Morgunblaðið - 06.06.1974, Page 28

Morgunblaðið - 06.06.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAUUR B. JUNI 1974 A'% Kr-akw, Sjö sögur af Villa eftir Rudolf 0. Wiemer A meðan þessu fer fram kallar haninn: „Eldur, eldur,'* og hesturinn er vaknaður. Og kýrnar fjórar. Og geiturnar tvær. Og geithafurinn. Og allar hænurn- ar tuttugu og sjö að tölu. Dýrin hneggja og baula og jarma og gagga. Þó að Jón bóndi sofi fast, vaknar hann við hávaðann og stekkur fram úr rúminu á náttskyrt- unni einni. Og konan hans sömuleiðis. Og börnin níu stara stórum augum út um gluggana. „Hvað gengur á?“ spyr Jón bóndi. „Ég finn brunalykt." „tiagg, gagg, segir haninn. „Hlaðan var rétt orðin eldi að bráð. Til allrar hamingju var Villi ræningi á næstu grösum. Hann slökkti eldinn og tók brennuvarg- inn fastan. Hann stendur þarna við eplatréð.'1 Kona Jóns bónda gengur til hans. „Skammastu þín ekki, Krulli?" segir hún. „Slíkt gerir ekki heiðarlegt fólk ' „Hárrétt," segir Villi. Konan snýst á hæl og tekur til fótanna, berfætt og í náttkjólnum. Hún kallar: „Ég sæki lögregluna." Villi klórar sér í skegginu. Nei, takk, hann vill ekki ganga í bæinn. Hann er ú hraðri ferð. Enda þótt samvizkan sé með bezta móti í þetta sinn fellur'honum ekki þetta tal um „lögregluna". Ræningjum fellur það ekki. ..Jæja. ég þakka þá kærlega fyrir," segir Jón bóndi og þrýstir hönd Villa. Og börnin niu kalla út um gluggana: „Gefðu honum eitthvað að launum. Gefðu góða Villa eitthvað.“ Fjandakornið, hugsar Villi, maður hefði heldur átt að láta þetta fútta af. En nú kemur Jón bóndi út aftur og réttir Villa væna p.vlsu vafða í bréf. „Verði þér að góðu,“ kalla börnin níu á eftir honum. Þegar Villi kemur heim, segir Hans: „Varð elsvoði hjá Jónibónda?“ „Hvernig spyrðu? Veiztu ekki, að ræningjum þykir gaman að leika sér með eld.“ „Líka börnum,“ segir Hans. „En mamma bannar mér það.“ „Ha, ha,“ segir Villi og hlær. „Aldrei hef ég hlýtt móður minni. Þess vegna varð ég lika ræningi." Hann klifrar upp í rúmið til Hans. „Rektu nefið í fötin mín . . . Hvaða lykt finnur þú?“ „Reykjarlykt,“ segir Hans. „Og sérðu tána á vinstra stígvélinu mínu?“ „Já, hún er sviðin," segir Hans með aðdáun. „Jæja, er ég þá ekki hættulegur ræningi?" Hans horfir á hann fullur tortryggni. „Hvað er í þessum böggli?“ „Pylsa.“ „Stalstu henni?“ „Hm. . . maður getur nú líka hafa fengið hana gefins.“ \ i 3 1 -30 '29 .28 •27 PG /3 B. '26 1T2P.21ZS 76 • 29 J '2 19 22 21 7B££____ „ Hermanna- leikur í hermannaleiknum hélt hann þessi, að með því að fara niður í gjót- una mvndi enginn sjá hann. — En svo var nú ekki og með því að draga strik milli talnanna 1 og 2 og síðan í réttri röð áfram upp í 44, þá kem- ur í ljós hver það var, sem strax kom á hann auga. (fJVönni ogcTVfanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Ég vafði liann að mér og grét af gleði. Lg minntist þess, livað ég hafði verið hræddur um hann og kvíðafullur hans vegna. Það var líka nóg til þess að koma út á mér tárunum. Loks sagði ég: ,.En nú verðurðu að segja mér, Manni, hvernig þú komst hingað og hvernig þér leið á liestinum44. ,.Það var hræðiiegt“, svaraði hann. „Hesturinn var svo ólniur, að liann linaði aldrei á sprettinum. Ég hélt mér fast í toppinn og hékk alltaf á baki einhvem- veginn. Þegar við komum hingað, öskraði tuddinn, þá fældist hesturinn, og ég datt af baki. Ég kom niður á sand og meiddi mig ekkert. Svo reis ég á fætur og klifraði upp á þennan stein. og þá gat tuddinn ekki náð í mig“. „En livað varð um hestinn, Manni?“ „Hann stökk í burtu, og einu sinni kom hann aftur og hljóp svo burt í annað sinn. En hvernig gazt þú komið hingað, Nonni?“ ..Ég náði í einn steingráan. Hann hefðir þú átt að sjá, Manni. Sá var nú viljugur. Og þegar ég fór fram hjá gljúfrinu, varð ég svo hræddur um, að þú hefðir hrapað þar. Síðan mætti ég þínum hesti og sleppti þeim steingráa. Og svo reið ég þínum hingað“. Um leið og ég sleppti orðinu, fundum við, að nautið stangaði steininn, sem við sátum á. Og svo vel var fylgt á eftir, að það buldi í steininum. „Sjáðu, Nonni, þetta hefur hann gert aftur og aftur, síðan ég kom upp á steininn“, sagði Manni. „En það gerir ekkert til. Hann getur ekki bifað steininum". Tryggur gelti eins og óður væri. Hann var orðinn hás. En nú kallaði ég á hann til okkar, svo að hann gæti kastað mæðinni. Hann kom stökkvandi undir eins og settist hjá okkur móður og másandi. Rétt á eftir sáum við, að nautið teygði hausinn, stóran og illúðlegan, upp á steininn til okkar og reyndi að ná til okkar með tungunni. Það þefaði og hnusaði og sleikti harðan steininn. fncÖtnorgunkoffinu — Og hvena-r getur hann þá lokirt viö a<) mála þakrenn- una??? — Kf ég fæ ekki kauphækkun- ina fer ég al'tiir ai) ganga í síc)b iixuin. — Krtu búinn ai) bíi)a lengi??'. — Kr nú St. Bernhariishunilur- inn týnilur ennþá einu sinni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.