Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1974 r siðustu stundu ÞAÐ hefi-.r ióngum veriö vandaniál I sambandi við framkvæmd 1. deildar keppninnar f knattspyrnu, hversu oft hefur verið ðfært til Vestmannaeyja, og færa hefur orðið leiki félagsins til. Til þess að reyna að herða sem mest á hefur mótanefnd KSÍ, sett þær reglur, sem reyndar gilda ekki aðeins um Vestmannaeyjar, heldur og aðra staði á landinu, að leikmenn viðkomandi liða séu skyldugir tii þess að taka fyrstu áætlunarferð sem býðst daginn sem leikið er. Á laugardaginn átti leikur Vestmannaeyinga og Akurnesinga að hefjast kl. 14.00, en vegna jarðarfarar var honum frestað til kl. 16.00. Um morguninn var ágætt flugveður og voru þá farnar fimm flugferðir til Vestmannaeyja. Ekki komu Akurnesingar með þess- um flugvélum. Þeir völdu þann kostínn að taka leiguflugvél sem flytja átti þá beint frá Akranesi til Vestmannaeyja, og voru þeir ekki ferðbúnir fyrr en klukkan þrjú um daginn. Þegar vélin var svo komin f loftið var flugvöllurinn í Vestmannaeyjum lokaður, og varð vélin að lenda f Reykjavfk, þar sem hún beið um hrfð, eða til kl. 16.30, að aftur gaf að fljúga til Vestmannaeyja. Flugu Skagamenn þá þangað, og um svipað leyti kom dómari leiksins með áætlunar- flugvél, en einnig hann hafði dregið það fram á síðustu stundu að fara. Nú var það svo, að Skagamenn höfðu samband við mótanefnd út af þessum ferðamáta sfnum, og var skiljanlegt að þeir vildu viðhafa hann. Ella hefðu þeir þurft að leggja af stað klukkan sex um morguninn og fara með bifreiðum til Reykjavíkur. Var þvf þarna bæði um tfmasparnað og minni kostncð að ræða. Hitt fer ekki á milli mála að teflt var f tvfsýnu með fað að komast, og má mikið vera ef þessi lipurð mótanefndarií!"ar á ekki eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Væri t.c. e«*’ilegt að Vestmannaeýingar vildu viðhafa sama ferðamáta, þegar þeir eiga að leika á Akranesi eða á Akureyri. Skipuiag íslandsmótsins virðist vera með miklum ágætum að þessu sinni, og það tvfmælalaust hárrétt stefna hjá mótanefnd að setja þá leiki sem fresta verður á, eins fljótt og mögulegt er. íslandsmótinu á að Ijúka nú á skemmri tfma en vant er, og er því mjög áskipað á hugsanlega leikdaga. Ekkert má þvf út af bera til þess að ekki verði röskun sem erfitt er að ráða við. Öll keppnisliðin í deildunum hljóta að reyna allt sem f þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að fresta verði leikjum, og með tilliti til þessa, er vonandi að það sem gerðist á laugardaginn endurtaki sig ekki aftur. Til þess hafa reglurnar verið settar að eftir þeim verði farið. - stjl. Sótt að marki 1A. Örn Öskarsson hefur betur f viðureign sinni við Jón Gunnlaugsson og sendir knöttinn í átt að marki IA, tilraunir Davfðs báru ekki árangur að þessu sinni. Árni Sveinss, Haraldur Sturlaugsson, Þröstur Stefánsson, Eyleifur Hafsteinsson og Guðjón Þórðarson komu knettinum þó frá markinu f sameiningu áður en Tómas Pálsson náði til hans. Skagamenn á toppnum eftir 2:1 ÞAÐ er ekki á færi margra líða að bera sigurorð af Vesmanna- eyingum á heimavelli þeirra, og oft er heppnin fylgifiskur þeirra liða sem það tekst. Akurnesingar fóru til Eyja á laugardaginn, og viðureign þeirra við heimamenn lauk á þann veg, að Akurnesingar unnu 2:1. Það var enginn heppnisstimpili yfir þessum sigri, þvert á móti var þetta fylli- lega verðskuidaður sigur betra liðsins. Akurnesingar hafa greini- lega tekið stórstígum framförum undir stjórn enska þjálfarans George Kirby, og í þessum leik börðust þeir af miklum eldmóði, auk þess sem þeir sýndu stórgóða ÍÞRÓTTA- TÖSKUR Verð frá kr. 488.--- 2.600.- 10 gerðir Póstsendum knattspyrnu á köflum. Eyjamenn léku einnig ágætlega, en þó hvergi nærri eins vel og mótherjarnir. Leikurinn f heild var sérlega skemmti- legur, barátta beggja liða var mikil, oft á tfðum brá fyrir skínandi knattspyrnu og nóg af æsandi augnablikum upp við mörkin. Tvfmælalaust einn af betri leikjum þessa lslandsmóts, eins og við var að búast af þessum liðum. Leikið var á grasvellinum við Hástein í Vestmannaeyjum. Hefur völlurinn komið merkilega vel undan ösku og vikri. Þó er hann nokkuð illa farinn öðrum megin, en að öðru leyti bezti völlur Iandsins um þessar mundir. Búningsaðstaða er engin við völlinn sem stendur, því vallarhúsið ónýttist í gosinu. Það atriði stendur þó til bóta. GÓÐ BYRJUN ÍA Þegar leikurinn hófst klukkan 18, var veður orðið ágætt, en rigning og þokuloft hafði verið fyrr um daginn. Akurnesingar hófu leikinn af miklum krafti, og hvað eftir annað hófu þeir stór- sóknir að marki IBV. Eyleífur Hafsteinsson, sem löngum hefur gert það gott í leikjum í Vest- mannaeyjum, var maðurinn bak við flestar sóknartilraunir Akur- nesinga, og í framlínunni var Teitur Þórðarson sérlega ógn- andi. Þá má ekki gleyma Birni Lárussyni, sem skapaði oft geysi- legan usla í vörn ÍBV, þegar hann brauzt í gegn hægra megin. Mark lá í loftinu, og það kom á 17. mínútu leiksins. Teitur komst þá í gegn hægra megin, skaut þrumuskoti að marki, Ársæll hélt ekki knettinum sem barst til Matthíasar Hallgrímssonar á markteigslínu, og honum brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn. Og ekki var liðin ein minúta þegar Teitur hafði enn stungið vörn ÍBV af, og Frið- finnur sá ekki önnur úrræði en bregða honum illa, og hættan leið hjá. Eftir þessa kröftugu byrjun fóru Akurnesingar heldur að hægja á sér, og Eyjamenn fóru að sækja meira en áður. Örn Öskars- son komst í gott færi á 35 minútu, en skot hans var misheppnað, og á 44. mínútu byggði Tómas Pálsson upp hættulegustu sóknarlotu Eyjamanna í fyrri hálfleik, eh varnarmenn ÍA bægðu/ hættunni frá á síðustu stundu. IBV SÆKIR A Svo var að sjá í byrjun seinni hálfleiks, að ætlun Akurnesinga væri að reyna að hanga á þessu eina marki sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik. Þeir drógu sig mikið til baka, og gáfu ÍBV eftir miðju vallarins, sem Eyleifur og félagar höfðu ráðið yfir. Miðju- leikmenn ÍBV, þeir Tómas, Valur og sérflagi Óskar Valtýsson byggðu upp hverja sóknarlotuna af annarri, en þær strönduðu flestar á sterkri vörn ÍA, sem þarna sýndi hvers hún er megnug. Stóð Jón Gunnlaugsson þar fremstur í flokki. Næst komst ÍBV markinu á 61. minútu, þegar Haraldur Júlíusson komst í dauðafæri, en Davíð varði skot hans frábærlega vel. i hinum áköfu sóknartilraunum sínum voru Eyjamenn heldur óvarkárir í vörninni, og slík óvar- kárni leiddi til þess að staðan varð 2:0 á 82. minútu. Eyleifur brunaði upp hægra megin, gaf inn í vítateig til Sigþórs Omars- sonar, ungs nýliða sem hafði komið inn í stað Teits, sem meiddist. Sigþór skaut að markinu, knötturinn fór i Frið- finn Finnbogason og þaðan sigldi hann beint í netið, án þess Ársæll fengi vörnum við komið. Þess má geta, að þetta var fyrsti meistara- flokksleikur þessa unga pilts, Sig- þórs Ómarssonar. Markið hafði ekki deyfandi áhrif á leikmenn ÍBV, þvert á móti virtist þetta einmitt vera það sem þurfti til, þvi innan mínútu höfðu þeir skorað. Örn lék upp hægra megin, gaf fyrir markið, og Haraldur ,,gullskalli“ Júlíusson skallaði léttilega yfir Davíð í markið. ÍBV sótti mjög þær æsandi minútur sem eftir voru, en þó féll það í hlut ÍA að eiga síðasta tækifærið. Þeir Sigþór og Matthias brunuðu upp, með Ólaf Sigurvinsson einn til varnar, og Sigtryggur Sigtryggsson Sigurgeir Jónasson fyrir klaufaskap Sigþórs hafði Ólafur betur i þeirri viðureign. LIÐIN Akranesliðið átti mjög góðan dag að þessu sinni, og það virðist engin tilviljun að liðið skuli nú vera í efsta sæti 1. deildar. Vörnin var afar sterk, með Jón Gunn- laugsson sem lang bezta mann. Hann stoppaði allar sóknarlotur upp miðjuna, og i skallaeinvígjum hafði hann algera yfirburði. Þá voru þeir Þröstur og Björn einnig mjög góðir. Afturkoma Eyieifs hefur bætt miðjuna stórlega, en — Það er ég, sem stjórna hér, mætti halda að Hannes Þ. Sigurðsson væri að segja við George Kirby þjálfara Akurnesinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.