Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 33

Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 » 33 VIKUNNAR Mánudagur Soðin ýsa með hangikjötsfloti, hrátt salat, eggjagrautur, (sjá uppskrift). Þriðjudagur Lifrarbuff með gulrótum f jafningi, (sjá uppskrift), hrátt salat, möndluvanillubúð- ingur með saft. Miðvikudagur Steikt lúða, hrátt salat, gulrótarsúpa með heitu ostbrauði. Fimmtudagur Kjöthringur (kjötdeig) með hvítkálsjafn- ingi, blönduð ávaxtasúpa með tvfbökum. Föstudagur Smásteik með sveppum (sjá uppskrift), hrátt salat, hrisgrjónagrautur með saft og kanil. Laugardagur Saltfiskbúðingur með hrisgrjónum, (sjá uppskrift), hrátt salat, júgurð með bananasneiðum. Sunnudagur Enskt buff (sjá uppskrift) með soðnum kartöflum eða frönskum kartöflum, hrátt salat, pönnukökur vafðar upp með van- illuís. Lifrarbuff 3 laukar, * 75 g smjörlíki, * 200 g lifur, * 200 g hráar kartöflur (flysjaðar), * 1 laukur, * 1 egg, * 1 tsk. salt, •* 1/4 tsk. pipar. Skerið laukinn f sneiðar og brúnið í helmingi smjörlfkisins. Hreinsið lifrina og flysjið Iaukinn. Hakkið lifur, kartöflur og lauk í hakkavél. Hrærið egginu saman við og kryddið. Brúnið hinn helming smjör- lfkisins og látið lifrardeigið á pönnuna með matskeið eins og lummur. Steikið buffið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Raðið síðan buffinu á fat og leggið lauk- inn yfir. Tilbreytni. Berið lifrarbuff fram með soðnum kartöflum og grænkáli, hvftkáli eða blóm- káli í jafningi. Umsjón: Unnur Tómasdóttir matreiÓslukennari Smásteik með sveppum 3 laukar, •* 75 g smjörlíki, * um 400 g nauta- eða kindakjöt, * 250 g sveppir,* 1 tsk. salt, * 1/4 pipar, * 1/4 tsk. paprika, * 2'á dl vatn eða soð, * 1 dl tómatkraftur eða 2—3 tómatar, * 1 dl rjómi, * 20—30 g hveiti. Skerið laukinn í sneiðar. Brúnið hann í potti og takið hann upp. Skerið kjötið í lengjur á stærð við litla fingur. Brúnið það og takið það upp. Hreinsið sveppina sé verið með nýja sveppi. Skerið hvern svepp í 4 hluta og brúnið. Blandið öllu saman i i pottinn. Látið krydd, vatn eða soð og tómatkraft út f. Nýir tómatar eru skornir í báta og látnir út i, 10 mín. áður en rétt- urinn er tilbúinn. Sjóðið réttinn við væg- an hita í um 3/4 klst. og látið rjómann saman við. Þykkið soðið lítið eitt, en sósan á að vera þunn. Bera má réttinn fram með kartöflustöppu, soðnum hrisgrjónum eða hveitibrauði. Saltfiskbúðingur með hrísgrjónum 100 g hrísgrjón, * 1/4 1 vatn, * 6 dl mjólk, * 40 g smjörliki, * 2 egg, ★ 1/4 tsk. pipar, * 2 tsk. sykur, * 400—500 g soðinn saltfisk- ur. Saltfiskurinn soðinn, hreinsaðurog sax- aður. Vatni og mjólk blandað saman og hrisgrjónin soðin þar i 1/2 klst. Smjörlíki látið í grautinn og hann kældur. Fiskur- inn og kryddið látið saman við og eggja- rauðurnar hrærðar i, ein og ein. Hrært um stund. Þá er stifþeyttum eggjahvítunum blandað saman við. Látið i smurtmótog bakað í ofni i 3/4 klst. Borðað með hrærðu eða bræddu smjöri. Gott er að hagnýta sér leifar áf hrísgrjónagraut og saltfiski á þennan hátt. Enskt buff um 600 g nauta-, folalda- eða hvalkjöt (hryggvöðvar), * 1 tsk. salt, * 1/4 tsk. pipar, * 3 laukar, * 75 g smjörlíki eða smjör, * 3/4 dl vatn. Matreiðið ekki enskt buff nema úr meyru og safariku kjöti. Hreinsið burt sinar og himnur úr kjötinu. Skerið kjötið i 2 sm þykkar sneiðar og berjið þær lítið eitt. Hitið pönnuna vel og steikið buff- sneiðarnar móbrúnar báðum megin á þurri pönnunni. Takið sneiðarnar af og stráið salti og pipar yfir buffið. Skerið laukana í sneiðar og brúnið þá í helmingi smjörlíkisins og takið upp. Steikið síðan buffsneiðarnar í afg. smjörl. i 3—4 min. á hvorri hlið. Raðið buffsneiðunum á fat og leggið laukinn yfir. Hellið vatninu á pönn- una, og látið sjóða i nokkrar minútur. Berið soðsósuna með. Tilbreytni: Berið enskt buff fram með soðnum kartöflum, frönskum kartöflum og ef til vill steiktum eggjum eða steiktum svepp- um. Hvernig nýtum við ostafganga? Þurran ostafgang rifum við gjarnan niður, þegar við höfum tíma til. Við setj- um hann í glas með loki og notum hann í ýmsa rétti t.d. makkrónurétti, eggjarétti, ofan á ofnsteikta fiskrétti og ofan á brauð. Ef við eigum nú 1 eggjahvítu í afgang, þá þeytum við hana, blöndum saman við hana 50 g af rifnum osti, skiptum þessu á fjörar brauðsneiðar og stráum örlítilli papriku yfir. Þetta er bakað i 15—20 min., þar til osturinn er gulbrúnn. Þetta má gefa börnunum, þegar þau koma heim úr skólanum, því alltaf er vel þegið að fá eitthvað volgt. Skipað í 3 norræn- ar ráðgjafarnefndir SKIPAÐ hefur verið í þrjár norrænar nefndir, sem skulu vera ráð- og hugmyndagefandi fyrir ráðherranefndina og embættis- mannanefndina, sem fjalla um norrænt menningarmálasam- starf. Eru nefndirnar á þremur sviðum, 1 samræmi við deilda- skiptingu Norrænu menningar- málaskrifstofunnar f Kaup- mannahöfn, þ.e. vfsindamálefni, menntamál og almenn menningarmál og listir. Nefndirnar eru skipaðar til tveggja ára, þ.e. árin 1974 og 1975. Er þetta í annað skipti, sem skipað er í þær; fyrst var skipað i þær vorið 1972. Eru mikið til sömu Islendingarnir i nefndun- um og áður. í Visindanefndinni eru dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Árnastofnunar, og dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur. í menntamálanefnd- inni eru Guðmundur Arnlaugsson rektor og dr. Þuríður Kristjánsdóttir, sem tók sæti i nefndinni i stað dr. Brodda Jó- hannessonar. 1 nefndinni um al- menn menningarmál eru Þor- björn Broddáson lektor, Sveinn Einarsson leikhússtjóri og Guð- rún Jónsdóttir arkitekt, sem kem- ur í stað Harðar Ágústssonar. i nefndunum eru 2—4 fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. SætaferS frá B.S.Í. kl. 9 og 10. MissiS ekki af þessu einstæSa tækifæri. UNGÓ UNGÓ HAUKAR Sætaferðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.30. Hlégarður Stórkostlegt laugardagskvöld GHANGEOð JÚDAS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.