Morgunblaðið - 06.06.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1974
1 *7
brúnum jarðarlitum f Þrymheimum.
Og að sjálfsögðu láta þursar og
þursameyjar meira en æsir og ásynj-
ur. Æði Ifflegt f höllu þursans Þryms.
— Sagan sjálf er skemmtileg og
dramatfsk, létt gamansaga, segir
Þórhallur Sigurðsson. Jóni hefur
vfða tekizt mjög vel að ná þvf. Kór-
inn á stóru hlutverki að gegna !
óperunni. Það er meira á hann lagt
en venja er. Það gerir sviðsetning-
una nokkuð sérstætt verkefni. Það
þarf að virkja kórinn mikið ! erfiðum
leik. Jón hefur fellt efnið meistara-
lega saman f heild. Þetta er mjög
lifandi sýning.
Óhætt er að taka undir það. I
sfðasta þættinum f Jötunheimum er
til dæmis mjög haganlega ofinn
tregabundinn texti Völundarkviðu
ærslum og látum, sem á eftir fara,
þegar Þrymur fagnar Freyju, sem er
Þór dulbúinn. Og þessum spreng-
hlægilega hraða þætti lýkur með
speki úr Hávamálum, og lokaorðum:
Svo kom Óðins sonur endur að
hamri.
Góður gestur hefur komið til fs-
lands til að vera með i þessum merk-
isatburði f fslenzku tónlistarlffi, Ólaf-
ur Þ. Jónsson, sem undanfarin 10 ár
hefur sungið f óperum f Lubeck,
Hamborg og Mainz, þar sem hann er
nú ráðinn og fer aftur þangað f
ágúst. Hann kom 15. maí til æfinga
og þykir mjög skemmtilegt að fá
þetta tækifæri. En Ólafur er fslenzk-
um leikhúsgestum ekki alls ókunnur.
Hann var í leikskóla Þjóðleikhússins
og lék hér ! 2 ár áður en hann fór
utan, söng þá m.a. í óperettunni
Brosandi land.
— Þessi ópera er nokkuð ólfk
þeim óperum, sem ég hefi verið að
syngja f, segir Ólafur. Hún er í sér-
stökum fslenzkum stfl. Músikin er
geysilega góð. Örugglega á hún eftir
að heyrast vfðar. Hvort hún verði
hugsanlega til útflutnings? Ég reikna
með þvi, ef réttir menn komast i
kynni við hana.
Ekki kvaðst Ólafur geta gefið svar
við þvf hvort þetta sé e.t.v. upphafið
að þvf, að hann fari að koma heim.
Enda ekki hægt að bera upp slfka
spurningu meðan aðstæður eru slfk-
ar.
Guðrún Á. Sfmonar er Freyja f
óperunni. Meðan leiksviðsstjórar
leiðbeina kórnum á sviðinu, náum
við tali af henni andartak.
— Mér finnst þetta stórkostlegt
verk, svarar Guðrún um hæl. Þarna
ætti að vera eitthvað til útflutnings.
Ég er dálítið stolt af þvf. Við fs-
lendingar höfum aldrei átt svona
óperu. Ég er nokkuð seintekinn á
nýja músik, en mér finnst þetta gott.
Jú, ýmsir hljómar eru erfiðir að
syngja, og eins og alltaf, þá höfum
við of iftinn tlma til undirbúnings.
Eftir ár verður þetta orðið gott.
Það gerir kannski ekkert til.
Þrymskviða á sjálfsagt tfma fyrir sér
að slfpast. Þarna er fslenzk ópera,
sem ætti að vera á sýningarskrá á
hverju ári. Þarna er komið eitthvað,
sem við getum verið svolftið stolt af,
eins og hún Guðrún segir. Og má
mikið vera ef svo aðgengilegt og
skemmtilegt efni á ekki eftir að ná til
leikhúsgesta og verða þeim kært. —
p Di
lllt er með ásum
illt er með álfum
ás er stolinn hamri
Reiður var þá Vingþór
er hann vaknaði
og síns hamars saknaði
Það eru ill tfðindi, sem Loki (Ólaf-
ur Þ. Jónsson) færir ásum og ásynj-
um (Þjóðleikhúskórnum) f Ásgarði,
’orsteinn Hannesson leiðbeinir Ólafi Þ. Jónssyni um staðsetningu á sviðinu. Á bak við er kórinn f búningum ása
ig ásynja.
Esir og ásynjur á þingi, fremst Loki (Ólafur) Heimdallur (Magnús) og Þór (Guðmundur).
Tónskáldið Jón Ásgeirsson og dóttir
hans, sem komin var f heimsókn á
æfinguna.
hamar Þórs horfinn. En það eru ekki
sfður mikil tfðindi að gerast f Þjóð-
leikhúsinu. Þar er verið að færa upp
Þrymskviðu, nýja verðlauna óperu
eftir Jón Ásgeirsson, tónskáld, sem
frumsýna á föstudaginn 14. júnf á
listahátfð. Þetta er fyrsta fslenzka
óperan, runnin úr alfslenzku efni,
fornsögum okkar, eftir fslenzkan nú-
tfmahöfund. — Óperan getur orðið
prófsteinn á það hvort þessir gim-
steinar okkar eins og Eddukvæðin,
eiga að geymast eins og forngripir f
glerkassa eða geta verið lifandi list f
nútfmanum, eins og Þorsteinn
Hannesson sagði. En Þorsteinn, sem
sungið hefur í yfir 30 óperum sjálfur
úti f heimi, er nú að setja upp óperu f
fyrsta skipti með aðstoðarleikstjórn
Þórhalls Sigurðsson'ar leikstjóra. Og
Haraldur Guðbergsson, sem les-
endum Mbl. er kunnur frá þv! hann
teiknaði einmitt þessa sömu Þryms-
kviðu sem myndasögu f Lesbók, ger-
ir þarna leikmynd f fyrsta sinn.
Ólafur Þ. Jónsson, sem f 10 ár hefur
sungið fyrir Þjóðverja f yfir 50 óper-
um, er kominn heim til að vera með f
þessari fyrstu uppfærslu á fslenzkri
óperu, ásamt einsöngvurunum Guð-
mundi Jónssyni, sem hefur hlutverk
Þórs, Guðrúnu Á. Sfmonar, sem
syngur Freyju, Magnúsi Jónssyni,
sem er Heimdallur, Jóni Sigurbjörns-
syni sem er Þrymur, og Rut Magnús-
son, sem er systir Þryms. Höfundur-
inn, Jón Ásgeirsson, veifar tónsprot-
anum og stjórnar sjálfur hljómsveit
og kór.
Og þetta er góð ópera. Það segir
hver af öðrum. — Stórkostleg, segir
Guðmundur Jónsson, sem sungið
hefur f öllum óperum f Þjóðleikhús-
inu. — Rammfslenzkur skratti,
skemmtileg og fyndin, bætir hann
við. Guðmundur á fyrir höndum ýmis
spaugileg atriði á sviðinu, svo sem
eins og að klæðast brúðarlfni i gervi
Freyju og eta snarlega einn uxa, átta
laxa með öli í höllu Þryms jötuns.
Enginn lætur á sér standa að gera
sýninguna vel úr garði — 6 ein-
söngvara. 36 manna kór, 8 manna
ballet og 30 manna hljómsveit þarf
til. Nú er 40 manna hópur mættur á
æfingu á leiksviði Þjóðleikhússins á
hvftasunnumorgni. Enginn hreyfir
minnstu andmælum, og ætlunin er
að æfa meira og minna alla hvfta-
sunnuhelgina. Kórinn hefur geysi-
miklu hlutverki að gegna. Þjóðleik-
húskórinn hefur Ifklega aldrei fengið
þvflfkt verkefni.
Prólógus hefur verið fluttur —
speki úr Hávamálum, sem karlakói
flytur. Gáttir allar, áður gangi fram
um skoðast skyli . . . Og Loki hefui
flutt hin illu tfðindi. Þór kemur með
þrumum miklum. Æsir allir á þingi
og ásynjur. Veit ég, að Þrymur,
þursa dróttinn, hefur þinn hamar,
syngur Heimdallur. Hann engi maður
heimtir aftur. Og þannig helduróper-
an áfram og segir söguna, sem flest-
um er kunn úr goðafræðinni, af þvf
er Þrymur jötunn stelur hamri Þórs
og neitar að skila aftur nema hann
fái Freyju fyrir konu. Þór býst brúð-
arlfni og fer f hennar stað til brúð-
kaupsins til að heimta hamar sinn,
enda munu jötnar Ásgarð búa, nema
hann heimti hamar sinn, eins og
kórinn syngur. Svo mikið liggur nú
við. Um það fjallar óperan Þryms-
kviða f fimm þáttum, sem fara fram f
Ásgarði meðal goða, í dyngju Freyju
og f Jötunheimum hjá Þrymi.
Blaðamaðurinn hrffst með á æf-
ingunni þennan hvitasunnumorgun.
Músikin er ákaflega aðgengileg. Hún
er söngræn, semf-nútfmaleg og ekki
vafi á, að stfllinn er fslenzkur og
þjóðlegur. — Ég hafði um tvo kosti
að velja, segir tónskáldið Jón Ás-
geirsson. Að semja alveg nútfma
tónlist, en þá var spurningin hvort
þetta gamla efni gæti samsvarað
nútfma vinnubrögðum. Mér fannst.
að ég mundi rjúfa tengslin við þetta
sérfslenzka efni með nútfma tízku-
stefnu. Ég fór þvf inn á það að hafa
tónlistina f þessum stfl, sem ég hefi
haslað mér sjálfur og reyni að fylgja
eftir mætti áherzlu textans. Ég læt
textann ráða. Eftiraðhafa lesið hann
oft, finnst mér þetta vera eins og
mælt mál, og þá þykir mér eðlilegt
að gera efnið að söngóperu.
En hver er þá textinn? Og hver
setti saman óperutextann til söngs?
Það gerði Jón sjálfur, en hann er
allur tekinn óbreyttur úr Eddukvæð-
unum, úr 10 kvæðaflokkum þeirra,
og úr fornu danskvæði.
Jón kveðst hafa byrjað á þessu
verki fyrir 9 árum. Þá gerði hann
fyrir nemendur Kennaraskólans Ift-
inn þátt úr Þrymskviðu og er eitt stef
úr þvf enn i nýju óperunni. Fyrir 8
árum var hann svo f Englandi f 3
mánuði og velti þessu þá mikið fyrir
sér. Eftir að hann kom heim, tók
hann textann til gagngerðrar með-
ferðar. Og sfðan fór hann fyrir alvöru
að huga að tónlistinni. Áður en yfir
lauk, hafði hann samið óperuna fjór-
um sinnum, fyrst fyrir pfanó og söng
og sfðan fyrir hljómsveit IFka. Verkið
var að mestu búið, þegar auglýst var
samkeppni Þjóðleikhússins um
óperu vegna 1100 ára afmælis ls-
landsbyggðar. En til þess var raunar
ekki nema ársfrestur.
Þetta hlýtur að vera óskaplegt
verk að vinna með venjulegu brauð-
striti. Er það f rauninni hægt? —
Nei, svarar Jón. Það er skelfilegt að
vinna slfkt verk með öðru starfi.
Fyrir þremur árum var ég búinn að
leggja svo að mér, að ég datt niður á
götu og var stungið inn á spftala. Þá
var ég rétt að fá sex mánaða frí frá
störfum til að vinna að þessu. en þrfr
mánuðir spilltust af þessum veik-
indum.
En Þrymskviða er orðin til samt og
var byrjað að æfa óperuna í janúar.
— Þetta er ákaflega skemmtilegt
viðfangsefni, segir Þorsteinn
Hannesson, stjórnandi óperuflutn-
ingsins. Það er feikilega lifandi
skáldskapur. Þarna eru Eddukvæðin
tekin og lögð orðrétt f munn
söngvara og það er góður prófsteinn
á hvort þau geta lifað ! nútimanum
eða verða að geymast sem forngrip-
ir. Ekki veit ég hvort þau hafa verið
sungin áður fyrr, en Bertha S. Philat
! Oxford hélt þvf fram, að þau hefðu
verið flutt við helgiathafnir. Seinna
var talið. að þessi kenning hennar
væri röng, en nú eru þær hugmyndir
aftur að skjóta upp kollinum.
Þorsteinn segir, að mjög skemmti-
legt sé að setja Þrymskviðu á svið.
Hann leggur þar mikla áherzlu á
andstæðurnar, heiðrfkjuna og feg-
urðina yfir goðheimum, jafnvel
nokkuð kuldalega fegurð, en heita
liti og mikinn þunga f Jötunheimum.
Þetta má strax marka af búning-
unum, bláum f Ásgarði en rauðum og
LISTAHATIÐ
1974
Loki telur Þór á að
fara til Jötunheima í
stað Freyju (Guðrún Á
Símonar), sem hlustar
á.
ikil tíðindi