Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1974 X 7 Kerfið gefur vonir um nýtt líf í fimleikum Friðrik Guðmunds- son FRIÐRIK Guðmundsson sund- maður úr KR er fyrir löngu orð- inn landsþekktur fyrir sfn ágætu afrek f skriðsundi. Hann á nú alls sjö Islandsmet f skriðsundinu f 1500, 800, og 400 metrum bæði f 50 m og 25 m laug og 200 m f 25 m laug. Friðrik hefur f vetur dvalizt f Svfþjóð, þar sem hann hefur æft sund af miklum krafti, en f.vrir nokkru kom hann heim til að taka þátt f bikarkeppni Sundsam- bandsins. Morgunblaðið notaði tækifærið og átti viðtal við þenn- an efnilega sundmann. —Ég hef æft sund sem keppnis- íþrótt síðan ég var 13 ára, en til að byrja með var það þó mest að nafninu til. Sundáhuginn hefur aukizt með hverju árinu og áður en ég fór til Svíþjóðar æfði ég alltaf tvisvar sinnum á dag. — Hreggviður Þorsteinsson sund- þjálfari KR-inga komst i samband við sænskan sundþjálfara, sem siðan kom mér, Sigurði Ólafssyni og siðar Guðmundi Ólafssyni inn á skóla i þorpinu Klippan á Skáni. Þar æfa margir beztu sundmenn Svia, 20 manna hópur, undir leið- sögn frábærra þjálfara. Æft er frá 6.30—8 á morgnana og 15—18 á daginn, auk þess eru svo þrek- æfingar í hádeginu, samtals 5—6 klukkutimar á dag. — Nú sem stendur æfum við bara og æfum, en stefnum ekki að bættum árangri fyrr en um mitt næsta sumar. Þá geri ég mér líka miklar vonir um að bæta árangur minn í flestum greinum. Ef ég mögulega get kostnaðarins vegna ætla ég að dvelja í Sviþjóð fram að Ólympiuleikunum 1976. Það er ekkert leyndarmál, að ég set markið hærra en aðeins að kom- ast á ÓL, mig langar til að gera stóra hluti þá og ætla að fórna tveimur næstu árum alveg í sund- æfingar til að árangurinn megi verða sem beztur. Það eina, sem gæti komið i veg fyrir það, væri fjárskortur, en það er dýrt að vera í Svíþjóð og gera ekki annað en að synda og læra. — Það, sem mér finnst helzt hafa háð okkur tslendingunum í þessum æfingabúðum meðal efni- íegustu Svianna, er ónóg tækni- kunnátta og svo höfum við heldur ekki nægilegt þrek. Þetta er þó allt á uppleið, svo ég get ekki annað en verið bjartsýnn, sagði Friðrik að lokum. Þess má geta hér, að Friðrik er bróðir þeirra Þorbjörns Guð- mundssonar handknattleiks- manns í Val og Elíasar Guð- mundssonar, sem vakið hefur mikla athygli í sundinu. Friðrik varð 19 ára, 4. apríl sl. — Aðalverkefnið, sem Fim- leikasamband tslands vinnur að um þessar mundir, er breyting á æfinga- og keppniskerfinu, sem er f þvf fólgin, að komið verður á svonefndu stigakerfi, þar sem æft er og þjálfað eftir mismunandi þungum kerfum eftir aldurs- flokkum. Þetta kerfi er norskt að uppruna og byggir á þvf, að allir geti tekið þátt f áhaldafimleikum á hvaða aldri, sem þeir eru, og keppt innbyrðis f ákveðnum æf- ingastiga. Áður fyrr var keppt f bundnum og frjálsum æfingum, sem þýddi það, að aðeins þeir beztu komu til greina. Með hinu nýja kerfi eigum við hægara með að koma fimleikunum af stað á hinum ýmsu stöðum úti á landi og það á að auðvelda þjálfurum starf þeirra. Þannig fórust Asgeiri Guð- mundssyni formanni Fimleika- sambands íslands orð í viðtali við Morgunblaðið nýlega. Fyrsta mót- ið, sem fram fór eftir hinu nýja kerfi, sem Asgeir minnist á, var í Hafnarfirði fyrir páskana. Kom það i stað meistaramóts tslands f fimleikum, sem fallið hefur niður í tvö ár. Keppni þessi var kölluð meistarakeppni Fimleikasam- bandsins, og var þátttaka í þvi góð. Asgeir Guðmundsson sagði, að kerfi þetta væri ekki viðurkennt sem alþjóðlegt keppniskerfi, enda væri ekki búizt við því, að menn gætu keppt í alþjóðlegum mótum fyrr en þeir hefðu lokið a.m.k. 10 neðstu þrepunum i kerfi þessu. Markmiðið væri auðvitað að fara i gegnum allt kerfið og koma þar með upp keppnisfólki. — Auk þessa auðveldar þetta okkur mjög öll samskipti við önn- ur lönd, sagði Ásgeir, — og þá sérstaklega Norðurlöndin, þar sem þetta kerfi hefur verið notað að undanförnu. Norðmenn hafa t.d. æft eftir því i fimm ár, og reynslan hefur sýnt þeim, að það hefur haft mjög örvandi áhrif á aðsókn að fimleikum. — Þvi er ekki að neita, sagði Ásgeir, að fimleikar hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar hérlend- is að undanförnu. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að það þarf að leggja mikla þjálfun í þessa íþróttagrein ef árangur á að nást. Afreksmaður i áhaldafimleikum þarf að vera jafnvígur á sex grein- ar fimleikanna, sem allar eru mjög krefjandi. Margir halda, að fimleikar hafi forskot á aðrar íþróttir hérlendis vegna skóla- leikfiminnar, en sannleikurinn er sá, að svo er ekki og áhaldafim- leikar eru tiltölulega ný íþrótta- grein hérlendis. Á hitt ber að líta, að með hinu nýja kerfi skapast möguleikar á að taka upp kerfis- bundna kennslu í þvf f skólunum. — Nú var töluvert um það á árum áður, að hér væru starfandi fimleikaflokkar, sem ferðuðust um og sýndu? — Já, og við léggjum áherzlu á, að þessi þáttur falli ekki niður. Fimleikar eru og verða vinsælir sem sýningaíþrótt og slikir flokk- ar geta haft mjög jákvæð áhrif á útbreiðslu íþróttarinnar. Auk þess er að mínum dómi nauðsyn- legt að eiga á að skipa bærilegum sýningaflokkum, sem hægt er að senda til tnnarra landa. Þess má geta í þessu sambandi, að þau samskipti, sem við höfum haft við Norðurlönd, hafa eingöngu verið í gegnum sýningaflokka. — Er langt þangað til að við getum vænzt þess að eignast keppnisfólk í fimleikum, sem getur tekið þátt í alþjóðamótum? — Senniiega er alllangt í það. Ef vel gengur gæti það þó orðið innan fimm ára. Annars er það svo í fimleikaíþróttinni, að fólk endist mismunandi lengi. Stúlk- urnar hætta venjulega tiltölulega snemma, en piltarnir eru lengur í íþróttinni. Mesta breiddin er venjulega á aldrinum frá 20—30 ára. — Hvernig er aðstaða til að æfa fimleika hérlendis? — Hún er mjög erfið, sérstak- lega að þvi leyti, að áhöld vantar i flesta íþróttasalina. Auk þess er svo mjög erfitt að fá inni f húsun- um fyrir æfingar. Þetta er reynd- ar ekki bara vandamál fimleika- Asgeir Guðmundsson. iþróttarinnar, heldur eiga allar inniíþróttir við sama vandamálað etja. Tækjakostnaður við fim- leikaiðkun er margfaldur á við það, sem er í ýmsum öðrum íþróttagreinúm, og því ráða íþróttasalirnir ekki við kaup á þeim. Enn sem komið er hefur Fimleikasamband tslands ekki lagt út í kaup á tækjum, heldur hafa þau jafnan verið fengin að láni, þegar fimleikamót hafa ver- ið haldin. — Hver er ástæða þess, að ekki hefur verið haldið meistaramót f fimleikum í tvö ár? — Þegar Fimleikasamband Is- lands var stofnað fyrir 5 árum var það eitt af aðalmarkmiðum þess að endurvekja fimleikana sem keppnisgrein. Þá var nokkuð af fólki, sem æft hafði fimleika, en síðan hætti það keppni og nýtt fólk kom ekki í staðinn. Stofninn var orðinn það lítill, að ekki þótti mögulegt að haida meistaramót. — Nú hafa ýmsar sögur gengið um, að fjárhagur Fimleikasam- bandsins sé annar og betri en flestra sérsambanda? — Sl. sumar gekkst Fimleika- sambandið fyrir norrænu fim- leikamóti ogsóttuþað um 650gest- ir. Vegna gengisbreytinga >s- lenzku krónunnar á þessum tíma varð óvænt töluveróur hagnaður af mótinu og mun- um við búa að honum næstu árin. Þeir fjármunir, sem við fengum þarna, voru okkur mjög kærkomnir, þar sem þeir gerðu okkur kleift að snúa okkur af krafti að þeim verkefn- um, sem við teljum nauðsynleg. Um aðrar tekjur Fimleikasam- bandsins er tæpast að ræða, nema þá styrki frá ISÍ. Fimleikasam- bandið hefur gengizt fyrir fþrótta- sýningum í Laugardalshöllinni ár hvert að undanförnu í samvinnu við iþróttakennarafélagið, og hef- ur þar jafnan verið húsfyllir. Kostnaður við þessa hátíð hefur hins vegar verið það mikill, að hún hefur gert lítið meira en að standa undir sér, a.m.k. alls ekki verið sá tekjustofn fyrir Fim- leikasambandið, sem margir halda, að hún sé. Að lokum sagði Asgeir Guð- mundsson: — Ég tel að með því að taka upp fyrrnefnd kerfi hafi Fimleika- samband Islands fundið rétta stefnu við uppbyggingu íþróttar- innar og við erum staðráðnir i að framfylgja henni af miklum krafti. I ljósi þessa verður ekki annað sagt en að við getum litið björtum augum til framtiðarinn- ar, því að efniviðurinn er vissu- lega fyrir hendi hérlendis. Rudy Hartono Indónesiumaðunnn Rudy Hartono hefur sannað, að enn er hann bezti badmintonleik- maður heims. Fyrir skömmu vann hann opna enska meistaramótið i sjöunda skiptið i röð, en mót þetta er öðru fremur heimsmeistara- keppni i badminton. Fyrirfram áttu fæstir von á sigri Hartono i mótinu. Eftir að hann vann þessa keppni í fyrra, virtist hann í afturför og tapaði t.d. opnu móti, sem fram fór i Djakarta. Sætti Hartono mikilli gagnrýni í blöðum heimalands síns fyrir frammi- stöðu sína í þeirri keppni, svo mikilli, að karl faðir hans för i meiðyrðamál við nokkur dag- blöð. I úrslitaleiknum i Englandi mætti Hartono Malasíu- manninum Punch Gunalan, og að dómi allra, sem til sáu, léku þeir þann bezta badminton- leik, sem fram hefur farið. Eft- ir keppnina sagði t.d. þulur BBC-útvarpsstöðvarinnar, að það hefði ekki verið nema eitt að þessari keppni: Að annar snillinganna varð að tapa. Gunalan vann fyrstu hrin- una 15—8, og var kominn i 7—1 i annarri hrinunni, er Hartono náði sér vel á strik og vann 15—9. Þriðja hrinan var svo hreint stórkostleg. Hartono náði stöðunni 10—6, en Gunalan tókst að minnka þá forystu í einn punkt, 11—10. I þessari stöðu kom öryggi Hartono og keppnisreynsla hans bezt fram, og hann lék gjörsamlega óaðfinnanlega í lokin og sigraði 15—10. Um 10 þúsund manns fylgdust með keppni kappanna, og ætlaði allt um koll að keyra að leikslokum. Rudy Hartono, sem hefur verið undir miklu taugaálagi að undanförnu, féll saman og hágrét, er hann tók við verð- launum sínum. Hann hafði náð settu marki — sýnt, að hann er enn konungur badminton- leikaranna. Eftir keppnina sagði Hartono, að framtið sin i íþróttunum væri óljós. Fyrir sig hefði það haft allt að segja að vinna þessa keppni. Ef til vill myndi hann þó keppa eitt ár til viðbótar og freista þess að tryggja sér sigur á fyrsta opinbera heimsmeistara- mótinu í badminton, sem fram fer að ári. Hann var sammála þeim, sem lýstu því yfir, að þetta hefði verið bezti badmin- tonleikur, sem fram hefði farið. A.m.k. sagðist hann sjálfur aldrei hafa leikið betur og ekki heldur mætt betri and- stæðingi en Gunalan. Ung stúlka reynir hæfni sfna á inótinu f Hafnarfirði. Rætt við Asgeir Guðmunds. formann FSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.