Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 15 hætti, þrátt fyrir slíka verðbólgu. Árangur efnahagsstarfseminnar á tveimur og hálfum áratug eftir styrjöldina, hagvöxtur, sem var ekki að mun lægri en í nágranna- löndunum, full atvinna mest allan timann og heilbrigður greiðslu- jöfnuður síðari hluta timabilsins, byggðist á þessari sífelldu við- leitni. Barátta margra rikis- stjórna gegn verðbóigunni, oft i samráði við fulltrúa bæði laun- þega, atvinnurekenda og bænda, þó þvi samráði væri ekki flíkað, var því síður ekki svo unnin fyrir gýg. Það, sem gerist, þegar slik viðleitni er látin lönd og leið, blasir nú við okknr Hvernig er það þá hugsanlegt, að á áttunda áratug aldarinnar eftir alla þrá reynslu, sem fengizt hafði áratugina á undan, skuli nokkurri ríkisstjórn geta hug- kvæmzt, að það mundi ekki hafa hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér, ef stjórn efnahags- mála væri lögð fyrir róða. Það er sagt, að sérhver þjóð fái þá rikis- stjórn, sem hún eigi skilið. í viss- um skilningi er þetta sjálfsagt rétt, stjórnmálamenn eru við- kvæmir fyrir almenningsálitinu, eða þvi, sem þeir telja vera al- menningsálit. Það má því gera ráð fyrir, að jafn veigamikil breyting á afstöðu rikisstjórnar, frá því, sem áður hafði tíðkazt, spegli al- menna breytingu á afstöðu manna að meira eða minna leyti. Það er skoðun mín, að slík breyt- ing hafi átt sér stað á undanförn- um árum, bæði hér á landi og annars staðar, og ég vil i stuttu máli reyna að gera grein fyrir í hverju ég tel hana vera fólgna. Eftir því sem velmegun og öryggi hafa aukizt f velferðarþjóðfélög- um nútímans hefur tilfinningin horfið fyrir nauðsyn þess að leggja að sér, að halda uppi aga, að velja á milli markmiða, að taka erfiðar ákvarðanir. I heimi alls- nægta og velferðar virðist allt kleift, engin þörf lengur til að láta neitt á móti sér, ekki þörf á því að bfða til morgundagsins eft- ir því, sem höndla má í dag. Úr slíkum viðhorfum sprettur það þjóðfélag undanlátsseminnar, sem við sjáum fyrir okkur. Fyrir stjórnmálamenn er hér hættuleg freisting á ferðinni. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að stjórn málamenn vilja helzt geta þókn- azt sem flestum, og að þeir vilja i lengstu lög komast hjá því að velja og hafna á milli markmiða og leiða. í þjóðfélagi, sem enn var fátækt, þar sem var ríkjandi at- vinnuleysi og öryggisskortur jafnt inn á við sem út á við, var augljóst, að slíkur undansláttur gat ekki gengið, að menn urðu að móta fasta stefnu og fylgja henni eftir, að agi varð að ríkja og fram hjá erfiðum ákvörðunum varð ekki komizt. En þegar hin ströngu ytri skilyrði eru ekki lengur til staðar, eða virðast ekki Iengur vefa til staðar, þá tekur undan- látssemin við, undanlátssemi i öll- um greinum. En því er einu sinni þannig farið, að meginforsendan, sem undanlátssemin byggist á, er ekki rétt. Þúsund ára ríkið er ekki komið. Gæði lífsins eru, þrátt fyrir allt, af skornum skammti. Það er þetta, sem verð- bólgan minnir okkur á. Verð- bólga, ör verðbólga, fylgir þjóðfé- lagi undanlátsseminnar eins og skuggi fylgir manni. Það er hún, sem gerir upp dæmið, sem menn vildu ekki leysa eða héldu að þeir þyrftu ekki að leysa. Á sinn óskipulega hátt og með þeim geig- vænlegu afleiðingum, sem því fylgja, er það hún, sem velur og hafnar, hún sem tekur ákvarðan- irnar. Élg get ekki látið hjá liða að benda á, að sú afstaða til efna- hagsmála, sem ég hefi lýst, á sér nána hliðstæðu á öðru sviði, þ.e.a.s. í utanríkismálum. Ásamt efnahagsmálum eru þessi mál höfuðviðfangsefni hverrar ríkis- stjórnar og stjórn þessara tveggja málaflokka það, sem mestu máli skiptir fyrir framtíð lands og þjóðar. Það getur ekki hjá því farið, að anda undanlátsseminnar gæti einnig hér. A árunum eftir styrjöldina var hvarvetna víðtæk- ur skilningur, á nauðsyn varna, á nauðsyn bandalaga þjóða í milli, á nauðsyn þess, að sérhver þjóð mótaði stefnu sína með tilliti til sameiginlegra hagsmuna margra þjóða. Nú virðist þessi skilningur á þrotum, varnir eru álitnar að meiru eða minna leyti óþarfar, þátttaka í bandalögum hvimleið- ur trafali, og tillit til sameigin- legra hagsmuna ástæðulaust. Þús- und ára ríkið er sem sé runnið upp og allt kleift og allt leyfilegt. hængurinn er bara sá, alveg eins og í efnahagsmálunum, að þannig er þessu i rauninni ekki farið. í efnahagsmálum hafa vissulega mikilsverðar breytingar átt sér stað og umtalsverður árangur náðst að mörgu leyti, þótt þær breytingar séu ekki eins mikil- vægar og menn oft virðast halda. I utanríkismálum hafa á hinn bóginn engar teljandi breytingar orðið í grundvallaratríðum. Breyt ingar á ytra borði hafa vissulega orðið, breytingar í átt til betri umgengni á milli þjóðarleiðtoga og meiri kurteisi í viðskiptum þeirra. En undir niðri eru and- stæður hagsmuna og hugsjóna þær sömu, viðleitnin til að styrkja stöðu sína á kostnað andstæðings- ins óbreytt, heimurinn ekki frið- samlegri en hann var fyrir tutt- ugu og fimm árum síðan. Hafi varnir, þátttaka í bandalögum og tillit til nágranna áður skipt máli fyrir öryggi lands og þjóðar er svo enn, hvað sem andi undanláts- seminnar kann að blása mönnum í brjóst þá og þá stundina.. Hvað er unnl að gera? Við komum þá að þriðja atrið- inu, sem ætlunin var að fjalla um i þessu spjalli. Hvað er til ráða? Hvernig á að bregðast við? Það er rétt að lít'a á þetta atriði frá tveimur hliðum, kanna annars vegar hína tæknilegu hlið máls- ins, hins vegar þær pólitísku for- sendur, sem sérhver lausn verður að byggjast á. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að miklar tæknilegar fram- farir hafa á undanförnum áratug- um átt sér stað í stjórn efnahags- mála bæði í veröldinni yfirleitt og hér á landi. Þessar framfarir eru annars vegar fólgnar í þvi, að allar upplýsingar eru nú miklu fyllri en áður, mun áreiðanlegri og berast fyrr en áður var. Hins vegar eru framfarirnar fólgnar í því, að fleiri tæki eru nú til reiðu við stjórn efnahagsmála en áður og meira er um það vitað, hvernig þau verki. Slæmur árangur í stjórn efnahagsmála bæði hér á landi og annars staðar stafar ekki af skorti á upplýsingum og skorti á tækjum, heldur af þvi að þær upplýsingar og þau tæki, sem fyr- ir hendi eru, eru ekki notuð. Þeg- ar um það er að ræða að vinna bug á slikri verðbólgu og greiðslu- halla, sem nú ríkir hér á landi, er hins vegar ekki við lambið að leika sér. Árangur getur ekki náðst nema með víðtækum og samræmdum ráðstöfunum í öllum greinum efnahagsmála, þar sem sérhver liður tengist öðrum eins og hlekkir í keðju. Tilraunir til að leysa vandann með einstökum og einangruðum aðgerðum, með þvi að ráðast að einu atriði, en láta önnur eiga sig, að beita einu tæki en ekki öðru, hljóta hins vegar að renna út i sandinn. Hætt er einnig við, að athyglin beinist um of að yfirborði mál- anna en ekki rótum vandans, og þess vegna séu rangar leiðir farn- ar og röngum tækjum beitt. Sér- stök ástæða er í þessu sambandi til að vara eindregið við einhliða aðgerðum í verðlagsmálum eða aðgerðum, sem fyrst og fremst beinast að verðlagsmálum. Það er eðlilegt, að í viðureign við verð- bólgu beinist athyglin mjög að sjálfu verðlaginu, en því má jafn- framt ekki gle.vma, að í þróun verðlagsins birtist niðurstaða þeirra afla, sem verðbólgunni stýra, og það er ekki unnt að ráða niðurlögum þeirra afla með því móti einu að varna þessum niður- stöðum að koma í ljós. Heilbrigð verðmyndun er ein af meginfor- sendum heilbrigðs efnahagslifs yfirleitt, og þvi skiptir miklu máli að ráðstafanir gegn verðbólgu verði ekki til að skekkja og trufla heilbrigða verðmyndun. Eitt af meginatriðunum í alhliða við- námi gegn verðbólgu er því ein- mitt að láta áhrif verðbólguþró- unar koma í dagsljósið, en reyna ekki að fela þau. Hitt er svo annað mál, að tímabundin verðstöðvun eins og framkvæmd hefur verið oftsinnis bæði hér á landi og i öðrum löndum, getur átt rétt á sér, sem biðleikur, meðan viðnám er enn ekki til staðar. En slikur biðleikur er allt annars eðlis en raunverulegt viðnám og spillir að- eins fyrir árangri þess, ef litið er á hann í nokkru öðru ljósi en þessu. Annað atriði, sem rétt er að hafa hugfast, er nauðsyn þess að allur almenningur öðlist trú á því, að réttar ráðstafanir hafi verið gerðar, að sú heildaráætlun, sem unnið er eftir sé þess eðlis, að fullur árangur geti náðst. Þessi trú er í rauninni ein af forsendum þess, að árangur náist. Þetta er enn ein ástæða fyrir því, hversu varasamar ófullkomnar og ósam ræmdar aðgerðir eru. Þær geta ekki náð tilætluðum árangri, en grafa um leið undan tiltrú al- mennings á því, að unnt sé að ná slíkum árangri. En í hverju á þá slik heildar- áætlur. samræmdra aðgerða að vera fólgin? Þetta verður ekki tíundað hér enda er samning slíkra tillagna ekki á annarra færi en sérfræðinga, sem hafa öll nauðsynleg gögn í höndum og geta byggt á þeirri reynslu, sem fengizt hefur af svipuðum aðgerð- um bæði hér á landi og annars staðar. Nokkur atriði er þó rétt að nefna, fyrst og fremst til þess að menn geti áttað sig á því, um hversu vfðtækar og róttækar að- gerðir hér hlýtur að vera að ræða. Aðgerðirnar þurfa, eins og áður er ságt, að ná til allra greina efna- hagsmála. Þær þurfa að sjálf sögðu að fela í sér endurskoðun á útgjöldum ríkisins og raunar einnig á tekjuöflun þess. Eins og nú hagar til hér á landi ber brýna nauðsyn til að stefnt sé að lækkun rikisútgjalda í hlutfalli við þjóð- artekjur. í nánu sambandi við endurskoðun ríkisútgjalda hljóta fjármál hvers konar fjárfesting- arlánasjóða og fjáröflun til þeirra einnig að koma til gagngerrar endurskoðunar. í peningamálum er óhjákvæmilegt, að um verulega vaxtahækkun verði að ræða, enda þótt slik hækkun ætti ekki að þurfa að standa lengi, ef vel tekst til. í launamálum er óhjákvæmi- legt að samkomulag náist við að- ila vinnumarkaðsins, launþega og vinnuveitendur, og einnig við bændur, um stefnu í launa- og verðlagsmálum, er samrýmanleg sé efnahagslegu jafnvægi. 1 því sambandi hlýtur vfsitölubinding launa og verðlagning landbúnað- arafurða að sjálfsögðu að koma til sérstakra álita i þessu sambandi skipta áhrif almennra aðgerða sem þessara á lifskjörin miklu máli. Otti við slík áhrif hefur áður orðið til að seinka þvi, að nauðsynlegum að- gerðu'm væri hrundið i fram- kvæmd. Þannig var þetta bæði í upphafi og við lok sjötta áratugar- ins og enn við lok þess sjöunda. Hér er að sjálfsögðu um eins kon- ar skynvillu að ræða. Til lengdar ákvarðast lífskjörin af fram- leiðslu þjóðarinnar annars vegar og viðskiptakjörum hennar við aðrar þjóðir hins vegar. Andófið gegn verðbólgunni stuðlar að því, að framleiðslan geti orðið meiri en ekki minni en ella hefði verið og stuðlar þannig að bættum lífs- kjörum en ekki lakari. En hafi ráðstöfun verðmæta til neyzlu og fjárfestingar um skeið verið meiri en þjóðartekjur og heilbrigður innflutningur fjármagns leyfði hljóta nauðsynlegar ráðstafanir til að stemma stigu við þessu m.a. að koma fram i nokkurri skerð- ingu fyrri lifskjara um sinn. Þetta er að sjálfsögðu einn meginerfið- leikinn við ráðstafanir af þvi tagi, sem hér um ræðir. Lækningin hefur í för með sér nokkurn sárs- auka, þótt sá sársauki sé lítilfjör- legur samanborið við afleiðingar sjúkdómsins. Afþessum sökum er þó sjálfsagt og nauðsynlegt að einn liður hinna samræmdu að- gerða sé fólginn í því að draga úr þessum skammtima afleiðingum á h'fskjör þeirra, sem sizt mega við slíkum áföllum. Þetta var gert hér á landi bæði 1960 og 1968, og var ein af forsendum þess, að árangur hei ldaraðgerðanna náð- ist. Eðlilegast er, að beita skatta- og tryggingakerfinu i þessu skyni, enda þótt aðgerðir af öðru tagi komi einnig til greina. Að því leyti til erum við Islendingar nú mun betur settir i þessu efni en fyrir 15 eða 25 árum siðan, að lifskjör þjóðarinnar eru miklu betri en þá var, og timabundin rýrnun þeirra kjara þvi mun létt bærari en áður var. Þetta kont raunar greinilea fram i þeim erf- iðleikum, sem yfir landið gengu á árunum 1967—'69. Hér hefi ég aðeins stiklað á nokkrum veigamestu atriðum þeirra heildaraðgerða, sem nauð- synlegar munu reynast; Hversu miklu máli, sem það skiptir, að til hinnar tæknilegu hliðar málsins sé vel vandað, er hún þó tiltölu- lega auðveld viðfangs, séu réttar pólitiskar forsendur á annað borð fyrir hendi. En hverjar eru þá hinar pólitísku forsendur. Þær eru i fyrsta lagi, að nægilegur og almennur skilningur sé orðinn fyrir þvi, að ekki megi halda lengra áfram á braut undanláts- seminnar. Þá fyrst, er stjórnmála- menn verða varir við slikan skiln- ing, er unnt að gera ráð fyrir, að þeir öðlist kjark til þess að breyta um stefnu og að þeir framsýnustu þeirra beri gæfu til að taka þá forustu, sem stjórnmálaleiðtogar verða að geta veitt á tvisýnum tímum. í öðru lagi er nauðsynlegt, að nægilegur samstarfsvilji reyn- ist vera fyrir hendi á milli stjórn- málaflokka og hagsmunasamtaka. Við slikar aðstæður sem þessar er of mikið i húfi til þess að einstak- ir stjórnmálaflokkar eða hags- munasamtök geti vænzt þess að skara eld að sinni köku. Hags- munir heildarinnar, framtið lands og þjóðar, verða að sitja í fyrirrúmi. í þessu sambandi skiptir ekki máli, hvort sú ríkis- stjórn, sem forustuna hefur með höndum, er meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn, stjórn eins flokks eða samsteypustjórn nokk- urra flokka eða ailra. Höfuðatrið- ið er sá hugur, sem málinu fylgir, sá andi, sem ríkjandi er. En er þá þessi timi kominn? Er búið að feta óheillabrautina nægi- lega lengi? Eru augu manna að opnast? Getur undanhaldið loks- ins tekið enda og viðnátnið hafizt? Um þetta ætla ég ekki að spá. Það eru forustumenn stjórnmálanna, sem lúðurinn verða að þeyta, el<ki forustumenn neins einstaks flokks, heldur forustumenn í öll- um flokkum. sem á annað borð hafa til að bera þann skilning og þá víðsýni, sem nú er meiri þörf fyrir en oftast nær áður. Viljið þér gefa skíðabakteríu í fermingargjöf ? Sá, sem fær skíðabakteríuna er þaðan af veikur — fyrir heilbrigðu útilífi og líkamsrækt. Að öðru leyti styrkist hann. Gefið fermingarbarninu skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum i sumar. Þaðan kemur það ekki án skiðabakteriu, slíkur urmull sem af þeim er i fjallaloftinu uppi við Hofsjökul. skíðanámskeiðin í sumar: Nr. Frá Rvík Dagafj. Tegund námskeiða Verð Án kennslu 1 19. Júní 6 dagar Unglingar 12—16 ára 10.800,00 2 24. Júní 6 dagar Unglingar 12—16 ára 10.800,00 3 29. Júnt 6 dagar Unglingar 12—16 ára 10.800,00 4 4. Júlí 7 dagar Almennt námskeið 15.800,00 *) 14.500,00 5 10. J ú 11 6 dagar Fjölskyldunámskeið 13.800,00 2) 12.800,00 á 15. Júlí 7 dagar Almennt námskeið 15.800,00 14.500,00 7 21. Júlí 7 dagar Almennt námskeið 15.800,00 14.500,00 8 27. júlf 7 dagar Almennt námskeið 15.800,00 14.500,00 9 2. ágúst 4 dagar Alm. námsk. (skíðamót) 9.000,00 ■’) 10 6. Ágúst 6 dagar Almennt námskeið 13.800,00 12.800,00 n 11. Ágúst 6 dagar Unglingar 14—18 ára 10.800,00 12 16. Ágúst 6 dagar Unglinqar 14—18 ára 10.800,00 13 21. Ágúst 6 dagar Námsk. f. keppnisfólk 12.500,00 14 26. Ágúst 6 dagar Almennt námskeið 12.500,00 FEROASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 Bókanir og miðasala: OÍGA Útilif Glæsibæ NlARSTRÆTI 5 Ath.biðjiðum upplýsingabælding. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.