Morgunblaðið - 23.03.1974, Page 25

Morgunblaðið - 23.03.1974, Page 25
T » MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 25 Aðalsteinn Lárusson — Minningarorð Fæddur 27. febrúar 1920. Dáinn 14. marz 1974. Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr it sama. En orðstírr deyr aldregi hvern sér góðan getr. Þegar ég nú að skilnaði rita þessi fátæklegu kveðjuorð til bróður míns koma þessi orð ósjálfrátt í huga mér. Nú er hann fallinn frá, langt fyrir aldur fram. í einni sjónhending leitar hugur- inn til baka yfir á slóð sem gengin er. Það kom snemma i ljós að atgervi hans allt var meira en okkar hinna. Bóknámið sóttist honum létt, dugnaður hans við sveitastörfin allt frá barnsaldri þar sjórinn tók við. Já 16 ára gamall var hann orðinn háseti á togara. Hann kynntist því strax á unga aldri erfiðisvinnu bæði til sjós og lands. Þá var minna um þau hjálpartæki, sem nú tíðkast við flest störf. Þetta herti hann og stælti umfram marga jafnaldra hans. Aðaláhugamálið voru iþróttirnar, eins og flestra drengja á þeim árum. Frá fyrstu tíð notuðum við hverja frístund til íþróttaiðkana. Hann fyrst og fremst sund og fimleika. Ég minnist orða Jóns Pálssonar sund- kennara þegar hann sagði um hann. „Þessi strákur á einhvern tíma eftir að verða landi sínu til sóma í sundinu, ef hann heldur áfram að æfa sig.“ Eins stóð hon- um opin leið inn í úrvalsflokk Ármanns í fimleikum, en þá hélt hann norður í land á bændaskól- ann á Hölum í Hjaltadal. Eftir tveggja ára veru þar kom hann aftur nýútskrifaður búfræðir.gur. Samt varð sjórinn hans hlut- skipti, lengst af á togurum og fiskiskipum og um árabil í sigl- ingum á innlendum og erlendum skipum. Veit ég að þá komst hann stundum í krappan dans við ægis- dætur. Hertist þá bæði hugur og hönd, og á stundum brann kerti hans frá báðum endum. En alls staðar ávann hann sér virðingu þeirra sem hann starfaði með sak- ir dugnaðar og ósérhlífni. Rúm 10 ár eru nú Iiðin síðan hann gifti sig. Þá varð mikil breyting á lífi hans. Hann kom þá í land og gerðist starfsmaður við höfnina hjá Eimskipafélagi Is- lands. Nú varð heimilið hans helga vé, sem hann ræktaði með miklum sóma, svo sem raun bar vitni. Það var sama hvort hann tók til hendinni innan dyra eða utan, atorkan og snyrtimennskan sat i fyrirrúmi. En það þurfti mik- ið að vinna til að halda i horfinu á stóru heimili. Sumarbústaðurinn var ómetanlegur dvalarstaður yf- ir sumartimann, þar sem litlu börnin undu sér svo vel. Þar átti hann lika ómældar vinnustundir við að gera staðinn það sem hann nú er. Ekki er ofsagt að hann hafði gefið ríkulega af sjálfum sér. Fjölskyldan var honum allt og þar fann hann sina hamingju, enda var hann með afbrigðum barngóður maður. Þegar honum varð ljóst til hvers myndi draga í veikindum hans, kom i ljós að áhyggjur hans voru mestar af fósturbörnunum. Hans börn væru svo ung, sagði hann, og þess vegna fljót að gleyma, en fósturbörnin eldri, á erfiðum aldri og þyrftu aðstoðar Elís Olafsson klœð- skeri —Minningarorð við. Segir þetta meira en mörg orð. Fyrir mig var það mikil lífs- reynsla að fylgjast með honum síðasta spölinn. Kjarkur hans og dugnaður gleymist ekki. Fyrir hönd okkar systkinanna þakka ég honum samfylgdina. Við drjúpum höfði þakklátum huga fyrir að hafa átt hann fyrir bróður, slikur sem hann var. Blessuð sé minning hans. Kristínu konu hans og börnum vottum við dýpstu samúð okkar. Megi sá sem öllu ræður styrkja þau og styðja i sorginni. Elís Ölafsson klæðskeri andaðist á sjúkrahúsi Isafjarðar þann 20. febrúar s.l. á 99. aldursári. Elis var fæddur að Kað- alstöðum í Borgarfirði hinn 11. desember 1875. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum i sex systkina hópi, en hélt ungur að árum til Reykjavikur og hóf nám í klæðskeraiðn og lauk því á tilsettum tíma. Hann fluttist til ísafjarðar laust eftir síðustu alda- mót í för með Þorsteini Guð- mundssyni klæðskera, sem þar setti þá á stofn saumastofu, sem hann rak óslitið til ársins 1956 að Þorsteinn andaðist. Allan þann tíma vann Elís hjá Þorsteini. Var hann enda heimil- isfastur hjá þeim hjónum, Þórdisi og Þorsteini, alla tíð og fór ein- staklega vel á með þeim. Var hann í öllu þeirra bróðir og vinur. Mjög kært var með Elís og Gunn- ari klæðskerameistara, einkasyni þeirra híóna, sem starfaði við fyr- irtæki föður sins, og síðast sem sameignarmaður, allan sinn starfsdag, en Gunnar féll frá að- eins rúmlega fertugur að aldri. Margrét Jóhanns- dóttir—Kveðja Dauðinn það eina örugga. Hvar, hvers vegna og hvenær veit eng- inn, en alltaf óvænt. Eg var harmi lostin, þegar ég frétti, að hún Maddý væri dáin, hún var svo full af lífi og fjöri, þegar ég kvaddi hana í Malmö f haust. Hugur minn er i uppnámi og um hann streyma ljúfar minn- ingar um hana, sem ég er þakklát fyrir að hafa eignazt. í framandi landi er alltaf mikilsvirði að eign- ast góðan féiaga. Ég er henni þakklát fyrir hvað hún reyndist góður vinnufélagi og tek undirorðverkstjóraokkar, er hann kynnti hana og sagði, að hún væri duglegasta og elskuleg- asta stúlka, sem hann hefði haft þau ár, sem hann hefði verið verkstjóri. Eg varhenniþakklát fyrir hvað hún miðlaði mér til lærdóms og eftirbreytni í fram- komu sinni í þolinmæði og móður- hlýju við tvíburana sína. í gesta- bók minni á ég hlý og falleg orð skrifuð af hehni sem ætið munu minna mig á hvern mann hún hafði að geyma. Já það er margs að minnast og mikils að sakna, þegar hún er farin. En Maddý lifir í hugum okkar kunningja hennar og vina og við vitum, að við hittum hana aftur hinum megin. Éfe vil með þessum fátæklegu orðum reyna aðþakka henni fyrir alltliðið. Ég bið góðan guð að styrkja litlu dæturnar hennar, eigin- mann, foreldra og systkini i sorg þeirra. Hrafnhildur Ingvadóttir. Varð hann öllum mjög harm- dauði. Frú Þórdís Egilsdóttir var kona landskunn fyrir hannyrðir sinar og listiðnað, og voru þau á því sviði mjög samhent, hún og Elis, er hann tók að gefa sig mjög að listvefnaði á efri árum sinum. Þótt Elís helgaði klæðskeraiðn- inni lengst af krafta sína, þá átti hann önnur áhugamál, sem hann vann kappsamlega að, eins og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Var hver starfsdagur hans oft ær- ið langur og sjaldnar lokið er aðr- ir tóku á sig náðir. Tómstundaiðja Elísar var tví- þætt. Á sumrum Vann hann að hvers konar garðrækt, blóma- og trjárækt og af þeirri alúð, sem einkenndi öll hans verk. Var það hans mikla yndi að vekja grös og gróður til lifs og þroska. Með vandvirkni sinni og umhyggju náði hann ágætum árangri á þv sviði. Þegar haustaði og vetur gekk garð tók hann til við annað aðal áhugamál sitt, sem áður var á minnzt, en það var listvefnaður. í þeim efnum vann hann margan hlutinn, sem athygli og aðdáun vakti. Þegar við þótti liggja að vanda til vinargjafa var keppst um að ná í slíka muni. Elís var mjög vinsæll maður og bónþægur svo af bar. Urðu margir til að leita til hans um hin vanda- Framhald á bls. 20 Hgiklar sogur 1. 11— ,r "i \ m ^ 5 mógli detturi'ána f-'væne framan steuPuna... Frumskógar drengurinn Z7 Z7 016 eft.iV' Kurlyard Mptinn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.