Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 34
Grótta eða Þróttur
í 1. deild að ári
Veitum Norðmönnum keppni
Blaklandsleikir í dag og á morgun
EKKI var sérlega gott hljóðið í
fslenzku blaklandsliðsmönnun-
um að lokinni síðustu æfingu liðs-
ins fyrir Iandsleikinn við Norð-
menn, sem fram fer á Akureyri í
dag. Æfingin fór fram f íþrótta-
húsinu f Hafnarfirði í fyrrakvöld.
Verið vár að reyna nýja leikað-
ferð, sem sænski blakþjálfarinn,
sem var hér á dögunum, hafði
kennt, en landsliðsmönnunum
fannst hún ekki heppnast sem
bezt á æfingunni, enda mátti
glögglega sjá, að ekki var eins
mikið spil í æfingaleiknum, sem
landsliðsmenn tóku, og verið hef-
ur í undangengnum leikjum í ís-
landsmótinu.
— Þessi leikaðferð, sem Svfinn
var með, er sú, sem flestar þjóðir
nota núna, sagði Anton Bjarnason
fyrirliði landsliðsins. — Hitt er
svo annað mál, að mér finnst við
ekki hafa nægilega gott vald á
henni. í sama streng tók Halldór
Jónsson. Þeir félagar voru þó
sammála um, að fyrsta stigið í
þessari leikaðferð hefði tekizt all-
vel á æfingunni.
— Það er spurningin hvað við
eigum að gera í landsleiknum,
sagði Anton, og sfðan var rætt
fram og aftur um, hvernig bezt
væri að byrja i leiknum.
Albert Valdimarsson fyrrver-
andi formaður Blaksambandsins
var meðal þeirra, sem fylgdust
með æfingunni og hughreysti
hann landsliðsmennina með því
að segja, að löngum hefði verið
sagt að það vissi á gott, ef menn
væru ekki ánægðir með síðustu
æfinguna fyrir leik.
Æfingin i Hafnarfirði gekk ekki
með öllu snurðulaust fyrir sig.
Landsliðinu hafði verið heitið, að
það gæti haft tíma í húsinu til
klukkan 21.30, en fljótlega eftir
að æfingin byrjaði komu aðrir
íþróttamenn, sem töldu sig einnig
eiga timann. Kostaði töluvert
stapp fyrir landsliðið að fá að
halda æfingu sinni áfram, og fór
svo að lokum, að æfingin var
styttri en vera átti — landsliðs-
mennirnir urðu að rýma fyrir
Gróttu og FH, sem léku þarna
æfingaleik i handknattleik. Kom
því þarna enn einu sinni fram sá
gffurlegi skortur, sem er á
íþróttahúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu, og stærð iþróttahúsanna
er þannig, að ekki mun vera hægt
að leika blak með góðu móti nema
í þremur húsum.
Um möguleika landsliðsins í
leiknum á Akureyri í dag og
Hafnarfirði á morgun er óhugs-
andi að segja nokkuð. Blakíþrótt-
in er ung íþróttagrein hérlendis,
en í augljósri framför. Þessir
landsleikir eru fyrstu stórverk-
efnin, sem islenzkir blakmenn fá.
Augljóslega mun þvt reynsluleysi
há leikmönnunum. Landsliðs-
mennirnir voru ákveðnir f að
veita Norðmönnunum keppni, en
á frammistöðu landsliðsins í þess-
um leikjum mun ráðast, hvort ís-
lenzka landsliðið verður sent til
keppni á Norðurlandamótinu,
sem fram fer í Finnlandi næsta
haust.
ÞRÓTTUR eða Grótta leika f
Iþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag
kl. 18.00 um réttinn til að leika f
1. deildinni i handknattleik
næsta vetur. Liðin urðu hnífjöfn
að stigum í 2. deild og er þvf hér
um hreinan úrslitaleik að ræða.
Hvort liðið sigrar er spurning,
sem ekki verður svarað fyrr en
síðdegis í dag. Að ætla sér að spá
um úrslit liðsins er út í bláinn,
liðin eru jöfn að getu, þótt þau
leiki ólfkan handknattleik.
1 1. deild karla fara fram þrír
leikir um helgina, Þór leikur gegn
Haukum á Akureyri í dag. í
Laugardalshöllinni annað kvöld
mætast fyrst Armann og Víking-
ur, en siðan leika Fram og ÍR.
Bæði verður barizt um fall og
flutning í kvennahandknattleikn-
um á Akureyri i dag. Breiðablik
og Völsungur leika um sæti í 1.
deild og Þór og Víkingur á botni
1. deildar. Þdrsliðið hlaut sín 2
fyrstu stig á miðvikudaginn, er
það vann KR 10:9. Víkingsliðið
hefur hlotið 4 stig, en ef það tapar
i dag verður að fara fram auka-
leikur milli liðanna um hvort
þeirra hangir uppi.
Blaklandsliðið sem leikur gegn Norðmönnum á Akureyri f dag og í Hafnarfirði ámorgun.
Toppliðin í
eldlínunni
í körfunni
FJÖRIR leikir fara fram f 1.
deild Islandsmótsins í körfu-
knattleik um helgina og má
segja, að þessi helgi sé sú mest
spennandi f mótinu til þessa.
Þau lið, sem enn hafa ein-
hverja möguleika á sigri í mót-
inu, verða f eldlinunni og leika
þar að auki innbyrðis. Þvf má
allt eins búast við, að linurnar
skýrist all verulega, hvað topp-
baráttunni viðkemur.
I dag klukkan 16 hefst í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
leikur ÍS og HSK og að honum
loknum leika ÍR og Valur. Það
er síðari leikurinn, sem mesta
athygli vekur og erfitt að spá
fyrir um úrslit, þó svo að ÍR
hafi unnið stórsigur gegn Val í
fyrri umferðinni.
Á morgun kl. 18 hefst leikur
ÍS og UMFN og að honum
loknum leikur erkifjendanna
KR og Ármanns. UMFN vann
fyrri leik sinn gegn ÍS, en
kæra ÍS frá þeim leik hefur
enn ekki verið afgreidd. Leikir
KR og Ármanns hafa ávallt
verið hnífjafnir, t.d. sigraði
KR i fyrri umferðinni með
aðeins þriggja stiga mun. Nú
eru Ármenningar með íslands-
bikarinn í sjónmáli í fyrsta
skipti í mörg ár og kunna því
að reynast KR-ingum enn
erfiðari en ella.
Oánægðir með árangurinn
KEPPNINNI í 1. deild ís-
landsmótsins í handknatt-
leik lýkur formlega á mið-
vikudaginn í næstu viku
með leik Vals og FH í Laug-
ardalshöllinni. I rauninni
hefur þó öllum spurning-
um í sambandi við 1. deild-
ina þegar verið svarað.
Ljóst er, að Þór fellur nið-
ur í aðra deild, FH er
meistari með miklum
glæsibrag, Valur verður í
öðru sæti og Fram.í því
þriðja. Þá er einnig nokk-
urn veginn öruggt, að Axel
Axelsson verður marka-
kóngur þessa móts.
Eftir leik Vals og Fram, sem
fram fór á miðvikudaginn, feng-
um við þá ÞórA Sigurðsson for-
mann handknattleiksdeildar Vals
og Sigurð Eihársson þjálfara
Framara til að' svara tveimur
spurningum, þetsri fyrri um ár-
angur félags þeMit,á- i íslandsmót-
inu og þeirri sfiWr um næsta Is-
landsmót. FaraÖáfcgH þeirra hér á
eftir. Jwm.*
Þórður Siguf#ss«ti: Evrópu-
keppnin fór i llVWffr ökk ur.
— Mér finnst handboltinn hafa
verið það lélegur í vetur, að ekki
sé merkur árangur i sjálfu sér að
verða í öðru sæti. Liðin hafa verið
lakari en undanfarið, niðurröðun
og dómaramál i miklum ólestri.
Valsliðið byrjaði æfingar mjög
snemma vegna Evrópukeppninn-
ar og var komið i toppæfingu i
byrjun september. Þegar kom svo
fram í íslandsmótið fór að koma í
ljós þreyta hjá leikmönnum og
þeim tókst ekki að halda sér á
toppnum, ég er ekki i minnsta
vafa um, að Evrópukeppnin fór
illa með okkur.
—Eg á ekki von á að miklar
breytingar verði á Valsliðinu
næsta vetur og reikna með, að
fleistir þeir sömu leiki með liðinu
áfram. Þá kemur Bjarni Jónsson
að nýju í liðið og styrkir það án
efa svo ég er ekki í minnsta vafa
um, að Valur verður í toppbarátt-
unni næsta vetur og vonandi tekst
liðinu að endurheimta Islands-
meistaratitilinn.
Sigurður Einarsson: Þriðja sæt-
ið kallast slakt hjá Fram.
— Eg er ekki ánægður með
frammistöðu Framliðsins í vetur
og kemur margt til. Fjarvera
landsliðsmanna frá æfingum með
liðinu kom illa niður á okkur,
þegar þeir komu til baka voru
þeir þrekminni og úr sambandi
við leikaðferðir liðsins. Veturinn
var þó ekki með öllu vonlaus hjá
okkur, Fram varð Reykjavíkur-
meistari nú, en ekki keppnistíma-
bilið þar á undan. Þá er þriðja
sætið í islandsmótinu ekki svo
slakt, þó að það þyki ekki góður
árangur i herbúðum Framara og
vissulega ætluðum við okkur
meira.
— Erfitt er að segja fyrir um,
hvað Framliðið gerir næsta vetur.
Fyrirsjáanlegt er, að tveir af
burðarásunum í liðinu verða ekki
með, þeir Ingólfur Öskarsson og
Axel Axelsson. Ingólfur mun
að öllum lfkindum leggja
skóna endanlega á hilluna
og Axel ætlar sér til Þýzka-
lands. Ekki er þó þar með
sagt, að Framliðið detti niður
næsta vetur. Margir góðir leik-
menn eru eftir í liðinu og svo á
Fram 5 leikmenn í unglingalands-
liði, pilta, sem svo sannarlega
hafa hæfileika til að verða topp-
menn I íþróttinni.
— Ég tel, að Valur, Fram og
Víkingur hafi ekki haft síðri lið-
um á að skipa í vetur en íslands-
meistarar FH. Það, sem gerði
gæfumuninn FH-ingum í vil, var,
að þeir urðu ekki eins illa fyrir
barðinu á landsliðinu. Við verð-
um að vona, að Fram verði með í
baráttunni næsta vetur, en per-
sónulega hef ég mesta trú á Vik-
ingsliðinu.
RÆTT VIÐ SIGURÐ EINARSSON, FRAM, 0G ÞÓRÐ SIGURÐSSON, VAL