Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974
Jón Þorberg Stein-
dórsson — Minning
Fæddur 6. júlí 1939.
Dáinn 12. marz 1974.
Þýtur í rá og reipum
rýkur sær af keipum
illt hef ég áfall hlotið,
afl mitt er sem þrotið.
Vel ég þann vænstan
kostinn
fyrst von mín um líf
er brostin
að signa mig sjúkan
og snauðan
og syngja mig
inn í dauðann.
Mér flaug í hug þessi vísa úr
kvæði hins mikla meistara Davíðs
Stefánssonar um Hallfreð vand-
ræðaskáld, þegar ég fékk fregnir
af andláti bróður mfns. Hann
hefði allt eins getað ort þetta
sjálfur, um sitt eigið líf, og á ég
þar við allt kvæðið, og hvert ein-
asta orð er eins og talað frá hans
eigin brjósi.
Hann elskaði fögur ljóð og hann
elskaði fagra tónlist, hann orti
sjálfur og hann iék sjáfur á mörg
hljóðfæri. Hans líf var samansett
úr svo miklum andstæðum, að
með ólikindum má telja. Hann
naut mestu gleði og hamingju,
sem okkar jarðneska líf hefur
upp á að bjóða, og einnig gjör-
þekkti hann myrkrið eins og það
getur svartast orðið.
Við slíka atburði sem andlát
hljóta að vakna spurningar. Af
hverju og hvers vegna? En við
þessum spurningum fæst aldrei
svar. Við reynum sjálf að svara,
við finnum ótal svör, en eitt er
víst, að við getum aldrei fundið
rétt svör.
Þótt Beggi hafi nú kvatt okkurí
hinzta sinn, þá verður aldrei tekin
frá okkur minningin um hann.
Hann átti einn góðan og elskuleg-
an vin, sem aldrei yfirgaf hann,
en það er sá, sem öllu ræður og
öllu stjórnar og allt verndar, al-
góður guð, og við hann ræddi
Beggi oft um sitt eigið lff og fram-
tið. Er ekki dásamlegt að eiga
slíkan vin í nauð? Það er alltaf
hægt að ræða við guð, hvar og
hvenær sem er, hann er alltaf til
staðar fyrir þá, sem vilja þekkja
hann. Við, sem eftir stöndum
hérna megin landamæranna, er-
um sannfærð um, að nú situr
Beggi við háborð guðs og nýtur
þess friðar, sem hann svo oft bað
um ogþráði.Er hægtaðsegja, að
við þekkjum fólk af stuttri sam-
veru eða kynnum hér á jörðu?
Bræður hljóta að þekkjast vel og
ekkert slitur þau bönd, sem
tengja þá saman. Beggi var ákaf-
lega viðkvæmur i lund, kannski
um of fyrir þennan oft svo misk-
unnarlausa heim, sem við lifum í.
Hann kom alltaf hreint fram og
faldi ekkert, en sumir gera allt í
felum. Hafi hann lokið lífi sínu
hér á jörðu ósáttur við einhvern,
þá biður hann um fyrirgefningu
og sátt. Hann sendir vinnuveit-
anda sínum og sonum hans sinar
beztu kveðjur og þakkir fyrir
samveruna. Að síðustu sendir
hann litlu börnunum sínum
tveim, er hann unni af heitri þrá,
t
Utför eiginkonu minnar,
HELGU VILHELMÍNU
SIGURÐARDÓTTUR.
Túngötu 3. Grindavík,
fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 27. marz kl 13.30.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 1 2.
Angantýr Jónsson.
t
Hjartanlega þökkum við öllum, er vottuðu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför
KRISTJÁNS ÁSGRÍMSSONAR
skipstjóra,
Suðurgötu 49, Siglufirði,
og heiðruðu minningu hans.
Guðrún Sigurðardóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför,
JÓNS BALDURS
GUNNARSSONAR,
Ljósheimum 4.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans.
Elva Baldurdóttir
og systkini hins látna.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð mánudaginn 25. marz
vegna jarðarfarar.
Sigurður Elíasson h.f., AuSbrekku 52, Kópavogi.
Alexander Kárason
húsasmiður - Minning
sínar hjartans kveðjur og óskir og.
biður algóðan guð að geyma þau
og móður þeirra um ókomin ár.
Ég þakka Begga fyrir allt og tel
mig þekkja lffið betur eftir að
okkar samveru lýkur. En eitt veit
ég. Þegar við hittumst fyrir hin-
um megin, þá leikur hann fyrir
mig á hljóðfærið sitt, hvaða hljóð-
færi, sem það verður, hið yndis-
lega lag Sigfúsar Halldórssonar
um hana Tondeleió.
Að lokum sendi ég Begga bróð-
ur mínar hinztu kveðjur með ljóði
Davíðs frá Fagraskógi:
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin er aftanrjóð
og mjallhvítir svanir
syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin í djúpinu er
og ef til villdreymir
þá eitthvað
sem enginn x vöku sér.
Beggi verður jarðsunginn eftir
eigin ósk í Lágafellskirkju i dag,
kl. 2 e.h.
Guð geymi og varðveiti plsku-
legan bróður minn.
Steindór.
SÍZT hefði mér dottið í hug, er
við Beggi brugðum okkur á
skemmtistað fyrir nokkru, að það
væri í siðasta sinn, sem ég sæi
hann á lífi. En nú er hann hjá
Guði, sem mun leiða hann um
ófarinn veg. Ég votta foreldrum
hans, börnum og öðrum ættingj-
um mína dýpstu samúð.
Skúli Sigurjónsson.
Fæddur: 28. september 1920
Dáinn: 13. mars 1974.
Héraðsskólarnir okkar sem
flestir voru reistir á árunum fyrir
og eftir 1930, voru mikið þrek-
virki, byggðir af fátækri þjóð, en
af fyrirhyggju og framsýni
menntafrömuða þjóðarinnar, sem
skildu þörf fjöldans að setjast á
skólabekk um stundarsakir þó
ekki væri stefnt til langskóla-
náms. íslensk alþýða og þjóðin öll
stendur í mikilli þakkarskuld við
þessar hugsjónahetjur, en þó
mest þeir sem fátækastir voru.
Þeir gátu ekki þó þeir vildu og
hefðu námsgáfur lagt út á
menntabrautina, en með héraðs-
skólunum gátu margir öðlast á
ódýran hátt viðbótarþekkingu við
það nám sem barnaskólarnir
höfðu að baki. Margur unglingur
hefur farið sina fyrstu ferð
heiman frá æskustöðvunum
þegar þráður draumur varð að
veruleika að eiga nú kost á því að
stunda nám í 1—2 vetur í ákveðn-
um skóla. Þannig var ástatt með
mig þegar ég kom f Reykholts-
skóla haustið 1939. Það er mikið
ævintýri fyrir þann sem fátt
hefur séð og litlu kynnst að koma
úr strjábýlli sveit i fjölmennan
skóla i fjarlægu héraði.
Einn af þeim nemendum, sem
ég var með í Reykholti um
tveggja vetra skeið var Alexander
Kárason, honum fylgi ég hinzta
spölinn í dag og kveð hann með
söknuði og trega. Mér varð hann
strax minnisstæður i stóra hópn-
um sem skipaði skólann þessa vet-
ur. Hann var hár og grannur, írsk-
ur yfirlitum, svipurinn greindar-
legur, viðmótið hlýtt og fram-
koman traustvekjandi. Við námið
lágu leiðir okkar ekki saman,
hann í eldri deild en ég í yngri, en
fljótt myndaðist með okkur góður
kunningsskapur sem varð að vin-
áttu er tímar liðu fram.
1 stórum strákahóp verða oft
gustmiklar umræður og þá ekki
síst þegar þjóðmálin eru rædd.
Flestir nemendur skólans voru úr
dreifbýlinu hingað og þangað að
af landinu og helguðu sér sam-
vinnuhreyfinguna og þann flokk
sem hana studdi.
Við Alexander vorum tveir úr
litlum hópi sem studdi þann flokk
sem helgar sig frjálsu framtaki og
sem víðtækustu frelsi í skoðun-
um. Þrátt fyrir skoðanamun f
þessum efnum skerti það aldrei
einingu innan skólans, en kynni
okkar Alexanders hafa sjálfsagt
fært okkur nær hvor öðrum þar
sem við vorum skoðanabræður í
þessum efnum.
Eftir veru okkar í skólanum
hafa þjóðmálin lítið borið á góma
hjá okkur. Alexander var þrjá
vetur í' Reykholti, síðasta vet-
urinn stundaði hann nám við
smíðadeild skólans, hann var
bráðlaginn og lagði haga hönd á
flest sem hann kom nærri. Síðar
lærði hann húsasmfði og gerði
hana að lífsstarfi sinu. Þegarleið-
ir okkar skildu eftir samveruna í
Reykholti, sáumst við sjaldan ár-
um saman. En þetta breyttist, við
nálguðumst hvor annan aftur að
nýju og okkar góðu kynni voru
óbreytt og alltaf var jafn gaman
að ræða við þennan greinda og
geðþekka mann, þegar önn dags-
ins gaf manni tíma til frjálsræðis.
Vinátta okkar var ekki yfirborðs-
kennd, hún átti sér dýpri rætur
en svo að henni yrði flíkað á yfir-
borðinu.
Fyrir nokkrum árum síðan
þegar ég byggði nýtt hús yfir mig
og mína fjölskyldu fékk ég smið
sem var skólabróðir okkar Alex-
anders, að vinna að tréverki
innanhúss, allir þrfr vorum við
bestu vinir. En þegar mest lá við
og minn smiður þurfti aðstoð,
leituðum við til Alexanders og
þurftum ekki að ganga bónleiðir
til búðar. Nú nýt ég þess að hafa
handverk þessa horfna vinar
míns f kringum mig á heimili
mínu, hljóðlát en tala sínu máli.
Við hjónin nutum þess eitt sinn
að eiga Alexander og Ingveldi
sem gesti okkar í nýja húsinu
ásamt fleiri vinum okkar hjóna,
það var skemmtileg kvöldstund
sem skilur eftir bjarta perlu á
bandi minninganna.
Alexander var mikill bóka-
maður og mjög fróðleiks-
fús, kunni frá mörgu að
segja og sagði vel frá.
Sannur ljóðavinur og þá ekki síð-
ur Ingveldur kona hans. Hann var
góður ferðafélagi, ferðaðist víða
um landið og naut þess vel að
kynnast nýjum staðháttum hvort
sem það var í byggð eða uppi á
öræfum, því söguna þekkti hann
vel sem var samofin því umhverfi
sem hann var að kynnast.
Eitt sinn vorum við ferða-
félagar í stórum og glöðum ferða-
hóp, þá áttum við sameiginlega
morgunstund við friðsælt og
fagurt veiðivatn langt inni á öræf-
um. Þeirri morgunstund gleymi
ég ekki og þá ekki sist vegna þess
hve þessi góði félagi naut þess
innilega.
Báðir vorum við sveitanna syn-
ir, sem kunnum vel að meta
kyrrðina og friðinn sem fögur
morgunstund uppi á öræfum
hefur upp á að bjóða.
Eg horfi til baka hljóður og lft
Framhald á bls. 27.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
JÓHANNS MARÍUSAR
EINARSSONAR.
Ólafla Jóhannsdóttir Thorlacíus,
Haraldur Thorlacíus.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinsemd við andlát og útför,
SIGURÐUR KR. GÍSLASON.
Sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsfólki á Hrafnistu fyrir
frábæra umönnun og hlýju þann tíma sem hann dvaldi þar.
Fyrir hönd barna minna og tengdabarna,
Ólafía R. Sigurþórsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR
JÓNSDÓTTUR
frá Kirkjubóli
i Vaðlavik.
Börn, tengdabörn og barna-
börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður og afa
JÓNS KRISTJÁNSSONAR,
Hríseyjargötu 16, Akureyri.
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.