Morgunblaðið - 16.05.1974, Síða 5

Morgunblaðið - 16.05.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1974 5 Borgarstjóri svarar Hringið í síma 10100 - kl. 10-11 Til kjördags svarar borgarstjórinn í Reykjavík fyrirspurn- um borgarbúa um mál- efni Reykjavíkur. Lesendur Mbl. eru hvattir til að hringja í síma 10100 kl. 10-11 fyrir hádegi. Viðhald og frágangur bílastæða Leifur Björnsson, Hjaltabakka 28, R. „Væri mögulegt að vélamiðstöð Reykjavíkur sendi veghemil ein- stöku sinnum á bilastæðin f hverf- inu, að sjálfsögðu gegn greiðslu húsfélaganna? Eru ekki einhver ákveðin tímatakmörk því sett hvernær lokið þurfi að vera mal- bikun bílastæða við hús)“ Svar borgarstjóra: „Fyrirspyrjanda er bent á að hafa samband við gantamála- stjóra eða yfirverkfræðing hans, Skúlatúni 2, og verða þá bílastæð- in hefluð á kostnað eigenda þeirra. í skilmálum, sem lóðarhöfum voru settir i þessu borgarhverfi, var ekki skilyrði sett um, að bíla- stæði yrðu malbikuð. Hins vegar skyldu lóðarhafar hafa gengið frá staðnum með undirlagi úr grús eigi síðar en húsin voru tekin í notkun." Vínveitingahús við Hallveigarstíg? Erla Bjarnadóttir, Hallveigar- stíg 9, R. „Er meiningin hjá borgaryfir- völdum að leyfa vfnveitingastað í nýja iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1?“ Svar borgarstjóra: „Dómsmálaráðuneytið veitir vínveitingaleyfi að fenginni um- sögn borgarstjórnar. Beiðni um slíka umsögn hefur ekki borizt og málið hefur því ekki verið rætt í borgarráði eða borgarstjórn.“ Skólabörn- um boðið á norrænt námskeið Afengisvarnaráðið norska býð- ur fslenskum skólamönnum að taka þátt f tveimur námsskeiðum í júní og júlí n.k. Boðið er þremur þátttakendum á hvort námsskeið. Námsskeiðstfmi er ein vika. Uppi- hald er ókeypis. Auk þess fá þátt- takendur 300 norskar krónur í ferðakostnað. Námsskeiðin eru þessi: 1. Gagnfræðaskólinn og fíkni- lyf javandamálin. Mótsstaður: Ásane Folkehögskolo við Bergen. Námsskeiðið stendur yfirdagana 6.—12. júnf. 2. Kennsla um fíknilyf á skyldunámsstigi. Mótsstaður: Sol hof Folkehögskole, Lyngseidet, (f grennd við Trömsö). Námsskeiðið stendur yfir dagana 28. júnf til 5. júlí. Vinnuform á báðum náms- skeiðunum: Fyrirlestrar, samræð- ur, flokkavinna og kynning á kennslutækjum. Skólamenn, sem hug hafa á að sækja námsskeið þessi, tilkynni þátttöku sína eigi sfðar en 25. maí n.k. til skrifstofu Áfengisvarna- ráðs.Eiríksgötu 5, Reykjavík. (Frá Bindindisfélagi fslenskra kennara). Endursala íbúða r við Asgarð og 1 Bústaðahverfi Magnea Magnúsdóttir, Ásgarði 163, R. „Hérra borgarstjóri. Vegna fyr- irspurnar, sem lögð var fyrir yður á hverfafundi í Glæsibæ 5. maí í sambandi við að íbúðir f Bústaða- hverfi og raðhúsahverfi við Ás- garð yrðu gefnar algjörlega frjáls- ar á sölumarkað eftir 20 ára btí- setu f þessum húsum, vil ég spyrja hvort svar yðar hafi þannig verið rétt skilið?" Svar borgarstjóra: „Svar mitt hefur ekki verið rétt skilið, a.m.k. ekki að öllu leyti. A fundi borgarráðs 19. marz si. var rætt um forkaupsréttborgarinnar á fbúðum, sem Reykjavíkurborg hefur byggt og selt með hagstæð- um kjörum. Borgarráð samþykkti að halda forkaupsrétt á umrædd- um fbúðum. Hins vegar sam- þykkti borgarráð einnig að rýmka ákvæði, sem áður voru f gildi um endursöluverð fbúðanna, og fela hinar nýju reglur í sér, að aðili, sem átt hefur slíka ibúð í 20 ár, getur notið verðhækkunar á verði allrar fbúðarinnar við sölu, ef hann greiðir eftirstöðvar lána til borgarsjóðs að fullu. Með þessu móti hafa borgaryfirvöld gengið verulega til móts við óskiríbúðar- eigenda, sem Hafa með réttu talið, að verðmæti íbúðanna við sölu hafi ekki verið f samræmi við gangverð áfrjálsum markaði." Getur borgar- stjórn haft áhrif á útvarpsráð hvað snertir stereó- útsendingar? Einar Mýrkjartansson, Klepps- mvrarvegi 4, R. ,íig vil í fyrsta lagi færa borgar- stjóra þakkir fyrir vel unnin störf, — einnig fyrrverandi borg- arstjóra. Telur borgarstjórn sig geta haft áhrif á útvarpsráð, þannig að hafnar verði stereóútsendingar? Að mfnu áliti er þetta beint hagsmunamál borgarbúa." Svar borgarstjóra: „Ég skil vel, að fyrirspyrjandi hafi áhuga á, að ríkisútvarpið taki upp stereóútsendingar og tel það raunar vera áhugamál allra lands- manna. Hins vegar verð ég að telja hæp- ið, að útvarpsráð sjái sér fremur unnt að gera umrædda breytingu, þótt tilmæli eða áskorun berist frá borgarstjórn um þetta efni, enda hlýtur útvarpsráði að vera um það kúnnugt, að hlustendur, hvar sem er á landinu, myndu fagna stereóUtsendingu." Bláfjöll Guðjón Marteinsson, Hraunbæ 44, R. „Fyrir hvaða framkvæmdun ætlar borgin að beita sér i Blá- fjöllum fyrir næsta vetur?“ Svar borgarstjóra: „Samvinnunefnd sveitarfélaga um fólkvang í Bláfjöllum hefur umsjón með þessum framkvæmd- u'm og hefur f þvi sky ni ti 1 ráðstöf- unar kr. 8.0 millj. á þessu ári. Snemma á liðnu vori var lokið við lögn rafstrengs á skíðasvæðið og er ætlunin að setja upp tvær skíðalyftur fyrir næsta vetur. Þá er einnig ætlun nefndarinnar að lagfæra veginn upp í fjöllin á þeim köflum, sem hann er ekki þegar upphleyptur og snjóar loka honum lengst." Skólabörn og strætisvagnar Ólöf Jónsdóttir sagðist spyrja í nafni íbúanna íTúnunum: Það mun hafa verið i tíð fyrir- rennara Birgis Isleifs borgar- stjóra, að hann var beðinn og hon- um sent bænaskjal þar að lútandi, að koma því til leiðar, að börnin úr þessu hverfi geti notað leið 4 vegna skólagöngu sinnar í Laug- arnesskóla. Þetta skjal langar mig til að spyrja um, um leið og ég ftreka hér með undirskrift mfna á því, sagði Ólöf Jónsdóttir. S var borgarstjóra: „Við breytingu á leiðakerfi S.V.R. var sú ákvörðun tekin að hætta að láta leið nr. 5 ganga um Túnahverfið, en ástæðan tii þess var sú, að f samræmi við aðal- skipulag borgarinnar er Sigtún slitið úr sambandi við Kringlu- mýrarbraut. Rétt er, að við þessa breytingu, sem talin var óh já- kvæmiieg, varð samgangur rr.illi Laugarnesskóla og Túnanr.a lak- ari en áður. Hins vegar er rétt að benda á, að unnt er nú að taka leið nr. 4 á horni Nóatúns og Miðtúns að horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar og stytta þannig gönguleiðina i skólann um nær helming." Gallabuxur frá Levis úr ekta þykku denim. Buxur sem alltaf eru í tízku. Nýkomnar buxur úr sléttu flaueli. Terylenebuxur í Ijósum sumarlitum. Frotté bolir. Einlitir bómullarbolir. Röndóttir bolir. Leðurjakkar. Skyrtujakkar úr sléttu flaueli. Herraskyrtur. Dömu- og herra- peysur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.