Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 5

Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 5 70 ára í dag: Sigurður Árnason Ætla mætti, aö ekki þyrfti aö vera erfitt að rita fáeinar línur um góöan mann. Svo mun þó eigi gilda um Sigurð Árnason. öðrum eins mannkostamanni er erfitt að lýsa og ekki hlaupið að þvf, að gera greinargóð skil á litríkum ferli hans. Við, samstarfsfólk hans á Landsvirkjun, viljum þó á sjötugsafmæli hans sýna honum þakkarvott og vinarhug með skrifum þessum um leið og við færum honum og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir á þessum tfmamótum. Sigurður varð einn af fyrstu starfsmönnum Landsvirkjunar, er hann réðist þangað til starfa f ársbyrjun 1966. Hann hafði allt frá árinu 1944 verið starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fyrst bókari fyrirtækisins og síðar aðalbókari þess. Hann hefur þvf síðastliðin 30 ár verið virkur þátt- takandi f uppbyggingu raforku- kerfis Suðvesturlands og er vand- fundinn betri liðsmaður. Við, samstarfsfólk Sigurðar, þekkjum hann þó bezt sem góðan félaga og vin, sem ávallt er hægt að treysta ef á reynir. Öeigin- gjarnari maður verður seint fund- inn og fórnfýsi og manngæzka hans f garð þeirra, sem minna mega sín í þessu lífi hefur ekki farið fram hjá okkur. Hvenær sem er og hvar sem er, réttir Sigurður fram hjálparhönd þar sem hennar er þurfi og segir okkur hugur um að margir eigi honum þakklæti að launa. Um- hyggja fyrir öðrum fellur hnökra- laust inn f daglegt starf Sigurðar og hann væri manna síðastur til að telja það eftir sér. En þetta er Sigurði í blóð borið. Honum er slíkt jafn eðlilegt og það er öðrum að vakna á morgnana og fara að sofa á kvöldin. Mannlífið hefur alla tíð verið hans helzta áhugamál. Ættfræði- þekkingu hans er við brugðið en slík kunnátta er einungis eðlilegt framhald þess sem honum er hug- leiknast. En við viljum þó sérstaklega þakka Sigurði alla hans glaðværð og fyndni. Hann er alltaf kátur og fjörugur, hvað sem á gengur og allt færir hann til betri vegar. Það er gott að starfa með Sigurði og því vonumst við til þess, Lands- virkjunar vegna og okkar vegna, að hann starfi með okkur sem lengst og haldi áfram að stappa í okkur stálinu og segja okkur góð- ar og snjallar sögur af mannlifi á íslandi fyrr og síðar. Vinur vor, Sigurður: Um leið og við árnum þér allra heilla f fram- tíðinni viljum við enn einu sinni þakka þér liðnar samverustundir. Lifðu heill Samstarfsfólk á Landsvirkjun Sumarhótelið Nesjaskóla Hornafirði opnar laugardaginn 15. júní. Gisting — morgunverður — svefnpokapláss. Sími gegnum símstöðina á Höfn. Verzlunarskóla- stúdentar Munið stúdentahóf V.í. sunnudaginn 16. júní n.k. kl. 1 9 að Hótel Sögu, Súlnasal. Aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu Verzlunar- skólans og við innganginn. Stúdentasamband V.l. Auglýsing um þingfestingar kjörskrármála við embætti sýslumanns og bæjarfógeta í Keflavík. Hér með tilkynnist að kjörskrármál í Keflavík, Grindavík og Gullbringusýslu, vegna alþings- kosninganna 30. júní n.k., verða þingfest sem hér segir: í Keflavík og Gullbringusýslu að Vatnsnesvegi 33 Keflavík; miðvikudaginn 19. júní kl. 14.00, miðvikudaginn 26. júní kl. 14.00, laugardag- inn 29. júní kl. 1 5.00. í Grindavík í Félagsheimilinu Festi; fimmtudag- inn 27. júní kl. 1 6.00. Á öðrum stöðum eða tímum en að framan greinir verður ekki hægt að þingfesta framan- greind mál. Bæjarfógetinn íKeflavík og Grindavík. Sýslumadurinn í Gullbringusýslu. Kawazaki 900 Z 1 Til sölu er nýtt mótorhjól gerð Kawazaki 900 Z 1. Upplýsingar í síma 99-581 3 Hellu. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS Listahátíö í Reykjavík Þrymskviða Öpera i 5 þðttum eftir Jön Ásgeirsson Önnur sýning í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 15. júní kl. 20.00 Þriðja sýning sunnudaginn 1 6. júní. Miðasala kl. 14.00—18.00 að Laufásvegi 8, sfmi 28055 og sýningardag I Þjóðleikhúsinu. ssssssssssssssssssssssss Framboðsfundir í IMorðurlandskjördæmi vestra Framboðsfundir í Norðurlandskjördæmi vestra vegna alþingiskosninganna 30. júní n.k. verða sem hér segir: Siglufjörður, Þriðjudaginn 7 8. júni kl. 8.30. Sauðárkrókur, miðvikudaginn J9.júníkl. 8.30 Blönduósi, fimmtudaginn 20. júní kl. 8.30 Hvammstanga, föstudaginn 2 7. júní kl. 8.30 og Skagaströnd laugardaginn 22. júní kl. 3.00 Varmah/íð, mánudaginn 24. júní kl. 8.30. Hofsós, þriðjudaginn 25. júní kl. 8.30. - , Frambjoðendur ÆDH £* AUSTURSTR/ETI KAUPFELÖGIN Stiigaskór fyrir sumaiið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.