Morgunblaðið - 06.06.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JUNÍ 1974
13
Samvinnutryggingar:
Hagnaður 1% af veltu
AÐALFUNDIR Samvinnutr.vgg-
inga, Líftrvggingafélagsins And-
vöku og Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga hf. voru
haldnir f.vrr í þessum mánuði. í
Asgeir Magnússon kveður sam-
starfsmenn sína hjá Samvinnu-
tryggingum á aðalfundi félagsins
f.vrir skömmu.
skýrslu Erlends Einarssonar for-
stjóra kom m.a. fram aó heildar-
iógjaldatekjur Samvinnutr.vgg-
inga námu 661,8 milljónum króna
á árinu 1973, sem var 27. reikn-
ingsár félagsins. Höfóu iógjöldin
aukizt um 38,7 milljónir króna
eða tæp 10% frá fyrra ári.
Heildariógjaldatekjur Líf-
tr.vggingafélagsins Andvöku
námu kr. 15,6 milljónum og
höfóu aukizt um 3,9 milljónir eða
32,8% frá 1972. Andvaka varó 25
ára 9. þessa mánaóar og í tilefni
af þvf ákvaó stjórn félaganna aó
afhenda Krabbameinsfélagi ís-
lands og Hjartavernd hundraó
þúsund krónur hvoru félagi aó
gjöf.
Iógjaldatekjur Endurtr.vgg-
ingafélags Samvinnutrvgginga
hf. námu 217,5 milljónum króna
1973 og var aukningin 118,9% frá
fyrra ári.
Iógjaldatekjur allra félaganna
námu því samtais á árinu 1973 kr.
894.9 millj. á móti kr. 714.2 millj.
árió 1972, og höfðu þvf aukizt um
kr. 180.7 millj. eöa rösk 25%.
Kappreiðar og firma-
keppni í Hafnarfirði
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sörli í
Hafnarfiröi efndi til kappreiða og
firmakeppni á skeiðvelli félagsins
við Kaldárselsveg laugardaginn
25. maí sl.
í firmakeppninni var keppt í
þremur flokkum, karla-, kvenna-
og unglingaflokki. Bezti hestur-
inn í karlaflokki var dæmdur
Gráni Sigurjóns Jónssonar, sem
keppti fyrir Hamrakjör, Suður-
veri. í kvennaflokki varð hlut-
skarpastur Tvistur Elísabetar
Gunnarsdóttur sem keppti f.vrir
bifreiðaleiguna Vegaleiðir, og í
30 ára — Hús-
mæðraskólinn
á Löngumýri
Mælifelli, 31. maí.
ÞRJATIU ára afmælis Hús-
mæðraskólans á Löngumýri var
minnzt með hátíðarhöldum
sunnudaginn, 26. maí. Kvöldið áð-
ur höfðu 60 konur komið á stað-
inn, gamlir nemendur, og gistu
þar og í nágrenninu.
Samkomunni, sem hófst í Mið-
garði. stýrði fr. Margrét Jónsdótt-
ír skólastjöri. Rakti hún sögu
skólans frá upphafi og ræddi við
neinendur frá f.vrri tíð, einnig
flutti hún kveöjur Hólmfriðar
Pétursdöttur fv. skólastjöra.
Séra Erlendur Sigurmundsson
formaður skölanefndar flutti
kveðjur biskups og kirkjuráðs og
færði hann skólanum bókagjöf
frá þessum aöilum. Frú Emma
Hansen fór með frumort Ijóð. Jón
H. Jónsson söng einsöng, en al-
mennur söngur var milli atriða.
Kveðjur fr. Ingibjargar Jóhannes-
dóttur stofnanda skólans og
lengst af skölastjóra flutti Sigur-
bjiirg Eggertsdóttir, en Ingibjörg
og Bjiirg Jóhannesdóttir kennari
gáfu skólanum forkunnarfagra
kertastjaka. Nemendasambönd
skólans norðan- og sunnanlands
og núverandi kennarar gefa skól-
anum pianó.
Tvö hundruð manns voru í Miö-
garði og var öllum boðið til kaffi-
drykkju á Löngumýri, en þar var
einnig handavinnusýning nem-
enda.
Fleiri bættust í hópinn, er á leið
kvöldið svo alls hafa verið um 300
gestir.
Skólinn starfar næsta vetur á
svipaðan hátt og áður og er þess
vænzt, að umsöknir berist sem
fyrst.
Síra Agúst.
unglingaflokki Blesi Birgis Arn-
ars Birgissonar, en hánn keppti
fyrir Glóbus h/f.
I kappreiðunum urðu úrslil
sem hér segir: I 250 m skeiöi
sigraði Hvinur Sigurðar
Sæmundssonar á 25,8 sek. I 300 m
stökki varð Blesa Petrúnar
Magnúsdóttur hlutskörpust á 24,0
sek. I 250 m folahlaupi sigraði Ör
Kristjáns Guðmundssonar á 21,2
sek.
Framkvæmdir
hafnar við
Mjólkárvirkjun
Patreksfirði, 31. maf.
ÍSTAK h.f. hefur nú á ný hafiö
framkvæmdir vió Mjólkárvirkj-
un, en stækkun virkjunarinnar á
að Ijúka á næsta ári.
Einnig er haíinn undirbúning-
ur að þjóðhátíö Vestfirðinga, sem
haldin verður í Vatnsdal í Baröa-
strandarsýslu 13. og 14. júlí n.k.
Umferð á veguin er hér óvenju
mikil miðað við árstfma. Hótel
Flökalundur hefur þegar opnað
og Bjarkalundur er í þann veginn
að opna.
Páll.
Heildartjón Samvinnutrygg-
inga, greidd og áætluð ógreidd,
námu samtals kr. 506.5 millj., og
varð tjónaprósentan 76,54% á
móti 63.63% árið 1972. Verulegur
halli varð á bifreiðatryggingum
áttunda árið í röð og óvenjulega
slæm útkoma og tap varð á fiski-
skipatryggingum og slysátrygg-
ingum bátasjómanna vegna mik
illa skipstapa og fjölda sjóslysa.
Þrátt fyrir aukin tjón í þessum
greinum og hækkandi reksturs-
kostnað varð hagnaður af rekstri
Samvinnutrygginga, sem aö vísu
nam ekki nema rúmu 1% af
heildariðgjaldatekjunum, og
verður endurgreiddur tekjuaf-
gangur til tryggingatakanna
kr.6.435.000,-.
Með þessari endurgreiðslu
tekjuafgangs hafa Samvinnu-
tryggingar samtals endurgreitt
þannig til tryggingatakanna kr.
97 milljónir, frá því fyrst var
hafin endurgreiðsla tekjuafgangs
fyrir 25 árum síðan, en upphæðin
næmi tæpum 500 milljónum
króna, ef hún væri reiknuö út
miðað við raungildi peninganna á
hverjum tíma.
Sjóðir Samvinnutrygginga, þ.e.
iðgjalda- og tjónasjóðir, fyrninga-
sjóður fasteigna. varasjóður,
höfuðstóll og eigið tryggingafé,
námu i lok ársins 1973 kr. 545.6
rnillj. á móti kr. 485,8 millj. í
árslok 1972.
Tryggingasjóður Andvöku nam
i árslok 1973 kr. 38,5 millj. og
bónussjóður kr. 9,7 millj. Saman-
lögð tryggingaupphæð i gildi hjá
félaginu í árslok 1973 var kr.
2.974 milljónir.
Eins og kunnugt er, lét Asgeir
Magnússon, sem verið hel'ur
framkvæmdastjóri félaganna um
16 ára skeið, af störfum 15. þ.m. A
fundinum og í hófi, sem stjórn
félaganna hélt fulltrúaráðsmönn-
um og nokkrum gestum að honum
loknum, flutti stjórnarformaður
félaganna, Erlendur Einarsson,
Ásgeiri sérstakar þakkir fyrir góð
störf i þágu félaganna og óskaði
honum allra heilla í nýju starfi.
Jafnframt óskaði hann hinum
nýju framkvæmdastjórum félag-
anna, þeim Hallgrími Sigurðssyni
og Jóni Rafni Guðmundssyni, far-
sældar í störfum.
í stjörn félaganna voru endur-
kjörnir þeir Erlendur Einarsson
forstjórí, Reykjavík, formaður.
Ingólfur Olafsson kaupfélags-
stjóri, Kópavogi, og Ragnar Guð-
leifsson kennari, Keflavík. Aðrir i
stjórn eru Jakob Frímannsson.
fyrrv. kaupfélagsstjóri, Akureyri,
og Karvel Ögmundsson útgerðar-
maður, Ytri-Njarðvík.
Sæti á aðalfundi þessara félaga
áttu nú i f.vrsta sinn tveir full-
trúar starfsmanna félaganna.
Fyrsta skóflustungan
tekin að þörungaverk-
smiðjunni á Reykhólum
Króksfjarðarnesi 31. mai.
I DAG var tekin fyrsta skóflu-
stungan að verksiniðjuhúsi
Halidór H. Jóns-
son formaður
Eimskipafélagsins
Á FYRSTA stjórnarfundi
nýkjörinnar stjórnar Eiin-
skipafélags Islands, sem
haldinn var í gær, var Hall-
dór H. Jónsson kosinn for-
maöur félagsins og aðrir í
stjórn eru: Birgir Kjaran
varaformaður, Pétur Sig-
urðsson gjaldkeri og Thor R.
Thors ritari.
Þörungavinnslunnar hf. í Karlsey
á Reykhólum. Stjórn Þörunga-
vinnslunnar hf. ásamt hrepps-
nefnd Reykhólahrepps var við-
stödd. Ræður voru fluttar og kom
þar fram, að fjármagn er trvggt
tii byggingar á mannvirkinu.
Þórisós hl'. sér um grunnmann-
virki, en verksmiðjuhúsið veröur
innflutt stálgrindarhús. Vegagerð
ríkisins sá um vegagerö út i Karls-
ey og stóðust framkvæmdir því að
í fyrradag óku fyrstu bílarnir út i
eyna. en hún er tæplega 3 km frá
Kevkhólum. Jarðboranir ríkisins
byrja eftir hvitasunnuna að bora
eftir heitu vatni og þá koma einn-
ig menn frá vita- og hafnarmála-
stjórn til þess að leggja síðustu
hönd á undirbúning að fyrirhug-
aðri hafnargerð i Karlse.v. —
Fréttaritari.
Paul-Emile Vietor.
Með annan fótinn
á suðurpólnum
Rætt við Frakkann
r
Paul-Emile Victor
heimskautakönnuð
FYRIR nokkru var staddur í
Reykjavík gamall Islandsvinur
og kunningi fjölmargra hér á
landi, franski heimskautafar-
inn Paul-Emile Victor, sem í
þetta sinn var á stuttri ferð hér
vegna rannsóknastarfa á Græn-
landi. Victor kont fvrst til ís-
lands árið 1948 á leiö til Græn-
lands og var hér við og viö
næstu árin vegna starl'a sinna.
Þeir, sem komnir eru yfir miðj-
an aldur, muna eflaust eftir
samstarfi hans við Loftleiða-
menn um flug með birgðir upp
á Grænlandsjökul, . þar sem
hann og leiðangursmenn hans
höfðu bækistöð. Vietor minnist
enn þessara ára með hlýjum
hug og á góðar minningar um
samvinnuna við Alfreð Elías-
son, Magnús Guðmundsson,
Þorstein Jónsson og fleiri flug-
kappa frá þessum tíma.
Victor stofnaði frönsku heim-
skautarannsóknastöðina 1947
og hefur veitt henni forstöðu
síðan. Eg spurði hann fyrst,
hvað hefði ráðið því. að hann
valdi sér þetta óvenjulega ævi-
starf.
— Ég hef haft áhuga á heim-
skautaferðum frá þvi ég var
barn, þá ias ég um f.vrri heim-
skautafara, Nansen. Aamund-
sen og fleiri og varð staðráðinn
í að gerast heimskautakönnuð-
ur. Ég er ættaöur frá Júrafjöil-
unum f Frakklandi, þar sem
faðir minn rak litla verksmiöju.
sem framleiddi pípur og blek-
penna og við þeirri verksmiðju
hefði ég getað tekið, en i stað-
inn fyrir að verða pípu- og
pennaframleiðandi varð ég pól-
fari. F.vrst fór ég til Grænlands
1934 og var siðan í þrjú ár í
Angmagsalik fyrir stríð. I stríð-
inu var ég í Alaska og vann með
Bandarikjamönnum á heim-
skautasvæðunum þar, en eftir
stríð hef ég verið með annan
fötinn á suðurskautinu, hef
siglt 29 sinnum á milli Astralíu
og suðurpólsins og aðeins í þrjú
skipti fengið sæmilegt veður. I
öll hin skiptin hefur það verið
afleitt.
— Eruð þið ekki stundum
gagnrýnsir fyrir að stunda
óhagnýtar rannsóknir á suður-
skautinu?
— Jú, það kemur auðvitað
f.vrir. Frakkar hafa haft mann-
aða stöð allt árið um kring á
suðurskautinu frá 1956 og hef
ég borið ábyrgð á því starfi og
stundum erum við gagnrýndir
f.vrir að vinna ekki nógu hagnýt
störf. En þessi gagnrýni missir
marks og ég get nefnt mörg
dæmi um hagnýtan árangur af
starfi okkar bæði þar og á
Grænlandsjökli. Enginn hag-
nýtur árangur næst af neinu
starfi án grundvallarrann-
sókna. Því meira sem við lær-
um, því minna vitum við i raun
og veru. Nýjar spurningar
vakna stöðugt við allt nýtt. sem
lærist.
— Geturðu nefnt dæmi um
rannsóknir ykkar. sem þýðingu
heföi fyrir íslendinga?
— Það er auövelt. Boruð hef-
ur verið 2200 metra hola í
Grænlandsjökul og tekið sýni.
sem gefur mvnd af veðurfræði-
legri sögu jarðkringlunnar síð-
astliðin 110 þúsund ár. Af
þessu sýni má draga þá álvkt-
un, aö veðurfar á jörðinni verði
kaldara næstu áratugi en verið
hefur. vetur lengri og kaldari.
snjókoma meiri o.s.frv. Þetta
verður ekki ný ísöld. en senni-
lega um 40 ára langt tímabil.
þar sem hiti verður talsvert
lægri en undanfarna áratugi.
Það er t.d. ekki útilokaö. að á
þessum tima muni syðstu út-
jöklarnir í Vatnajökli skríða
fram i sjó. Segiö svo. að þessar
rannsóknir hafi ekki hagnýta
þýðingu.
Victor fer nú að nálgast sjö-
tugt og segist hafa hug á því
að draga sig í hlé, hætta heim-
skautaferðunum. Hann ætlar
að setjast að á smáey. sem hann
á í K.vrrahafinu nálægt Tahiti.
mála og skrifa bækur og helga
sig konu sinni og ungum svni. I
lok samtals okkar bað Vietor
fyrir kærar kveðjur til allra
sinna eldri kunningja, sem hon-
um gafst ekki tækifæri til að
hitta.
-GHH.