðið á mér og myndirnar verða svona til að sjálfu sér smám saman," sagði Haf- steinn Austmann listmálari þegar við ræddum við hann i gær á málverka- sýningu hans á Kjarvalsstöðum. Haf- steinn sýnir 49 myndir á sýningunni og i gær hafði fjöldi manns skoðað sýninguna og 1 5 myndir höfðu selzt á þe'm 6 dögum, sem- sýningin hafði staðið. Siðast hélt Hafsteinn málverka- sýningu i Bogasal Þjóðminjasafns árið 1 970, „ég held að maður eigi að sýna sem sjaldnast og hafa verkin þvi betri," sagði hann. Hafsteinn sagði þegar við ræddum við hann, að hann hefði málað mikið að undanförnu, en hann væri ekki að sama skapi ánægður með árangurinn, það væri kannski lika það bezta að vera aldrei of ánægður með sjálfan sig, „maðurofmetnast ekki á meðan." Myndirnar á sýningunni eru einkum olíumyndir, sem flestar eru nýjar eða nýlegar, svo eru margar myndir sem gerðar eru úr zinkhvitu, glyceríni. limi og fl. en þessa aðferð hefur Hafsteinn notað i 1 5 ár og segir að gaman sé að fást við Þá eru sjö aquarelle vatnslita- myndir, sem eru siðan 1965, og eru þær jafnframt langelztu myndirnará sýningunni. Nýjustu myndirnar. sem eru nr. 19 og 30 á sýningunni eru oliumálverk og bera þær nafnið Linur og Hrim „Ég hef," sagði Hafsteinn, „fengist við að mála siðan ég var 10 ára. Fyrst lærði ég teikningu hjá Skaprhéðni heitnum Haraldssyni, en siðan fór ég í Myndlistarskólann, þar á eftir til Frakk- lands þar sem ég var i eitt ár og siðar fór ég til Ítalíu og viðar Af öllu þessu lærði maður sitthvað, sem maður siðan verður að þróa sjálfur." Þá sagði Hafsteinn, að hann væri stundum þreyttur á að mála, svo væri víst um flesta málara, en menn byrjuðu vist alltaf aftur. Þeir yrðu að fá ein- hverja útrás i þessu. Hsfsteinn, sem er teiknikennari að atvinnu við skólana i Kópavogi sagði þegar við spurðum hann, að bezt fynd- ist sérað málaeftirhádegið Húmynd irnar kæmu aldrei á morgnana, og ef hann væri í því stuðinu gæti hann setið og málað fram til miðnættis. Athugasemd um stöðuvatn í Lýt- ingsstaðahreppi I Morgunblaðinu 20. þ.m. skrif- ar presturinn á Mælifelli i Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, sr. AgUst Sigurðsson, greinarkorn um virkjun Svartár í Reykjafossi. Greinarkorn þetta er með þeim hætti, að ekki vérður undan því vikist að gera við það athuga- semdír. Sóknarbörn viðkomandi prests munu að langmestum hluta vera i landeigendafélagi því, sem á sín- um tima gerði samning við Veiði- vötn h.f. um gerð laxastiga í Reykjafossi og fiskirækt í Svartá ofan Reykjafoss. Segja má að gönguvegir fiska séu engir guðs- vegir og þurfi þvi aðra þekkingu til að bera tíl að fjalla um fisk- vegarlagningu. Hitt hefur engum dóttið i hug að óreyndu, að prest- ur hafi svo lítið samband við sóknarbörn sín, að hann geti ekki með sæmilegu móti gert sér grein fyrir þvf, um hvað hefur verið samið í þessu tilfelli, og hver árangur hafi orðið af þeim samn- ingum. Svo hefði mátt álita, að virkjun Svartár við Reykjafoss væri úr sögunni. Að minnsta kosti hafa ekki heyrst neinar raddir um það frá þeim, sem þarna ráða löndum, að virkjun væri aftur komin á dagskrá, og engin orð hafa borist frá landeigendafélaginu í Lýtingsstaðahreppi til Veiðivatna h.f. þess efnis að fiskiræktar- áform í Svartá þyrfti að endur- skoða vegna yfirvofandi virkjun- ar. Hið væntanlega stifluvatn vegna virkjunar Svartár má svo vera tilhlökkunarefni prestsins á Mælifelli til eilífðarnóns, og sýnu þykir honum það mikilsverðara heldur en fallegasta undirlendi sveitarinnar, sem með virkjun- unni færi undir vatn, ásamt hús- um og mannvirkjum. En það er ekki víst að allir sveitungar hans líti mál þetta sömu augum, þó að svo kunni að vera að einn mann vanti brú til viðbótar við þær fimm brýr, sem fyrir eru á ánni á skömmum kafla. Til þess að skyra málið betur telur stjórn Veiðivatna h.f. skylt að taka fram eftirfarandi stað- reyndir: 1. I októbermánuði 1969 var gerður samningur um fiski- rækt og fiskvegargerð í Svartá, ofan Reykjafoss, fiski- ræktarsamningur til 8 ára og leigusamningur til 7 ára i við- bót. Að samningsgerð þessari stóð Félag landeigenda að Svartá i Lýtingsstaðahreppi annars vegar en hins vegar Veiðivötn h.f. 2. Veiðivötn h.f. hafa staðið við allar skuldbindihgar sínar um fiskvegargerðina f Fossnesi við Reykjafoss og þessi lengsti fiskvegur á landinu var á s.l. sumri tekinn út og viður- kenndur af Veiðimálastofnun- inni. 3. Veiðivötn h.f. hafa einnig staðið við allar skuldbinding- ar sinar um útsetningu laxa- seiða í Svartá, ofan Reykja- foss, og reyndar ríflega það. Hefur þegar verið sleppt í Svartá, ofan Reykjafoss 10.000 laxaseiðum af sjó- gönguseiðastærð (umsamið magn var 8.000 seiði) og 45.000 sumaröldum laxaseið- um (umsamið magn var 40.000 seiði). Öll þessi laxa- seiði voru af úrvals laxastofn- um, frá Laxá í Aðaldal, Blöndu og Þverá i Borgar- firði. 4. Veiðivötn h.f. hafa ætið stað- ið í nánu sambandi við við- semjendur sína, Landeigenda- félagið að Svartá í Lýtings- staðahreppi, bæði að því er varðar framkvæmd fiskvegar- gerðarinnar, fiskiræktina og einnig um virkjunarmálin í Svartá, þegar þau hefur borið á góma. Hefur sú samvinna verið bæði ánægjuleg og gagn- leg. 5. Lax hefur að visu enn ekki veiðst i Svartá, ofan við fisk- veginn f Fossnesi við Reykja- foss. Hins vegar hefur sést lax í ánni ofan við stigann og í stiganum. Sönnun fyrir þvi að fiskvegurinn sé í fullu gildi og ágætlega nothæfur, e'ru þó sjógengnar bleikjur, sem fengist hafa í ánni um 20 km ofan við stigann. I greinarkorni sinu talar séra Ágúst Sigurðsson um Svartá sem fisklausa á. Hvers vegna var hann þá á síðasta ári að beita sér fyrir stofnun veiðifélags við ána fyrir ofan Reykjafoss ef svo var? Lágu til þess fyrst og fremst þær ástæð- ur, sem f hávegum voru hafðar norður þar á s.l. sumri, að með stofnun veiðifélagsins væru hugsanlegt að hægt yrði að eyði- leggja fískiræktarsamhinginn um Svartá við Veiðivötn h.f., eða a.m.k. að torvelda hann á ein- hvern hátt? Það skal játað að þetta eru kannski óþægilegar spurningar. Én hvað kemur prest- inum til á siðastliðnu sumri að Fiskvegurinn við Reykjafoss. hafa forgöngu um stofnum veiði- félags við Svartá, ef hún var fisk- laus, eins og hann nú segir í greinarkorni sínu í Morgunblað- inu, til þess eins að reyna með slíkum rökum að réttlæta virkjunarframkvæmdir við Reykjafoss. Og heldur hann að bændur, neðan Reykjafoss, muni geta fallist á sjónarmið hans að áin sé fisklaus? Stjórn Veiðivatna vill taka það fram, að virkjunarmálin í Svartá við Reykjafoss eru mál heima- manna. Við þá ber að ræða um þessi mál, en ekki við Veiðivötn h.f. Sá orðrómur gengur nú að hafnar séu viðræður á milli virkjunaraðila og Veiðivatna h.f. Einkum er þessi orðrómur að verða útbreiddur á Sauðárkróki. Hér er um algeran misskilning að ræða. Engar viðræður hafa átt sér stað s.l. 3 ár milli Veiðivatna h.f. og þeirra, sem berjast fyrir virkjun Svartár við Reykjafoss, að undanteknu lauslegu simtali, sem einn af varaþingmönnum Norðurlandskjördæmis vestra átti fyrir skömmu við formann stjórnar Veiðivatna h.f. Stjórn Veiðivatna h.f. vill svo að lokum taka það fram, að hún ræðir við engan aðila annan en Landeigendafélagið að Svartá f Lýtingsstaðahreppi um mál þessi. Og stjórn Veiðivatna h.f. mun framvegis sem hingað tíl kapp- kosta að koma til móts við óskir viðsemjenda sinna í þessum mál- um, svo sem framast er unnt, eins og gert hefur verið hingað til í öllum atriðum. í stjórn Veiðivatna h.f. Indriði G. Þorsteinsson, form. Haukur Benediktsson gjaldkeri Jakob V. Hafstein ritari. * j!M 11(18*1 1 ífl I ,1 1 * *1 ’ 1 111 i 11II1i I I i: I 1 I i 1 11.1 j 11 •HMtttD'ltttHtfMHHtfttHUtmtflimtt f( í ! I 4 ( ( i> V% 4A% >í I<UU I I i 1 I «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.