Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1974 33 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. J Misjafn — Ætli það sé ekki í lagi að maður fái sér sígarettu? Á kvöldi eins og þessu? — Ef bókasafn er útbúið með reykherbergi, sagði Karl Gustaf strangur og skilningsvana, — þá er meiningin að hugsanlegir elds- voðar eigi upptök sín þar og ekki í söuherberginu... Og þú hefur bara gott af því að reyna að stand- ast freistingar ... Þessi orðaskipti höfðu að því er virtist gefið Christer einhverja hugljómun, því að hann sagði: — Væri ekki alveg tilvalið að þið færuð öll þangað og leyfðuð mér að spjalla við Bremmer undir fjögur augu. Þið getið svo komið hingað aftur, eitt í einu og þá fæ ég þær upplýsingar, sem ég þarf á að halda ... Allir risu úr sætum og varð ekki annað séð en nokkurs léttis gætti hjá mönnum. Ég varð aftur á móti fegin, þegar ég sá að Christer gaf mér bendinu um að vera kyrr. — Þú þekkir þennan hóp betur en ég. Mig langar til að þú sért hérna hjá mér.. Ég fann til eftirvæntingar, þeg- ar ég settist. Christer var enn á sínum stað og Pelle Bremmer hafði einnig fengið sér sæti. Ég vissi, að verkefni mitt var að fylgjast með, horfa og reyna að átta mig á viðbröðgum þeirra. Ég vissi, að það voru einmitt svona yfirheyrslur, sem Christer hafi hvaó mestar mætur á. Stutt, óformleg samtöl, þar sem hann reyndi að kafa til botns í þeim, sem hann var að tala við hverju sinni. Fljótlega varð mér ljóst, að í þetta skipti lék honum ekki síð- ur hugur á að kynnast þeirri manneskju, sem'lék aðalhlutverk- ið i þessum harmleik ... Evu Claeson. Og meðan vísarnir á armbands- úrinu mínu héldu áfram að tifa og það leið fram yfir miðnætti og smám saman dró úr umferðinni á Birger Jarlsgötu, sá ég félaga mína einn af öðrum setjast i þennan óþægilega stól og svara meira og minna óstrykri röddu spruningum Christers, sem voru settar fram lágri en einbeittri röddu. Átta manneskjur, og ég þóttist vita, að ein þeirra hefði ástæðu til að vera gætin og óróleg ... Sá, sem var morðinginn . .. PELLE BREMMER Mesta gosið var um garð gengið, en ég sá að hann hugsaði af alefli með þessum einbeitt svip og sam- anbitnu vörum, virtis Pelle oftast vera argur og ég man ekki til að hann hafi nokkurn tíma sleppt sér iausum af kæti. Hann var óneitanlega bráðmyndarlegur maður, að minnsta kosti, ef maður kunni að meta hans manngerð — dökkur yfirlitum, en það vottaði fyrir einhverjum tryllingi í hon- um. Það var almenn skoðun, að Lillemor hefði hugsað sér Pelle, þegar hún varpaði út netum sín- um fyrir alvöru. Christer hafði einnig virt þetta andlit fyrir sér af áhuga. Svo tók hann pípuna út úr sér og hóf samræðurnar. — Ég verð að viðurkenna, að mér leikur hugur á að vita dálitið meira um þessi dularfullu skjöl. En þér veróið að minnast þess Bremmer, að ég er ekki háskóla- maður og þvi verðið þér að afsaka, ef ég spyr heimskulegra spurninga. Ég spyr fyrst: Hvers vegna höfðuð þér beðið Evu Clae- son að hjálpa yður? Ég hélt að hún hefði verið það ung og hefði ekki hlotið neina vfsindalega þjálfun . .. — Sko, það er mjög algengt, að maður láti stúdent fara yfir þau atriði, sem Eva ætlaði að hjálpa mér með. Eva var lika mjög vel fær um það. Hún var að nema bókasafnsfræói og hafði öðlazt nokkra þjálfun i að fara yfir skjöl, leiðrétta og lagfæra. — Voruð þið vel kunnug? — Nei, ekki get ég beinlínis sagt það. Síðustu vikurnar höfð- um við hitzt alloft og rætt um ritgerðina mína, en yfirleitt sner- ist talið ekki um annað... ég var að flýta mér mikið við verk mitt og einbeitti mér að því — En þér hafið væntanlega myndað yður einhverja skoðun á henni sem manneskju — og sem kvenmanni? — Ja!á. Hann hikaði. — Hún var sérstaklega þægileg í um- gengni Ekkert fyrir daður eða fleðulæti... eins og ýmsar aðrar, hún var hrein og bein og vingjarnleg. Enda þótt hún væri frekar þegjandaleg og sjálfsagt mjög þrjósk. Ef hún hafði ákveð- ið, að nafnaskrá skyldi sétt upp á ákveóinn hátt, þá varð henni í engu haggað, alveg sama, þótt það væri MlN rit gerð. Pelle brosti við. — Um kvenlegan þokka hennar treysti ég mér ekki til að segja neitt. Ég ... ég verð vist að játa að ég leit einhverra hluta vegna ekki á hana. . . sem kyn- veru ... — Hvenæt hittust þið í síðasta skiptið? — A föstudagskvöldið á bóka- safninu. — Þér heimsóttuð hana ekki hjá Bure? — N ... ei ... . — Þér hikið. Hvers vegna? — Jaá. Það er að segja ... ég hringdi til hennar, en þaó svaraði ekki. — Hvenær var það? — Tvivegis ... á sunnudags- kvöldið. I fyrra skiptið klukkan rúmlega hálf tíu og svo aftur kortéri seinna. Eg hefði allt í einu munað eftir fáeinum atriðum, sem ég vildi að hún leiðrétti . . . ja, þér getið víst ekki ímyndað yður hvernig manni er innanbrjósts á þessum lokaspretti . . . maður er allt- af að muna eftir einhverju sem betur mætti fara. En . . . hún svaraði sem sagt ekki, svo að ég gerði því skóna, að hún væri ekki heima. Án þess ég gæti gert mér grein fyrir hver ástæðan var, hafði ég á tilfinningunni, að Pelle segði ekki satt. En ég fékk ekki tíma til að velta því nánar fyrir mér, því að hann hrópaði upp fyrir sig, dálítið tilgerðarlega, að mér fannst: — Hún hefur víst ekki? Haldið afli Patreksfjarðar- báta Patreksfirði, 31. mai. AFLI Patreksfjarðarbáta var mjög misjafn í vetur, en bátarnir voru bæði á línu og netum. Afli bátanna skiptist þannig: Vestri 851 lest, Garðar 820, Þrymur 589, Gylfi 563, Jón Þórðarson 509, Helga Guðmundsdóttir 207 (var einnig á loðnuveiðum), Örvar 477, Maria Júlía 419 og Brimnes 246 lestir. Flestir þessir bátar eru nú hættir veiðum og eru að búa sig undir sumarvertíðina, einn þeirra, Vestri, er að fara á úti- legu. Afli handfærabáta hefur verið lélegur undanfarið, en allra síð- ustu daga hefur hann glæðzt. Hafa bátarnir fengið allt að 4 lest- ir i róðri og eru þá tveir menn á. 20—30 bátar stunda handfæra- veiðar frá Patreksfirði. Páll. Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 íslenzkur búningur á þjóðhátíöarári Velvakanda hefur borizt i hendur 1. tölublað Húsfreyjunnar á þessu ári, en með því hefst 25. árgangur. Fyrir þá, sem ekki hafa séð ritið, skal á það bent, að hér er um að ræða hið mætasta lesefni, og i Húsfreyjunni er jafnan að finna fróðleik, gagnlegar fræðslu- greinar og þjóðlegt efni. I blaðinu, sem nú kemur út, er yfirgripsmikil grein um íslenzka þjóðbúninga á kvenþjóðina. Þar sem nú er þjóðhátíðarár má ætla, að margar konur fýsi að koma sér upp þjóðbúningi á sjálf- ar sig eða dætur sínar. Þegar við vorum að vaxa úr grasi var mikið um það, að smá- stelpur ættu upphlut til að fara I á hátíðis- og tyllidögum, en hin síð- ari ár hefur ekki verið mikið um þetta. í Húsfreyjunni eru leiðbein- ingar um snið og saum á upphlut- um á telpur. Aður fyrr var hafður höfuðbúnaður við búninga telpna, sem kallaður var bátur, og þótti mörgum það höfuðfat vera afkáralegt. Nú mun hins vegar algengara, að telpur séu með skotthúfur, sem reyndar fara miklu betur við búninginn en bát- arnir svokölluðu. I Húsfreyjunni eru einnig prjónauppskriftir af skotthúfum, og er þar farið eftir gömlum húf- um. Auk leiðbeininga um gerð þjóð- búninga, sem Húsfreyjan birtir er svo bent á sérstakar möppur með sniðum og vinnulýsingum af þjóð- búningum, og eru þær fáanlegar á ýmsum stöðum, en útgefendur eru Heimilisiðnaðarfélag Islands, Kvenfélagasamband Islands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Er hægt að fá nánari upplýsingar um útsölustaðina hjá þessum aðilum. 0 Gömlu búningarnir Auðvitað er smekkurinn mis- jafn hvað snertir islenzka bún- inga eins og annað, en alltaf hafa okkur þótt gömlu búningarnir fal- legri og klæðilegri en þeir, sem síðar komust í tízku. Faldbúningurinn hefur til dæmis verið sérlega klæðilegur, og óskiljanlegt hvers vegna hann hefur ekki f einhverjum mæli verið tekinn fram yfir peysuföt, upphlut og skautbúning á siðari árum. Sjálfsagt hefur hann verið óþjáll og mikið umstang að klæð- ast honum, en sama má segja um þá búninga, sem síðar hafa komizt í tízku. Þeir þjóðbúningar, sem hér hafa tíðkazt áður fyrr, áttu það sameiginlegt, að þeir þróuðust og tóku breytingum á löngu tímabili og sjálfsagt má um það deila endalaust hvaða búningur sé þjóðlegastur, en ósköp getur manni nú fundizt tilbúið og til- gerðarlegt þegar verið er að reyna að innleiða nýja búninga i snar- hasti. Ánægjulegt væri, ef gömlu bún- ingarnir yrðu algengari nú en verið hefur, eins og sumir aðilar hafa beitt sér fyrir. Þeir, sem hafa áhuga á að koma sér upp islenzkum búningi ættu að verða sér úti um eintak af Húsfreyjunni, þvi að þar er að finna greinargóðar og aðgengi- legar upplýsingar um þetta ef ni. 0 Listahátíð Nú fer að nálgast listahátíð, en hún er nú orðinn fastur liður i okkar andlega lífi. Að þessu sinni er listahátíðin sérstaklega vel þegin, svona á milli orrahriða á stjórnmálavett- vangi, og verður ekki annað sagt, en að um þessar mundir sé ýmis- legt um að vera á skerinu hjá okkur. Kosningar eru í hverjum mánuði, listahátíð í byrjun næsta mánaðar, og svo til.að kóróna allt saman stendur yfir þjóðhátíð allt árið. Enda þótt efni listahátfðar sé með eindæmum fjölbreytt að þessu sinni hafa ýmsir orðið mjög úrillir vegna þess, að popplist sé ekki sinnt, en þar sannast reglan, að mikið vill meira. Við vitum ekki betur en að hér sé haldin stanzlaus popphátíð ár út og ár inn. Um hverja einustu helgi eru haldnir popptónleikar og poppböll I svo að segja hverju samkomuhúsi, auk þess sem hald- in hafa verið mikil poppmót sums staðar, þar sem varla hefur annað verið á boðstólum en popptónlist. Þess vegna vorkennum við þeim ekki neitt tiltakanlega, sem kvarta undan poppleysi á lista- hátíð, en samgleðjumst þeim jazz- óðu, sem nú fá loks ýmislegt við sitt hæfi. Q Reykingar í strætisvögnum „Strætisvagnafarþegi“ skrifar: „Að marggefnu tilefni vil ég vekja máls á mjög óheillavæn- legri venju, sem hefur verið að þróast hjá SVR nú um nokkurt skeið. Á ég þar við reykingar bif- reiðastjóra í vögnunum. Þessi ósiður er auðvitað algjör- lega bannaður, eins og vera ber, en fyrir nokkrum mánuðum fór að bera á þessu, og hefur þetta farið vaxandi, þar til svo er nú komið, að bílstjórar hika ekki við að sitja reykjandi í vögnum. Það segir sig sjálft, að hér þarf að spyrna við fæti. Það er tómt mál að tala um að vinna gegn mengun, ef ekkert er gert til þess að Iosa mann við algjörlega ónauðsynlegt eitur- loft. Og það er í fleiri horn að lita. Allt fram yfir 1940 þóttu það eng- ir mannasiðir að reykja í bíl, en nú er svo komið, að ekki er hægt að fara bæjarleið, nema að verða að sætta sig við eiturloftið. Sama er að segja um kvikmyndahús (þrátt fyrir áréttuð fyrirmæli i vetur) í bönkum, í verzlunum (jafnvel matvöruverzlunum) og í biðstofum lækna, svo dæmi séu nefnd. Ég hef komið inn í bið- stofu, sem var þéttsetin konum með börn sín á öllum aldri, og voru sumar kvennanna barnshaf- andi. Það hefur varla verið meiri stybba i hlóðaeldhúsi, þegar sló niður í eldstæðinu, en var í þess- arri biðstofu. Hér þarf að verða breyting á. Það þarf að gera öllum kleift að anda að sér hreinu lofti. Þeir, sem annaðhvort þola ekki mengað loft eða kjósa ekki að anda þvi að sér, hafa ekki minni rétt en hinir. „Strætisvagnaf arþegi“.“ I I I I I I I I I I I I I I I I I í I I I 1 1 I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I 1 nuGLVsmGnR «§^-»22480 LJÓS & ORKA DÖNSKU PLAST- LAMPARNIR i H i 1 I V’ EINNIG BORÐLAMPAR UR POSTUUNI G3? SlGGA V/öGA £ 'ÍíLVERAW ! LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu. LJÓS & ORKA Suðurlandsbrautl2 j siini 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.